Morgunblaðið - 05.08.1998, Page 6

Morgunblaðið - 05.08.1998, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Sig. HALLBJORN Hjartarson kom ríðandi á danspallinn til að syngja fyrir hátíðargesti. SILDARÆVINTYRIÐ var vel sótt. Morgunblaðið/Sigríður Hátíðahöld um verslunarmanna- helgina með rólegra móti Anægjulegar útihátíðir FORSVARSMENN stserstu útihá- tíðanna segjast ýmist vera himin- lifandi eða skýjum ofar eftir helg- ina. Þeir segja hátíðirnar hafa gengið stórslysalaust og fólk hafí verið rólegt og ánægt og greini- lega skemmt sér hið besta. Flestir voru á Halló Akureyri en þar voru tólf þúsund manns og segjast menn þar skýjum ofar, næst- stærsta hátíðin var þjóðháti'ð. Fjöldi fólks var samankominn víða um Iand til að skemmta sér saman m.a. á Siglufirði, Skaga- strönd, í Galtalæk, í Neskaupstað, Vopnafirði, Múlakoti, Vatnaskógi, Hellnum og í Dölum og þykja há- tíðahöld yfirleitt hafa tekist vel. Stuð á Stuðmönnum Á þjóðhátíð í Eyjum voru milli átta og níu þúsund manns. Að- standendur eru himinlifandi yfir nýliðinni þjóðhátíð að sögn Birgis Guðjónssonar formanns þjóhátíð- amefndar. Hann segir að allt hafi gengið vel fyrir sig og fólk hafi verið rólegt en skemmt sér vel, t.d. hafi Stuðmenn spilað til klukkan sjö á mánudagsmorgun og fólk hafi nýtt helgina til hins ýtrasta og skemmt sér fram á síð- ustu stundu. Hann segir minna um yngri unglinga en áður, meir- hluti gesta sé um eða yfir tvítugt og það sé jákvæð þróun, auk þess hafi Eyjamenn á öllum aldri mætt vel. Mikil rigning var um tíma og segir Birgir að fólki hafi þá verið boðið að koma í Týsheimilið til að þurrka blaut föt og svefnpoka og þiggja heita súpu á meðan, en ekki hafi orðið teljandi vandræði vegna veðurs og fólk hafi komist til sinna heima á mánudag. Sam- kvæmt upplýsingum frá Flugfé- lagi Vestmannaeyja er talið að einungis um 100 manns hafi þurft að fresta för sinni fram á þriðju- dag. Að sögn lögreglunnar í Vest- manneyjum þurfti lítið að hafa af- skipti af gestum, sjö líkamsárásir voru kærðar þar af tvær alvarleg- Morgunblaðið/Sigurgeir FLUGELDASÝNING er einn af Qölmörgum föstum liðum þjöðhátíðar. ar, en það eru mun færri mál en yfirleitt eftir verslunarmanna- helgi. Fjölmenni á kántrýhátíð Skagaströnd - Gestir á kántrýhá- tíð á Skagaströnd voru á fjórða þúsund og kom fjöldinn aðstand- endum hátíðarinnar skemmtilega á óvart. Voru gestir nær ein- göngu fjölskyldufólk enda dag- skráin miðuð við það. Skipuleggj- endur hátíðarinnar voru ánægðir og var að heyra á gestum að þeir gerðu ráð fyrir að koma aftur að ári. Að sögn lögreglu var fram- koma gesta til fyrirmyndar og m.a. algengt að menn kæmu sjálf- ir til lögreglu þegar þeir voru að tygja sig til heimferðar til að blása í öndunarmæla til að ganga úr skugga um að þeir væru í öku- hæfu ástandi. Fangageymslur tómar alla helgina Siglufjörður - Sfldarævintýrið á Siglufirði var haldið með pompi og prakt í ágætis veðri. Ólöf Krisljánsdóttir, framkvæmda- sfjóri ævintýrisins, telur að á milli þrjú og fjögur þúsund manns hafi heimsótt bæinn um helgina, það sé þó erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir fjöldanum þar sem ekki sé selt inn. Hún segir helgina hafa verið ánægjulega og gestir, ungir sem aldnir, hafi virst skemmta sér vel. Að sögn lögregl- unnar á Siglufirði stóðu fanga- geymslur tómar alla helgina og segja þeir ævintýrið hafa farið vel fram og þeir hafi sama og engin afskipti þurft að hafa af fólki. Islensk kona á fímmtugsaldri rekin úr dönskum skóla vegna flogaveikikasts Dönsk flogaveikisam- tök undirbúa málsókn SAMTÖK flogaveikra í Danmörku undirbúa nú málsókn á hendur skólastjóra Listaskóla (Instituttet for Kunstterapi) við bæinn Kertem- inde á Fjóni í Danmörku vegna brottrekstrar íslenskrar konu á fimmtugsaldri úr skólanum í byrjun júlímánaðar. Konan, Gæflaug Björnsdóttir, segist í samtali við Morgunblaðið hafa verið rekin úr skólanum vegna þess að hún hafí fengið flogaveikikast og telur danska félagið slíkan brottrekstur ólögmætan. Landssamtök áhuga- manna