Morgunblaðið - 05.08.1998, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sala hófst á „2 fyrir 1“ tilboði Flugleiða til Bandaríkjanna
4.000 farseðlar
seldir á fyrsta degi
SAMTALS stóðu um eitt hundrað
manns í biðröð fyrir utan þrjár sölu-
skrifstofur Flugleiða í Reykjavík í
gærmorgun. Ástæðan fyrir því hve
árrisulir viðskiptavinir Flugleiða
voru í gær var sú að fyrsti söludagur
svokallaðra „tveir fyrir einn“ tilboða
á flugfarseðlum til Bandaríkjanna
var að hefjast. Eftirspum eftir mið-
unum lét ekki á sér standa, en að
sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar
sölustjóra Flugleiða á íslandi höfðu
um fjögur þúsund farmiðar selst af
tilboðinu þegar söluskrifstofum var
lokað í gær.
Jóhann Gísli sagði að þrátt fyrir
mikla sölu á fyrsta degi væru farmið-
ar á tilboðinu ekki uppseldir, enda
væri gífurlegur fjöldi sæta í boði.
Flugleiðir væru að fljúga um 120
sinnum á viku til Bandaríkjanna í
vetur, þannig að enn væri til nóg af
lausum sætum.
Tilboðið gildir til Baltimore,
Boston, New York og Minneapolis
og verða miðarnir seldir frá 4. til 14.
ágúst. Jóhann sagði að Flugleiðir
hefðu nokkrum sinnum áður boðið
upp á samskonar tilboð. Viðbrögðin
nú væru töluvert betri en áður, og
taldi hann góðærið í þjóðfélaginu lík-
lega hafa einhver áhrif þar á.
Aðalvertíðinni lokið
í auglýsingu um tilboðið, sem birt-
ist í Morgunblaðinu sl. laugardag,
kemur fram að eitt fargjald giidi fyr-
ir tvo í beinu flugi til umræddra
áfangastaða á ákveðnu tímabili.
Upphæð fargjaldsins kemur svo
fram þar fyrir neðan, og kostar til
dæmis 29.940 kr. til Baltimore. Með
upphæðinni er átt við fargjald á
mann, en ekki ætlast til að því sé
deilt niður á tvo. Aðspurður hvort
Flugleiðum hefðu borist athuga-
semdir um að auglýstar upphæðir á
fargjöldum væru villandi sagði Jó-
hann að einstaka menn hefðu spurt
um upphæðina, en ekkert hefði verið
kvartað vegna þeirra. Hann sagði að
þeir sem þegar hefðu kynnt sér verð
á flugmiðum til Bandaríkjanna sæju
strax hvers eðlis tilboðið væri.
.Ástæðan fyrir þessu tilboði er
fyrst og fremst sú að við erum að
mæta þörfum íslenska markaðarins.
Við erum íslenskt flugfélag og erum
að bjóða gífurlegt magn af sætum til
Bandaríkjanna. Núna er okkar aðal-
vertíð að verða búin þar sem útlend-
ingar hafa verið bróðurparturinn af
farþegunum. Þá sjáum við að sæti
eru að losna og vOjum gefa Islend-
ingum tækifæri á að ferðast mjög
ódýrt,“ sagði Jóhann.
Snæugla
heimsækir
Reyk-
holtsdal
í REYKHOLTSDALNUM sást til
ferða snæuglu í gær. Að sögn
Þórarins Skúlasonar bónda á
Steindórsstöðum í Reykholtsdal
var hann látinn vita af ferðum
uglunnar í gærmorgun. Fuglinn
flaug upp þegar reynt var að
nálgast hann en flaug ekki
lengra en í um 100 metra fjar-
lægð. Hann sat svo hinn rólegasti
á sama stað frá hádegi og til
fjögur í gær þar sem hægt var að
virða hann fyrir sér.
Snæuglur eru sjaldgæf sjón á
þessum slóðum, en á árum áður
fundust hreiður hennar í Ódáða-
hrauni nokkur ár í senn. Snæugl-
an er með stærstu uglutegund-
um, hún getur orðið allt að 65 sm
að lengd en vænghaf hennar er
150-160 sm. Hún er norrænn
fugl og verpir á heimskautssvæð-
um, m.a. á Grænlandi. Þórarinn
sagði að uglan hefði yfirgefið
svæðið þegar búið var að mynda
hana, hún hefði flogið norður og
hann ekki séð til hennar síðan.
Rfkisspítalar
Allir lyfja-
tæknar
segja upp
ALLIR lyfjatæknar á Ríkisspítölum,
en þeii- eru fjórtán, hafa sagt upp
störfum frá og með 31. júlí og taka
uppsagnir þeirra gildi 31. október
næstkomandi.
Að sögn Jens Andréssonar, for-
manns Starfsmannafélags ríkisstofn-
ana, var gengið frá aðlögunarnefnd-
arsamningi starfsstétta innan
sjúkrahúsanna 28. júlí sl. og gildir
hann frá 1. apríl sl. Samningunnn
tekur til 650 starfsmanna innan
Starfsmannafélags ríkisstofnana,þar
á meðal lyfjatækna, matartækna,
matarfræðinga, læknaritara og vél-
fræðinga en þessar stéttir höfðu hót-
að að segja upp ef ekki byðust betri
kjör. „Samningurinn er kominn á en
síðan eru einstakiingar innan hóps-
ins sem hafa sagt upp,“ sagði Jens.
