Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 11 FRÉTTIR Urskurður um ökuleyfis- sviptingu felldur úr gildi HÆSTIRÉTTUR felldi úr gildi í fyrradag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. júlí um öku- leyfíssviptingu. Okumaður kærði til Hæstaréttar úrskurð Héraðs- dóms þar sem staðfest var bráða- birgðasvipting ökuréttar hans hjá embætti lögreglustjóra í Reykja- vík. Ökumaður var tekinn íyrir að hafa ekið á 95 km hraða á Hring- braut og telur lögreglan það hafa verið á kafla þar sem hámarks- hraði er 50 km. Ökumaður byggði vöm sína á því að bíll hans hefði verið staddur á þeim kafla götunn- ar þar sem hámarkshraði er 60 km. Séu því ekki forsendur til að svipta hann ökuleyfi við þær aðstæður. Hann vísar einnig til þess að reglu- gerð nr. 280/1998 um sektir og önnur viðurlög vegna umferðar- lagabrota hafi ekki lagastoð í því atriði að mæla fyrir um sviptingu ökuréttar þegar ökuhraði fer ekki 50 km yfir leyfðan hámarkshraða. Telur hann löggjafanum ekki heim- ilt að framselja vald sitt til fram- kvæmdavaldsins með jafnvíðtæk- um hætti og gert sé ráð íyrir í reglugerðinni. Fyrir Hæstarétti víkur lögregl- an ekki að því atriði ökumanns hvar bíll hans hafi verið á Hring- brautinni þegar mæling fór fram. I greinargerð dómsins segir að þýðingu geti haft fyrir úrslit máls- ins hvoram megin umferðarmerk- isins, sem sýnir hvar 50 km há- markshraðinn tekur við, bíll hans hafi verið á því augnabliki sem mælt var. Því fellst Hæstiréttur ekki á sjónarmið lögreglunnar að skilyrði hafi verið fyrir hendi að svipta ökumann ökurétti til bráða- birgða samkvæmt 103. grein um- ferðarlaga og 101. grein sem segir að svipta megi ökumann ökurétti hafi hann orðið sekur um mjög vítaverðan akstur. Úrskurðurinn um staðfestingu sviptingar var því úr gildi felldur og lögreglunni í Reykjavík gert að greiða ökumanni 60 þúsund krónur í málskostnað fyrir héraði og kærumálskostnað. Georg Kr. Lárusson, lögreglu- stjóri í Reykjavík, segir dóminn enga efnislega afstöðu hafa tekið til umræddrar reglugerðar. Hafi leik- ið vafi á lagastoð hennar sé hann enn frekar fyrir hendi nú. Því muni lögreglan halda óbreyttu verklagi varðandi meint umferðarlagabrot á þessu sviði, að meta hvert og eitt mál sérstaklega. Hótað að eitra fyrir Keikó LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum hefm- fengið til rannsóknar afrit af bréfi sem sent var Halli Hallssyni, umboðsmanni Free Willy Keiko Foundation, og ýmsum fjölmiðlum, þai- sem því er hótað að eitrað verði fyrir hvalnum Keikó þegar hann kemur til Islands. Bréfritarar segjast vera „nokkrir félagar" sem séu vonsviknir með framferði Halls og hans manna í málefnum Keikós. „Við teljum að Eskfirðingar sem hafa unnið af miklum dugnaði við að koma hvalnum til íslands hafi verið notaðir sem ginningarfífl við að snúa almenningi á mál ykkar. Því höfum við ákveðið að fljótlega eftir að hvalurinn verður kominn á þann stað í Vestmannaeyjum sem þið ætlið að setja hann á, munum við drepa hann svo að þið komist ekki upp með framferði ykkar.