Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 23.07.1998, Síða 29
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 29 AÐSENDAR GREINAR Matvæli eru ekki alltaf holl og hrein NYLEGA skilaði starfshópur landbúnað- arráðherra um vist- rænt ísland skýrslu þar sem lagt er til að allir bændur hér á landi, sem þess óska, eigi kost á að fá fram- leiðslu sína vottaða. Til þess að það geti gerst þarf framleiðslan að byggjast á gæðastýr- ingu sem tryggi m.a. að unnt sé að rekja upp- runa vörunnar og að ekki hafi verið notaðir hormónar, illgresiseyð- ar né skordýraeitur við framleiðsluna og notk- un lyfja sé í lágmarki og fylgi sett- um reglum. Vistvæn og lífræn búvörufram- leiðsla hefur nokkuð verið til um- fjöllunar hér á landi á síðust árum. Hið opinbera hefur sinnt hlutverki sínu vel að skapa þessari fram- leiðslu ramma laga og reglugerða, vottunarstofur hafa verið stofnaðar og nokkur hreyfíng hefur verð með- al bænda um að leggja fyrir sig þessa framleiðslu. Viðtökur almenn- ings við þessari framleiðslu hafa verið jákvæðar án þess að segja megi að neytendur hafi tekið vist- vænum eða lífrænum vörum opnum örmum. Markaðshlutdeild þeirra er t.d. ekki til vitnis um það. Skýring- anna er e.t.v. að leita í því að ís- lenskar búvörur hafa fyrir svo sterka ímynd hreinleika og hollustu að vottun þeirra breyti þar ekki mildu um. í öðrum löndum, t.d. á Norður- löndunum, sem þó hafa orð fyrir að gera miklar körfur til matvælafram- leiðslu sinnar, hafa lífrænar og vott- aðar vörur náð meiri markaðshlut- deild og almenningur tekið þær meira upp á arma sína. Landbúnaður skilar stærri hluta af þjóðarframleiðslunni í Danmörku en á öðrum Norðurlöndunum, jafn- framt því sem Danir stunda um- fangsmikinri útflutning búvara til nálægra jafnt og fjarlægra landa. Gæðamál í landbúnaði eru þar sí- fellt til umfjöllunar og í mars sl. efndu dönsku bændasamtökin, Det Kgl. Danske Landhusholdningssel- skap, til ráðstefnu um gæði danskra Matthías Eggertsson búvara. Þar kom fram að sá gæðastimpill sem var á dönskum búvör- um fyrir nokkrum ára- tugum er ekki lengur fyrir hendi. Einn af fyrirlesurum á ráðstefnunni var Jörgen Hrijmark Jen- sen, forstöðumaður Matvælaeftirlitsins í Kaupmannahöfn. Er- indi sitt nefndi hann: Hvemig er unnt að endurvekja traust neytenda á nútíma matvælaframleiðslu? Hann rakti nokkur at- riði úr blaðaumfjöllun síðustu mánaða þar sem látin er í ljós tortryggni og vantraust á að- ferðum við nútíma matvælafram- Gæðastimpill styrkir íslenska framleiðslu gagnvart innflutningi matvæla, segir Matthías Eggertsson, og gefur jafnframt íslenskum matvælum aukna sóknarmöguleika á erlendum mörkuðum. leiðslu. Meðal aðfinnsluatriða voru: Notkun tilbúins áburðar, illgresis- og skordýraeitur, efni til að stytta kornöx, rotvamarefni, geislun, efni í umbúðum, erfðabreytt matvæli, hormónar, hvatar (ensím), örbylgju- ofnar og meðferð dýra. Vægi þess- ara þátta er að sjálfsögðu misjafnt, en allir eiga þeir einhvem hljóm- grunn. Ahyggjur fólks af hollustu og hreinleika matar hafa verið kannað- ar og hefur eftirfarandi komið í ljós: í Svíþjóð (1990) höfðu um 60% áhyggjur af óhollustu matar sem þeir neyttu, í Noregi (1993) 72%, í Bandaríkjunum (1993) 88% og í Danmörku (1994) útbreiddar áhyggjur. Könnunin í Danmörku varðaði ekki einungis hollustu mat- ar heldur komu þar fram áhyggjur af umhvei’fismálum og' hvort fram- leiðslan væri sjálfbær, þ.e. hinir spurðu tóku þjóðfélagslega, (póli- tíska), afstöðu til málsins. Spyrja má hvað valdi því að