Morgunblaðið - 23.07.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.07.1998, Qupperneq 31
30 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 31 , STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STUÐNINGUR í VERKI NÚ ERU til umfjöllunar í utanríkisráðuneytinu hug- myndir um að ísland veiti Eystrasaltsríkjunum þrem- ur stuðning í verki við að undirbúa aðild að Atlantshafs- bandalaginu, NATO. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í síðustu viku. Full ástæða er til að íslenzk stjórnvöld geri alvöru úr þessum hugmyndum og bjóði Eistlandi, Lettlandi og Lit- háen að senda hingað annars vegar flugumferðarstjóra til þjálfunar og hins vegar strandgæzluliða, sem gætu fengið starfsþjálfun hjá Landhelgisgæzlunni. ísland hefur allan þennan áratug verið í fararbroddi þeirra ríkja, sem stutt hafa baráttu Eystrasaltsríkjanna fyrir sjálfstæði og að öðlast fullgilda aðild að samtökum vestrænna ríkja, einkum Evrópusambandinu og NATO. Málflutningur íslands á vettvangi NATO átti án efa þátt í því að bandalagið ákvað að halda dyrum sínum opnum fyrir Eystrasaltsríkjunum, þótt þau hafi ekki verið tekin inn í bandalagið með Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi. Pað er við hæfi að ísland fylgi þessum pólitíska og sið- ferðilega stuðningi við málstað Eystrasaltsríkjanna eftir með þátttöku í því undirbúningsstarfi, sem nú er unnið við að styrkja varnir ríkjanna og gæzlu landamæra þeirra, þannig að þau geti tekizt á hendur þær skuldbindingar, sem felast í NATO-aðild. Pótt ísland sé herlaust land getur það klárlega lagt sitt af mörkum í þessu starfi, enda eru verkefni á borð við eflingu flugumferðarstjórnar og strand- gæzlu þættir í þessum undirbúningi. Önnur ríki Atlantshafsbandalagsins _ og jafnvel ríki utan þess, til dæmis Svíþjóð og Finnland _ veita Eystrasaltsríkj- unum þremur nú þegar umtalsverðan efnalegan stuðning á sviði varnar- og öryggismála. Pað er kominn tími til að Is- land sýni einnig stuðning sinn í verki, ekki aðeins í orði. SJÁLFSDÝRKUN OG OFBELDI SAMKVÆMT NÝJUM rannsóknum tveggja bandarískra sálfræðinga, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, getur of hátt sjálfsmat leitt til „sjálfsdýrkunar“ og jafnvel átt sök á auknu ofbeldi í samfélaginu. Sálfræðingarnir tveir rannsökuðu fylgni of hás sjálfsmats og ofbeldisfullra við- bragða og hafa í framhaldi varað við því að foreldrar og aðrir uppalendur ýti undir ofmat barna á sjálfum sér og getu sinni, ekki sé skynsamlegt að hrósa börnum fyrir allt sem þau gera óháð frammistöðu. Ráðleggja þeir foreldrum að „gleyma sjálfstraustinu en einbeita sér að sjálfsstjórn“. Með rannsókn sinni vísa sálfræðingarnir tveir á bug kenn- ingum þeirra uppeldisfrömuða og afbrotafræðinga sem telja að lágt sjálfsmat sé höfuðorsök árásargirni. Þeir vilja þvert á móti halda því fram að fólk, sem hefur í æsku búið við óverðskuldað hrós og öðlast þannig of hátt sjálfsmat, sé illa í stakk búið til að takast á við mótlæti síðar á lífsleiðinni og bregðist við erfiðleikum með reiði. Pað sé því mikilvægt að sjálfsmynd fólks mótist í samræmi við verðleika en ekki af innantómu oflofi. Petta eru afar hnýsilegar niðurstöður. Vafasamt er að ganga að þeim sem einhverjum endanlegum sannindum en þær varpa vissulega nýju ljósi á agavandamál sem við Is- lendingar höfum ekki farið varhluta af. Sumum finnst kannski að þær geri ekki annað en að staðfesta það sem fólk vissi fyrir: Að ekki er æskilegt að ala á sjálfstrausti um of svo að það leiði til sjálfsdýrkunar, það kunni aldrei góðri lukku að stýra. Að vissu leyti er það rétt en hitt er mikil- vægara að rannsóknir sem þessar eru hluti af nauðsynlegri samræðu um það