Morgunblaðið - 23.07.1998, Side 1

Morgunblaðið - 23.07.1998, Side 1
164. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS • • Mat OSE á ástandinu í Kosovo Neyð í nánd ef átökum linnir ekki Belgi'ad, Bonn, New York, Pristina. Reuters. Reuters Skógareldar í Evrópu BUAST má við miklum hörmung- um í Kosovo-héraði á komandi vetri, ef átökum skæruliða og serbneskra öryggissveita þar linnir ekki bráð- lega. Þetta sagði yfirmaður sérlegr- ar eftirlitsnefndar Oryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í gær. „Með komandi vetur í huga og þann möguleika, að vopnuð átök og ofbeldi taki ekki enda, sjáum við mikla hættu á því að stórkostlegar mannlegar hörmungar dynji yfir og að átökin kynnu jafnvel að magnast enn frekar í vetur,“ sagði Hans-Jörg Eiff, talsmaður sendinefndar ÖSE, eftir vikulanga eftirlitsferð hennar um Júgóslavíu. Að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafa um 76.000 manns flúið heimili sín í Kosovo frá því átökin þar brutust út í marz sl. „Astandið er mjög alvarlegt. Ef átökin halda áfram, stefnir allt í hræðilegt hörmungarástand innan hálfs árs,“ sagði Tim Boucher, for- ystumaður Kosovo-deildar samtak- anna „Læknar án landamæra“ í norska blaðinu Aktuelt. Á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í bardögum skæruliða og öryggissveita að undanförnu liggja rotnandi lík og hræ húsdýra óhreyfð, að sögn hjálparstarfs- manns á vettvangi, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Óbreyttir borg- arar hætta sér að sögn ekki yfir víg- línuna til að leita sér læknishjálpar og almenn heilbrigðisþjónusta er í molum. Margir flóttamannanna eru bændur, og útlit er fyrir að lítið verði um uppskeru í haust. Fjölgað í friðargæzluliði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma í fyrradag að fjölga um 350 hermenn í friðar- gæzluliðinu í Makedóníu vegna átakanna í Kosovo og framlengdi veru liðsins þar til loka febrúar á næsta ári. Þýzka blaðið Leipziger Volkszeit- ung hafði eftir ónafngreindum hers- höfðingja í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær, að fengi bandalagið það hlut- verk að stilla til friðar í Kosovo þyrfti til þess að minnsta kosti 100.000 manna lið. GRÍSKUR slökkviliðsmaður berst við skógarelda í bænum Saronida, um 40 km suðaustur af Aþenu. Að minnsta kosti fjögur hús brunnu til kaldra kola í gær. Þrír slökkviliðs- menn hlutu banvæn brunasár er þeir reyndu að koma í veg fyrir að eldar á öðrum stað næðu til fjöl- menns úthverfis Aþenu. Um 30 manns tóku þátt í slökkvistarflnu, en hvassviðri gerði erfítt um vik. I Katalóníu á Spáni hafa a.m.k. 27 þúsund hektarar ræktarlands eyðilagst í skógareldum undanfar- ið og yfir 600 manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín þar. Tekist á um réttindi samkyn- hneigðra London. Reuters, The Daily Telegraph. BUIST er við að innanríkisráðherra Bretlands, Jack Straw, muni falla frá tillögu m um að lækka lögaldur samkynhneigðra til kynmaka í 16 ár, til jafns við gagnkynhneigða, þar sem mikil andstaða er gegn henni í lávarðadeild breska þingsins og var hún felld þar í atkvæðagreiðslu í gærkvöld. Tillagan um lækkun er hluti af allsherjar frumvarpi til nýrra hegn- ingarlaga, sem stjórnin er áfram um að verði samþykkt áður en þinghlé verður gert í næstu viku. Spáðu bresk dagblöð því í gær að nkis- stjórnin væri reiðubúin til að falla frá tillögunni því þótt lávarðadeildin geti ekki komið í veg fyrir gildistöku frumvai’psins getur hún frestað henni fram yfir þinghlé sem ríkis- stjórninni þætti heldur bagalegt. Fulltrúadeild þingsins samþykkti jöfnun lögaldursins með 336 at- kvæðum gegn 129 í síðasta mánuði. Formenn þriggja stærstu stjóm- málaflokkanna á Bretlandi, Verka- mannaflokksins, Ihaldsflokksins og Frjálslynda demóki-ataflokksins, studdu allir tillöguna. Erkibiskupinn af Kantaraborg, yfirmaður ensku biskupakirkjunnar, varaði ríkisstjórnina við því í gær að það