fólk hafi tapað tiltrú á matnum sem það neytir? Þar má t.d. benda á að frá því um 1980 hefur fjöldi salmonellu- sýkinga í Danmörku tífaldast. Þannig vora skráð um 5.000 tilfelli árið 1997, þar sem meira en 100 þúsund Danir sýktust. Að auki em sýkingar frá matvælum af öðmm orsökum, þannig að áætlað er að alls hafi um 250 þúsund Danir orðið fyrir matareitrun árið 1997. Mest- um áhyggjum valda þar stofnar af salmonellubakteríu og kolíbakteríu sem era ónæmir fyrir sýklalyfjum. Aukaefni, sem leyft er að setja í mat, valda einnig áhyggjum neyt- enda, en ýmis efni bættust við á lista leyfðra efna í Danmörku þegar samræmdar reglur Evrópusam- bandsins þar um tóku gildi. Yfirvöld fullyrða að hér sé um hættulaus efni að ræða, en almenningur er á varð- bergi, t.d. gagnvart matvælum með mörg E-númer. I þriðja lagi óttast fólk mengun sem fylgir matvælum. Þar hafa þó orðið framfarir, þar sem magn þungmálmanna blýs og kvikasilfurs í mat hefur minnkað. A hinn bóginn valda áhyggjum efni sem líkjast kvenhormóninu östrogen, en þau geta dregið úr frjósemi karlmanna. Þá eru í Danmörku vaxandi áhyggj- ur af gæðum neysluvatns, bæði hvað varðar innihald nítrata og jurtavarnarefna. Að lokum má nefna að kúariða sem kom upp i Bretlandi opnaði augu fólks fyrir því hvílíkar ógnir geta stafað af nútíma framleiðslu- háttum. Kúariðan sýndi Ijóslega hvað gerist þegar neytendur tapa tránni á framleiðendum og hinu op- inbera. Höfnun neytenda á bresku nautakjöti var svo snögg að nauta- kjötsframleiðsla Breta var lögð í rást á einum sólarhring og það tók nokkur ár að byggja traustið upp að nýju. Þessi útdráttur og endursögn á erindi forstöðumanns Matvælaeftir- litsins í Kaupmannahöfn ætti að sýna hve mikilvægt er að íslensk búvömframleiðsla verði vottuð. Sá gæðastimpill styrkir íslenska fram- leiðslu gagnvart innflutningi mat- væla og gefur jafnframt íslenskum matvælum aukna sóknarmöguleika á erlendum mörkuðum. Það álit að sjálfsagt og eðlilegt sé að allur mat- ur sem á boðstólum er sé hollur og ómengaður er ekki eins sjálfsagt og við ætlum. Höfundur starfar lrjá Bændasamtökum Islands. Skelfíngu lostnir í GREIN í Morgun- blaðinu 21. þ.m. seilist vinur minn, Einar Odd- ur, þingmaður, um hurð til lokunnar þegar hann vill gera undirrit- aðan að frumkvöðli nú- verandi óskapnaðar í fiskveiðimálum. Sá heiður verður ekki tek- inn frá Halldóri Ás- grímssyni, Kristjáni Ragnarssyni og aðstoð- armanni hans, Þor- steini Pálssyni. Mönn- um, sem Einar Oddur styður undir drep í rík- isstjórn og utan. Rétt er það, að Sverrir Hermannsson gerði út á pólitík á upphafsámm kvótakerfis- ins. En hann brýndi þeirri skektu Það stendur upp úr varðhundum núverandi kvótakerfis, segir Sverrír Hermannsson, að útgerðin sé ekki af- lögufær að greiða rétt- um eigendum, þjóðinni, eyrisvirði fyrir nýtingu auðlindar hennar. sinni og dró hana í naust 17. maí 1988, þegar hann hætti með öllu pólitískum afskiptum, ef undan er skilinn ofurlítill greiði, sem hann gerði vini sínum Davíð Oddsyni í formannsslagnum 1 Sjálfstæðis- flokknum að fella Þorstein Pálsson, sem Einar Oddur studdi þá og síðar með ráðum og dáð. Til þess að eyða ekki tíma og bleki í aukaatriði skul- um við gera Sverri Hermannsson að einum af ábyrgðarmönnum þess kvótakerfis, sem var í framkvæmd fram til 1988. Hann er að því leyti ábyrgur, að hann beitti sér ekki gegn því að ráði og fann engin ný ráð til þess þá, þótt óánægður væri. En aðalatriði málsins er þó það, að Sverrir Hermannsson var búinn að hvolfa bát sínum í pólitíska