um flogaveiki á íslandi (LAUF) fylgjast náið með fram- vindu málsins í Danmörku og segir Jón Guðnason, framkvæmdastjóri LAUF, að það verði rætt í dag hvort og þá með hvaða hætti félagið geti veitt aðstoð við fyrirhugaðan málarekstur. Fjallað var um málið í dagblaðinu Jyllands-Posten á mánudag, en þar er m.a. haft eftir skólastjóranum, Vibeke Skov, að hún sæi ekki eftir því að hafa rekið Gæflaugu. Nemendumir ættu að vera sjálfstæðir en það hefði Gæflaug ekki verið, heldur hefði hún reitt sig á aðra í hópnum. Gæflaug er leikskólakennari og hefur unnið með bömum í um 20 ár. Hún segist í samtali við Morgun- blaðið hafa haft áhuga á því að mennta sig frekar í svokallaðri myndlistarmeðferð, en þannig gæti hún samhæft áhuga sinn á bömum og myndlist. Skólinn á Fjóni býður upp á slíkt nám á sumrin, þ.e. til að fá prófgráðu þurfa nemendurnir að stunda námið í þrjú sumur, einn mánuð í senn. Gæflaug ólst upp í Danmörku fyrstu sextán ár ævi sinnar og því þótti henni skólinn á Fjóni tilvalinn. Námið hófst þar í byrjun júlímánaðar í sumar en þremur dögum síðar var Gæflaug rekin vegna flogaveikikasts sem hún hafði fengið í húsakynnum skól- ans og það þrátt fyrir að hafa sagt frá sjúkdómi sínum í umsókninni um skólavist. Vægt flogaveikikast Gæflaug tekur fram að hún hafi fengið vægt flogaveikikast eða svo- kallað ráðvilluflog degi eftir að hún hafi byrjað í skólanum, en það lýsti sér þannig að hún var með skerta meðvitund í örstutta stund. Hún segist hafa verið að ganga upp stiga þegar þetta gerðist, en í floginu hafi hún haldið áfram að ganga upp stigann og sett blýant á milli tann- anna, vegna þess að hún hafi fengið smá krampa í kjálkann. Við það datt ein tönnin úr henni. „Nokkrir nemendur skólans urðu vitni að floginu og einn þeirra keyrði mig á slysavarðsstofuna þar sem tönnin var sett í mig aftur. Að því búnu fór ég til baka í skólann,“ segir hún, en heimavistin og kennslustofur skól- ans eru í einu og sama húsinu, í eins konar herragarði við Kertem- inde. Gæflaug segir að tveimur nem- endum skólans hafi greinilega brugðið við að sjá hana í floga- veikikastinu og því gert heldur meira úr atburðinum í frásögnum sínum við skólastjórann heldur en efni stóðu til. Auk þess hefðu þessir sömu nemendur skýrt frá því degi síðar að þeir treystu sér ekki til þess að taka ábyrgð á henni í skól- anum. Skólinn væri nógu erfiður fyrir. „Sama dag kom skólastjórinn til mín, þar sem ég var að mála, og biður mig um að tala við sig á skrif- stofu sinni. Þar útskýrir hann fyrir mér að ekki sé lengur hægt að hafa mig í skólanum, vegna þess að ég væri flogaveik. Þar með þurfti ég að hætta án þess að fá frekari tæki- færi,“ segir Gæflaug og tekur fram að hún hafi sagt við skólastjórann að það væri ólíklegt að hún fengi annað eins kast næsta mánuðinn. „Ég sagði líka við skólastjórann að ég hefði tekið fram í umsókninni um skólavist að ég væri með floga- veiki. En þá sagðist hann ekki hafa vitað að það væri þess konar floga- veiki,“ segir Gæflaug og bætir því við að svo virðist sem skólastjórinn hafi haldið að hún hafi fengið mjög slæmt flogaveikikast, svokallað Grand Mal. Fylgjandi málshöfðun Aðspurð segist Gæflaug fylgjandi því að höfðað verði mál á hendur skólastjóranum í Kerteminde vegna ástæðulauss brottreksturs, þannig að það verði öðrum víti til varnaðar. Aðspurð segist hún hafa fengið öll skólagjöldin endurgreidd um leið og hún hafi verið rekin úr skólanum nema 900 danskar krónur sem henni hafi verið sagt að væri gjald fyrir þá þrjá daga sem hún hafí ver- ið í skólanum. Alls voru skólagjöldin fimmtán þúsund danskar krónur eða um eitt hundrað og fimmtíu þúsund íslenskar krónur. Jón Guðnason, framkvæmda- stjóri LAUF, telur viðbrögð skóla- stjórans í Kerteminde með ólíkind- um, ekki síst sé á það litið að þetta gerist í einu af nágrannalöndum okkar. Hann segist ennfremur ekki vita til þess að slík tilfelli hafi komið upp hér á landi, sé hins vegar svo hljóti að vera mjög langt síðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.