Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Umhverfísverðlaun Vesturlands Atak til að bæta umhverfið Borgarnesi - Umhverfisverðlaun Vesturlands voru veitt í fyrsta sinn sl. sunnudag. Það er blaðið Skessuhorn, vikublað á Vestur- landi, sem veitti þessi verðlaun. I máli Gísla Einarssonar, ritstjóra Skessuhorns, við það tækifæri kom fram að verkefnið væri unn- ið í samvinnu við Búnaðarsam- tök Vesturlands, Vegagerð ríkis- ins og Sorpurðun Vesturlands hf. Gísli sagði að þetta væri stór stund fyrir þá er standa að út- gáfu Skessuhorns. Blaðið hóf göngu sína snemma á þessu ári og aðstandendur þess gerðu sér snemma ljóst að blaðið hefði alla möguleika að hafa áhrif og vera skoðanamyndandi í kjördæminu, að sögn Gísla. Því var ákveðið að hvetja til góðra verka og snemma fæddist hug- mynd um að hrinda af stað átaki til að bæta umhverfið og fegra á Vesturlandi. Því var farið af stað með átakið „Hreinna og vænna Vesturland". Dómnefndina skipuðu: Gisli Einarsson ritstjóri, Arnbjörn Kúld, framkvæmdastjóri blaðs- ins, og Lárus Guðmundur Birgis- son, héraðsráðunautur Búnaðar- samtaka Vesturlands. Nefndin naut aðstoðar ýmissa aðila um allt Vesturland. Farið var um all- ar sveitir og alla þéttbýlisstaði. Allir bæir, garðar og fyrirtæki voru skoðuð. Sagði Gísli að beitt hafi verið allri þeirri hnýsni sem möguleg var án þess að ijúfa friðhelgi einkalífsins. Sagðist hann vonast til þess að þetta um- hverfisátak og verðlaunaafhend- ing verkaði sem hvatning. Verð- launagripirnir voru óhefðbundn- ir. Voru það skúlptúrar úr end- urunnu efni unnir af Bjarna Þór Bjarnasyni, iistamanni á Akra- nesi. Hráefnið var að mestu gömul tölublöð af Skessuhorni. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum. Garðar og lóðir í þéttbýli Tíu garðar fengu viðurkenn- ingu en nefndin lenti í töluverð- um vanda með valið því mikið er af vel hirtum görðum á Vestur- landi. Garðarnir sem valdir voru eru hver öðrum ólíkir en eiga það allir sammerkt að vera vel hirtir og sínu bæjarfélagi til sóma. Eftirtaldir garðar hlutu viðurkenningu: 1. Furugrund 29, Akranesi. Eigendur Daníel Daní- elsson og Nína Tryggvadóttir. 2. Jörundarholt 27, Akranesi. Eig- endur Stefán Helgason og Soffía Sigurjónsdóttir. 3. Borgarvík 8, Borgarnesi. Eigendur Birgir Þórðarson og Asa Gústafsdóttir. 4. Reynigrund 15, Akranesi. Eig- endur Davíð Guðlaugsson og Margrét Guðmundsdóttir. 5. Áskinn 5, Stykkishólmi. Eigend- ur Rúnar Gíslason og Brynja Jó- hannsdóttir. 6.-10. Borgarbraut 46, Borgarnesi. Eigendur Ingi Ingimundarson og Jónína Björg Ingólfsdóttir. Borgarvík 6, Borg- arnesi. Eigendur Trausti Jó- hannsson og Eva Eðvarsdóttir. Brekkubraut 29, Akranesi. Eig- endur Jón Þór Hallsson og Ástríður Ástbjartsdóttir. Reyni- grund 7, Akranesi. Eigendur Sveinn Sturlaugsson og Halldóra Friðriksdóttir. Vesturgata 64, Akranesi. Eigendur Jósef Ein- varðsson og Kristel Einvarðsson. Sveitabýli Gísli Einarsson sagði að það væri ekkert leyndarmál að víða í sveitum landsins hefði umgengni verið nokkuð ábótavant. Samt hafi hún breyst til betri vegar á allra siðustu árum. Fjölmargir bændur væru til fyrirmyndar hvað varðar umgengni og fimm LANDIÐ ú i vflV i 1 { , -- mmm ú ■ 1 Morgunblaðið/Ingimundur HANDHAFAR verðlauna fyrir snyrtilegustu garðana á Vesturlandi. EIGENDUR fimm sveitabýla fengu verðlaun fyrir snyrtimennsku. £ 1 j t . . þeirra voru heiðraðir. 1. Lyngholt í Leirár- og Mela- hreppi. Eigendur Hafþór Harð- arson og Vilborg Pétursdóttir. 2. Hrauntún, Kolbeinsstaðahr. Eig- endur Rögnvaldur Guðbrandsson og Guðrún Hallsdóttir. 3. Ber- serkseyri, Eyrarsveit. Eigendur Hreinn Bjarnason og Ásdis Hall- dórsdóttir. 4. Melaleiti í Leirár- og Melahreppi. Eigendur Jón Kr. Magnússon og Kristjana Höskuldsdóttir. 5. Varmalækur, Borgarfirði. Eigendur Sigurður Jakobsson og Heiðbjört As- mundsdóttir. Fyrirtæki Þegar velja þurfti snyrtileg- ustu fyrirtækin var ákveðið að taka ekki tillit til umsvifa eða eðlis rekstrarins. Eingöngu var horft til heildarútlits og um- gengni á athafnasvæði viðkom- andi fyrirtækis. 1. Mjólkursamlagið í Búðar- dal. 2. Haraldur Böðvarsson, Akranesi. 