Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.1998, Blaðsíða 36
>36 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MorgunblaðiðA'’aldimar Kristinsson HNÖKRALAUS falleg sýning er það sem stefna ber að en ekki endalaus þolreið sem breyst getur í afskræm- ingu fegurðar þegar þrek hrossanna er að endimörkum komið. Hans F. Kjerúlf og hestur hans Laufi frá Kolluleiru komust vel frá mótinu þótt ekki hlytu þeir gull að þessu sinni. Að loknu landsmóti Omur brekkunnar HESTAR Landsmót á Melgerðisinelum DÓMAR OG KEPPNI í SPENNANDI keppni þar sem hart er barist og ekkert gefið eftir eins og til dæmis á landsmótinu skapast fjörleg umræða um dóma •-Ug röðun keppenda og sýnist sitt hverjum eins og venja er til. Oftar en ekki verða dómarar þar fyrir barðinu. Að loknu móti er það eink- um tvennt sem hinn fjölskrúðugi hópur brekkudómara veltir vöng- um yfir; hvort rétt hafi verið dæmt og hitt hvort reglurnar séu réttar. A landsmótinu komu upp atvik sem þörf er að vekja máls á því keppnin og umgjörð hennar er í stöðugri þróun. Fyrst er að nefna dóma á tölti í gæðingakeppninni þar sem fyrir kom að gefið var yfir átta fyrir skeiðtölt. Samkvæmt vinnureglum dómara eiga hestar sem fara á blendnum gangi ekki að fá hærra >en 7,5 fyrir þá gangtegund sem um ræðir hverju sinni. Finna má dæmi um hesta á mótinu sem voru meira og minna á skeiðtöltstakti en fengu einkunn yfir 8,0 og jafnvel upp í 8,5. Lægst er farið í 7,6 þar sem ætla má að 7,5 hefði átt að vera há- markseinkunn samkvæmt reglum. Ef litið er á niðurstöðu forkeppn- innar kemur í ljós að af 69 A- flokkshestum hlutu aðeins fimm þeirra undir átta fyrir tölt hjá ein- stökum dómurum, þar af hljóta þrír þeirra einkunn undir átta hjá að- eins einum dómara. Eftir stendur sú spurning hvort ástandið hvað varðar tölt sé svo gott eða hitt hvort ekki sé tekið á skeiðtölti sem ^skyldi? Engin ástæða er til að fjölyrða um röð einstakra hesta í þessari J umræðu því dómur er fallinn og honum verður ekki breytt. Eigi að síður er nauðsynlegt að leggja áherslu á hreinleika gangtegund- anna í dómum og þá ekki síst töltsins, sem er hornsteinn í fjöl- hæfni og vinsældum íslenska hestsins. Þar gegna dómarar lykil- hlutverki. Þá verður töltkeppni mótsins lengi í minnum höfð vegna um- deilds atviks þar sem dómararnir léku aðalhlutverkið. Eitt hross- anna í A-úrslitum fór í brokk á svo til heilli langhlið og þar fyrir utan meira og minna í ójafnvægi á yfir- ferðinni. Dómarar gáfu einkunnir frá 7,5 upp í 9,1. Samkvæmt upp- lýsingum frá yfirdómara keppn- innar ber að draga minnst 2,0 frá fullri einkunn þegar upp koma at- vik sem þessi og þykir sýnt að að- eins einn dómaranna hafi sýnt til- burði í þá átt. Heimilt er að láta keppendur ríða allt að þrjá hringi upp á hvora hönd og fullyrðir yfir- dómari að hringjafjöldinn hafi ver- ið innan þeirra marka. Spurningar vakna eftir þetta atvik, sem marg- ir segja að hafi gert töltkeppnina að skrípaleik. Taka reglurnar af- gerandi á því hversu mikið eigi að draga af keppanda í einkunn fari hestur á aðra gangtegund en ríða skal? Grundvallarreglan hlýtur að vera sú að knapi hugsi um velferð hests- ins umfram verðlaunasæti. Hann gæti þess að hestinum verði ekki misboðið í kröfum. Forgangsmark- mið hlýtur alltaf að vera það að koma hesti heilum og ósködduðum í gegnum keppni og gildir þar einu hvort um úthald eða hugsanlega áverka er að ræða. Stjómlaus reið í úrslitum Astæða er til að minnast á atvik í úrslitakeppni í ungmennaflokki. Þar var hestur eins keppandans meira og minna í rokum mikinn hluta keppninnar. I látunum reif hesturinn skeifu undan sér og síð- ar hófhlíf. Gert var hlé á keppninni til að setja hlífina á og sama var gert fyrir annan keppanda sem einnig varð fyrir því að rífa skeifu og hófhlíf undan. Það vakti undrun og furðu margra að keppandi sem hér um ræðir hafnaði í áttunda sæti. Einn dómaranna setti kepp- andann í þriðja sæti, annar í sjö- unda og sá þriðji í níunda. Tveir dómarar