Morgunblaðið - 23.07.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 43
FRÉTTIR
Varnarefni langt
frá hættumörkum
GESTIR geta tekið þátt í heyönnum í Árbæjarsafni.
s
Heyannir í Arbæjarsafni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Inga
Guðjónssyni, framkvæmdastjóra
Lyfju.
„I tilefni af skrifum um varnar-
efni í hinu þýska ginsengi sem
Lyfja flytur inn skal eftirfarandi
tekið fram. Þær upplýsingar sem
hafa komið fram í fjölmiðlum hvað
þetta varðar eru ekki komnar frá
Hollustuvernd ríkisins eða Heil-
brigðiseftirliti Reykjavíkur. Þær
eru komnar frá keppinaut Lyfju og
eru liður í þeirri rógsherferð sem
hann hefur stundað undanfarið.
Upp á eigin spýtur hefur hann túlk-
að niðurstöður mælingar á varnar-
efnum í ginsengi hjá Hollustuvernd
og sent tilkynningar til fjölmiðla í
æsifréttastíl. Alit Hollustuverndar
ríkisins er varðar niðurstöðu úr
mælingu þessari liggur nú fyrir og
er sem hér segir:
„Varðandi varnarefni þau sem
greindust í ginseng frá Lyfju hf.
skal tekið fram að ADI gildi fyrir
hexaklórobenzen er mjög lágt eða
0,0006 mg/kg (skv. Merck Index),
hámarks ráðlagður dagskammtur
af ginseng er hins vegar aðeins 3
belgir á dag eða 900 mg, þannig að
daglega inntaka á hexaklórobensen
miðað við ofangreinda mælingu
væri langt frá hættumörkum. Þar
sem engin hámarksgildi eru fyrir
varnarefni í ginseng, magn varnar-
efna er langt frá hættumörkum og
aðeins er um eitt sýni að ræða, sem
tekið er af samkeppnisaðila Lyfju
hf., mun Hollustuvemd ríkisins ekki
gi-ípa til neinna aðgerða varðandi
umrætt ginseng."
Þess skal hér getið að umrætt
ginseng er skráð sem náttúrulyf í
Þýskalandi. Hámarksgildi á
hexaklóróbenzen í náttúrulyfjum í
Þýskalandi, þ.m.t. ginseng er 0,1
mg/kg. Addipharma framkvæmdi
próf á varnarefnum í umræddu
ginsengi, m.a. hexaklóróbenzen og
mældist það 0,009 mg/kg eða langt
undir hámarksgildum."
Sumarhátíð
Vinnuskólans í
Laugardal
SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla
Reykjavíkur hefst kl. 9 árdegis í
dag með íþóttakeppni í Laugardal,
og verður aðstaða þar nýtt til hins
ýtrasta við skemmtun og leik. Hæfí-
leikar nemenda skólans fá að njóta
sín á þessari árlegu hátíð, sem er
einn af hápunktum sumarstarfsins í
starfí skólans, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fjölmennt verður í Laugardaln-
um þar sem keppt verður í ýmsum
íþróttagreinum, eins og knatt-
spyrnu, götubolta og frjálsum
íþróttum. Sett verður upp svið og
hljóðkerfi, og nemendur koma fram
með eigin skemmtiatriði. Leikfélög
og leikhópar taka atriði úr sýning-
um, sem í gangi eru og vinsælar
hafa verið, og auk þess verður sýn-
ing á vegum Tea Kwon Do-deildar
TÚNIÐ við Árbæ verður slegið
með orfí og ljá sunnudaginn 26.
júlí milli kl. 13-17. Þá verður
einnig rakað, rifjað, tekið saman
og bundið í bagga og er gestum
velkomið að taka þátt í hey-
skapnum. I teignum verða kveðn-
ar rímur og harmóníkan verður
þanin.
ÍR. Efnileg hljómsveit lýkur dag-
skránni með hljómleikum. Kveikt
verður á grilli og verður heitt í kol-
unum á meðan hátíðn stendur sem
hæst. Nokkur þúsund pylsur og
svaladrykkir munu renna ljúflea of-
an í nemendur, leiðbeinendur og
aðra starfsmenn. Meðan gestir og
nemendur Vinnuskólans sitja að
snæðingi skemmtir plötusnúðurinn
DJ Rampage með framúrstefnu-
legri raftónlist.
Kynnir á hátíðinni verður Jón
Gnarr.
roðskó og Sigurlaug situr við
rokkinn. Leiðsögumenn bjóða ný-
bakaðar lummur og handverks-
fólk verður við störf í mörgum
húsum.
Krambúðin verður opin og við
Kornhúsið verða leikföng börn-
um til skemmtunar, einnig verð-
ur teymt undir börnum við Ár-
bæinn.