erfiða verkefni að ala upp börn. Einkum hefur verið mikið rætt um ofbeldi á meðal barna og ung- linga á undanförnum misserum enda virðist það sífellt aukast, og þá ekkert síður hér á landi en annars staðar. Lengi höfum við viljað kenna sjónvarpinu um eða mynd- bandsglápi og tölvurápi en um leið kannski gleymt að horfa í eigin barm. Hvað svo sem er rétt eða rangt í þeim efnum er um fram allt mikilvægt að umræðan haldi áfram og að foreldrar sem og aðrir uppalendur haldi vöku sinni. Ævintýri skakarans Forsætisráðherra Svíþjóðar í heimsókn á Islandi Morgunblaðið/Arnaldur LAGT af stað. Aðalsteinn tilkynnir sig og stefnan tekin á Eldingahrygg sem er suðvestur af Rit, um klukkustundarstím frá Bolungarvík. AÐ áliti margra trillukarla á Bolungarvík þykir Aðalsteinn einn sá harðasti og oftar en ekki kominn fyrstur á miðin og síðastur í land og skiptir þá litlu um veðurhæð enda kalla þeir hann Alla Storm. AFLI dagsins var 3 tonn sem fór á fiskmarkað á ísafirði. í byrjim vertíðar var Aðalsteinn bú- inn að fá 65 tonn eftir 15 daga en meðaltúrinn var þá um 4 tonn eftir daginn. KOMIÐ var á miðin um klukkan 6 á mánudagsmorgni og höfðu rúllurnar vart undan fram til 9 en þá var eins og síðasti sporðurinn hefði verið dreginn. Veiðin fór aftur að glæðast eftir hádegi og hélst hún góð það sem eftir lifði dags. Fékk 6,4 tonn í einum róðri Á Bolungarvík má finna einn fengsælasta trillukarl Vestfjarða. Hann heitir Aðalsteinn Bjarnason eða eins og félagar hans kalla ---------------------7------------------- hann AIli Stormur. A mánudag brugðu Hugi Hreiðarsson og Arnaldur Halldórsson ljósmyndari sér á miðin með honum á ---------------------------7------------- bátnum Bjarneyju IS 204. AÐALSTEINN er ættaður af Snæfellsnesi en fluttist ungur að aldri ásamt for- eldrum sínum til Önundar- fjarðar að Ytri-Veðraá. Fyrir tveim- ur árum fluttist hann síðan til Bol- ungarvíkur ásamt konu sinni, Hjör- dísi Sigurðardóttur, og eiga þau tvö börn. Þótt Aðalsteinn sé aðeins 29 ára gamall þá hefur hann verið meira eða minna til sjós í 19 ár en 10 ára byrjaði hann að róa með föður sínum, Bjarna Kristinssyni, á hand- færum. Þegar hann var 17 ára keypti hann sér sinn eigin bát en frá þeim tíma hefur hann átt þá nokkra ásamt því að hafa verið á togurum og dúxað í Stýrimannaskólanum. Aðalsteinn komst í fréttirnar fyrir fimm árum þegar bátur hans, Nökkvi, sökk eftir að hafa fengið á sig brot í leiðindaveðri í júlí árið 1993. Þá dvaldi hann í rúman sólar- hring í gúmbjörgunarbát en röð til- viljana olli því að ekki var farið að svipast um eftir honum fyrr en dag- inn eftir. Segir hann þá lífsreynslu hafa valdið því að hann fór í Stýri- mannaskólann. Hæstur í fyrra Á síðastliðnu sumri var hann hæst- ur trillukarla sem róa með dagróðra- kerfí en alls fiskaði bátur hans um 160 tonn eða fyrir um 12 milljónir króna. Tonnin fékk hann á 84 dögum eða sem samsvara um 150 þúsund krónum á dag en Aðalsteinn rær að mestu einn. Hann segir sumarið í fyrra hafa verið með eindæmum gott og hann ekki búist við þeirri aukn- ingu sem varð nú í sumar. „Maður hélt að það yrði aldrei betra, en fiskiríið í sumar hefur verið eins og ævintýri, samt með mikið minni sókn.“ í vetur keypti hann dagróðrabát- inn Bjarney IS af fóður sínum en Að- alsteinn reri þeim bát síðastliðið sumar. „Eg ákvað að slá til nú í vetur og kaupa bátinn af fóður mínum. Báturinn er svokallaður skelbátur en hann er smíðaður árið 1995 og ber um 6 tonn. Hann hefur reynst prýð- isvel, er með góðan ganghraða enda með mjög öfluga vél.