“ Félagarnir segjast ætla að drepa hvalinn með eitri sem notað er til að drepa loðdýr og verði því komið í fiska sem kastað verði til hans. Breytir engu um Keikóáætlanir Bréfið er póstlagt á Akureyri og eitt eintak barst skrifstofu Dags í fyrradag, en annað barst til Halls og ýmissa fjölmiðla í gær. „Þetta breytir engu um okkar áætlanir," segir Hallur. „Það hafa alltaf verið fyrirhugaðar víðtækar öryggisráðstafanir út við sjókvína þar sem Keikó verður. Það er hins vegar dapurlegt að nokkrum manni skuli detta í huga að hóta svona hlutum." Hallur tekur fram að hann telji enga ástæðu til að bréfritaramir séu Eskfirðingar, þó að þeir sé nefndir á nafn í bréfinu. Ljósmæður á Landspítalanum Olíklegt að upp- sagnir verði dregnar til baka Stjórnendur Landspítalans vonast til að sættir náist við ljósmæður fyrír mán- aðamót. Formaður ljósmæðrafélagsins ef- ast hins vegar um það samkvæmt könnun Sigríðar B. Tómasdóttur. „ÉG ER ekki viss um að þær Ijós- mæður sem sagt hafa upp störfum (h’agi uppsagnir sínar til baka,“ segir Ástþóra Kristinsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Islands. Astþóra segir að af þeim samtölum sem hún hafi átt við ljósmæður heyrist henni ekki að þeim muni snúast hugur. Ast- þóra segir að þær ijósmæður sem um ræðir óánægðar með hvar þær rað- ast í ramma og þrep samningsins sem skrifað var undir 9. júlí, ekki sé þó hægt að segja að það sé einhver ákveðinn hópur ljósmæðra sem haldi uppsögnum sínum til streitu. Óánægja með grunnröðun Ljósmæðrafélagið skrifaði undir samning 9. júlí og er um að ræða samning hliðstæðan þeim sem hjúkrunarfræðingar skrifuðu undir um mánaðamótin. „Það var í raun verið að ljúka þeim samningi sem gerður var í febrúar í fyrra,“ segir Astþóra en upphaflega sögðu hjúkr- unarfræðingar og ljómæður störf- um sínum lausum vegna þess að þeir samningar voru ekki komnir til framkvæmda. Samningurinn skiptist í þrjá ramma, A, B og C og eru mörg launaþrep innan hvers ramma. Að sögn Ástþóra beinist óánægja ljós- mæðranna að grannröðuninni, í hvaða launaþrepi þær lenda. Ekki sé verið að ræða framgangskerfið sem tekur gildi um áramót enda sé það í vinnslu núna. Ástþóra segir grunninn þann sama og hjá hjúkr- unarfræðingum en röðunin verði aðeins öðravísi vegna þess að ljós- mæður hafi lokið tveggja ára lengra námi. Ástþóra segir að fulltrúar félags- ins sem ski’ifuðu undir samninginn hafi gert það með samþykki sinna félagsmanna. „Við vorum ekki að fullu sáttar við samninginn, við höfðum gert okkur vonir um að grannröðun yrði hærri en það var annaðhvort að skrifa undir eða fara í úrskurðunarnefndina sem við töld- um ekki vænlegan kost.“ Að sögn Ástþóru er meðaltalshækkun ljós- mæðra samkvæmt samningnum um 15%. Að lokinni undirskrift var það í höndum stjórnenda spítala að _ . Morgunblaðið/Árni Sæberg FULLTRUAR ljósmæðra og stjórnenda kvennadeildar funduðu í gær. kynna ljósmæðrum samninginn og hvar hver og ein ljósmóðir raðast. Guðrún Björg Sigurbjömsdóttir, yf- irljósmóðir og hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á Landspítalanum, hefur verið að því undanfarið. I kjölfar þess hafa sumar ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka en aðrar ekki, enn era það 40 ljósmæð- ur af rúmlega 100 sem starfa á Landspítalanum sem hafa sagt upp störfum. Ástþóra segist hafa spumir af því að sumar ljósmæðurnar séu