settu umræddan kepp- anda í tíunda sæti. í verðlaunaf- hendingu fékk keppandinn sérstök verðlaun fyrir prúðmannlega reið- mennsku utan sem innan vallar, sem var í raun mjög taktlaust. Það orkar tvímælis að verðlauna knapa fyrir reiðmennsku þar sem hestur- inn rýkur stjórnlaus að því til- skildu að orsökiii sé ekki vegna óeðlilegrar utanaðkomandi trufl- unar. Hér er ekki verið að vega að knapanum, viljugir hestar geta spennst upp við kringumstæður sem þessar, en keppnin gengur út á það hversu góðir hestarnir eru og þjálir á því augnabliki sem keppnin fer fram. Aldrei hefur þótt gott þegar hestar fara á öðrum gangi og hraðar en knapinn óskar og ekki ástæða til að verðlauna slíkt sér- staklega. Þá er líklegt að svona rokureið spilli fyrir öðrum kepp- endum. Skeifa undan - keppandi úr leik Varðandi þessi tvö atvik i úrslit- um ungmennaflokks vaknar sú spurning hvort ekki sé tímabært að setja inn í reglur að missi hestur skeifu undan skuli knapinn draga sig og hest sinn í hlé og þiggi neðsta sætið ef um úrslitakeppni er að ræða. Sömuleiðis að óheimilt verði að setja hófhlífar undir í miðri keppni og telji knapinn úti- lokað að ríða hestinum á einni hóf- hlíf dragi hann sig í hlé. Gera má þá kröfu að knapinn þekki hest sinn og takmörk hans og stilli kröf- um til hans í samræmi við það. Vilji hann taka áhættu veit hann hverj- ar afleiðingarnar geta orðið. Ætla má að slík ákvæði stuðli að sann- gjarnari kröfum til hestanna. Itrekað hafa áhorfendur á stórum mótum mátt horfa upp á að farið sé út á ystu nöf og lengra í kröfum til hestanna og slíkt er í raun óviðun- andi. Þegar hestur rífur undan sér í keppni er um nokkrar ástæður að ræða. Of langt gengið á úthald eða getu hestsins eða hesturinn stillir háls og bak ekki rétt og er það lík- lega algengasta ástæðan. Reynir þá á hæfni knapans að skilgreina vandamálið og gera bragarbót í þjálfun og mótun hestsins. Þriðja ástæðan getur verið röng járning en algengast er að reynt sé að laga vandamálin með breyttum járning- um þótt ætla megi að sjaldnast sé það grunnorsökin. Þau atriði sem hér eru nefnd eru sett fram til umhugsunar fyrir þá er málið varðar, sem er býsna stór hópur hestamanna, en ekki í því augnamiði að lasta þá hesta eða knapa sem hlut eiga að máli. Engin nöfn eru nefnd hér, enda skiptir slíkt ekki máli í málefnalegri um- ræðu. Hér er verið að fjalla um málefni en ekki frammistöðu ein- stakra keppenda. Valdimar Kristinsson MINNINGAR GUÐMUNDUR JÓNSSON Guðmundur Jónsson fæddist á Sólheimum í Grindavík hinn 8. maí 1935. Hann lést í Landspítalanum hinn 15. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Sig- urðsson sjómaður og síðar trésmiður, f. 25. des. 1895 í Gr- indavík, dáinn 24. mars 1987, og Guð- ríður Þ. Einarsdótt- ir, ljósmóðir í Grindavík, f. 5. sept. 1900 á Járngerðarstöðum í Grindavík, d. 30. júní 1988. Systkini hans eru Guðlaugur Einar, loftskeytamaður, f. 24. sept. 1922, d. 29. sept. 1985; Guðjóna, hjúkrunarkona, f. 22. feb. 1926; Guðjón Böðvar, kenn- ari, f. 26. maí 1929; og Gunnar Þór, prófessor, f. 19. júní 1942. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Lovísa Jóhannes- dóttir, húsmóðir og verkakona, f. 18. feb. 1936 í Reykjavík. Börn þeirra eru: Hulda, f. 5. Elsku pabbi og afi. Nú er kveðjustundin komin. Ekki áttum við von á því þegar Gummi Þór kvaddi þig áður en hann fór í sveitina og sagði: „Sjáumst aftur þegar ég kem heim úr sveitinni, afi.