Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HANNES ÞORÐUR HAFSTEIN + Hannes Þórður Hafstein fædd- ist á Húsavík 29. nóvember 1925. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 12. júli síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 21. júlí. Kveðja frá samstúd- entum MA 1947 Vinur minn valinn vopnum beitir ekki fólskuna fírrist, forðast tál og hrekki. Kastar ei, svo verði eitrið manni að meini, fólskunnar fleini. Þessi litla vísa er daufur ómur af fyrsta erindi meira en 2000 ára gamals ljóðs eftir rómverska skáld- ið Quintus Horatius Flaecus um vildarvininn Aristius Fuseus: In- teger vitae, seelerisque purus. Klassísk lofgerð um hinn „vamm- lausa hal“. I þessum anda verður okkur sam- stúdentum Hannesar Hafsteins hugsað til hans á útfarardegi eftir meira en hálfrar aldar kynni. Hann var vinur okkar og félagi, en um- fram allt foringi, sem kunni að fylkja liði og vissi hvað það var að vekja traust liðsmanna. Hann átti drjúgan þátt í því að vekja upp á góðum tíma á ævi okkar forn skóla- kynni eftir að þau höfðu dofnað um árabil eftir stúdentspróf, enda bekkjarsystkinin þá dreifð utan- lands og innan við nám og störf og annir frumbýlingsára í húsbygging- um og bameignum. En undanfarinn hálfan fjórða áratug hefur allstór hópur MA- stúdenta frá 1947 haft með sér ná- inn félagsskap og hist ekki sjaldnar en árlega á þorrablóti og oftar þeg- ar afmælisár ber að, svo að efni þykir til aukins fagnaðar. Aðeins einu sinni hefur árshátíð okkar ver- ið aflýst. Þá bar hana upp á bana- dægur eins bekkjarfélaga okkar og hlaut að víkja. Hannes Hafstein er hinn tíundi sem fellur frá úr hópi 49 stúdenta sem brautskráðir voru frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1947. þetta eru þó nokkur afföll, enda langt um liðið, en hinna horfnu er sárt saknað. Um þá eig- um við með sanni góðar minning- ar. Og nú er Hannesar Hafsteins að sakna, manns sem við trúðum að ætti sér lengra lífs auðið, svo vel sem hann virtist vera á sig kominn síðast þegar við hittumst. En enginn má sköpum renna. Það er fom viska að „rammar taugar dragi rekka föðurtúna til“. Skáldskaparorðið „föð- urtún“ gæti vísað á fleira en bernsku- og æskuheimili eða átt- haga í þröngri merk- ingu. Alkunna er að gott og heilladrjúgt skólasamfélag hefur sitt aðdráttarafl, þang- að liggja oft rammar taugar. Vinátta og góð viðkynning yfirleitt, sem stofnað er til á skólaárum, er lífseig, oft órjúfanleg. Sumir telja að skólavinátta sé þjóðfélagsafl í sjálfri sér og þess sjái stað í orðum og gerðum valda- og áhrifamanna, ef svo vill til. Ekki skal gert meira úr slíkum kenningum en vert er, en horfa til þess sem beint liggur við, að ánægja er, ef ekki mannbætandi, að halda við gömlum vináttubönd- um, ekki síst kynnum sem stofnað er til á námsárum, hinum frjálslega mótunartíma frá æsku til fullorðins- ára. Þessarar heilbrigðu ánægju höfum við MA-stúdentar 1947 orðið aðnjótandi með félagslegri sam- heldni okkar um áratugi. Við stönd- um í sérstakri þakkarskuld við Hannes Hafstein fyrir forustuna um þessa eindrægni og samheldni. Hún hefur verið okkur ómetanleg, borin uppi af áhuga hans, dugnaði og ósérplægni. Hannes Þórður Hafstein fæddist á Húsavík 29. nóv. 1925, yngstur í röð átta barna sýslumannshjónanna þar, Júlíusar Havsteen og Þórunnar Jónsdóttur. Júlíus