Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 1
164. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS • • Mat OSE á ástandinu í Kosovo Neyð í nánd ef átökum linnir ekki Belgi'ad, Bonn, New York, Pristina. Reuters. Reuters Skógareldar í Evrópu BUAST má við miklum hörmung- um í Kosovo-héraði á komandi vetri, ef átökum skæruliða og serbneskra öryggissveita þar linnir ekki bráð- lega. Þetta sagði yfirmaður sérlegr- ar eftirlitsnefndar Oryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í gær. „Með komandi vetur í huga og þann möguleika, að vopnuð átök og ofbeldi taki ekki enda, sjáum við mikla hættu á því að stórkostlegar mannlegar hörmungar dynji yfir og að átökin kynnu jafnvel að magnast enn frekar í vetur,“ sagði Hans-Jörg Eiff, talsmaður sendinefndar ÖSE, eftir vikulanga eftirlitsferð hennar um Júgóslavíu. Að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafa um 76.000 manns flúið heimili sín í Kosovo frá því átökin þar brutust út í marz sl. „Astandið er mjög alvarlegt. Ef átökin halda áfram, stefnir allt í hræðilegt hörmungarástand innan hálfs árs,“ sagði Tim Boucher, for- ystumaður Kosovo-deildar samtak- anna „Læknar án landamæra“ í norska blaðinu Aktuelt. Á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í bardögum skæruliða og öryggissveita að undanförnu liggja rotnandi lík og hræ húsdýra óhreyfð, að sögn hjálparstarfs- manns á vettvangi, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Óbreyttir borg- arar hætta sér að sögn ekki yfir víg- línuna til að leita sér læknishjálpar og almenn heilbrigðisþjónusta er í molum. Margir flóttamannanna eru bændur, og útlit er fyrir að lítið verði um uppskeru í haust. Fjölgað í friðargæzluliði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma í fyrradag að fjölga um 350 hermenn í friðar- gæzluliðinu í Makedóníu vegna átakanna í Kosovo og framlengdi veru liðsins þar til loka febrúar á næsta ári. Þýzka blaðið Leipziger Volkszeit- ung hafði eftir ónafngreindum hers- höfðingja í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær, að fengi bandalagið það hlut- verk að stilla til friðar í Kosovo þyrfti til þess að minnsta kosti 100.000 manna lið. GRÍSKUR slökkviliðsmaður berst við skógarelda í bænum Saronida, um 40 km suðaustur af Aþenu. Að minnsta kosti fjögur hús brunnu til kaldra kola í gær. Þrír slökkviliðs- menn hlutu banvæn brunasár er þeir reyndu að koma í veg fyrir að eldar á öðrum stað næðu til fjöl- menns úthverfis Aþenu. Um 30 manns tóku þátt í slökkvistarflnu, en hvassviðri gerði erfítt um vik. I Katalóníu á Spáni hafa a.m.k. 27 þúsund hektarar ræktarlands eyðilagst í skógareldum undanfar- ið og yfir 600 manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín þar. Tekist á um réttindi samkyn- hneigðra London. Reuters, The Daily Telegraph. BUIST er við að innanríkisráðherra Bretlands, Jack Straw, muni falla frá tillögu m um að lækka lögaldur samkynhneigðra til kynmaka í 16 ár, til jafns við gagnkynhneigða, þar sem mikil andstaða er gegn henni í lávarðadeild breska þingsins og var hún felld þar í atkvæðagreiðslu í gærkvöld. Tillagan um lækkun er hluti af allsherjar frumvarpi til nýrra hegn- ingarlaga, sem stjórnin er áfram um að verði samþykkt áður en þinghlé verður gert í næstu viku. Spáðu bresk dagblöð því í gær að nkis- stjórnin væri reiðubúin til að falla frá tillögunni því þótt lávarðadeildin geti ekki komið í veg fyrir gildistöku frumvai’psins getur hún frestað henni fram yfir þinghlé sem ríkis- stjórninni þætti heldur bagalegt. Fulltrúadeild þingsins samþykkti jöfnun lögaldursins með 336 at- kvæðum gegn 129 í síðasta mánuði. Formenn þriggja stærstu stjóm- málaflokkanna á Bretlandi, Verka- mannaflokksins, Ihaldsflokksins og Frjálslynda demóki-ataflokksins, studdu allir tillöguna. Erkibiskupinn af Kantaraborg, yfirmaður ensku biskupakirkjunnar, varaði ríkisstjórnina við því í gær að það væru