Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 45 KIRKJUSTARF Múrklæðning Viðeyjarstofu endurnýjuð Gert við gamlar syndir Reykholtskirkja UNNIÐ er nú að því að höggva lausan múr af útveggjum Viðeyj- arstofu í Viðey, húða þá upp á nýtt og klæða undir glugga með vatnsbrettum. Samkvæmt upp- lýsingum frá arkitekt endur- byggingar Viðeyjarstofu, Þor- steini Gunnarssyni, er um að ræða verkþætti sem ekki var lok- ið við þegar stofan var endur- gerð. „Það er verið að klæða undir gluggana með sama hætti og gert var á 18. öld og einnig er verið að húða útveggi upp á nýtt. Þetta eru tveir verkþættir sem voru eftir í endurbyggingunni og ákveðið var að stilla saman,“ sagði Þorsteinn. Að sögn Þorsteins er múrinn Morgunblaðið/Jim Smart STARFSMENN byggingardeild- ar Reykjavíkurborgar vimia við múrklæðningu Viðeyjarstofu. sem verið er að höggva af frá fyrri hluta þessarar aldar en upphaflega var kalkmúr á veggj- unum sem þoldi illa ísienska veðráttu og er hann nú löngu horfinn, að sögn Þorsteins. Hefðu mátt vanda sig meira Upphaflega var gert ráð fyrir að verkið tæki þrjú ár en að sögn Ríkharðs Kristjánssonar hjá Línuhönnun, sem er byggingar- deild borgarinnar til ráðgjafar við verkið, fer það eftir því hve lengi fjárveiting til verksins dugi ár hvert hvenær það klárast. Ha- fist var handa á ný við verkið fyrir þremur vikum og þráðurinn tekinn upp frá því í fyrra. Unnið verður fram á haustið. „Við erum að gera við gamlar syndir. Þessi ldeðsla í húsinu er erfið og illa unnin. Við hefðum viljað að iðnaðarmennirnir hefðu vandað sig meira við þetta þegar þeir voru að hlaða húsið um árið 1750 því hleðslan gerir okkur erfitt fyrir við viðgerðir á múr- klæðningunni," sagði Ríkharður Kristjánsson. Reykholtshátíð VÍGSLUAFMÆLI Reykholts- kirkju verður fagnað sunnudaginn 26. júlí með kirkjudegi. Hátíðar- messa hefst kl. 14. Kórar Reyk- holtskirkju og Hvanneyrarkirkju syngja undir stjóm Bjarna Guð- ráðssonar. I messunni verður vígð- ur nýr hökull kirkjunnar. Hann er vígslugjöf Borgarfjarðarprófasts- dæmis, gerður af lngibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur veflista- konu. Tónlistarhátíð tengd kirkjudegi hefst á morgun, föstudaginn 24. júlí, kl. 20.30. Fernir tónleikar verða í kirkjunni um helgina. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Fram kemur Zilia-píanókvartettinn ásamt gest- um, en meðal þeirra eru Nína Pa- vlovski sópran frá Danmörku, Risto Lauriala píanóleikari frá Finnlandi og Martynas Svégzda von Bekker fiðluleikari frá Litháen. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Hilmar Örn Agnarsson leikur. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæn- arefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22, kaffi og létt meðlæti á eftir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30, bæna og lofgjörðarsamkoma. www.mbl.is Lýst eftir ökutækjum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir tveimur ökutækjum sem stolið var fyrir nokkru. Annars vegar er um að ræða bíl af gerðinni Peugeot sem er grænn að lit, árgerð 1994, með númerinu BS 265 og stolið var 26. júní frá Rofabæ 47. Hins vegar er um að ræða Suzuki vélhjól, nr. NH 199, svart og gult og árgerð 1995. Var því stolið 12. júlí frá Viðarhöfða. ------------------ Síðdegistón- leikar á Ingólfstorgi SÍÐDEGISTÓNLEIKAR Hins hússins fara fram á morgun, fóst- dag, kl. 17. Hljómsveitirnar Spit- sign og Bisund spila. Tónleikarnir eru í boði Pepsi cola. ------♦-♦-♦--- LEIÐRÉTT „Divan“ syngur kl. 13.30 í VIÐTALI við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur um Sumartónleikana í Reykholti í blaðinu í gær, var meðal annars getið um tónleika á laugar- daginn, þar sem danska „divan“ Nina Pavlovski kemur fram. Var tímasetning tónleikanna röng. Þeir hefjast kl. 13.30 en ekki klukkustund síðar eins og sagt var. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Sfldarútvegsnefnd ekki ríkisfyrirtæki í FRÉTTUM sjávai-útvegsblaðs Morgunblaðsins, Úr verinu, í gær þar sem fjallað var um stofnun ís- landssíldar hf. var síldarútvegsnefnd ítrekað kölluð sfldarútvegsnefnd rík- isins. Það er alrangt. Síldarútvegs- nefnd hefur aldrei verið ríkisfyi-ir- tæki þó að hún hafi starfað sam- kvæmt lögum um útflutning á salt- aðri síld og er beðist velvirðingar á mistökunum. Við höfum komið okkur upp NÝJU SÍMAN ÚMERI! 27 OB Nýr bréfsími 530 2724 ISTAK - traustur verktaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.