að leita fýrir sér með aðra vinnu þessa dag- ana. „Ljósmæður vilja yfirleitt ekki hætta í sinni vinnu en það virðist bara vera þannig að það sé meira svigrúm til launahækkana á öðram stofnunum en rfldsspítölunum, t.d. á elliheimilum. Ljósmóðurstarf er mikið álagsstarf og það virðist ekki vera metið. Ljósmæður geta fundið sér léttari störf og fengið hærri laun fyrir ef leitað er út fyrir rfldsspítala." Ástþóra segir einnig að þessi deila beri upp á versta tíma árs á Landspítalanum. „Það er verið að loka hinum og þessum deildum í kringum okkur, t.d. fæðingardeild- inni í Keflavík. Þannig eykst álagið á ljósmæður án þess að nokkuð hafi verið borið undh- okkur. Þetta álag bætist við það sem fyrir er vegna fámennis sem alltaf er á sumrin.“ í hádeginu í gær hittust stjóm- endur kvennadeildar Landspítalans og fóra yfir stöðu mála. Kristján Sig- urðsson, yfirlæknir, sagði ekld alveg ljóst hvemig staðan væri, ljósmæður væra dreifðar um Landspítalann og störfuðu á ýmsum deildum og nú væri verið að taka saman nákvæm- lega hvað margar hefðu sagt upp á hverjum stað. Kristján segir Ijóst að ekki vora allir hjúkranarfræðingar sáttir við samningana um síðustu mánaðamót og sama ætti við um ljósmæður. Það þyrfti þó að beita sömu röksemdafærslu þegar ljós- mæðrum væri raðað í launaþrep og ramma, annað myndi skapa óróleika innan spítalans. Sængurlega stytt? Kristján sagðist vera vongóður um að deilan leystist fyrir mánaða- mót, það hlyti að vera hægt að semja við ljósmæður líkt og hjúkr- unarfræðinga. Kristján sagði að fyrir vikulok næstu viku þyrfti að gera ráðstafanir um hvernig yrði bragðist við standi ljósmæður við uppsagnir. „Það er ljóst að leggja þarf niður einhverja þjónustu hér ef af verður, t.d. þyrfti hugsanlega að stytta sængurlegu en við verðum auðvitað að sinna fæðingum.“ Kristján sagði að einnig gæti hugsanlega verið að barnshafandi konum yrði vísað á sjúkrahús í nágrenninu, t.d. til Ákraness, Keflavíkur eða Selfoss. Eftir hádegi ræddi Guðrún Björg Sigurbjömsdóttir, yfirljósmóðir og framkvæmdastjóri kvennadeildar- innar, sem einnig sat fundinn í há- deginU, við fulltrúa ljósmæðra sem hafa sagt upp. Guðrún sagði að þar hefði verið farið yfir stöðuna með þeim en ekk- ert nýtt komið fram. „Það er ekkert svigrúm inni hjá Landspítalanum til að koma til móts við þær og ber tals- vert á milli.“ Guðrún sagðist ekki hafa tekið þá upphæð saman. Guð- rún sagði að til þess að mæta þeim kröfum yrði að koma til aukafjárveit- ing úr rfldssjóði en ekkert hefði verið rætt um að fara fram á það, enda hefði fjármálaráðuneytið komið að gerð samningsins 9. júh', sem Ljós- mæðrafélag Islands skrifaði undir og erfitt væri að snúa aftur til þess, stjómendur spítalans hefðu ákveð- inn ramma sem þeir yrðu að virða. Björg Jónsdóttir, ljósmóðir, sem sat fundinn, sagði ekkert nýtt hafa komið fram á honum og ekkert sem gæfi ljósmæðrum ástæðu til að draga uppsagnir til baka. „Ég er mjög svartsýn á að ástandið breyt- ist fyrir mánaðamót, það er ekkert svigi-úm til hækkana hjá ríkisspítöl- unum.“ OTTU ÞESS BESTA I MAT OG DRYKK ÞAÐ KOSTAR EKKI MEIRA REIAIS & CHATEAUX. '1 ~~ M á "• . T ' I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.