sýslumaður var fæddur og uppalinn Akureyringur (Oddeyringur) af kunnri ætt borg- ara og embættismanna, sem áttu til danskra innflytjenda að telja á of- anverðri 18. öld. Þórunn, móðir Hannesar, var dóttir Jóns Þórarins- sonar skólastjóra í Flensborg í Hafnarfirði, síðar fræðslumála- stjóra, dugnaðar- og athafnamanns á fleiri sviðum. Móðir Þórunnar, fyrri kona Jóns fræðslumálastjóra, var Lára Hafstein, dóttir Péturs amtmanns á Möðruvöllum og Krist- jönu Gunnarsdóttur frá Laufási. Þórunn sýslumannsfrú á Húsavík, móðir Hannesar Þórðar, sem nú er kvaddur, var því systurdóttir Hann- esar Þórðar Hafsteins skálds og ráðherra. Fer nafngift hins yngra Hannesar varla milli mála. Hann var heitinn eftir ömmubróður sín- um. Skyldleiki sýslumannshjónanna á Húsavík er augljós. Þau voru bæði Hafsteinsættar. Hannes vinur okk- SVEINBJORN GUÐMUNDSSON + Sveinbjörn Guð- mundsson fædd- ist á Öxl í Húna- þingi 29. júní 1921. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 5. júlí síðastlið- inn og fór útfór hans fram frá Kópavogskirkju 10. júlí. . Einhver okkar besti vinur, Bjössi á Gjafari, er látinn 77 ára að aldri. Þar er fallinn í valinn einhver mesti gæðadrengur sem ég hef verið samskipa í þau rúm 40 ár sem ég hef stundað sjómennsku. Bjössa á Gjafari kynntist ég 1960 er ég réð mig sem annan vélstjóra á Gjafai'. Ég var að vísu búinn að vera þijú ár til sjós og kominn með vél- stjóraréttindi. Bjössi var góður leið- beinandi, ákveðinn í að allt ætti að vera í lagi og aldrei fékk græninginn skammir heldur fóðurlega tilsögn ,1 sem mér hefur nýst ávallt síðan. Bjössi var góður fé- lagi, alltaf gat hann séð björtu hliðamar á hin- um ýmsu afbrigðum sjómennskunnar, einnig var hann sérstakt snyrtimenni og var það umtalað í flotanum að aldrei væri vélarrúmið í Gjafari þannig að ekld væri hægt að fara þar niður í sparifötunum. Aldrei í þau sex ár sem við unnum saman man ég eftir að eitthvað sem þarfnaðist lagfæiángar væri geymt til morguns. Ef ég man rétt var það 1956 sem hann ásamt mágum sínum Rafni Kri- stjánssyni skipstjóra og Sigurði Kri- stjánssyni matsveini keypti 50 tonna stálbát frá Hollandi og var honum gefið nafnið Gjafar VE 300. Alls áttu þeir mágar þrjá báta með þessu nafni. Allir voru þeir mágar samstiga um að halda þessum skipum vel við og reka þau af myndarskap, enda voru aflabrögðin með ólíkindum. Árið 1972 andaðist Rafn Kristjáns- ar og bekkjarbróðir bar því ættar- nafnið með rentu. Langfeðgar hans og önnur ættmenni hafa komið víða við í Islandssögunni. Hannes á til merkra að telja í föður- og móður- ætt. Sjálfur stóð hann vel í stöðu sinni, hvar sem hann tók til hendi, og skilur eftir sig mikið og gott ævi- starf. Hannes ólst upp á Húsavík og átti þar heima fram yfir tvítugt. Sýslumannshúsið var að vísu stórt, en heimilið var mannmargt auk þess sem þar var skrifstofa sýslu- manns, fjölsóttur opinber staður þar sem erill og gestakomur settu svip á húsbraginn. Eins og tíðkaðist á þessum tíma stundaði sýslumaður nokkurn búskap til uppihalds heim- ilinu og það kostaði sín umsvif. Hannes kynntist því snemma at- hafnasemi og fjölþættum störfum sem ekki mátti slá slöku við. Þótt sýslumannshúsið væri aðsetur hér- aðshöfðingja og þar bæri flest af í erfiðleikum kreppuáranna varð hver heimilismaður að leggja sitt af mörkum til þess að sjá hag heimilis- ins