“ Ég og Gummi Þór minnumst með gleði síðastliðins sumars þegar við fórum norður á Akureyri og ferðuð- umst þar. Þú, mamma, Gummi, ég og Sindri keyrðum að Mývatni, skoðuðum okkur um og fórum á Sigló í mat til Einars. Við huggum okkur við það að við eigum margar góðar minningar og að þú hefur fundið frið. Kæri pabbi, apríl 1955, verka- kona í Reykjavík; Þórunn, f. 16. mars 1958, viðskipta- fræðingur, búsett í Svíþjóð; Einar, f. 27. maí 1959, stýri- maður, búsettur á Siglufirði; Jón Lár- us, f. 1. ágúst 1963, sjómaður, búsettur á Þingeyri; Guð- mundur, f. 26. júlí 1964, kranastjóri, búsettur í Reykja- vík; og Sindri, f. 7. apríl 1967, mat- reiðslumaður, búsettur í Reykjavík. Guðmundur bjó til átta ára aldurs í Grindavík en fluttist þá til Reykjavíkur með foreldrum sínum og gekk þar í skóla. Eftir skóla vann hann hin ýmsu störf, meðal annars við rafvirkjun. Síðast starfaði hann hjá Gísla J. Jónssyni og Co, þar til hann veiktist í nóvember 1990. Útför __ Guðmundar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. takk fyrir alla hjálpina með dreng- inn minn. Hulda og Guðmundur Þór. I dag verður til moldar borinn vinur minn og ástkær bróðir, Guð- mundur Jónsson, raívirki, Skelja- granda 5 í Reykjavík. Með Guð- mundi er genginn enn einn hinna fjölmörgu Islendinga þeirrar kyn- slóðar sem ólust upp við kröpp kjör, nutu ekki þeirra tækifæra sem nú gefast í námi og starfi, en öfluðu sér menntunar og viðsýni með lestri bókmennta eigin þjóðar og annarra. Guðmundur var fæddur í miðri KOLBRUN MARIA EINARSDÓTTIR + Kolbrún María Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 3. september 1980. Hún lést í Reykja- vík 11. júlí síðastlið- inn og fór útfór hennar fram frá Hallgrímskirkju 21. júlí. Kynni okkar hófust er þú hófst nám í sama bekk og dóttir okkar haustið 1991. Þið urðuð óaðskiljanlegar vinkon- ur. Þið gistuð gjarnan hvor hjá annarri og deilduð með ykkur leyndarmálum eins og stúlk- um er títt. Dóttir okkar naut heim- spekilegi-a viðræðna við móður þína. Þið kepptust um að hrósa matar- gerð okkar mæðranna og nutuð samvista við fjölskyldur hvor ann- arrar. Á hugann leita ótal hlýjar minningar. Þú varðst ekki aðeins vinkona dóttur okkar heldur einnig okkar hjóna, sona okkar, móður minnar og yngri fjölskyldumeðlima, sem dáðu þig. Hlýja þín dró alla að sér. Þú varst sem ein af fjölskyld- unni í afmælisboðum, jólaboðum, ferðalögum og útilegum. Er við hjónin og dóttir okkar dvöldum í Edinborg veturinn 1992- 1993 komst þú út með syni okkar til að halda upp á afmæli vinkonu þinn- ar. Ógleymanlegar minningar eru frá þeirri dvöl. Þú heimsóttir skól- ann sem dóttir okkar gekk í, við fór- um saman í ferðalag suður til Ripon í Yorkshire en okkur hafði verið sagt að þar væri stærsti rússíbani í heimi. Gist var á vegahótelum. Ég minnist kæti ykkar og eftirvænting- ar er dóttir okkar tók upp afmælis- pakkana að morgni afmælisdagsins á hótelherbergi okkar. Sumarið 1993 fórstu með okkur í ferðalög út á land ásamt skoskri vinkonu dóttur okkar. I einu þeirra var komið við í Ólafsvík hjá systur minni og mági þar sem við dvöldum öll í góðu yfirlæti og þið stelp- urnar tókuð þátt í und- irbúningi eins árs af- mælis heimasætunnar. Þú aðstoðaðir við und- irbúning afmælis míns sama sumar. Ég minn- ist þess er þú og börnin mín sátuð umhverfís borðstofuborðið og út- bjugguð ostapinna. Á einn bakkann hafðir þú raðað þannig að upphafstafur minn birtist. Þegai- kom að fermingu ykkar þui-fti að gæta þess að fermingardag- inn ykkar bæri ekki upp á sama dag því þið urðuð að fá að taka þátt í boði hvor hjá annarri. Okkur hjónum var einnig boðið til þín og móður þinni til dóttur okkar. Ég minnist listilega gerðrar blómaskreytingar og skraut- ritaðra hamingjuóska sem móðir þín hafði útbúið með gjöfinni. Þið dvölduð einnig í sumarbústað með fjölskyldu þinni á Jónsmessunni og sváfuð undir berum himni á veröndinni. Ógleymanlegt var að fylgjast með ykkur er þið tókuð þátt í Lands- bankahlaupi og komuð í mark, ör- magna, en ákveðnar að ná settu marki. Ég minnist þess er ég sótti ykkur eitt sinn heim til Kristínar Is- feld, kennarans ykkar, sem þið báð- ar dáðuð. Þið sátuð í stofu í góðu yf- irlæti og skemmtuð ykkur allar þrjár. Ég fékk að njóta þess að taka þátt í gleði ykkar og við nöfnur urð- um sem skólastelpur á ný. Kyn- slóðabil var ekki til. Ánægjulegt var að fylgjast með þér hvernig þú breyttist úr telpu í unga stúlku. Þú blómstraðir og varðst fögur sem nýútsprungin rós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.