Guðlaug Björnsdóttir, starfs-
mannastjóri Ríkisspítala, segir að
allir lyfjatæknar hafi sagt upp störf-
um en þeir eru fjórtán og taka upp-
sagnirnar gildi 31. október nk. Aðrir
starfshópar innan spítalanna hafa
ekki sagt upp.
Tveir létust í
umferðarslysum
TVÖ banaslys urðu í
umferðinni um helgina,
annað í Dalasýslu og
hitt í Rangárvallasýslu.
Femt var flutt til að-
hlynningar á sjúkrahús
en einn slapp lítið sem
ekkert meiddur.
Banaslys varð á
Skarðsströnd í Dölum
síðastliðinn mánudag
þegar jeppi fór út af
veginum og valt. Karl-
maður sem ók jeppan-
um missti hann út fyrir
veginn í beygju. Kerra
var aftan í jeppanum og
telur lögregla að hún
hafi sveiflað bílnum til
Jóhann Þór
Jóhannsson
þegar ökumaður reyndi að ná hon-
um aftur inn á veginn. Ökumaðurinn
lést en farþegi í bifreiðinni gekk að
nærliggjandi bæ og lét vita af slys-
inu. Hann var síðan fluttur á sjúkra-
húsið á Akranesi og er h'ðan hans
sögð þokkaleg. Ekki er hægt að
greina frá nafni hins látna að svo
stöddu.
Annað banaslys varð í Landsveit í
Rangárvallasýslu um
eittleytið á mánudag.
Þrír voru fluttir slasað-
ir með þyrlu á Sjúkra-
hús Reykjavíkur. Að
sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli liggja ekki
fyrir nákvæmar upp-
lýsingar um tildrög
slyssins, sem varð á
milli bæjanna Skarðs
og Leirubakka, en
fimm manns voru í bíln-
um, sem var að koma af
bindindismótinu í
Galtalæk.
Talið er að ökumaður
hafi misst stjórn á bif-
reiðinni með þeim af-
leiðingum að hún lenti fyrst í kantin-
um hægra megin en fór síðan út af
vinstra megin og valt. Einn farþeg-
anna slapp lítið sem ekkert meiddur,
en hann var sá eini sem var í bílbelti.
Sá sem lét lífið var farþegi í aftur-
sæti. Hann hét Jóhann Þór Jó-
hannsson og var fæddur 15. nóvem-
ber 1982, til heimilis að Háengi 8 á
Selfossi.
T aílendingunum
þremur vikið úr landi
BROTTVISUNARURSKURÐUR
yfir þremur Taílendingum var kveð-
inn upp í gær af Þóri Oddssyni vara-
ríkislögreglustjóra. Taílendingamir
skipulögðu ferð sautján landa sinna
til Islands og lofuðu þeim vinnu. Þeir
fóru úr landi síðasta fimmtudag en
þremenningunum, tveimur konum
og einum karlmanni var haldið eftir
til yfirheyrslu.
Jóhann Jóhannsson hjá útlend-
ingaeftirlitinu segir hafa legið ijóst
fyrir að gripið yrði til brottvísunar
að loknum yfirheyrslum, en þre-
menningamir hafi viðurkennt að
hafa skipulagt ferðina og ætlað að
útvega a.m.k. flestum vinnu.
Taílendingamir fara að öllum lík-
indum úr landi í dag og segir Jóhann
að brottvísuninni fylgi varanlegt
endurkomubann í tilviki kvennanna,
hér á landi og á Norðurlöndum, en
karlmaðurinn hafí hlotið fimm ára
endurkomubann enda hafi yfir-
heyrslur leitt í ljós að hann hafi átt
minni þátt í skipulagningu en þær.
Jóhann segir ekki hafa komið fram
neinar ákveðnar tengingar þeirra við
fólk búsett á íslandi eða annars stað-
ar, þeir segist hafa staðið einir í
þessu. Hann segir málin verða í
skoðun áfram þrátt fyrir að ekki sé
um formlega rannsókn að ræða.
Sérblöð í dag
S4SÍMIR:8StoUII
4SÍDUR
FASTEIGMR i
•
►Tíml endurbóta og viðhalds og •
skylda til greiðslu sameiginlegs !
kostnaðar í fjöieignarhúsum eru J
m.a til umQöllunar í Fasteigna- •
blaðinu í dag. I
fúnVERINU k
►KVÓTAÞING, makrflveiðar,
rækjuveiðar á Flæmingjagrunni,
árlegar ýsurannsóknir, eftirlits-
reglur á NEAFC-svæðinu og um-
búðamál eru m.a. til umfjöllunar
í Verinu í dag.
Örn Arnarson
setti sex ís-
landsmet á
EM unglinga
Eiður Guð-
johnsen geng-
ur tii liðs við
Bolton
4 SÍDUR