“ Ævintýraleg veiði Aðalsteinn gleymir seint deginum eftir síðastliðinn sjómannadag en þá fiskaði hann einn fyrir rúma hálfa milljón króna. „Eg lagði af stað upp úr klukkan þrjú um morguninn og var kominn á miðin um þremur tím- um síðar á svæði sem heitir Nesdýpi en það er um 16 mflum vestan frá Geltinum. Veiðin byrjaði strax með feikna skoti og ég rétt náði að tína af öllum fjórum rúllunum. Síðan kom einn og einn dauður tími inn í en ann- ars var stanslaust fiskirí með góðum þorski." Fékk blóðeitrun Eftir tæpan sólarhring kom Aðal- steinn með alls um 6,4 tonn sem þyk- ir einsdæmi fyrir einn mann á fær- um. Hann átti þó ekki von á því að leggjast í veikindi við heimkomuna. „Eg fann þegar ég var á heimstíminu FJÖLDI trillukarla á Bolungarvík hefur aldrei verið meiri en í sumar, en sökum veðurs síðastliðnar tvær vikur hafa nokkrir fært sig sunnar. að mér var orðið mjög kalt og ég var orðinn dofinn í öðrum þumalfingi-in- um. Þessi doði færðist síðan ofar og ofar í hendinni og ég átti í basli með að klára að landa. Þá var ég einnig kominn með mikinn verk svo ég þorði ekki annað en að láta lækni líta á höndina. Hann lét mig strax á pensilínkúr en ég var þá kominn með blóðeitrun sem náði upp að öxlum.“ Aðalsteinn gaf sér lítinn tíma til að leggjast í veikindi og daginn eftir var hann kominn um borð aftur en nú með mann með sér. „Ég var um viku að jafna mig og hafði þá með mér mann til aðstoðar.“ Vilja örugga afkomu Þótt veiðin hafi verið góð þá er fjárfestingin einnig mikil og lítið má út af bera. Aðalsteinn segir stjórn- völd ekki geta fækkað þeim dögum sem bátarnir hafa meira en orðið er. „Menn hafa lagt í miklar fjárskuld- bindingar og hér á svæðinu eru mörg dæmi um 12 til 14 milljóna króna fjárfestingu í einum handfærabát. Nú þegar eru dagarnir það fáir að margir eiga í erfiðleikum að reka báta sína. Þótt fiskirí sé gott í sumar þá er engin trygging fyrir því að svo verði á næstu vertíð. Ég trúi því aldrei að þeir fækki dögunum og við munum láta í okkur heyra ef þeir ætla að kippa grunninum undan af- komu okkar. Aðalatriðið er að við þurfum ekki að vera með lífið í lúk- unum hvert einasta haust og mikil- vægt að við getum séð fram á að geta framfleytt okkur nokkur ár fram í tímann. Þetta eru nokkur hundruð fjölskyldur sem hafa þetta að lífsvið- urværi og það myndi hafa hörmuleg- ar afleiðingar fyrir þær ef grundvell- inum væri kippt undan þeim. Hér á Bolungaivík snýst allt orðið um smá- bátaútgerð og mikilvægt að afkoman í þessari grein verði tryggð bæði hjá sóknardagabátum sem og þeim sem róa á aflamarki." EMU hefur ófyrirséð áhrif á stefnumótun Morgunblaðið/Amaldur GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sænskra jafn- aðarmanna, þáði í gær veitingar heima hjá Sighvati Björgvinssyni, for- manni Alþýðuflokksins, og konu hans Björk Melax. Sagði hann samein- ingarviðleitnina á vinstri væng stjórnmálanna á Islandi lofa góðu. Göran Persson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, held- 7 ur heim frá Islandi í dag eftir þriggja daga „hálf- opinbera“ heimsókn, eins og hann kallaði hana sjálfur í samtali við Auð- un Arnórsson. Hann átti viðræður við íslenzka ráðamenn m.a. um Efna- hags- og myntbandalag Evrópu og sameiningu vinstrimanna. ÞAÐ LÁ greinilega vel á sænska forsætisráðherranum, þegar hann sneri „heim“ í gestabústað ríkisstjórnarinn- ar við Laufásveg í gærkvöldi, eftir vel heppnaða skoðunarferð til Vestmanna- eyja og viðræður við forystumenn Al- þýðuflokksins, systimflokks sænska Jafnaðarmannaflokksins, sem Persson fer fyrir. Daginn áður hafði hann átt vinnufund með Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra. Dagskrá heimsóknar Perssons, sem hann kallaði sjálfur „hálfopinbera“, lauk í gærkvöldi með kvöldverði í boði forsætisráðherra, þar sem einnig voru viðstaddir Friðrik