Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Karl Tryggvason lífefnafræðiprófessor um Islenska erfðagreiningu
Tækifæri til rannsókna
á heimsmælikvarða
Ný brú
• •
á Oxará
VEGAGERÐIN hefur boðið út
smíði tvíbreiðrar brúar á Oxará
við Valhöll. Áætlað er að fram-
kvæmdir hefjist í september og
að brúin verði fær til umferðar
eigi síðar en 7. nóvember í
haust.
Um er að ræða 28 metra
langa steypta plötubrú með 4
metra breiðri akbraut og gang-
stígum þannig að heildarbreidd
brúarinnar verður 9 metrar.
Brúin verður byggð á sama
stað og gamla brúin en hana
þarf að rífa áður en fram-
kvæmdir hefjast.
Frestur til að skila tilboðum
rennur út 10. ágúst en meðal
magntalna við framkvæmdimar
má nefna að grafa þarf 1.200
rúmmetra og fylla 600 rúm-
metra, framkvæmdirnar krefj-
ast 350 rúmmetra af steinsteypu
og 17,5 tonna af stáli. Lagðir
verða 110 fermetrar af hellu-
lögðum gangstígum, en gerð
gangstíga og frágangi þarf að
ljúka fyrir 15. maí næstkomandi.
„ÉG TEL að óþarfa tilfínningamál
pg hræðsla einkenni umræðuna um
Islenska erfðagreiningu á íslandi,"
segir Karl Tryggvason læknir og
prófessor í lífefnafræði við Karol-
inska Institut í Stokkhólmi, lækna-
háskólann.
Tækifæri til að gera
merkar uppgötvanir
Karl sem hefur búið í Svíþjóð í 30
ár og unnið að rannsóknum í sam-
eindalíffræði og erfðafræði, segir
að með tilkomu Islenskrar erfða-
greiningar sé í fyrsta skipti hægt
að vinna að vísindarannsóknum á
Islandi sem séu á heimsmælikvarða
pg standist erlenda samkeppni og
Islendingar megi vera stoltir af.
„Tilkoma gagnagrunnsins er
mjög mikilvæg og upplýsingar um
gen Islendinga verður hægt að nota
til að gera merkar uppgötvanir,
sem ég er viss um að verður gert.
En gagnagrunnurinn verður ekki
gullnáma nema í um tíu ár. Það
verður búið að raðgreina öll gen
eftir fímm til tíu ár og það má
reikna með að þá verði búið að
finna öll sjúkdómsgen. Þetta er svo
stuttur tími og ef íslendingar eru
ekki með þá verður þetta gert ann-
ars staðar. Þeir geta nú verið með í
leiknum og mér finnst þeir eigi að
nýta sér það,“ segir Karl.
Karl telur skilningsleysi í um-
ræðunni um meðferð persónuupp-
lýsinga. „Mér sýnist Islensk erfða-
greining ganga lengra í vemdun
þeirra en þekkist annars staðar. I
Finnlandi eru t.d. upplýsingar um
alla sjúklinga sem eru útskrifaðir í
landinu settar í einn gagnagrunn
sem hefur verið til í fjölda ára.
Ég er t.d. núna að vinna með
finnskum vísindamönnum að því að
finna gen nýrnasjúkdóms. Þá er
það gert þannig að maður fær leyfi
til að nota gagnagrunninn, þar eru
nöfn 15 þúsund sjúklinga sem hafa
fengið þennan sjúkdóm og maður
fær leyfi til að nota það til að hafa
samband við þá og biðja um upplýs-
ingar. Við erum vitaskuld bundnir
þagnarskyldu en það er ekki hægt
að vinna þessa vinnu öðruvísi."
Einkaleyfi eðlilegt
Karl segir vera jákvætt viðhorf
til söfnunar þessara upplýsinga í
Finnlandi, vegna þess að fólk njóti
góðs af þeim. „Finnskir vísinda-
menn, sem standa mjög framarlega
í erfðarannsóknum, hafa t.d. fundið
gen arfgengra sjúkdóma sem
þekkjast þar og fólk er þakklátt. Is-
lendingar eiga án efa eftir að finna
gen margra sjúkdóma ef Islenskri
erfðagreiningu gefst tækifæri til að
vinna sitt verk.“
Karl telur eðlilegt að íslensk
erfðagreining hafi einkaleyfi á
notkun gagnagrunnsins í viðskipta-
legum tilgangi, vegna þess að fyrir-
tækið tekur á sig áhættuna við upp-
setningu hans. „Mér skilst að vís-
indamenn hafi möguleika á að nota
sér gagnagrunninn til rannsókna,
sem er mikilvægt, en veiting einka-
leyfis er eðlileg í þessu samhengi."