naustinu þegar tólfunum kastaði í íslenzkri fiskveiðistjórn: Hið frjálsa framsal gjafakvótans upp úr 1990. Sverrir Hermannsson Dauði á Litla-Hrauni ÉG GET ekki orða bundist leng- ur. Guð hjálpi þeim ráðamönnum sem byggt hafa upp og stjórna nú- verandi refsikerfi á Islandi! Einn helsti mælikvarði á siðferði og göfgi hverrar þjóðar, hvort held- ur er stór eða smá, hlýtur að vera meðferð hennar á föngum, geðsjúk- um og gamalmennum. Hvar eram við stödd á þeim mælikvarða? Get- um við verið hreykin? Við þurfum engar aftökusveitir - fangar sjá um þau mál sjálfir, svipta sig lífi í röðum. Hvað er að gerast á Litla-Hrauni? Hin nýja nefnd, sem á að rann- saka málið, ætti ef til vill að kynna sér þann hátt sem hafður er á við flestar yfirsjónir fanganna - að setja þá í einangrun. Fyrir nokkra losnaði 17 ára gamall drengur (barn, sam- kvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna) úr þriggja vikna einangr- un. Það mun líklega hafa bætt hann mikið! Ég minnist annars drengs, sem á svipuðum aldri var settur fyrst í ein- angrun. Hann barði látlaust á dyrn- ar, yfirkominn af angist. Það lætur nærri að svona meðferð á barni megi kalla sálarmorð. Öðrum fóng- um ofbauð þetta svo að birt var bréf frá þeim í dagblaði um málið. Síðar hlaut þessi drengur margar ein- Allir tala um ógnina sem stafar af eiturlyfj- um, segir Hrund Smáradóttir. Við skul- um ekki gleyma því að í fangelsunum sitja afleið- ingar þessarar ógnar. angranir, langar og strangar, sem leiddu til þess eins að honum hrak- aði stöðugt. í dag er þessi drengur ekki lengur á meðal okkar. Hvað á þetta að ganga lengi? Af hverju lætur enginn frá sér heyra um þessi mál? Fangelsisprestar, geðlæknar, fangaverðir? Fólk sem hlustað yrði á og gæti breytt málum til hins betra? Ég er sannfærð um að þessu fólki ofbýður. Hvar er Am- nesty International eiginlega og hvað segja þau samtök um einangr- un fanga? Hvað segir umboðsmaður barna þegar verið er að setja börn, samkvæmt skilgreingu embættis hans, í einangrun? Hvernig getur þetta viðgengist á Islandi? Hvert var úrræðið, þegar komið var að snöru hjá fanga einum sem var svo örvæntingarfullur að hann sá enga aðra leið út? Jú, hann var settur í einangrun. Önnur úrræði voru ekki fyrir hendi. Fólk verður bara að reyna að ímynda sér líðan hans þar. Einu gildir hvað þessir menn hafa gert af sér utan eða innan fangelsis- veggjanna. Þetta er ekki mannsæm- andi meðferð á afbrotamönnum og verður að hætta strax! Margir era þeirrar skoðunar að refsitími sé of stuttur fyrir alvarleg afbrot hér á landi og að lengja ætti afplánunartíma. Sjálfsagt væri að nota lengingu afplánunartíma sem refsingu fyrir brot á hegðun og því um líku, innan fangelsisins, en að setja einhvern í einangrun er ekki mannbætandi heldur mannskemm- andi. Það sér hver heilvita maður. Meðferð okkar á föngum minnir enn á forna tíma - því miður. F angelsi var í eina tíð kallað betr- unarhús. Þar átti að bæta fangana. í dag era ungir afbrotamenn, sem margir hverjir hafa fest í viðjum eit- urlyfja, hafðir með gömlum hörðn- uðum afbrotamönnum sem þeim er gert að umgangast. Af hverju er ekki sérstakt fangelsi fyrir unga af- brotamenn? Batahorfur þeirra hljóta þó að vera aðrar en hinna sem lengra era gengnir. Allir tala um ógnina sem stafar af eiturlyfjum. Við skulum ekki gleyma því að í fangelsunum sitja afleiðing- ar þessarar ógnar. Unglingar, sem sölumenn dauðans hafa ánetjað eitri sínu og rakað saman fé á. Og við skulum heldur ekki gleyma því, að oft era það afleiðingar