Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 60
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPIN KERFIHF
HEWLETT
PACKARD
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉFS691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ/SMBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/RAX
ÞAÐ tók slökkviliðsmenn átta klukkustundir að ráða niðurlögum elds
í mosa á Höskuldarvöllum í gær. Efst til hægri á myndinni sér í þyrlu
Varnarliðsins sem varpaði niður reykblysi sem kveikti eldinn.
Eldur kviknaði í mosa á Höskuldarvöllum
Atta tíma barátta
Opin kerfi
Kaupa 34%
hlut í
Tæknivali
OPIN KERFI hf. ætla að
kaupa 34,33% hlut í Tæknivali
hf. af Kaupþingi hf. Með kaup-
unum verða Opin kerfi stærsti
hluthafínn í Tæknivali sam-
kvæmt hluthafaskrá. Nafnverð
bréfanna er 48,9 milljónir
króna. I gær seldu Sundagarð-
ar og tengdir aðilar Kaupþingi
22% hlut í Tæknivali á genginu
5,20. Nafnverð bréfanna sem
Sundagai'ðar seldu var
31.150.787 kr. og markaðsverð
viðskiptanna er 161.984.092 kr.
Miðað við sama gengi má gera
ráð fyrir því að Opin kerfi séu
að kaupa hlutinn á rúmar 254
milljónir króna.
■ Kaupa/B2
ELDUR kom upp í mosa og grasi á
4-5 hektara svæði á Höskuldarvöll-
um á Reykjanesi skammt frá Keili í
gær. Eldurinn kviknaði þegar
þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli varpaði reykblysi úr
þyrlu við æfingar. Brunavarnir Suð-
urnesja og slökkvisveitir úr Grinda-
vík og Hafnarfirði unnu að slökkvi-
starfi langt fram eftir kvöldi en til-
kynnt var um eldinn rétt um kl. 15.
Um 25 manns, þar á meðal félagar í
Björgunarsveit Suðurnesja, unnu
við að slökkva eldinn og lauk
slökkvistarfi upp úr kl. 23 í gær-
kvöld.
Sigmundur Eyþórsson slökkvi-
liðsstjóri sagði að þröskuldurinn í
slökkvistarfinu hefði verið skortur á
mannafla auk erfiðleika við vatns-
sókn. Friðþór Eydal, upplýsinga-
fulltrúi Varnarliðsins, segir að eld-
urinn hafi komið upp á svæði þar
sem þyrlubjörgunarsveitin æfir oft.
„Þeir settu niður blys þarna eftir
hádegi og kveiktu í. Þeir æfa lend-
ingar þarna og setja niður reykblys
til viðmiðunar við lendingar. Þegar
ljóst var að það hafði kviknað í lenti
þyrlan og þeir reyndu að slökkva
eldinn. Þegar þeir sáu að það var
vonlaust verk, þar sem þeir voru
tækjalausir, tilkynntu þeir um
brunann," sagði Friðþór.
Samkvæmt upplýsingum frá
Brunavörnum Suðurnesja bauð
Varnarliðið fram aðstoð en hún var
afþökkuð.
Umhverfísráðstefnan OSPAR
Losun á technetium 99
frá Sellafíeld hætt?
GUÐMUNDUR Bjamason um-
hverfísráðherra lýsti í gær í ræðu á
alþjóðlegu OSPAR-ráðstefnunni
um verndun Norðaustur-Atlants-
hafsins sem haldin er í Portúgal
áhyggjum íslendinga af stórauk-
inni losun geislavirka efnisins
technetium 99 frá endurvinnslu-
stöðinni Sellafíeld og gerði þá lág-
markskröfu að hún yrði aftur færð
í það horf sem var fyrir 1994.
Michael Meacher, umverfísráð-
herra Breta, sagði í ræðu að hann
hefði nýlega óskað eftir því við eig-
endur Sellafíeld-stöðvarinnar að
þegar yrði leitað tæknilegra leiða
^^til að hætta losun efnisins. Fyrir
^^fundinum liggur tillaga um að los-
un á technetium 99 verði með öllu
hætt og verða greidd atkvæði um
hana í dag.
I umfjöllun breskra fjölmiðla
fyrir ráðstefnuna kom fram að
hugsanlega myndu stjórnvöld sam-
þykkja lokun Sellafield-stöðvarinn-
ar.
