Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Sunnudagskaffí á prestssetrinu „SUNNUDAGSKAFFI á prests- setrinu" var að þessu sinni yfir- skrift hins árlega starfsdags á Laufási og þótt heldur hafi veður verið í kaldara lagi sótti fjöldi fólks prestssetrið heim. I Laufási líkt og öðrum kirkju- stöðum á landinu háttaði þannig til að eftir messugjörð safnaðist fólk inn í bæ þar sem fram voru bomar veitingar. Hringt var til messu þar sem sóknarpresturinn, sr. Pétur Þórarinsson, flutti stutta messugjörð og Björg Þór- hallsdóttir söng einsöng, en Kirkjukór Svalbarðs- og Laufás- kirkju söng, organisti var Hörð- ur Steinbergsson. Að lokinni messu var tekið til við að sýna handbragð liðins tíma, lummur voru steiktar á hlóðum, mjólk unnin í skála og eldhúsi og í stofu var borið fram messukaffí, en þar lágu einnig frainmi uppskriftir frá fyrri tíð. Utan dyra var verið að sinna heyskapnum og laghentir menn unnu við járnsmíði í eldsmiðju. Sumir búnir að heyja en aðrir vart byrjaðir Eyjaljarðarsveit. Morgunblaðið. HEYSKAPUR í Eyjafirði er mis- jafnlega langt á veg kominn. Spretta var hæg framan af sumri vegna þurrka, en lítið sem ekkert rigndi í maí og júní. Af þeim sökum drógu margir að hefja heyskap. Um mán- aðamótin júní og júlí var sæmileg heyskapartíð og náðu margir bænd- ur allmiklum heyjum í hlöðu á þeim tíma. En einnig er sívaxandi hluti heyjanna verkaður í rúllur. Síðustu tvær vikur hefur hey- .-(po£línn> Fimmtudagskvöld PKK Föstudags- og laugardagskvöld Ari Jónsson og Úlfur Sigmundsson Loksins á Norðurlandi Verið velkomin skapartíð verið stirð þótt ekki hafi verið um mikil úrfelli að ræða, held- ur fremur súld og þurrkleysur. Há- spretta er frekar léleg vegna kulda. Einstaka bóndi náði að klára fyrri slátt fyrir landsmót hestamanna sem fram fór á Melgerðismelum dagana 8.-12. júlí, en áhugasamir hestamenn í hópi bænda ákváðu að draga hey- skapinn fram yfir mót. Þeir hafa litlu sem engu náð inn af heyi. Nú bíða menn eftir að bregði til betri tíðar en flestum þykir þessi kuldakafli vera orðinn helst til langur. María Tryggvadóttir, húsfreyja í Grænuhlíð, sagði útlit með kornupp- skeru alveg þokkalegt og væri korn- ið skriðið á þijátíu hektara akri í Miðgerði, en aftur á móti ekki í Arn- arfelli þar sem þau hjónin eru einnig með kornrækt. Arnarfell er innar í firðinum en þar var korninu sáð seinna. Kornið þarf helst að vera skriðið um þessar mundir ef það á að ná að þroskast. María sagðist eins og aðrir Norðlendingar vonast eftir hlýindum og betra veðri á næstuni. Akureyrarbær Framkvæmdanefnd Akureyrar óskar eftir tilboðum í 6 íbúða hús eða stigahús á Akureyri til sérstakra nota. Um er að ræða fimm ca 50 m2 íbúðir og eina þriggja herbergja ca 70—80 m2 íbúð. Við val á tilboði verður tekið tillit til verðs og gæða en einnig þátta sem hafa áhrif á rekstrarkostnað húsnæðisins svo sem staðsetning í bænum. Til húsnæðisins eru gerðar sömu kröfur og þær sem gerðar eru til félagslegra íþúða. Tilboðin skulu innihalda verð, upplýsingar um staðsetningu, grunnmyndir, snið og útlitsmynd af byggingunni. Einnig skal geta um efnisval í byggingunni. Tilboðum skal skilað til Byggingadeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, í umslagi merktu „(búðir til sérstakra nota (tilboð)“ eigi síðar en þriðjudaginn 11. ágúst nk. kl. 11.00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra sem þess óska. Morgunblaðið/Björn Gíslason INGA Jósefsdóttir og Sigmundur Einarsson sem eiga og reka kaffi- húsið Bláu könnuna. Miklar endurbætur á Hafnarstræti 96 Kaffihúsið Bláa kannan NÝTT kaffihús, Bláa kannan, var opnað nýlega í húsinu númer 96 við Hafnarstræti, París, þar sem áður var leikfangamarkaður kenndur við Sigurð Guðmundsson. Hjónin Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Einarsson keyptu húsið fyrir nokkrum misserum og hafa síðan unnið að endurbótum þess, en þau reka Blómabúð Akureyrar einnig í þessu húsi. „Við höfum