geðrænna vandamála og ömurlegra félagslegi'a aðstæðna sem fylla fangelsin. Ein- angrun hjálpar þessu fólki ekki, heldur þyrfti að stórauka geð- og sálfræðihjálp svo og áfengis- og vímuefnameðferð. En, - fjársvelti tröllríður þessum málum hér á landi eins og svo mörgum öðrum sem snerta velferð mannanna. Meðferð- ir, aðrar en einangran, kosta pen- inga. Nýja fangelsið virðist, því miður, vera algjörlega misheppnað þar eð öll mannleg samskipti eru höfð í lág- marki þar. Sést það best á þvi að flestir fanganna vilja frekar vera í gamla úr sér gengna húsinu, heldur en í því nýja, fina. Málin hafa því þróast á verri veg ef eitthvað er. Bíðum ekki eftir fleiri sjálfsvíg- um. Leggja verður af vistun í ein- angrunarklefum - núna. Róttækar umbætur verður að gera í málefnum fanga - strax. Höfundur er grunnskólakennari. Þótt undirritaður taki nærri sér að sjá Einar Odd skelfingu lostinn vegna hrakfara sinna og nafna síns í lífshags- munamáli Vestfirðinga þykir honum þó miklu verst að vera sakaður um að bera hann upp- lognum sökum. Fjölmargir málsmet- andi sjálfstæðismenn um endilanga Vestfirði hafa kveðið upp úr um það einum rómi, að frambjóðendur flokks- ins í síðustu alþingis- kosningum, Einar Guð- finnsson og Einar Odd- ur, hafi þá lýst því yfir, að þeir myndu ekki styðja ríkisstjórn, sem héldi við óbreytta skipan mála í fiskveiðum. Ef þetta era álygar hef- ir Sverrir Hermannsson ekki fundið þær upp. Þeir nafnar eiga verk fyrir höndum að vinda ofan af þessum uppspuna, því alþjóð veit ekki betur en að sannur sé. Einari Oddi væri nær að leggja mér og mínum fylgismönnum lið við að berja Sjálfstæðisflokkinn til bók- ar í fiskveiðimálum en að engjast í flokksviðjunum, sem mun verða honum að falli vestra í næstu kosn- ingum. Það stendur upp úr varðhundum núverandi kvótakerfís að útgerðin sé ekki aflögufær að greiða réttum eigendum, þjóðinni, eyrisvirði fyrir nýtingu auðlindar hennar. En það eru nógir peningar til ef greiða þarf eigendum Hrannar hf. á Isafírði hundruð milljóna við sölu Guðbjarg- ar ÍS úr bænum. Og eins Norðui'- tangamönnum ef olíufélög og trygg- ingafélög telja sér henta að hreiðra um sig í ísfirzkri útgerð. Meðan þeim hentar, en sigla svo brott þeg- ar þeim sýnist svo. Undirritaður velti því fyrir sér á ísafjarðarfundinum að með 20 kr. greiðslu fyrir hvert þorskkíló mætti afla 5 milljarða króna, sem verja mætti t.d. til lækkunar tekjuskatts einstaklinga. Hærri vora hans hug- myndir ekki. En það eru allar hug- myndir of háar í eyram kvótamanna, þegai' orðfært er að greiða réttum eigendum arð af auðlind sinni. Til að gera langt mál stutt: Hvernig lízt þér á Einar Oddur, að við leyfum bátaflotanum einkanýt- ingu landhelginnar innan 30 mílna til krókaveiða eingöngu í tvö ár án aflahámarks, til að byrja með, með- an við eram að ná áttum um frekari tilhögun? Togarar fyrir utan með óbreyttar aflaheimildir og bann við framsali kvóta, nema alveg sérstak- lega standi á. Það verður erfitt verk og vanda- samt að afnema núverandi kerfí. Menn mega þó ekki láta sér það í augum vaxa. Verkið verður að vinna ella blasa við ólýsanlegar ógöngur fyrir íslenzkt þjóðfélag. Að óbreyttu kerfi neyðist næsta kynslóð Islend- inga til að kaupa auðlindina sína aft- ur af örfáum eigendum fyrir okur- verð, eða erfingjum þeirra. Þú veizt um hvað verður kosið næst Einar Oddur? Óbreytt stjórn- kerfi fiskveiða: Já eða nei! Höfundur er fv. bankastjóri. Mikið úrval af fallegum römfatnaii Skólavörduatíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.