borgið. Þar voru börnin engin undantekning. Þeim var ætlað að menntast og sækja fram til met- orða, en þau urðu að hafa fyrir frama sínum. Hannes ólst því upp við dugnað og framtakssemi og gott atlæti. En hann kynntist líka sorg og erfiðleikum vegna veikinda og dauðsfalla. Móður sína missti hann um fermingu og sjálfur sýktist hann af berklum sem settu mark á bemskuárin. En þegar frá leið sigr- aðist hann á veikindum sínum, tók fljótt út þroska og varð á unglings- árum stór og stæltur, höfði hærri en flestir jafnaldrar og eftir því dug- mikill til gagnlegra starfa og hollra íþrótta. Vafalaust hefur Hannesi verið ætlað að stunda langskólanám í því skyni að öðlast embættisframa eða sinna viðlíka virðingum, enda brá hann ekki út af vilja og venju síns fólks að ljúka stúdentsprófi. En Hannes sá sér frama búinn á öðrum sviðum en á vegum embætta eða opinberrar þjónustu af öðru tagi. Þetta fór ekki leynt á menntaskóla- árunum. Sýslumannssonurinn frá Húsavík hafði meira sjómannsblóð í æðum en þjóðfélagsstaða ættar hans gaf í skyn fljótt á litið. Er þess þá ógetið að Hafsteinsættin rekur upphaf sitt til Heina hafreka, sem á sinni tíð var fræg sjóhetja og ævin- týramaður í Færeyjum og víðar í Danaveldi. Hannes gerðist háseti á sfldar- skipi 17 ára gamall og var á sjó sumar eftir sumar öll sín mennta- skólaár. Hann hafði sjóferðabókina alveg á hreinu og gekk upp í sjó- mennskunni, þvert ofan í reynslu flestra annarra skólafélaga hans, sem litu á hásetastörf á sfldarskipi eða togara eins og hvert annað stundarfyrirbrigði, tilkomið af illri son langt um aldur fram og hætta þeir mágar þá útgerð. Eftir það var Bjössi vélstjóri hjá öðrum þar til hann hætti sjómennsku. Þegar eld- gos varð í Vestmannaeyjum settust Bjössi og fjölskylda að í Kópavogi og bjuggu þau þar alla tíð síðan. Þau Bjössi og Inga voru þekkt fyrir gest- risni og höfðingsskap. Þegar ég eign- aðist konu og síðan lítinn son vorum við hjónin heimagangar hjá þeim hjónum. Ef eitthvert uml heyrðist í þeim stutta hlupu þau bæði til að sinna baminu. Seinna er ég fór að vinna á öðrum vinnustað og leiðir okkar skildi sem vinnufélaga hefði mátt halda að leiðir skildi í víðara samhengi, en svo varð ekki. Alltaf voru þau hjón samstillt um að vera okkur hjónunum og bömum okkar þeir vinir sem þau vom. Enda þótt þau hjón flyttust ekki til Eyja eftir gos hefur sambandið aldrei rofnað þó að heimsóknimar yrðu af skiljanleg- um ástæðum strjálli. Ég gæti talið upp margt fleira til heiðurs Bjössa á Gjafari, en hér er mál að linni. Elsku Inga, við hjónin sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir allt sem þið hjónin hafið verið okkur. Bjössi minn, við hér á Smáragöt- unni söknum þín. Far í Guðs friði, vinur. Steingrímur og Guðlaug. nauðsyn félausra námsmanna. Sem við var að búast af manni með ein- urð og skapfestu Hannesar lét hann ekkert hindra sig í að gera sjó- mennsku að ævistarfi eins og hugur hans stóð til. Hannes aflaði sér fyllstu starfsreynslu og bóklegrar menntunar til skipstjórnarstarfa ut- an lands og innan. Eftir stúdents- próf var hann samfleytt á sjó um 18 ára skeið. Lengst starfaði hann hjá Eimskipafélagi Islands og gekk þar virðingastiga farmannsins stig af stigi eins og siður er og vera hlýtur. Lengst af gegndi hann stýrimanns- störfum á Fossunum, var orðinn fyrsti stýrimaður og afleysingaskip- stjóri þegar hann hætti til sjós og gekk í þjónustu Slysavarnafélags Islands um fertugsaldur, fyrst sem erindreki og síðast sem forstjóri þess. Varð Hannes skjótt þjóðkunn- ur maður fyrir störf sín að slysa- varnamálum, þar naut hann for- ustuhæfileika sinna og reynslu sem skipstjórnarmaður. Hannes hlaut margvislega viður- kenningu fyrir forustu sína á sviði slysavarnamála, þ.