væru mikil mistök að lækka lög- aldur samkynhneigðra til kynmaka í 16 ár. Hann sagði að yrði frumvarp- ið samþykkt væri nauðsynlegt að gera frekari ráðstafanir til að vernda börn gegn kynferðislegri misnotkun. Arangnrslausir fundir Israela og Palestínumanna Bandaríkin segjast hætt afskiptum í bili Reuters Bretar áformuðu tilræði við Hitler Jerúsalem, Washington. Reuters. PALESTÍNUMENN ítrekuðu í gærkvöld yfirlýsingar sínar frá því fyrr um daginn að viðræður þeirra og Israelsmanna undanfarna þrjá daga hefðu ekki skilað neinum ár- angri. Israelar fóru opinberlega fram á það að Bandaríkjamenn kæmu á friðarumleitunum fyi-h' botni Miðjarðarhafs, en þær hafa engar verið síðan í mars á síðasta ári. Þessari bón höfnuðu Bandaríkja- menn hins vegar í gærkvöld og kváð- ust ekki hafa á prjónunum neinar að- gerðir til þess að koma á friðarvið- ræðum Israela og Palestínumanna. Mike McCurry, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gærkvöld að Banda- ríkjamenn myndu nú halda að sér höndum um sinn og deiluaðilar yrðu sjálfir að sýna fram á árangur. „Við erum að nálgast það stig þar sem við þurfum að komast að því hvort deilu- aðilar eru sjálfir reiðubúnir til að reyna að leysa eigin ósætti,“ sagði McCurry. Talsmaður utanríkisráðu- nejdisins bandaríska hafði fyrr um daginn bent á að þótt deiluaðilar létu þung orð falla opinberlega væri lík- legt að fundum yrði fram haldið á bak við tjöldin og McCurry ítrekaði að ekki væri enn hægt að fullyrða að viðræður hefðu farið út um þúfur. Aðstoðarmaður Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu- manna, sagði að formlegar viðræður um landaafsal Israela á Vesturbakk- anum og fyrirheit Palestínumanna um öryggisgæslu hefðu farið út um þúfur. Yitzhak Mordechai, varnar- málaráðherra ísraels, hvatti Banda- ríkjamenn til að senda sáttasemjar- ann Dennis Ross þegar í stað til Mið- Austurlanda og boða til ráðstefnu Israela, Palestínumanna og Banda- ríkjamanna en McCurry sagði hins vegar að þótt Ross gæti vissulega verið deiluaðilum til halds og trausts þá yrðu þeir nú sjálfir að taka frum- kvæðið. BRESKA leyniþjónustan hafði uppi áform um það undir lok seinni heimsstyijaldar að ráða Adolf Hitler af dögum. Kemur fram í leyniskjölum sem gerð voru opinber í gær að áætlunin fól í sér að gerð yrði atlaga að Hitler á hans daglegu morgun- göngu í nágrenni fylgsnis hans í Alpafjöllunum. Bjuggu sérfræð- ingar hersins til kort af gönguleið Hitlers sem ávallt var sú sama og þótti þess vegna fýsilegur vett- vangur fyrir tilræðið. Ef marka má skjölin var áætlun þessari hins vegar ekki hrint í framkvæmd þar sem yfirmenn breska hersins töldu er á leið Hitler eitt sitt helsta vopn innan herstjórnarinn- ar þýsku enda varð hegðun hans á siðustu mánuðum stríðsins æ óútreiknanlegri og tók hann oft fram fyrir hendur helstu hernað- arsérfræðinga sinna með heldur vafasömum árangri. Skiptar skoð- anir voru hins vegar um það hvort dauði Hitlers yrði til þess að binda fyrr enda á styijöldina. Rússneska stjórnin heldur sínu striki Moskvu. Reuters. RÚSSNESKA stjórnin stóð í gær af sér mótspymu olíufélaga í Rússlandi gegn umbótaáætlun hennar í efna- hagsmálum og hyggst ótrauð halda sínu stríki. Fyrr um daginn höfðu hin valdamiklu olíufélög í landinu sam- einast í gagnrýni á efnahagsáætlun stjórnarinnar og sagt að hún yrði til að auka þjóðfélagsvanda Rússlands og lama starf olíuframleiðenda. Hvöttu olíufélögin stjórnvöld til að endurskoða þær aðgerðir sem Rúss- ar þurfa að grípa til þannig að af að- stoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) verði. Stjórnin sagði hins vegar ekki koma til greina að létta skattbyrði ol- íufyrirtækja og ætlar að fylgja áætl- un sinni til fullnustu. Virtist sem hún hefði haft sigur í gærkvöld þegar Gazprom, stærsti söluaðili olíu og gass í landinu, kvaðst ekki eiga þátt í gagnrýni olíufélaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.