Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998
LISTIR
MORGUNB LAÐIÐ
Þýsk klassík
í Fella- og
Hólakirkju
ÞRIÐJU og síðustu tónleikar
Hrafnkels Orra Egilssonar og
Árna Heimis Ingólfssonar á þessu
sumri verða haldnir í Fella- og
Hólakirkju í kvöld, fimmtudags-
kvöldið 23. júlí, kl. 20.30. Leiknar
verða sellósónötur eftir Bach,
Beethoven og Brahms, auk verka
eftir Weberns og Hindemiths.
Fyrri tónleikar sömu efniskráar
Árna Heimis og Hrafnkels Orra
fóru fram í Hveragerði sl. laugar-
dag og á Listasumri á Akureyri sl.
þriðjudag.
„Hugmyndin að tónleikum okk-
ar Árna Heimis kviknaði hjá mér
á sólríkum vordegi í Liibeck," seg-
ir Hrafnkell Orri sem stundar
framhaldsnám í sellóleik þar í
borg. „Skipulagning þeirra fór síð-
an að mestu leyti fram í gegnum
alnetið þar sem Árni Heimir dvel-
ur við nám í Bandaríkjunum."
Tónlistarmennirnir höfðu því ekki
nema 10 daga til samæfmga hér á
landi fram að fyrstu tónleikunum,
„sem kom þó ekki að sök því við
gengum hnitmiðað til verks,“ seg-
ir Hrafnkell Orri.
Þema þessara tónleika segir
hann vera verk þekktra tónskálda
þýskumælandi landa. „Þar fara
fremstir í flokki B-in þrjú; Bach,
Beethoven og Brahms. Sellósónöt-
ur þeirra verða leiknar hver á eft-
ir annarri í réttri tímaröð sem er
mikil glíma en skemmtileg," segir
Hrafnkell Orri. „Þekktasta verkið
er eflaust sónata Brahms í e-moll
ópus 38 en öll eru þau kjarnmikil
og krefjandi, - og vonandi líka
ánægjuleg á að hlýða,“ bætir hann
við. Að lokum verða flutt verk eft-
ir tvö tuttugustualdar tónskáld,
Webern og Hindemith, „verk sem
era í kontrast við sónöturnar
þrjár, bæði styttri og hnitmið-
aðri“, segir Hrafnkell Orri.
Ungu tónlistarmennirnir léku
síðast saman þegar þeir voru við
nám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík fyrir 4 árum en eins og
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hrafnkell Orri Egilsson og Arni Heimir Ingólfsson
Kennari Árna Heimis hjá Tón-
listarskólanum í Reykjavík var
Jónas Ingimundarson. Árni Heim-
ir lauk einleikaraprófi frá Oberlin
tónlistarskólanum í Bandaríkjun-
um vorið 1997 þar sem kennari
hans var Lydia Frumkin og stund-
ar nú doktorsnám í tónvísindum
við Harvard-háskóla.
áður sagði dvelja þeir nú báðir er-
lendis við framhaldsnám. Hrafn-
kell Orri lauk burtfararprófi frá
Tónlistarskólanum árið 1996 þar
sem kennari hans var Gunnar
Kvaran og hann stundar nú fram-
haldsnám við Tónlistarháskólann í
Lubeck í Þýskalandi hjá prófessor
Ulf Tischbirek.
Andy Warhol
í Barbican
I Barbican-miðstöðinni í London er sýning
tileinkuð Andy Warhol sem tók upp ástar-
samband við sjónvarp og giftist upptöku-
tækinu sínu. Þorri Jóhannsson fjallar
um furðufuglinn.
VERK Andy Warhol eru langt frá
því að vera nýlunda í dag og heldur
tilbreytingarlaus. Ekki alltaf mikil
áskorun fyrir augað né hugann.
Stundum eins og málaðar ljós-
myndir eða litabókarlist. En Andy
var skemmtilegur í spaugheim-
speki sinni sem reif vestrænt sam-
félag oft í sundur með háði. Brill-
oboxin, stórmarkaðir og gluggaút-
stillingar sem listasöfn samtímans.
I Barbiean-mistöðinni er sýning til-
einkuð honum og er uppistaðan
ýmsir munir úr lífi hans frá safni
um hann í Pittsburgh í Bandaríkj-
unum. Það sagði lítið um Andy að
minnast hans sem styttu en þessi
sýning er nokkuð sannfærandi
minnisvarði og skemmtileg eins og
umfjöllunarefnið sem var langt frá
því að vera yfirborðslegur þótt
stundum sýndist svo. Stór hluti af
list hans var að uppgötva og skapa
öðrum og yngri listamönnum skap-
andi umhverfi og koma þeim á
framfæri eins og hin fræga verk-
smiðja hans er vitni um. Það var
auðvitað best gert með því að halda
sem flest partí eins og ,JU1 Tomor-
row parties“ söngur Velvet Und-
erground fjallar um.
