Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Grj ótflutning,a- bill útaf GRJÓTFLUTNINGABÍLL með tengivagni fór útaf þjóðveginum á Tjörnesi laust fyrir hádegi í gær. Valt tengivagninn og losnaði frá bílnum. Engin slys urðu á mönnum en nokkrar skemmdir urðu á tengi- vagninum en öllu meiri á bílnum sem klesstist að framan þegar tengivagninn fullur af grjóti valt frá. Verið er að aka stórgrýti í Húsavíkurhöfn og eru notaðir til þess öflugir bílar með tengivagna. Er heildarþungi þeirra kringum 40 tonn. Grunaðir um þjófnað úr íbúð TVEIR menn voru handteknir í fyrrakvöld grunaðir um innbrot í íbúð í Grafarvogi í Reykjavík. Náðust þeir eftir ábendingar og upplýsingar frá eftirtektarsömum nágranna. Við leit hjá mönnunum fannst þýfið sem saknað var úr íbúðinni, hljómflutningstæki, borðbúnaður og persónulegir munir og hefur því verið skilað. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglunnar og var síðdegis í gær gerð krafa um gæsluvarð- hald. Loðnuskip norður af landinu ÍSLENSK og norsk loðnuveiðiskip voru að veiðum á miðunum norður af landinu þegar Landhelgisgæslan fór í könnunarflug sl. þriðjudag. Veiðisvæðið er á 69°10N-19°00V og voru skipin á tiltölulega litlu svæði eða innan 20-30 sjómílna frá þessum stað, sem er 180 sjómflur norður af Siglunesi. Þúsundasta skipið í skipalyftuna Akranesi - Fiskiskipið Hamar SH var tekið upp í skipalyftuna á Akranesi sl. mánudag. Þetta er eitt þúsundasta skipið sem tekið er upp í lyftuna, frá því hún var tekin í notkun 20. mars 1968. Skipalyftan reyndist þegar í upphafi mikið þarfaþing og hún var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það voru Þorgeir & Ellert hf. sem lét setja hana upp samfara því sem byggt var nýtt húsnæði fyrir skipasmíðar, þegar byrjað var á smíði stálskipa fyrir alvöru hér á landi. A þessum árum var mikið um nýsmíðaverkefni í skipaiðnað- inum og viðhaldsverkefni höfðu aukist til muna með stækkandi fiskiskipaflota. Þessar framkvæmdir voru mikið framfara- og gæfuspor fyrir fyrir- tækið, enda komu skip víða að af landinu til viðgerða eða hreinsun- ar. Þegar rifjaðar eru upp skipa- komur í lyftuna, en fyrirtækið og starfsmenn hafa haldið því skil- merkilega saman hvaða skip hafa komið í lyftuna á þessu tímabili, kemur í ljós að íyrstu starfsárin komu á bilinu 50 til 70 skip í lyft- una á ári, en nokkuð færri hin síð- ari ár. Mikið eignatjón í byrjun árs 1972 varð mikið eignatjón hjá iyrirtækinu þegar skipalyftan hrundi þegar verið var að taka upp vs. Gissur hvíta frá Homafirði. Fljótt var hafist handa um að endurbyggja skipalyftuna og 18. september 1973 var fyrsta skipið tekið upp eftir þær fram- kvæmdir. Lyftan hefur síðan verið í notkun og þótt skipakomum hafi eitthvað fækkað hin síðari ár, stendur hún enn fyrir sínu. Að sögn Þorgeirs Jósefssonar, framkvæmdastjóra Þorgeirs & Ell- erts hf., er skipalyftan nú eign Hafnarsjóðs Akraness og með breyttum áherslum í rekstri fyrir- tækisins er hún ekki eins mikil lyftistöng fyrir það og áður. „Bæði er lítið að gera í skipasmíðum inn- anlands og ekki síður hafa fiskiskip landsmanna stækkað mikið og mörg þeirra komst ekki í lyftuna. Þó eru alltaf mOli 15-20 skip tekin árlega til viðhalds og endurbóta og sumar útgerðir senda alltaf skip sín til okkar,“ segir Þorgeir og bætir við, að hann viti ekki um neinar áætlanir um að stækka skipalyftuna. „Hins vegar yrði stækkun lyftunnar nú samsvarandi spor til atvinnuaukningar á Akra- nesi eins og varð þegar lyftan var byggð á sínum tíma. Ljóst er að skipalyftan var mjög skynsamleg fjárfesting á sínum tíma. Hún hef- ur staðið vel fyrir sínu, þrátt fyrir ýmis mótmæli á þessum árum,“ segir Þorgeir að lokum. