Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 43 FRÉTTIR Varnarefni langt frá hættumörkum GESTIR geta tekið þátt í heyönnum í Árbæjarsafni. s Heyannir í Arbæjarsafni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Inga Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Lyfju. „I tilefni af skrifum um varnar- efni í hinu þýska ginsengi sem Lyfja flytur inn skal eftirfarandi tekið fram. Þær upplýsingar sem hafa komið fram í fjölmiðlum hvað þetta varðar eru ekki komnar frá Hollustuvernd ríkisins eða Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. Þær eru komnar frá keppinaut Lyfju og eru liður í þeirri rógsherferð sem hann hefur stundað undanfarið. Upp á eigin spýtur hefur hann túlk- að niðurstöður mælingar á varnar- efnum í ginsengi hjá Hollustuvernd og sent tilkynningar til fjölmiðla í æsifréttastíl. Alit Hollustuverndar ríkisins er varðar niðurstöðu úr mælingu þessari liggur nú fyrir og er sem hér segir: „Varðandi varnarefni þau sem greindust í ginseng frá Lyfju hf. skal tekið fram að ADI gildi fyrir hexaklórobenzen er mjög lágt eða 0,0006 mg/kg (skv. Merck Index), hámarks ráðlagður dagskammtur af ginseng er hins vegar aðeins 3 belgir á dag eða 900 mg, þannig að daglega inntaka á hexaklórobensen miðað við ofangreinda mælingu væri langt frá hættumörkum. Þar sem engin hámarksgildi eru fyrir varnarefni í ginseng, magn varnar- efna er langt frá hættumörkum og aðeins er um eitt sýni að ræða, sem tekið er af samkeppnisaðila Lyfju hf., mun Hollustuvemd ríkisins ekki gi-ípa til neinna aðgerða varðandi umrætt ginseng." Þess skal hér getið að umrætt ginseng er skráð sem náttúrulyf í Þýskalandi. Hámarksgildi á hexaklóróbenzen í náttúrulyfjum í Þýskalandi, þ.m.t. ginseng er 0,1 mg/kg. Addipharma framkvæmdi próf á varnarefnum í umræddu ginsengi, m.a. hexaklóróbenzen og mældist það 0,009 mg/kg eða langt undir hámarksgildum." Sumarhátíð Vinnuskólans í Laugardal SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla Reykjavíkur hefst kl. 9 árdegis í dag með íþóttakeppni í Laugardal, og verður aðstaða þar nýtt til hins ýtrasta við skemmtun og leik. Hæfí- leikar nemenda skólans fá að njóta sín á þessari árlegu hátíð, sem er einn af hápunktum sumarstarfsins í starfí skólans, segir í fréttatilkynn- ingu. Fjölmennt verður í Laugardaln- um þar sem keppt verður í ýmsum íþróttagreinum, eins og knatt- spyrnu, götubolta og frjálsum íþróttum. Sett verður upp svið og hljóðkerfi, og nemendur koma fram með eigin skemmtiatriði. Leikfélög og leikhópar taka atriði úr sýning- um, sem í gangi eru og vinsælar hafa verið, og auk þess verður sýn- ing á vegum Tea Kwon Do-deildar TÚNIÐ við Árbæ verður slegið með orfí og ljá sunnudaginn 26. júlí milli kl. 13-17. Þá verður einnig rakað, rifjað, tekið saman og bundið í bagga og er gestum velkomið að taka þátt í hey- skapnum. I teignum verða kveðn- ar rímur og harmóníkan verður þanin. ÍR. Efnileg hljómsveit lýkur dag- skránni með hljómleikum. Kveikt verður á grilli og verður heitt í kol- unum á meðan hátíðn stendur sem hæst. Nokkur þúsund pylsur og svaladrykkir munu renna ljúflea of- an í nemendur, leiðbeinendur og aðra starfsmenn. Meðan gestir og nemendur Vinnuskólans sitja að snæðingi skemmtir plötusnúðurinn DJ Rampage með framúrstefnu- legri raftónlist. Kynnir á hátíðinni verður Jón Gnarr. roðskó og Sigurlaug situr við rokkinn. Leiðsögumenn bjóða ný- bakaðar lummur og handverks- fólk verður við störf í mörgum