Sakfelldir fyrir
fjölmörg afbrot
Nýtt skipurit og stefnumörkun hjá Þjóðminjasafni fslands
Opnað með nýjum
sýningum árið 2000
FORRÁÐAMENN Þjóðminjasafnsins kynna starfsemina í gær, f.h. Þór
Magnússon, Sturla Böðvarsson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Hjör-
leifur Stefánsson og Þóra Kristjánsdóttir.
TVEIR ungir menn, 16 og 17 ára
gamlir, voru í gær dæmdir til fang-
elsisvistar og greiðslu skaðabóta
vegna fjölda innbrota og líkams-
árása. Eldri maðurinn var dæmdur
í eins árs og sjö mánaða fangelsi en
sá yngri í sex mánaða fangelsi, þar
af þrjá mánuði sldlorðsbundið. í
báðum dómunum er einnig tekið
tillit til eldri skilorðsbundinna
dóma.
Á tímabilinu mars til maí frömdu
mennirnir saman sex innbrot í
skóla, íbúðir, bíla og geymslur í
vesturbæ Reykjavíkur og á Sel-
tjaraarnesi. Einnig voru þeir
dæmdir fyrir að hafa í sameiningu
ráðist á tæplega fimmtugan mann
við áramótabrennu við Ægisíðu,
slegið hann niður og sparkað í
hann, þannig að af hlaust nefbrot
og aðrir áverkar.
Eldri maðurinn er einnig ákærð-
ur fyrir fimm önnur innbrot og sá
yngri fyrir tvær líkamsárásir. I
október í fyrra sló hann mann á
þrítugsaldri nokkkur högg í andlit-
ið þannig að af hlutust áverkar, tók
GSM-síma hans og hljóp á brott.
Hann réðst einnig tvívegis á rúm-
lega fertugan karlmann á sjúkra-
stöðinni Vogi í apríl síðastliðnum,
sló hann í andlit, felldi og tók háls-
taki þannig að áverkar hlutust af.
Báðir hafa sakborningarnir hlot-
ið dóma áður.
MIKIL áhersla verður lögð á forn-
leifarannsóknir og skráningu forn-
leifa í framtíðarstarfi Þjóðminja-
safns Islands, með stofnun Rann-
sóknarstofnunar Þjóðminjasafns Is-
lands m.a., auk þess sem almanna-
tengsl verða efld. Þetta kom fram í
máli Sturlu Böðvarssonar, for-
manns þjóðminjaráðs, á blaða-
mannafundi í Þjóðminjasafninu sl.
þriðjudag, þar sem nýtt skipurit og
stefnumörkun fyrir safnið var
kynnt.
Miklar breytingar standa fyrir
dyrum í safninu og verður því lokað
hinn 3. ágúst næstkomandi og ekki
opnað aftur fyrir gesti fyrr en að
tveimur árum liðnum þegar búið
verður að gera innanhússviðgerð á
aðalhúsi safnsins og sýningarsölum
þess. Auk þessa verður byggður
nýr inngangur að safninu við suður-
enda hússins og búið er að semja
við Háskóla íslands um að safnið fái
til umráða jarðfræðahús hans sunn-
an við Félagsstofnun stúdenta, en
þar verða skrifstofur og vinnustofur
safnsins til húsa. Kostnaður við
framkvæmdirnar næstu tvö árin er
áætlaður um 800 milljónir króna, að
sögn Sturlu.
Þó að Þjóðminjasafnið sjálft verði
lokað heldur önnur starfsemi þess
áfram og mun safnið til dæmis
sinna þjónustu- og rannsóknarhlut-
verki sínu með sama hætti og áður
auk þess sem sjóminjasafnið í Hafn-
arfirði og Lækningaminjasafnið í
Nesstofu verða opin.
Börnum verður áfram gert kleyft
að skoða gripi safnsins því safnið
ætlar, að sögn Guðnýjar Gerðar
Gunnarsdóttur safnstjóra, að koma
til bamanna fyrst að börnin komast
ekki í safnið. „Þetta verður gert
með svokölluðum farsýningum auk
þess sem fræðslu verður miðlað í
margmiðlunarformi um Netið,"
sagði Guðný.
Á fundinum kom einnig fram að
safnið hefði loks fengið til afnota
langþráðar frambúðargeymslur, í
Vesturvör 16-20 í Kópavogi, fyrir
gripi sem ekki eru í sýningarsölum
hverju sinni. I geymsluhúsinu mun
einnig verða unnið við forvörslu og
rannsóknir.
Raðað í tímaröð
Opna á safnið eftir endurbætur
árið 2000, í tengslum við að þá er
Reykjavík menningarborg Evrópu
auk þess sem Kristnitökuafmælið
verður haldið hátíðlegt sama ár.
Breytingarnar á sýningum í söl-
unum verða í aðalatriðum þær að
raða á sýningunum í tímaröð en
hingað til hefur sýningum verið
skipt í deildir eftir starfsháttum til
dæmis og hafa sömu sýningar verið
að stofninum til í safninu í nær 40
ár. „Sýningarnar verða því aðgengi-
legri fyrir til dæmis skólanemendur
sem þá munu geta fetað sig frá upp-
hafi landnáms til nútímans í réttri
tímaröð eða byrjað í nútímanum og
farið til Iandnáms,“ sagði Þór
Magnússon þjóðminjavörður í sam-
tali við Morgunblaðið.