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson HAMAR SH, þúsundasta skipið sem kemur í skipalyftuna á Akranesi. Aðvörun bandarískra sálfræðinga við „sjálfsdýrkun“ barna kemur ekki á óvart Efla þarf þol barna við mótlæti NIÐURSTÖÐUR könnunar banda- rískra sálfræðinga þar sem varað er við „sjálfsdýrkun" bama koma ís- lenskum fagaðilum ekki á óvart. Morgunblaðið greindi í gær frá niðurstöðum rannsóknar tveggja bandarískra sálfræðinga, þeirra Brad Bushman og Roy Baumeister, um sjálfsmynd unglinga og áhrif hennar á ofbeldi. í fréttinni kemur fram að sú áhersla sem uppeldis- fræðingar hafi á undanfómum ára- tugum lagt á að foreldrar reyni að efla sjálfstraust barna og unglinga geti gengið of langt. Sé bömum hrósað að tilefnislausu geti þau öðl- ast of hátt sjálfsmat og orðið illa í stakk búin síðar í lífinu til að takast á við mótlæti. Þeir Bushman og Baumeister halda því fram sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinn- ar, að fólk sem haldið sé sjálfsdýrk- un þoli illa gagnrýni og sé líklegt til að bregðast við henni á ofbeldisfull- an og óútreiknanlegan hátt. Að sögn íslenskra lækna, uppeld- is- og sálarfræðinga koma þessar niðurstöður ekki á óvart. Þeir telja að börn verði að búa við jafnvægi aga og uppörvunar í uppeldinu, millivegurinn sé því bestur. Þeir benda einnig á að íslensk börn séu alin upp í agaleysi og þeir hafi áður vitað til þess að jákvætt sjálfsmat í ákveðnum tilvikum brjótist fram með ofbeldi. Agaleysi vandamál á íslandi Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir- læknir á Bama- og unglingageð- deild Landspítalans, segir að agi í uppeldi sé gífurlega mikilvægur en það sé hlutur sem íslendingar hafi ekki áttað sig fyllilega á. Hann segir það sígild sannindi að böm eigi að geta þolað mótlæti og ekki sé hollt í uppeldi að hlífa þeim við gagnrýni. Það komi honum því ekki á óvart að niðurstöður slíkrar rannsóknar sýni að nauðsynlegt sé að efla þol bama gegn mótlæti. „Mér finnst það vandamál í ís- lensku þjóðfélagi, bæði hjá foreldr- um og í skóla, hvað okkur hinum fullorðnu gengur erfiðlega að setja bömunum tilhlýðileg mörk. Þetta er eiginlega þjóðfélagsmein sem skapast kannski að einhverju leyti af þjóðfélagsaðstæðum foreldra," segir Ólafur. Hann bendir á að jafn- vægis sé þörf milli aga og uppörv- unar í uppeldinu. „Verðskuldað hrós er nauðsynlegt líka og upp- byggjandi fyrir sjálfsmyndina. Ef jafnvægi raskast í aðra hvora áttina er hætt við að sjálfsmyndin breng- list. Það em hins vegar fjölmargir þættir þekktir í uppeldi sem ýta undir andfélagslega hegðun og of- beldi svo sem ómarkvisst tuð og harðar ófyrirsjáanlegar refsingar. En það er ekki bara uppeldi sem veldur heldur spila ýmsir líffræði- legir og skapgerðarþættir