húsum. Krambúðin verður opin og við Kornhúsið verða leikföng börn- um til skemmtunar, einnig verð- ur teymt undir börnum við Ár- bæinn. Lokaball Vinnu- skóla Kópavogs LOKABALL Vinnuskóla Kópavogs verður haldið í Félagsheimili Kópa- vogs í kvöld, fimmtudagskvöld. Hljómsveitirnar Sóldögg, Vírus, MITH og Jáinskóflan - hljómsveit flokksstjóra leika fyrir dansi. Ballið stendur frá klukkan 21-0.30. Að því loknu eru fríar sætaferðir í alla grunnskóla bæjarins. Öll neysla vímuefna er stranglega bönnuð og verður hart tekið á brotum á þeirri reglu. Aðgangseyrir er 400 krónur. Kynning á Maní- skaganum GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur „Maní-kvöld“ í kvöld kl. 20.30 í Norræna húsinu. Þar mun Arthúr Björgvin Bollason leiða gesti um undraveröld Maní-skagans, syðsta odda Grikklands, þai' sem hann hefur dvalið langdvölum á síð- ustu árum. Arthúr mun sýna myndir frá Maní og gestir fá að heyra tónlist eftir inn- fædda, auk ferðapistils sem fluttur verður í lausu og bundnu máli. Á fundinum gefst fólki jafnframt kost- ur á að skrá sig í ferð sem Arthúr hyggst fara með valinn hóp á þessar slóðir í byrjun september, segir í fréttatilkynningu. Hagyrðinga- kvöld á Vopnafirði HAGYRÐINGAKVÖLD verðui' hald- ið í íþróttahúsinu á Vopnafirði á laug- ardagskvöld og hefst það kl. 20.30. Þáttakendur eru: Árni Gunnars- son, aðstoðarmaður félagsmála; Björn Hafþór Guðmundsson, fram- kv. SSA; Jóhannes Benjamínsson, verkamaður, Reykjavík; Jóhannes Sigfússon, bóndi, Gunnafsstöðum, Þistilfirði; Sigurður Hansen, bóndi, Kringlumýri, Skagafirði; Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður. Stjóm- andi: Ómar Ragnarsson, undirleikari Haukur Heiðar. Auk þess koma fram Álftagerðisbræður. Aðgangs- eyrir er kr. 1.200. I Arbænum saumar Snæbjöm ATVINNU- AUGLÝSINGAR Kennarar, vissuð þið að ... - Grundarfjörður er fallegt sveitarfélag á norðanverðu Snæfellsnesi, í rúmlega 2ja stunda akstursfjariægð frá Reykjavík. - íbúar Grundarfjarðar teljast á tíunda hundraðið og hefur fjölgað mikið síðustu ár. - Grundarfjörður er vaxandi byggðarlag og þar er næg atvinna. - í Grundarfirði starfar Grunnskóli Eyrarsveitar, með um 200 nemend- ur næsta haust í 12 bekkjardeildum. - Kennarar i Grunnskólanum eru samheldið og öflugt lið, sem m.a. undirbjó þróunarverkefni sl. vetur með yfirskriftina „Um námstækni - lestrarfærni — markvissari vinnubrögð nemenda með öflugu samstarfi nemenda, foreldra og kennara". Verkefninu verður hleypt af stokkunum í haust. - Nemendur tíunda bekkjar voru yfir landsmeðaltali í öllum greinum samræmdra prófa nú í vor, m.a. með meðaleinkunnina 7,4 í stærð- fræði. - í Grundarfirði starfar öflugur tónlistarskóli sem flutti fyrir skömmu í nýtt og glæsilegt húsnæði, tengt grunnskólanum og íþróttahúsinu. - í Grundarfirði er góður leikskóli með fleiri leikskólakennurum en finnast víða annars staðar. - Grundfirðingar eru duglegt og áhugasamt fólk sem er þekkt fyrir að nýta samtakamátt sinn í þágu góðra málefna. Meðal þess sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur er að stofna foreldrasamtök um eflingu félagslífs og félagsþroska unglinganna á staðnum (átakið Tilvera) sem staðið hefur fyrir öflugu félagslifi og margvíslegum viðburðum sl. tvo vetur og m.a. fengið foreldraverðlaun landssamtakanna Heimil- is og skóla. Einnig hafa þeir stofnað lúðrasveit og Samtök um tvíefl- ingu tónlistarskólans, sem m.a. hefur staðið fyrir söfnun, tónleikum og hljóðfærakaupum fyrir skólann fyrir u.