Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 51 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/ Sambíóin og Laugarásbíó hafa tekið til sýninga myndina Mercury Rising með Bruce Willis, Alec Baldwin og Miko Hughes í aðalhlutverkum. Tveir einir á móti öllum BRUCE Willis með byssuna á lofti. Frumsýning ALRÍKISLÖGREGLUMAÐURINN Art Jeffries (Bnice Willis) er orðinn þunglyndur og vonlítill og á barmi taugaáfalls. Starfsframinn virðist í rúst og hann er látinn annast auð- veld rútínuverkefni hjá FBI enda er honum kennt um að mikilvæg leyni- aðgerð fór í hundana. Jeffries er fullur vantrausts og finnst að stofnunin, sem hann helg- aði líf sitt, hafi brugðist sér. En þeg- ar honum er falið að rannsaka mál þar sem níu ára einhverfs drengs er saknað eftir að foreldrar hans hafa verið myrtir haga örlögin því þannig að Jeffries lendh' á kaf í máli sem er engin venjuleg rútína. Við rannsókn á morðstaðnum í venjulegu úthverfi Chicago-borgar finnui- Jeffnes di-enginn í felum á leynistað á heimili sínu. Simon (Miko Hughes) er illa á sig kominn; bæði er hann einhverfur og auk þess í sjokld vegna atburðanna sem hann varð vitni að og á því óvenjuerfitt með að tjá sig. Harðger lögreglumaðurinn tengist auðveldlega sársauka og einangrun drengsins og eðlisávísun Arts Jef- fries segir honum að drengurinn sé í hættu. Pótt kollegar hans kæri sig kollótta um hugmyndir Jeffries kem- ur í ljós þegar Simon er sýnt tilræði að hann hafði á réttu að standa. Smám saman kemst Jeffries að því að Simon litli hefur þá sérgáfu að það er barnaleikur fyrir hann að ráða fram úr flóknum kortum og gátum. Þannig hefur hann ráðið fram úr leynilegu dulmáli Þjóðaröryggis- stofnunar Bandaríkjanna, Mercury. Yfirmaður hennar, hinn dularfulli og valdamikii Nicholas Kudrow ofursti (Alec Baldwin), ætlar ekki að láta níu ára einhverft bai-n tefla þeim hagsmunum sem hann metur mest í voða. Simon er þess vegna í lífshættu og þegar Art Jeffries bregst við hon- um til varnar gerir hann sig endan- lega útlægan úr FBI. Þá eiga þeir engan að nema hvor annan. Þrátt fyrir að þeir virðist ólíkir eiga Simon og Art Jeffries eitt sam- eiginlegt; báðir eru einangraðir. Simon býr í eigin heimi sem aðrir eiga ekki aðgang að en Art Jeffries ber ábyrgð á sinni eigin einangrun. Hann hefur ýtt frá sér vinum og samstarfsmönnum með vantraustinu sem hann hefur tamið sér. Nú verð- ur hann að læra að treysta drengn- um og vinna traust hans. Handritshöfundurinn Mark Ros- enthal segii' um myndina: „Kjami myndarinner er þessi ótrúlega vin- átta milli hasarhetjunnar og litla, saklausa drengsins. Lögreglumaður- inn kemst í aðstöðu þar sem þjálfun hans og styrkur nægja ekki og til þess að eiga samskipti við þennan óvenjuulega dreng verður hann að þróa sínar mýkri hliðar og nýtt tungumál viðkvæmni og temja sér tjáningu tilfínninga sem ekki eru hafðar í heiðri í lögreglustarfinu.“ Auk stórleikaranna Bruce Willis og Alecs Baldwin er maðurinn á bak við þessa mynd leikstjórinn Harold Becker, sem á að baki myndir eins og The Onion Field, Sea of Love og Malice. Bruce Willis er ekki í fyrsta skipti að leika hér lögreglumann, sem lend- ir upp á kant við kerfið, eins og þeir vita sem séð hafa myndir eins og t.d. Die Hard, The Last Boyscout og Fifth Element. „Ég dregst alltaf að þessum karakterum sem eiga við vandamál að stríða; hafa eitthvað sem þeir þurfa að horfast í augu við. í mínum huga er það alltaf kjarninn í dramatík, það að menn þurfi að sigr- ast á hindrunum og láta hið góða sigrast á hinu illa.“ í hlutverki litla drengsins er Miko Hughes, hæfileikaríkur 12 ára leik- ari, sem lék fyrst í kvikmynd tveggja ára gamall, myndinni Pet Semitary, sem gerð var eftir sögu Stephens Kings. Til að undirbúa hlutverk sitt vann Miko undir handleiðslu þekkts barna- og unglingasálfræðings til þess að tileinka sér svipbrigði og sérviskulegar hreyfingar- einhverfra bama. Hann umgekkst einhverf börn, stúderaði hegðun þeirra og lék sér við þau. Að ýmissa mati er hann hin raunverulega stjarna myndar- innar. SLATTUORF ... sem^lá i gegn! ÞÓR HF Reykjavík - Akureyrl Reykjavik: Ármúla 11 -Simi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 % i RUMFKTA' lagerinn Smáratorgi 1 Skeifunni 13 Norðurtanga3 200 Kópavogi 108 Reykjavík 600 Akureyri 510 7000 568 7499 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 565 5560 104 Reykjavík 588 7499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.