Að sögn Magnúsar Jóhannsson-
ar, ráðuneytisstjóra í umhverfis-
ráðuneytinu, hafa engar slíkar yfir-
lýsingar komið fram hingað til.
„Hins vegar hafa þeir Michael
Meacher og John Prescott, aðstoð-
arforsætisráðherra Breta, í ræðum
sínum í dag lagt mikla áherslu á að
hin nýja ríkisstjóm landsins hafi
allt aðra og ákveðnari afstöðu gegn
mengun hafsins en hin fyrri.“
Bretar og Frakkar féllust í gær
á það að staðfesta alþjóðasamning
frá 1993 um 15 ára bann við vörpun
lág- og meðalgeislavirks úrgangs í
hafið sem önnur aðildarríki höfðu
þegai’ staðfest. Samningurinn
verður sjálfkrafa framlengdur
nema að aðildarríkin samþykki
samhljóða að aflétta banninu. Sá
samningur nær þó ekki til losunar
frá landi sem fylgir kjarnorkuiðn-
aði á borð við þann sem fram fer í
Sellafield.
Fyrir fundinum liggur einnig til-
laga um almenna áætlun um
minnkun á losun allra geislavirkra
efna frá kjarnorkuiðnaðinum.
Arthur Treacher’s og Miami Subs
Sameiningu er
slegið á frest
SAMEININGU bandarísku skyndi-
bitakeðjanna Arthur Treacher’s og
Miami Subs hefur verið slegið á
frest eftir að gengi bréfa í báðum
fyrirtækjum lækkaði í síðustu viku.
Þá hafa stjórnendur Arthur
Treacher’s ákveðið að draga kauptil-
boð sitt í 94 veitingastaði Seattle
Crab Company til baka, eftir að út-
tekt endurskoðenda leiddi í ljós að
staða fyrirtækisins var verri en eig-
endur þess gáfu til kynna í upphafi.
Skúli Þorvaldsson, hluthafi og
varaformaður stjórnar Arthur
Treacher’s, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekkert yrði af
sameiningu hlutafélagsins við Mi-
ami Subs-keðjuna að sinni, eftir að
gengi bréfa í fyrirtækjunum lækk-
aði fyrir helgina. Samruninn átti að
fara fram með þeim hætti að hlut-
höfum í Miami Subs yrði gefinn
kostur á að skipta út hlutabréfum
sínum fyrir hlutabréf í Arthur Tr-
eacher’s á genginu einn á móti
þremur. Þegar gengið var frá sam-
komulaginu í maí var sú forsenda
lögð til grundvallar sameiningunni
að gengi bréfanna einn á móti
þremur héldi sér í mánuð áður en
samruninn ætti sér stað en það
gekk ekki eftir og því verður ekki
gengið frá samnma fyrirtækjanna.
■ Sameiningu/Bl
VISA og
ÁTVR
semja
ÁFENGIS- og tóbaksverslun
ríldsins og greiðslukortafyrir-
tækið VISA undirrituðu í gær
samning um viðtöku kredit-
korta í verslunum ÁTVR.
ÁTVR hafði áður gert
samning við Eurocard-fyrir-
tækið sem kom til fram-
kvæmda 1. júlí síðastliðinn.
■ ÁTVR/B2
M orgunblaðið/Kristinn
Heimsótti Vestmannaeyjar
VESTMANNAEYJAR skörtuðu
sínu fegursta þegar Göran Pers-
son, forsætisráðherra Svíþjóðar,
heimsótti þær í gær í fylgd Ólafs
Davíðssonar, ráðuneytissljóra í
forsætisráðuneytinu. Flogið var
til Eyja um kl. 10 í gærmorgun.
Þar tóku fulltrúar bæjaryfir-
valda á móti ráðherranum, Eld-
fellið var skoðað og hádegisverð-
ur snæddur í Fjörunni. Þá var
siglt í blíðskaparverði umhverfis
eyjarnar undir leiðsögn Árna
Johnsen alþingismanns og meðal
annars skoðuð kvíin sem geyma
mun háhyrninginn Keikó þegar
hann kemur til landsins. Að því
búnu var aftur flogið til Reykja-
víkur um íjögurleytið síðdegis. Á
myndinni sést ráðherrann í gul-
um jakka en í baksýn er Stóri-
Orn, norðan við Heimaey.
■ Fékk/30