Fyrst blasa við endurgerðar
gluggaskreytingar og útstillingar
hans frá miðjum sjötta áratugnum
til að sýna hvernig hann hóf feril-
inn. Það voru auðvitað götulistasöfn
sem almennir vegfarendur gátu
nálgast. Jasper Jones og fleiri
popplistamenn reyndu við þetta
listform snemma á ferlinum og
gluggaútstilling eftir James Ros-
enquist er einnig á sýningunni. En
ólíkt hinum sem urðu alvarlegri
hélt Warhol áfram að stilla verkum
sínum út í glugga. Gína í staðinn
íyrir hann í endurgerðri ísetningu/
innsetningu/ uppstillingu. Síðan
stillti hann sér upp sjálfur í búðar-
glugga á meðan unnið var við verk-
ið. Leikurinn gekk alltaf lengra.
Leika sér list.
Andy safnaði myndum af nútíma-
gyðjum eins og Liz Taylor við ýmis
tækifæri. Hann sagðist sjá gervi-
stjömurnar sem skínandi með
myrkar hliðar. Til sýnis eru Ver-
sace kjólar með áprentuðum mynd-
um Marilyn Monroe og Liz Taylor
sem súpermódel sýndu 1991. Hann
safnaði einig opinberum myndum af
stjömum sem hann stúderaði
ímyndina og hvað býr að baki.
Stjörnumyndir sem virðast rekja
upprana sinn til dýrlinga, líkneskja
ANDY Warhol
og kirkjulistar miðalda. Sama hugg-
unin. Þama eru líka föt og skór af
stjörnum og albúmin hans frá æsku
þar sem hann safnaði stjömumynd-
um og módel og límmyndasafn.
Ospennandi teikningar af skóm,
veskjum og aðrar tískuteikningar.
Ymislegt sem sýnir hlutadýrkun
hans eins og þegar hann gerði það
að nautnalegri athöfn að káfa á
kvennærbuxum í verslun. En þarna
era líka áritaðar Calvin Klein karl-
nærbuxur sem jólagjöf frá hönnuð-
inum sjálfum.
Samkvæmur sjálfum sér
í úrkynjun
Aðeins er komið inná þegar War-
hol stundaði kvikmyndalistina með
ljósmyndum og sýningu á „Feg-
urstu konur heims“. Þá reyndi
hann stundum á þolrif og þolin-
mæði áhorfandans en um kvik-
myndir hans hafa samt verið skrif-
aðar ennþá leiðinlegri ritgerðir en
myndirnar sjálfar. Á efri hæðinni
era „portrait" af helstu vinum hans,
öllum tískuhönnuðum sem flestir
höfðu svipaða kynhneigð og hann.
Andy var auðvitað mikið fyrir að
láta mynda sig sem meginlistaverk-
ið.
Bragðið er upp myndum af nætur-
klúbbalífi New York og Studio 54
diskótímabilsins. Þar koma fyrir
ýmsir „perrar“ eins og John Waters,
Divine og hermótískir þungarokkar-
ar eins og Mike Monroe. Einnig
kemur fram að tískutímaritið
Interview sem Andy hleypti af stokk-
unum 1969 var upphaflega mánaðar-
rit um kvikmyndir. Samkvæmt þess-
um myndum er ekkert víst að Andy
hafi verið í skemmtilegum félagsskap
tískuliðs en það varð auðvitað að vera
hluti af ímyndinni. Borða helst alltaf
með einhverjum frægum. Kannski
virðast hefðbundin myndverk og
málun leiðinleg eftir alla tískulistina.
Andy Warhol yngdist með aldrin-
um. Lét minnka á sér nefið 1962 og
málaði sjálfsmynd fyrir og eftir og
1963 byrjaði hann að ganga í leður-
jakka með silfurspreyjaða hárkollu.
Mynd af hárkollunni hans með
svörtum hárum að aftan eins og
hann væri að grána en svart hár
undir. Síðan koma hárkollurnar
sjálfar. Hluti af sundurskotnu kor-
seletti sem hann var í við skotárás-
ina 1968 lituðu snyrtivöranum hans.
Snyrtivörunar sjálfar era líka í gler-
kassa eins og fleiri munir. Mynd-
band er til sýnis af því þegar verið
er að farða hann en hann notaði svo
þykkan farða að hann yngdist alltaf
meira og meira með áranum.
Andy segir sjálfur að á sjötta ára-
tugnum hafi hann tekið upp ástar-
samband við sjónvarpið sitt en hann
giftist ekki fyrr en hann fékk upp-
tökutæki 1964. Hann tók upp allt
sitt líf og polaroidmyndaði og einn
skemmtilegasti hlutinn er ef maður
nennir að hlusta á samtöl hans við
ýmsa í símtólum. Athyglisvert er
þegar Andy er að tala um partí.
Síðasta opinbera framkoma War-
hols áður en hann lést vegna hálf-
gerðra læknamistaka 1987 var sem
mótel á tískusýningu. Þetta er
ágætis minnisvarði.
Vekjaraklukka þaggar
niður í Te Kanawa
' London. The Daily Telegraph.