þ.b. 1 milljón króna. For- eldrafélög, félagasamtök og margvíslegir klúbbar og hópar hafa í gegnum tíðina látiðtil sín taka i uppbyggingu staðarins og lagt lóð á vogarskálarnar til að gera sveitarfélagið okkar að lifvænlegri byggð. Grunnskóli Eyrarsveitar í Grundarfirði óskar eftir að ráða kennara í almenna bekkjarkennslu, íþróttir, raungreinar, handmennt (smíði og hannyrðir) á næsta skólaári. Hringið og kannið málin! Nánari upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir skólastjóri í síma 438 6511. Umsóknir sendist sveitarstjóranum í Grundar- firði, Grundargötu 30, 350 Grundarfirði. Sveitarstjórinn í Grundarfirði. fRæðslumiðstöð Rejdqavíkur Laus störf við Háteigsskóla Alm. kennsla á miðstigi, 2/3—1/1 staða. Sérkennsla með fagstjórn. íþróttir, v/forfalla til áramóta, 1/2 staða. Námsráðgjafi, 1/2 staða. Umsjónarmaður með skóiaseii. Starfið erfólgið í skipulagningu og umsjón með skólaseli. Kröfurtil umsækjenda: • Uppeldismenntun. • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. • Lipurð í mannlegum samskiftum. Upplýsingar gefur Ásgeir Beinteinsson skóla- stjóri í GSM-síma 898 0531. Þessar auglýsingar sem og annan fróðleik er að finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur: www.reykjavik.is/fmr • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Framhaldsskóla- kennarar Borgarholtsskóli, sem er fjölbreyttur og vax- andi framhaldsskóli í Grafarvogi, vantar kenn- ara í haust í eftirtaiin hlutastörf: Heimspeki og siðfræði (10 vikustundir), dönsku (8 vikustund- ir), stærðfræði (6 vikustundir). Laun skv. kjarasamningum HÍKog KÍ. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Umsóknir skulu sendar skólanum við Mosa- veg, 112 Reykjavík, sími 586 1400 fyrir 5. ágúst. Skólameistari. Veiðileyfi Vegna forfalla eru nokkrar stangir lausar í Miðfjarðará frá 30. júlí til 2. ágúst. Eingöngu fluguveiði. LAX-A, sími 565 5410 eða 852 7531. TIL SÖLU Byggingavöruverslun til sölu í fullum rekstri í Hveragerði. Einnig til sölu lítið einbýlishús nýuppgert. Á sama stað óskast til leigu raðhús eða einbýlishús á höfuð- borgarsvæðinu. Upplýsingar í síma 483 4890, næstu kvöld frá kl. 20.00—22.00. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Spennandi helgarferðir 24.-26. júlí 1. Kl. 19.00 Hveravellir — Þjófadalir. Gengið í Jökulkrók við Langjökul o.fl. Gist í skála. 2. Kl. 20.00 Þórsmörk - Langidalur. Góð ferð á sérkjör- um. 3. Kl. 20.00 Fimmvörðuháls — Þórsmörk. Kynnið ykkur ferðir um versl- unarmannahelgina, m.a. Landmannalaugar og Nýidal- ur — Hágöngulón. Upplýs. og farmiðar á skrifst. Mörkinni 6, opin mánud. kl. 9.30—17.00, fimmtud. kl. 9.00— 17.30 og aðra virka daga kl. 9.00-17.00. Laugardagur 25/7 kl. 8.00 Álftavatn — Emstrur. Öku- og skoðunarferð um Fjallabaksleið syðri. Heillandi óbyggðir. Verð 3.000 kr. Sunnudagur 26/7 kl. 10.30 Stakkavíkurfjall, hellaskoð- un. Nýir hellar skoðaðir. Verð 1.500 kr. Brottför frá BSf, austan- megin og Mörkinni 6. Þórsmörk, sunnudag og mánudag kl. 8.00. Dagsferðir og sumardvöl. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30. Bæna- og lofgjörð- arsamkoma. „Eins og hindin þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð." Allir hjartanlega velkomnir. Flóamarkaður verður í herkastalaportinu Kirkju- stræti 2. Opið verður frá kl. 13— 18. Athugið aö gengið er inn frá Tjarnargötu. Fyrstur kemur, fyrstur færl www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.