á m. virðuleg heiðursmerki innanlands og utan. Slysavarnafélagið heiðraði hann með því að gefa einu björgunar- skipa sinna nafn hans. Forseti Is- lands sæmdi hann riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1984. Við bekkjarsystkinin fylgdumst vel með frama og mannheill Hann- esar og áttum ekki á öðru von. Þrátt fyrir starfsannir og þátttöku í margvíslegum félagsskap lét hann sig ekki muna um að verða aftur okkar félagsmálafrömuður þegar ákveðið var að endurvekja forna vináttu frá skólaárunum. Ræktar- semi hans við menntaskólaárin á Akureyri og skólann sem slíkan var einkennandi fyrir Hannes. Fátt var honum kærara viðurkenninga og virðingarmerkja, sem hann hlaut um ævina, en þegar Tryggvi Gísla- son skólameistari heiðraði hann með gullmerki MA á 50 ára stúd- entsafmælinu 1997. Tryggð hans við skólann var einlæg eins og allt sem honum lá á hjarta. Eins var um tengslin við okkur bekkjarsystkini hans og samstúdenta. Þau voru traust og hjartanleg, enda vináttan gagnkvæm. I einkalífi var Hannes Hafstein mikill gæfumaður. Hann átti glæsi- lega eiginkonu og mannvænleg böm. Sigrún Stefánsdóttir, eigin- kona Hannesar, var manni sínum mikill styrkur. Hún var skipstjóra- dóttir og þekkti af eigin raun vanda og skyldur farmannskonunnar, enda studdi hún mann sinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Við bekkjarsystkin Hannesar eigum Sigrúnu mikið upp að inna fyrir áhuga hennar á félagsstörfum okk- ar, enda liggur hún ekki á liði sínu þegar nokkuð stendur til. Þegar við nú kveðjum Hannes hinstu kveðju verður okkur tíðhugsað til Sigrún- ar. Við sendum henni og fjölskyldu hennar innilega samúðarkveðju og biðjum þeim guðs blessunar. Samstúdentar MA 1947. Sumir samferðamenn okkar á lífsleiðinni eru óneitanlega eftir- minnilegri en aðrir. I þeim hópi var Hannes Hafstein. Við stöllur vorum svo lánsamar að kynnast þessum merka manni síðla sumars árið 1988 þegar SVFÍ og Barnablaðið ABC efndu til ritgerðarsamkeppni í til- efni 60 ára afmælis SVFÍ. Verð- launahöfum þeirrar keppni, fimm bömum, var boðið í vikuferð til Englands þar sem hápunkturinn var heimsókn til systurfélags SVFI í Englandi (RLNA). Með í för voru undirritaðar; önnur sem blaðamað- ur og hin einn verðlaunahafa. Það er skemmst frá því að segja að ferð- in varð hin mesta ævintýraför og af öðrum ólöstuðum átti Hannes Haf- stein hvað stærstan þátt í því hversu ánægjuleg hún var. Við minnumst sérstaklega hversu bam- góður Hannes var - ekki var langt liðið á ferðina þegar hann var orð- inn „afi“ allra barnanna og var vak- inn og sofinn í þeirri viðleitni að gera okkur öllum ferðina sem eftir- minnilegasta. Við fómm ekki heldur varhluta af þeirri virðingu sem Hannes naut meðal samstarfs- manna sinna í Englandi. Þeir köll- uðu hann gjarnan „Captain Haf- stein“ sem okkur þótti afar hátíð- legt og viðeigandi í senn. Samband okkar við Hannes varð- veittist eftir heimkomuna