HÁVÆR hringing vekjara-
klukku stöðvaði fyrir skemmstu
sýningu á óperuhátíðinni í
Glyndebourne á Bretlandi og
þaggaði m.a. niður í ekki ómerk-
ari söngkonu en Kiri Te
Kanawa.
Fyrsti þáttur Capriccio eftir
Richard Strauss var hálfnaður
þegar skyndilega kvað við
hringing vekjaraklukku. Stór
hluti áhorfendanna 1.200 varð
var við hringinguna, ekki síst
þar sem söngur og hljóðfæra-
Ieikurinn í kaflanum er fremur
lágyær.
Áhorfendur urðu fljótt
pirraðir, sem vonlegt var og öll-
um til furðu gerði enginn sig
líklegan til að stöðva hljóðið.
Stjórnendur óperunnar brugðu
við skjótt og sendu fjölda starfs-
manna inn i salinn til að leita
uppi klukkuna og varð að
stöðva sýninguna vegna truflun-
arinnar sem leitin olli. Illa gekk
að flnna gripinn en það hafðist
þó að endingu. Reyndist
vekjaraklukkan vera í hand-
tösku konu, sem áttaði sig ekki
á neinu fyrr en hringjandi tösk-
unni var skellt í kjöltu hennar.
Rak hún þá upp mikið óp og fór
að hágráta.
Ekki fékkst skýring á því
hvers vegna konan var með
vekjaraklukku en einhverjir
gátu sér þess til að hún hefði
ætlað að blunda á meðan á sýn-
ingu stóð. Þráðurinn í sýning-
unni var hins vegar tekinn upp
þar sem frá var horfið er slökkt
hafði verið á skaðræðisgripnum.
„Ut og suð-
ur með Sig-
ríði Ellu“
FJÓRÐU tónleikarnir í Sumar-
tónleikaröð Kaffileikhússins
verða fimmtudaginn 23. júlí. Þá
mun Sigríður
Ella Magnúsdótt-
ir flytja dagskrá
sem hún nefnir
„Út og suður“. Á
efnisskrá Sigríð-
ar eru lög af létt-
ara taginu úr
ýmsum áttum,
m.a. Vínarlög,
ensk lög frá tíma
Viktoríu drottningar, lög úr göml-
um kvikmyndum og lög við ljóða-
þýðingar Þorsteins Gylfasonar.
Undirleikari á tónleikunum er
Kristinn Örn Ki’istinsson.
Sigríður Ella býr og starfar í
Bretlandi en er nú í stuttu leyfi á
Islandi. Hún hefur nýverið sungið
lög eftir Mahler með hljómsveit og
í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. I
haust mun hún syngja í Requiem
Verdis og Carmen í konsertupp-
færslu. Sigríður Ella og eiginmað-
ur hennar, bassasöngvarinn Simon
Vaughan, vinna um þessar mundir
að geisladiski sem kemur út í
haust.
Tónleikar Sigríðar Ellu hefjast
kl. 21.00 í Kaffileikhúsinu á Vestur-
götu 3b. Miðasala er allan sólar-
hringinn í síma Kaffileikhússins og
við innganginn.
„Holdið hans
Tomma“ og
„Kæri Rock“
í Fiskinum
HEIMILDARMYNDIN
Tom’s Flesh eftir Jane C.
Wagner og Dear Rock eftir
Jack Walsh verða sýndar í
Fiskinum, Skólavörðustíg 22c,
á opnunartíma gallerísins í
dag, fimmtudaginn 23. júlí, frá
kl. 14 til 18.
Fyrri myndin, Tom’s Flesh,
er 9 mínútur í flutningi og seg-
ir frá manni sem þarf að losna
við eigið skinn eftir megran.
Dear Rock er ástaróður til
kvikmyndastjörnunnar Rock
Hudson sem lést úr alnæmi.
Sýningartími er 20 mínútur.
„Það er list
að skapa“
SÝNING verður í Hall-
grímskirkju föstudagskvöldið
24. júlí kl. 20. Hópur unglinga
mun túlka sköpunarsögu
Biblíunnar í leiklist, tónlist og
myndhst. Sýningin er
lokahátíð á listadögum
unglinga sem Hallgrímskrikja
stendur fyrir í samvinnu við
ÆSKR en á listadögum hafa
unglingamir samið verk sem
er þeirra útfærsla á
sköpunarsögunni.
Sýningin er til styrktar
hungraðum bömum í Súdan
en miðaverð er 500 kr.
Nýjar bækur
• EINS konar spakmæli og
kennisetningar er kver eftir
Sigurbjörn Lárusson.
Spakmælin eru 50. í
formála segir höfundur: „Það
má líkja útþenslu og
samdrætti heimsins við
hjartslátt í mannslíkamanum.
En tímamismunur er ansi
mikill.“
Útgefandi er höfundur.
ísafoldarprentsmiðja prentaði.
Kverið fæst hjá Máli og
menningu og kostar 490 kr.
Sigríður Ella
Magnúsdóttir