I samræmi við skipulagsbreyt-
inguna hefur starfsemi safnsins ver-
ið skipt í þrjú svið; safnsvið, útim-
injasvið , fjármálasvið og þjónustu-
svið og kynntu yfirmenn hvers sviðs
starfsemi sína á fundinum.
Hjörleifur Stefánsson útiminja-
stjóri greindi frá starfsemi útim-
injadeildar og sagði að starfsemi
hennar hefði verið efld mjög undan-
farin ár og fjárveitingar til hennar
hefðu tífaldast á undanförnum ár-
um. Hann sagði að nú væri svo
komið að skortur væri orðinn á
fornleifafræðingum.
Húsasafnið er stór þáttur í starf-
semi útiminjadeildar en 40 torfbæir
um land allt eru undir eftirliti
starfsfólks safnsins.
Bein rannsökuð í samstarfi við
íslenska erfðagreiningu
Eitt af þessum húsum, og það
elsta, á Keldum á Rangárvöllum,
fjallaði Hjörleifur sérstaklega um á
fundinum en í ár er verið að endur-
gera um 35 metra löng leynigöng
sem liggja frá því auk þess sem ver-
ið er að kanna hvernig hægt verður
að færa húsið sem mest í uppruna-
legt horf. „Við erum að athuga
hvernig hægt er að hámarka
fræðslugildi hússins," sagði Hjör-
leifur.
Þór Magnússon þjóðminjavörður
sagði að fornleifauppgröftur væri
það sem almenningur hefði jafnan
mestan áhuga á í starfi safnins. Sem
dæmi um merkilegar rannsóknir
sem fram fara nú í sumar eru rann-
sóknir á Neðra Ási í Hjaltadal þar
sem grunur leikur á um að kristni
hafi verið tekin upp 16 árum áður
en hún var lögtekin á íslandi. Að
hans sögn er um að ræða fyrstu
rannsókn sem gerð hefur verið á
fornkirkju á íslandi. „Þetta er einn
merkasti fundur í seinni tíð,“ sagði
Þór.
Fundist hefur kirkjugarður við
bæinn og verða bein, sem þar hafa
fundist, rannsökuð næsta sumar af
beinafræðingum. Að sögn Sturlu
Böðvarssonar verður það _ gert í
samstarfi við fyrirtækið íslenska
erfðagreiningu og benti Sturla á að
talið sé að beinin geti varpað ljósi á
líkamsbyggingu, erfðasamsetningu
og sjúkdómasögu fólks frá fyrri tíð.
Leitað að bæ
Snorra Sturlusonar
Auk þessa sagði Þór Magnússon
að fornleifarannsóknir stæðu yfir >
Reykholti en þar eru menn að gera
sér vonir um að finna leifar af bú-
stað frá Sturlungaöld, sem gæti þá
hugsanlega verið bær Snorra
Sturlusonar.
Smáíbúðaliverfi — 4ra herb.
Falleg 90 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Vel skipulögð. Yfir-
byggðar svalir. Nýtt baðherb. Áhv. 4,6 millj. hagstæð lán.
Verð 7,3 millj. Laus fljótlega. 3976.
Álagrandi — 2ja herb.
Gullfalleg 65 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Stórar suðursval-
ir. Rúmgóð stofa og eldhús. Verð 6,1 millj. 6388.
Smáíbúðahverfi — 125 fm
Falleg 5 herb. íbúð á 1. hæð í fjórbýli ásamt bílskúr.
Sérþvottahús. 12 fm aukaherb. í kjallara. Hús skilast ný-
málað að utan. Laus strax. Verð 10 millj. 2859.
Galtalind — „penthouse"
Glæsileg 135 fm hæð og ris í nýju glæsilegu fjölbýli. 4
svefnherb. Skilast frágengið að innan. Glæsilegt útsýni.
Þessi selst strax. Verð 9 millj. 1914.
Vantar 3ja og 4ra herb.
—- staðgreiðsla
Fjölmargir kaupendur af 3ja og 4ra herb. íbúðum í Bökk-
um, Hraunbæ, Háaleitishverfi, Gröndum, Furugrund og
annars staðar í Kópavogi. Hafið samband við sölumenn.
Við þurfum ekki að auglýsa eignina. Erum með kaupendur
á skrá.
Vaziitar einbýli — raðhús
— staðgreiðsla
Erum með kaupendur á skrá sem óska eftir einbýli eða
raðhúsi í Selási, Grafarvogi, Fossvogi og sérstaklega í
Kópavogi. Hafið samband.
Valhöll, fasteignasala,
Síðumúla 27, sími 588 4477.