Sophusson, fyrrver- andi fjármálaráðherra og nýskipaður forstjóri Landsvirkjunar, Páll Péturs- son félagsmálaráðhewa og fleiri fram- mámenn. „Mér gafst tækifæri til að sjá Island, og það þykir mér mikilvægt," sagði Persson, en hann tók fram að sér þætti mikilvægt að hafa jafnframt haft tæki- færi til að hitta fjölda manns og efla þannig sambönd sín hér. „Stjórnmál eru vefur, og það er viss hætta á því að sá sterki vefur sem byggzt hafði upp milli norrænna stjórnmálamanna fari forgörðum þegar sumir okkar byggja upp nýjan vef innan Evrópusambands- ins, með Noreg og Island útundan," sagði Persson. Það væri sér því sér- lega ánægjulegt að geta viðhaldið per- sónulegum tengslum við íslenzka stjómmálamenn með þeim óformlega hætti sem honum hefði auðnazt í þess- ari heimsókn. I viðræðum sínum við Davíð Odds- son forsætisráðherra og Geir H. Haar- de fjármálaráðherra sagði Persson að ýmis mál hafi borið á góma, en einna hæst hafi myntbandalagsmálið borið. Eins og kunnugt er hefur verið ákveðið að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu, EMU, verði hleypt af stokkunum um næstu áramót með þátttöku ellefu aðildan-íkja Evrópu- sambandsins, ESB. Svíar, sem gengu í ESB 1995, munu standa utan við það, að minnsta kosti fyrst um sinn, eins og Danir og Bretar. Persson, sem var fjármálaráðherra í sænsku ríkisstjórninni áður en hann varð forsætisráðherra, sagði að hann hefði fengið skýrslu Seðlabanka Is- lands um Island og EMU, en í viðræð- unum hafi hann fyrst og fremst sagt frá stöðu EMU-málsins í Svíþjóð. Deilt um hve langt sameiginleg stefnumótun eigi að ná „Við ákváðum að bíða með að taka af- stöðu til EMU að hluta til vegna þess að við teljum hyggilegra að fylgjast með því sem gerist [eftir að EMU kemst á laggh'nar] og hins vegar hafa verið svo harkalegar deilur um þetta mál í Sví- þjóð, sem fyrst þarf að sætta, áður en lengra er haldið," sagði Persson. I þessu sambandi vildi hann leggja sérstaka áherzlu á nokkur atriði. „Þeg- ar sameiginlegur gjaldmiðill er kominn í umferð, sameiginleg myntslátta og sameiginleg peningamálastefna orðin að veruleika, að hve miklu leyti ki-efjast þær aðstæðui' þá sameiginlegrar efna- hagsmálastefnu? Þarf samræmda skattheimtu, sams konar vinnumai'k- aðsstefnu, sambærilega félagsmála- stefnu? Er það þetta sem við eigum von á að sjá þróast í Evrópu?“ sagði Persson. „Við verðum að fá svar við þessari spurningu áður en við getum tekið endanlega afstöðu til þess hvort við viljum taka þátt í EMU,“ sagði for- sætisráðherrann. Aðspurður, hvort þessi þróun ESB I átt að nánara póli- tísku samstarfi, líka í stefnumótun í málum á borð við skatta- og vinnu- markaðsmál, hefði ekki verið ljós strax og Maastricht-sáttmálinn var undiiTÍtaður 1993 - þ.e. áður en Sví- þjóð gekk í ESB - sagði Persson að það hafi aldrei verið nefnt í sín eyru að myntbandalagið leiddi af sér sameig- inlega fjáimálastefnu. „Þegar ég hef minnzt á þessa hluti á vettvangi ESB hef ég ítrekað mætt skilningsleysi, jafnvel tortryggni. En viss breyting hefur átt sér stað hvað þetta varðar í Þýzkalandi, og þegai' ég vek máls á þessu núna innan ESB fæ ég þau svör að ég hafi nokkuð til míns máls; þetta þurfi að ræða.“ Persson sagði að fram að þessu hafi flestir stjórnmálamenn í ESB-löndun- um litið svo á, að myntbandalagið væri að mestu leyti tæknilegs eðlis, „en ég er sannfærður um að það muni hafa gífurleg áhrif á efnahagsmál í Evrópu og á stefnumótun almennt," sagði hann. „Það er þetta sem við þurfum að ræða. Og við þurfum á tíma að halda til að koma málum á hreint. Við þurf- um tíma tfl að festa opinbera afstöðu Svíþjóðar á meðal sænskra kjósenda. Sú hefð er nefnilega ríkjandi í Svíþjóð - sem ég held að eigi einnig við um hin Norðurlöndin - að áður en örlagaríkt skref á borð við þetta er tekið verði stuðningur memhluta kjós- enda að vera tryggður fyr- irfram. Sum ESB-lönd hafa ákveðið að gerast stofnaðil- ar að EMU, en þurfa svo eftirá að fást við að telja kjósendur á að sú ákvörðun hafi verið rétt. Þetta finnst mér öfugt að farið.