mikil mistök að lækka lög- aldur samkynhneigðra til kynmaka í 16 ár. Hann sagði að yrði frumvarp- ið samþykkt væri nauðsynlegt að gera frekari ráðstafanir til að vernda börn gegn kynferðislegri misnotkun. Arangnrslausir fundir Israela og Palestínumanna Bandaríkin segjast hætt afskiptum í bili Reuters Bretar áformuðu tilræði við Hitler Jerúsalem, Washington. Reuters. PALESTÍNUMENN ítrekuðu í gærkvöld yfirlýsingar sínar frá því fyrr um daginn að viðræður þeirra og Israelsmanna undanfarna þrjá daga hefðu ekki skilað neinum ár- angri. Israelar fóru opinberlega fram á það að Bandaríkjamenn kæmu á friðarumleitunum fyi-h' botni Miðjarðarhafs, en þær hafa engar verið síðan í mars á síðasta ári. Þessari bón höfnuðu Bandaríkja- menn hins vegar í gærkvöld og kváð- ust ekki hafa á prjónunum neinar að- gerðir til þess að koma á friðarvið- ræðum Israela og Palestínumanna. Mike McCurry, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gærkvöld að Banda- ríkjamenn myndu nú halda að sér höndum um sinn og deiluaðilar yrðu sjálfir að sýna fram á árangur. „Við erum að nálgast það stig þar sem við þurfum að komast að því hvort deilu- aðilar eru sjálfir reiðubúnir til að reyna að leysa eigin ósætti,“ sagði McCurry. Talsmaður utanríkisráðu- nejdisins bandaríska hafði fyrr um daginn bent á að þótt deiluaðilar létu þung orð falla opinberlega væri lík- legt að fundum yrði fram haldið á bak við tjöldin og McCurry ítrekaði að ekki væri enn hægt að fullyrða að viðræður hefðu farið út um þúfur. Aðstoðarmaður Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu- manna, sagði að formlegar viðræður um landaafsal Israela á Vesturbakk- anum og fyrirheit Palestínumanna um öryggisgæslu hefðu farið út um þúfur. Yitzhak Mordechai, varnar- málaráðherra ísraels, hvatti Banda- ríkjamenn til að senda sáttasemjar- ann Dennis Ross þegar í stað til Mið- Austurlanda og boða til ráðstefnu Israela, Palestínumanna og Banda- ríkjamanna en McCurry sagði hins vegar að þótt Ross gæti vissulega verið deiluaðilum til halds og trausts þá yrðu þeir nú sjálfir að taka frum- kvæðið. BRESKA leyniþjónustan hafði uppi áform um það undir lok seinni heimsstyijaldar að ráða Adolf Hitler af dögum. Kemur fram í leyniskjölum sem gerð voru opinber í gær að áætlunin fól í sér að gerð yrði atlaga að Hitler á hans daglegu morgun- göngu í nágrenni fylgsnis hans í Alpafjöllunum. Bjuggu sérfræð- ingar hersins til kort af gönguleið Hitlers sem ávallt var sú sama og þótti þess vegna fýsilegur vett- vangur fyrir tilræðið. Ef marka má skjölin var áætlun þessari hins vegar ekki hrint í framkvæmd þar sem yfirmenn breska hersins töldu er á leið Hitler eitt sitt helsta vopn innan herstjórnarinn- ar þýsku enda varð hegðun hans á siðustu mánuðum stríðsins æ óútreiknanlegri og tók hann oft fram fyrir hendur helstu hernað- arsérfræðinga sinna með heldur vafasömum árangri. Skiptar skoð- anir voru hins vegar um það hvort dauði Hitlers yrði til þess að binda fyrr enda á styijöldina. Rússneska stjórnin heldur sínu striki Moskvu. Reuters. RÚSSNESKA stjórnin stóð í gær af sér mótspymu olíufélaga í Rússlandi gegn umbótaáætlun hennar í efna- hagsmálum og hyggst ótrauð halda sínu stríki. Fyrr um daginn höfðu hin valdamiklu olíufélög í landinu sam- einast í gagnrýni á efnahagsáætlun stjórnarinnar og sagt að hún yrði til að auka þjóðfélagsvanda Rússlands og lama starf olíuframleiðenda. Hvöttu olíufélögin stjórnvöld til að endurskoða þær aðgerðir sem Rúss- ar þurfa að grípa til þannig að af að- stoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) verði. Stjórnin sagði hins vegar ekki koma til greina að létta skattbyrði ol- íufyrirtækja og ætlar að fylgja áætl- un sinni til fullnustu. Virtist sem hún hefði haft sigur í gærkvöld þegar Gazprom, stærsti söluaðili olíu og gass í landinu, kvaðst ekki eiga þátt í gagnrýni olíufélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.