Lokaball Vinnu-
skóla Kópavogs
LOKABALL Vinnuskóla Kópavogs
verður haldið í Félagsheimili Kópa-
vogs í kvöld, fimmtudagskvöld.
Hljómsveitirnar Sóldögg, Vírus,
MITH og Jáinskóflan - hljómsveit
flokksstjóra leika fyrir dansi. Ballið
stendur frá klukkan 21-0.30. Að því
loknu eru fríar sætaferðir í alla
grunnskóla bæjarins. Öll neysla
vímuefna er stranglega bönnuð og
verður hart tekið á brotum á þeirri
reglu. Aðgangseyrir er 400 krónur.
Kynning á Maní-
skaganum
GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ
Hellas heldur „Maní-kvöld“ í kvöld
kl. 20.30 í Norræna húsinu. Þar mun
Arthúr Björgvin Bollason leiða gesti
um undraveröld Maní-skagans,
syðsta odda Grikklands, þai' sem
hann hefur dvalið langdvölum á síð-
ustu árum.
Arthúr mun sýna myndir frá Maní
og gestir fá að heyra tónlist eftir inn-
fædda, auk ferðapistils sem fluttur
verður í lausu og bundnu máli. Á
fundinum gefst fólki jafnframt kost-
ur á að skrá sig í ferð sem Arthúr
hyggst fara með valinn hóp á þessar
slóðir í byrjun september, segir í
fréttatilkynningu.
Hagyrðinga-
kvöld á
Vopnafirði
HAGYRÐINGAKVÖLD verðui' hald-
ið í íþróttahúsinu á Vopnafirði á laug-
ardagskvöld og hefst það kl. 20.30.
Þáttakendur eru: Árni Gunnars-
son, aðstoðarmaður félagsmála;
Björn Hafþór Guðmundsson, fram-
kv. SSA; Jóhannes Benjamínsson,
verkamaður, Reykjavík; Jóhannes
Sigfússon, bóndi, Gunnafsstöðum,
Þistilfirði; Sigurður Hansen, bóndi,
Kringlumýri, Skagafirði; Sighvatur
Björgvinsson, alþingismaður. Stjóm-
andi: Ómar Ragnarsson, undirleikari
Haukur Heiðar. Auk þess koma
fram Álftagerðisbræður. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.200.
I Arbænum saumar Snæbjöm
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
Kennarar,
vissuð þið að ...
- Grundarfjörður er fallegt sveitarfélag á norðanverðu Snæfellsnesi,
í rúmlega 2ja stunda akstursfjariægð frá Reykjavík.
- íbúar Grundarfjarðar teljast á tíunda hundraðið og hefur fjölgað
mikið síðustu ár.
- Grundarfjörður er vaxandi byggðarlag og þar er næg atvinna.
- í Grundarfirði starfar Grunnskóli Eyrarsveitar, með um 200 nemend-
ur næsta haust í 12 bekkjardeildum.
- Kennarar i Grunnskólanum eru samheldið og öflugt lið, sem m.a.
undirbjó þróunarverkefni sl. vetur með yfirskriftina „Um námstækni
- lestrarfærni — markvissari vinnubrögð nemenda með öflugu
samstarfi nemenda, foreldra og kennara". Verkefninu verður hleypt
af stokkunum í haust.
- Nemendur tíunda bekkjar voru yfir landsmeðaltali í öllum greinum
samræmdra prófa nú í vor, m.a. með meðaleinkunnina 7,4 í stærð-
fræði.
- í Grundarfirði starfar öflugur tónlistarskóli sem flutti fyrir skömmu
í nýtt og glæsilegt húsnæði, tengt grunnskólanum og íþróttahúsinu.
- í Grundarfirði er góður leikskóli með fleiri leikskólakennurum en
finnast víða annars staðar.
- Grundfirðingar eru duglegt og áhugasamt fólk sem er þekkt fyrir
að nýta samtakamátt sinn í þágu góðra málefna. Meðal þess sem
þeir hafa tekið sér fyrir hendur er að stofna foreldrasamtök um eflingu
félagslífs og félagsþroska unglinganna á staðnum (átakið Tilvera)
sem staðið hefur fyrir öflugu félagslifi og margvíslegum viðburðum
sl. tvo vetur og m.a. fengið foreldraverðlaun landssamtakanna Heimil-
is og skóla. Einnig hafa þeir stofnað lúðrasveit og Samtök um tvíefl-
ingu tónlistarskólans, sem m.a. hefur staðið fyrir söfnun, tónleikum
og hljóðfærakaupum fyrir skólann fyrir u.þ.b. 1 milljón króna. For-
eldrafélög, félagasamtök og margvíslegir klúbbar og hópar hafa
í gegnum tíðina látiðtil sín taka i uppbyggingu staðarins og lagt lóð
á vogarskálarnar til að gera sveitarfélagið okkar að lifvænlegri byggð.