“ Aðspurður, hvort hann eigi þá við að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið í Svíþjóð, sagði Persson: „Niður- staða í þessu máli verður að nást ann- aðhvort með þjóðaratkvæðagreiðslu eða í tengslum við þingkosningar. Hvenær slík atkvæðagreiðsla fer fram er hins vegar opin spurning ennþá.“ Bjartsýnn fyrir þingkosningar Næstu kosningar til sænska ríkis- þingsins fara fram eftir tvo mánuði. Er Persson vongóður um að stjórnin haldi sínu? „Ég vil ekki lýsa yfir sigur- vissu, það fer ekki vel á því rétt fyrir kosningar. En stjórnin stendur miklu betur að vígi núna en fyrir einu ári. Það er vegna þess að stefna stjórnar- innar hefur skilað ái-angri. Eins og kunnugt er hrintum við í framkvæmd róttækri umbótaáætlun í efnahags- málum. Það tók á. í fyrstu héldu margir hefðbundinna stuðningsmanna jafnaðaimanna að við hefðum svikið þá. En ég tel að okkur hafi tekizt að bjarga velferðarkerfinu. Nú er komið að uppskerudögum. Ríkisfjármálin eru komin í góðan far- veg, það er meira að segja afgangur á fjárlögum. Við höfum getað veitt við- bótarfé til skólastarfs, heilbrigðis- mála, félagsmála, í einu orði sagt; til velferðarkerfisins. Þetta kunna Svíar að meta og nú gæti sú staða verið komin upp, að kjósendur segi: Krötun- um hefur tekizt það aftur!“ Persson bætti við að atvinnuleysi færi nú snarlega minnkandi, og sé það skoðað í samhengi við hina bættu stöðu í ríkisfjármálunum og hinn nýja stöðugleika sem náðst hefði í velferð- arkerfinu væri ekki hægt að segja annað en að útgangspunktur jafnaðar- mannaflokksins fyrir kosningarnar væri allgóður. „Enda sýna nýjustu skoðanakann- anir, að við mælumst nú með meira en 40% fylgi í fyrsta sinn á þessu kjör- tímabili. I febrúar í fyrra fórum við niður í 25%,“ sagði Persson, og benti á, að mest af því fylgi sem flokkurinn hefði tapað hefði bætzt við fylgi flokka yzt til vinstri eða þeirra sem ekki kjósa. Borgaraflokkarnir hefðu sára- *■ lítið aukið við sitt fylgi. Samfylking á vinstrivængnum hérlendis á réttri leið En í ljósi þess hve sænskir jafnað- armenn litu nú upplitsdjarfir mót komandi kosningum, var forvitnilegt að heyra hvað leiðtoga þeirra þætti um þær tilraunir sem í gangi væru hérlendis til samfylkingar jafnaðar- og vinstrimanna. „Ég held að þeir séu að gera hið rétta. Öll stjómmálareynsla sýnir nefnilega eitt; Ef stjórn- málafylking er fær um að haldast sameinuð er hún jafnframt stjórnmálaafl sem er fær um að axla > ábyrgð á landsstjórninni. Ef hún tvístrast, hvort sem er um að ræða fylkingu á vinstri- eða hægri- vængnum, þá spillir hún möguleikum sínum á að komast að stjórnartaumun- um.“ í Svíþjóð hafi jafnaðarmönnum tek- izt sú kúnst að halda stórum flokki saman, með ýmsum straumum og stefnum innanborðs. Hægriflokkarnir í stjórnarandstöðunni hafi aldrei megnað að halda sínum hluta kjós- endahópsins sameinuðum að baki sinni fylkingu. „Ef vinsti'ivængnum hér á landi • tekst að koma sér saman um að mynda eina fylkingu sem gæti náð 35- 40% fylgi, væri komin upp gerbreytt staða í íslenzkum stjórnmálum. Það er ef til vill enn löng leið efth', en efth’ því sem ég fæ bezt séð þá eru menn von- góðir og leggja nú hart að sér að ná þessu marki. Ég get bara óskað þeim . góðs gengis," sagði Göran Persson. *■ Þjóðin sker úr um EMU-aðild Svíþjóðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.