og þegar fundum okkar bar saman minntist hann ætíð ferðarinnar góðu þótt hann hafi eflaust ferðast oftar og víðar með merkilegra föruneyti en okkur. Við, sem áttum því láni að fagna að kynnast Hannesi þessa daga í ágúst árið 1988, gleymum aldrei hlýju hans og umhyggju, lífs- gleði og krafti sem hann miðlaði af svo miklu örlæti. Fyrir það þökkum við nú þegar við kveðjum þennan mikla jöfur íslenski’a slysavai’na- mála á íslandi. Aðstandendum hans sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Ragnheiður Davíðsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir. Það var ómetanlegt fyrir mig sem ungan fréttaljósmyndara að kynnast Hannesi Þ. Hafstein. Hann gaf mér góð ráð og miðlaði af reynslu sinni, uppörvaði mig og fór ég alltaf glaðari og bjartsýnni af hans fundi. Aldrei fann ég fyrir ald- ursmun okkar, heldur talaði hann við mig - strákinn - eins og jafn- ingja. Ef gerði vond veður fann maður stundum fyrir óróa í beinunum, eins og eitthvað væri í vændum. Þá kíkti ég til Hannesar niður á Granda og sat hjá honum og spjallaði við hann. Þrisvar gerðist það eftir slíkar kvöldheimsóknir að Hannes hringdi í mig um nóttina og hafði þann for- mála að við hefðum haft rétt fyrir okkur. Nú væri strandaður bátur. Ég reyndi að komast á slysstað sem allra fyrst, oftast með flugvél eða þá Iandleiðis. Skipskaðarnir verða yfir- leitt í vondum veðrum og brýndi Hannes ævinlega fyrir mér að fara nú varlega. Hannes hafði ríkan skilning á starfi blaðamanna og blaðaljós- myndara á slysavettvangi. Hann áttaði sig á því að okkar hlutverk var að skrásetja atburði og afla heimilda. Hlutvei’k björgunarsveita væri að sinna björgunarstörfum, en ekki að leggja stein í götu frétta- manna. Okkur tókst að ná myndum af skipsströndum og björgunum skipshafna þar sem björgunarmenn og sjómenn drýgðu oft ótrúlegar hetjudáðir. Fólkið í landinu varð vitni að atburðum og aflað var ómetanlegra heimilda sem menn gátu síðar stuðst við. Hannes var aldrei glaðari en þegar vel tókst til við björgun manna úr háska. Þegar allt var yfirstaðið kom hann og fékk myndir og önnur gögn til að nota í Arbók Slysavamafélagsins. Þetta samstarf var farsælt og að því er ég tel, öllum til góðs. Eitt sinn strandaði bátur austur á söndum í aftakaveðri. Þrátt fyrir fárviðrið ákváðum við Morgun- blaðsmenn að fljúga austur. Var það eina flugvélin sem fór í loftið þann daginn. Okkur tókst að ná mynd sem sýndi vel aðstæðurnar þar sem skipið velktist í hafrótinu. Eftir þetta kom Hannes til mín og sagði föðurlega: „Raggi minn, svona máttu ekki gera.“ Ég svaraði því til að ég þyrfti ekkert að óttast, því ef ég týndist þá vissi ég að hann myndi leita að mér. Hannes svaraði engu en gat ekki leynt glettnislegu brosinu. Daginn eftir kom hann með hand- hæg neyðarblys og gaf mér með þeim orðum að það yi’ði auðveldara að finna mig ef ég notaði blysin. Hannes sá síðan um að endurnýja blysin reglulega og hef ég haft þau með mér á öllu mínu flakki um heiminn síðan. Við á Morgunblaðinu munum sakna þess að fá Hannes ekki oftar í heimsókn, hressan í bragði og með gamanyrði á vörum. Ég mun ætíð minnast hans með þakklæti fyrir föðurlegu ráðin, einlæga vináttuna og samstarfið. Guð blessi minningu Hannesar Þ. Hafstein og huggi fjölskyldu hans. Ragnar Axeisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.