einstak- lingsins inn í og hefur til að mynda Brad Bushman, sem vitnað var til í fréttinni, bent á samband ofbeldis bíómynda og aukinna líkna á ofbeld- ishegðun hjá árásarhneigðum ein- staklingum." Uppeldisfræðingar ekki hvatt til óþarfa hróss Sigrún Aðalbjarnardóttir, pró- fessor í uppeldis- og menntunar- fræði við Háskóla Islands, tekur undir margt sem kemur fram í nið- urstöðum rannsóknarinnar, en bendir jafnframt á að uppeldisfræð- ingar hafi hingað til ekki mælt með því að börnum sé hrósað að óþörfu. „Ég tek undir til dæmis það að for- eldrar eigi að varast að ýta undir of- mat barna á sjálfum sér og getu sinni, og að ekki sé skynsamlegt að hrósa bömum fyrir allt sem þau gera óháð frammistöðu. Þessar nið- urstöður breyta því hins vegar ekki að mikilvægt er fyrir foreldra að gera sitt besta við að efla sjálfs- traust barnanna. En það merkir ekki að þeir hrósi bara til að hrósa heldur verður að hrósa fyrir fram- farir og það sem vel er gert. Ef ein- hver heldur að uppeldisfræðingar hafi haldið öðru fram vaða þeir í villu," segir Sigi'ún. í fréttinni segir að Bushman og Baumeister vísi á bug kenningum uppeldisfrömuða og afbrotafræð- inga sem telja að lágt sjálfsmat sé höfuðorsök árasargirni. Sigrún seg- ir að það hafi lengi verið vitað að unglingar sem væru í gengjum sem sýna ofbeldi hafi jákvætt sjálfsmat, en hún bendir einnig á að varast beri að yfirfæra slíkar niðurstöður á hinn „venjulega" ungling. Sigrún segist telja niðurstöður þeirra Mueller og Dweck, sem einnig koma fram í fréttinni, um að mikið hrós fyrir góðar gáfur geti leitt til þess að börn verði hrædd við að gera mistök og velji því frekar verkefni sem þau ráða vel við, trú- verðugar. f takt við boðskap sálfræðinga Sigurður J. Grétarsson dósent í sálarfræði við Háskóla Islands segir niðurstöður rannsóknarinnar vera í samræmi við það sem sálfræðingar hafa lengi predikað. „Þessar niðurstöður eru ekkert óvenjulegar en það er ánægjulegt að sjá fréttir í Morgunblaðinu í samræmi við málstað okkar sál- fræðinga. Það er gott að það komist til skila að það sé ekki að áeggjan sálfræðinga og uppeldisfræðinga að böm skuli bara hafa réttindi en engar skyldur. í mörg ár hefur fólk verið að kasta því á milli sín að sál- fræðingar hafi verið helstu predik- arar frjálsræðis í uppeldi. Þvert á móti tel ég að börn eigi rétt á að al- ast upp við aga, en í íslensku samfé- lagi hefur verið of mikil stemmning fyrir því að leyfa þeim að vaða yfir allt og alla. Hækkun sjálfræðisald- urs, sem nýlega var ákveðin var spor í rétta átt. En það þarf engan speking til þess að sjá að þeim sem alltaf er hrósað, jafnvel þótt þeir eigi það ekki skilið, bregðist hart við þegar þeir loks eru gagnrýndir," sagði Sigurður. Hann sagði aðspurður að fátt væri hægt að segja um aðferðafræði rannsóknarinnar vegna þess að við- komandi fræðirit hefði enn ekki borist til landsins. Almennt mætti þó segja að sterkum yfirlýsingum og útleggingum sem byggðar væru á einni rannsókn beri að taka með fyrirvara. Hann ítrekaði líka að nið- urstöður þessarar rannsóknar og útleggingar út frá henni væru ekki ný tíðindi fyrir sálfræðinga þótt þau væru það kannski fyrir fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.