unnið að endurbót- um frá því í janúar, oftast frá því snemma að morgni til miðnættis," sagði Sigmundur. Veitingastaður- inn var tilbúinn nú fyrir nokkru og hafa viðtökur verið góðar að sögn Ingu og eru þau því bjartsýn á framhaldið. „Við leggjum mikið upp úr notalegri og rólegri stemmningu og höfum tekið eftir því að hingað kemur fólk á öllum aldri. Barnafólk virðist kunna vel við sig hér og einnig er mikið um fullorðið fólk, sem kannski hefur ekki áður fundið stað við sitt hæfi á Akureyri." Áhersla er lögð á brauð og kökur og er allt bakað á staðnum, sem mælst hefur vel fyrir, en auk þess að njóta veitinganna á staðnum get- ur fólk keypt brauð og tekið með sér út. Kaffi er einnig malað á staðnum en þau Inga og Sigmund- ur segjast leggja mikið upp úr ferskleika. í hádeginu er hægt að fá súpu og brauð og þegar líður fram á haustið er á stefnuskránni að taka í vaxandi mæli upp græna línu, bjóða heilsu- og grænmetisrétti. Bláa kannan er reyklaus staður. Enn eru ýmis verkefni eftir við húsið, en á neðri hæðinni eru þau langt komin með að innrétta krá og stefna að því að að opna fyrir vet- urinn. Inn af henni er stór salur þar sem gefst kostur á að bjóða upp á málverkasýningar eða skemmtanir þegar húsnæðið verð- ur tilbúið. Háskólinn á Akureyri Sigríður Halldórs- dóttir skipuð prófessor DOKTOR Sigríður Halldórsdóttir hefur verið skipuð prófessor í hjúki-unarfræði við Háskólann á Akureyri. Hún lauk meistaragráðu í hjúkrunarfræði við University of Brit- ish Columbia í Vancouver í Kanada 1988 og doktorsgráðu við heilbrigðisdeild Linköping-háskóla í Svíþjóð 1096. Doktorsritgerð hennar fjallar um samskipti heil- brigðisstarfsmanna og sjúklinga og hvaða áhrif umhyggja og um- hyggjuleysi hefur á þá sem leita þurfa til heilbrigðisþjónustunnar. Sigríður er forstöðumaður heil- brigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri. Hún hefur gert grein fyrir rannsóknum sínum í ýmsum erlend- um vísindatímaritum og haldið fjölda fyrirlestra víða um heim. Ný- lega fékk hún alþjóðleg rannsóknar- verðlaun sem veitt eru af deild inn- an alþjóðlegs heiðursfélags hjúkr- unarfræðinga, Sigma Theta Tau: International Honour Society of Nursing. Sigríður Halldórsdóttir er fyrsti prófessorinn í hjúkrunarfræði á ís- landi og jafnframt fyrsta konan sem skipuð er prófessor við Háskólann á Akureyri. „Eg er virkilega þakklát fyrir þann heiður sem mér er sýnd- ur og mun sannarlega leggja mig fram um að verðskulda hann,“ sagði Sigi'íður. Hún sagði það mjög mikil- vægt fyrir hverja sjálfstæða fræði- grein að eignast prófessora sem geta verið leiðandi í rannsóknum innan gi-einarinnar, en í rannsókn- um felist ákveðinn vaxtarbroddur framfara sem verði að hlú að, „en það er einmitt eitt mikilvægasta hlutverk hvers prófessors að mínu mati,“ sagði Sigríður. Einnig telur hún mikilvægt að prófessorar hafi forystu hvað varðar menntun innan sérgreinarinnar og bendir á að heil- brigðisdeild Háskólans á Akureyri hafi verið fyrst til að bjóða masters- gi'áðu í hjúkranarfræði á íslandi í samvinnu við Manchester-háskóla. Hún er gift sr. Gunnlaugi Garð- arssyni, sóknarpresti í Glerár- prestakalli á Akureyri, og eiga þau þrjú börn. --------------- Ferðafélag Akureyrar Gengið á Kerlingu TVÆR ferðir era í boði um helgina á vegum Ferðafélags Akureyrar. Önnur er gönguferð á Kerlingu, en hún er 1.538 metrar að hæð og er hæsta fjall í byggð. Lagt verður af stað frá skrifstofu félagsins kl. 8 á laugardagsmorgun, 25. júlí. Þá er fjórði og síðasti hluti rað- göngu sumarsins á dagskrá, einnig á laugardag og verður lagt af stað kl. 9 frá skrifstofunni. Að þessu sinni verður gengið frá ósum Hörg- ár til Akureyrar. Nánari upplýsingar um ferðirnar fást á skrifstofu Ferðafélags Akur- eyrar í Strandgötu 23, en hún er op- in frá kl. 16 til 19 virka daga. Skrán- ing í ferðir fer þar einnig fram. AKSJÓN Fimmtudagur 23. júlí 21.00Þ Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.