3. Stykkishólmshöfn. 4. Fiskmarkaður Breiðafjarðar, Ólafsvík. 5. Samvinnuháskólinn á Bifröst. Það þótti við hæfi að velja snyrtilegasta sveitarfélagið því Vestlendingar hafa sýnt um- hverfismálum vaxandi áhuga á síðustu árum. Sem fyrr var heildarmyndin látin ráða ferð- inni. Ekki var leitað að sveitar- félagi með glæsilegustu skrúð- garðana eða reisulegasta ráð- húsið. Dómnefndin taldi að þrátt fyr- ir öra uppbyggingu og mikil um- svif á undanförnum árum væri Eyrarsveit í Grundarfirði fremst meðal jafningja á sviði umhverf- ismála á Vesturlandi. í \ I I i I í I í I | Sögustaðurinn Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi heimsdttur Hákarlaverkun og fornir munir Stykkishólmi - Nýju skilti hefur verið komið upp við afleggjarann heim að Bjarnarhöfn. Vífilfell hf. styrkti verkið og skiltið var sett upp um daginn í samráði við Þjóðminja- safnið. Á skiltinu eru upplýsingar um Bjarnarhöfn og mynd sem Þor- leifur Þorleifsson yngri tók af staðnum í lok síðustu aldar eða fyrir um 100 árum. Gert er ráð fyrir að við skiltið verði áningarstaður fyrir ferðamenn þar sem komið verður fyrir borðum og það er Vegagerð ríkisins sem sér um þá framkvæmd. Hildibrandur Bjarnason í Bjarnar- höfn er mjög ánægður með þetta framtak Vífilfells hf. og Vegagerð- arinnar. Eins og fram kemur á skiltinu er Bjarnarhöfn sögufrægur staður. í Bjarnarhöfn er bændakirkja byggð af Þorleifi Þorleifssyni smá- skammtalækni árið 1856. Kirkja hefur verið í Bjamarhöfn frá því um 1200. í kirkjunni eru margir gamlir og merkir munir. Altaristaflan er talin vera frá 1640. Talið er að hol- lenskir sjómenn hafi gefið kirkjunni altaristöfluna eftir að þeir björguð- ust úr sjávarháska. Altaristaflan er mjög sérstök og er yfir henni mikil helgi. Þá eru í kirkjunni tveir hökl- ar. Nýrri hökullinn er frá 1762, gef- inn af ekkju Páls Melsted, en hinn eldri frá því fyrir siðaskiptin og er yfir 500 ára gamall. Kaleikur sem kirkjan á er frá því um 1286 og er með rómversku lagi. Predikunar- stóllinn er gefinn af dönskum kaup- manni árið 1694. Enn búa athafnamenn í Bjarnarhöfn Fleiri gamlir munir finnast í þessari fallegu bændakirkju. At- hafnamaðurinn Thor Jensen eign- aðist Bjarnarhöfn í byrjun aldarinn- ar. Árið 1917 byggði hann fjárhús með grindum og kjallara sem þá þótti nýlunda. Fjárhúsin voru þiljuð með panil. Á þeim árum voru í Bjarnarhöfn 600 fjár, sem var stór- bú á þeim tíma. í Bjarnarhöfn voru þá 90 vinnufærir karlmenn og 30 vinnukonur. Enn eru athafnamenn í Bjamarhöfn. Auk hefðbundins fjár- búskapar er þar öflug hákarlaverk- un og ferðaþjónusta. Arið 1951 flutti Bjami Jónsson norðan úr Asparvík á Ströndum í Bjarnarhöfn. Hann hafði löngum verkað hákarl og kennt syni sínum, Hildibrandi, og hefur hann undanfarin ár verkað hákarl af alkunnri snilld. Fram- leiðslan er alltaf að aukast og í hjöll- um hans hanga nú fallegar beitur. Það er gaman að heimsækja Hildibrand bónda í Bjarnarhöfn. Hann tekur vel á móti ferðamönn- um og sýnir þeim staðinn og segir sögu hans. Sögur hans af Birni austræna, Víga-Styr og Berserkj- unum, sem gerðu Berserkjagötu, eru áhrifaríkar. HILDIBRANDUR Bjarnason, bóndi í Bjarnarhöfn, skoðar skiltið sem Vífdfell hf. hefur látið gera af bænum. Þar eru upplýsingar um staðinn og mynd af bænum um aldamótin. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason HÁKARLABEITUR Bjarnarhafnarbóndans eiga, ef að líkum lætur, eftir að freista margs hákarlsins. Morgunblaðið/Silli BÆJARSTJÓRI Húsavíkur, Reinhard Reynisson. Nýr bæjar- stjóri á Htísavík Húsavík - Reinhard Reynisson, settist hinn 17. þessa mánaðar í stól bæjarstjórans á Húsavík. Hann er fæddur og uppalinn á Hríshóli, Reykhólasveit í Aust- ur-Barðastrandarsýslu. Lauk BA- prófi í stjórnmáiafræði frá Háskóla Islands. Var sveitarstjóri í Reyk- hólahreppi 1988-1990, en réðst þá sveitarstjóri á Þórshöfn og hefur gegnt því starfi, þar til hann nú er ráðinn bæjarstjóri á Húsavík. Kona Reinhards er María Krist- jánsdóttir og eiga þau sonu á aldr- inum 6-19 ára. í I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.