Grunnskóli Eyrarsveitar í Grundarfirði óskar
eftir að ráða kennara í almenna bekkjarkennslu,
íþróttir, raungreinar, handmennt (smíði og
hannyrðir) á næsta skólaári.
Hringið og kannið málin!
Nánari upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir
skólastjóri í síma 438 6511.
Umsóknir sendist sveitarstjóranum í Grundar-
firði, Grundargötu 30, 350 Grundarfirði.
Sveitarstjórinn í Grundarfirði.
fRæðslumiðstöð
Rejdqavíkur
Laus störf við
Háteigsskóla
Alm. kennsla á miðstigi, 2/3—1/1 staða.
Sérkennsla með fagstjórn.
íþróttir, v/forfalla til áramóta, 1/2 staða.
Námsráðgjafi, 1/2 staða.
Umsjónarmaður með skóiaseii.
Starfið erfólgið í skipulagningu og umsjón
með skólaseli.
Kröfurtil umsækjenda:
• Uppeldismenntun.
• Stjórnunarhæfileikar og reynsla.
• Lipurð í mannlegum samskiftum.
Upplýsingar gefur Ásgeir Beinteinsson skóla-
stjóri í GSM-síma 898 0531.
Þessar auglýsingar sem og annan fróðleik er
að finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur: www.reykjavik.is/fmr
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Framhaldsskóla-
kennarar
Borgarholtsskóli, sem er fjölbreyttur og vax-
andi framhaldsskóli í Grafarvogi, vantar kenn-
ara í haust í eftirtaiin hlutastörf: Heimspeki og
siðfræði (10 vikustundir), dönsku (8 vikustund-
ir), stærðfræði (6 vikustundir).
Laun skv. kjarasamningum HÍKog KÍ. Ekki þarf
að sækja um á sérstökum eyðublöðum.
Umsóknir skulu sendar skólanum við Mosa-
veg, 112 Reykjavík, sími 586 1400 fyrir
5. ágúst.
Skólameistari.
Veiðileyfi
Vegna forfalla eru nokkrar stangir lausar í
Miðfjarðará frá 30. júlí til 2. ágúst.
Eingöngu fluguveiði.
LAX-A, sími 565 5410 eða 852 7531.
TIL SÖLU
Byggingavöruverslun
til sölu í fullum rekstri í Hveragerði. Einnig til
sölu lítið einbýlishús nýuppgert. Á sama stað
óskast til leigu raðhús eða einbýlishús á höfuð-
borgarsvæðinu. Upplýsingar í síma
483 4890, næstu kvöld frá kl. 20.00—22.00.
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Spennandi helgarferðir
24.-26. júlí
1. Kl. 19.00 Hveravellir —
Þjófadalir. Gengið í Jökulkrók
við Langjökul o.fl. Gist í skála.
2. Kl. 20.00 Þórsmörk -
Langidalur. Góð ferð á sérkjör-
um.
3. Kl. 20.00 Fimmvörðuháls
— Þórsmörk.
Kynnið ykkur ferðir um versl-
unarmannahelgina, m.a.
Landmannalaugar og Nýidal-
ur — Hágöngulón.
Upplýs. og farmiðar á skrifst.
Mörkinni 6, opin mánud. kl.
9.30—17.00, fimmtud. kl. 9.00—
17.30 og aðra virka daga kl.
9.00-17.00.
Laugardagur 25/7 kl. 8.00
Álftavatn — Emstrur. Öku- og
skoðunarferð um Fjallabaksleið
syðri. Heillandi óbyggðir. Verð
3.000 kr.
Sunnudagur 26/7 kl. 10.30
Stakkavíkurfjall, hellaskoð-
un. Nýir hellar skoðaðir. Verð
1.500 kr. Brottför frá BSf, austan-
megin og Mörkinni 6.
Þórsmörk, sunnudag og
mánudag kl. 8.00. Dagsferðir
og sumardvöl.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kl. 20.30. Bæna- og lofgjörð-
arsamkoma. „Eins og hindin
þráir vatnslindir, þráir sál mín
þig, ó Guð." Allir hjartanlega
velkomnir.
Flóamarkaður
verður í herkastalaportinu Kirkju-
stræti 2. Opið verður frá kl. 13—
18. Athugið aö gengið er inn frá
Tjarnargötu. Fyrstur kemur,
fyrstur færl
www.mbl.is