Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 11 Fjallagarparnir frá Grænlandi komnir heim ÞREYTTIR en sáttir við átök liðinna daga, Joe Weinberger, Guð- mundur Tómasson, Jökull Bergmann og Stefán Smárason við fjalls- rætur Ulamertorsuaq. Tekist á við byltur og grjóthrun FJÓRMENNINGARNIR sem ætl- uðu að klífa 1.100 metra hátt þver- hnípt granítstál Ulamertorsu- aqfjalls syðst á Grænlandi voi'u ánægðir með ferðina þrátt fyrir að ætlunarverk þeirra hafí ekki tekist. Helst spiluðu þar inn í utanaðkom- andi aðstæður og segja þeir að helsta hindrunin hafí verið að kom- ast að fjallinu sjálfu, ekki klifra upp. Töfðust í 8 daga Það var annan júlí síðastliðinn sem þeir Jökull Bergmann, Stefán Smárason, Guðmundur Tómasson og Joe Weinberger, bandarískur klifurgarpur, lögðu upp í ferðina og gerði upphafleg áætlun þeirra ráð fyrir að tvo daga þyrfti til að kom- ast að fjallinu. Síðasti áfanginn að því varð hins vegar torsóttastur þar sem ekki var hægt að fara með bát frá Qaqartoq vegna hafíss. Mikil hreyfing er hins vegar á ísnum og vonuðust félagarnir til að fært yrði á bát þá og þegar. Eftir að hafa beð- ið í átta daga ákváðu þeir loks að leigja þyrlu sem flutti þá að fjalls- rótum. Gátu þeir hafíð klifur sam- dægurs og miðaði þeim vel áfram fyrstu klukkustundimar. Bergfylla hrynur Seinni part dags, eftir að hafa klifið um 100 metra, heyrðu þeir þungt högghljóð og sáu síðan hvai- bergfylla kom svífandi í um fímm metra fjarlægð. Töldu þeir að grjót- ið hefði verið á stærð við fólksbíl og var enginn tími til að hræðast. Meira grjóthrun átti eftir að eiga sér stað næstu daga og ákváðu þeir því að breyta klifurstefnunni norðar í fjallið. Þar hafði áður verið klifið af hóp frá Austurríki og voru festingar þar til staðar upp á topp. Veður fór hins vegar versnandi og þurftu þeir frá að hverfa sökum rigninga í fimm daga. Féll 8 metra Eftir biðina gátu þeir haldið klifr- inu áfram og þegar þeir höfðu náð um 700 metra hæð var veður aftur farið að versna og ekki hægt að klifra lengur án þess að nota hjálp- arkróka. Þá voru efst í berginu Guðmundur og Jökull en þeir höfðu þá sofíð í hengirúmum í tvær nætur í um 600 metra hæð. Guðmundur fór fyrir hópnum og segir hann að skyndilega hafí nibba, sem hann krækti í, gefið sig. „Eg missti and- ann um leið og þetta gerðist og mér fannst líða heil eilífð áður en höggið Morgunblaðið/Jökull GUÐMUNDUR Tómasson flyt- ur hér upp kaðla og vistir en þeir komu sér upp bækistöð í um 600 metra hæð þar sem sof- ið var í hengirúmum. kom.“ Fallið var rúmir 8 metrar sem Jökull tók á móti en þeir voru tengdir í sömu bergfestingu. Við höggið fékk Guðmundur slæman hnykk og hefur kennt bakeymsla síðan. Jökull meiddist á hendi en þeir segja að krafturinn við þessai- aðstæður geti verið um eitt tonn. Þrátt fyrir óhappið héldu þeir þó áfram að klífa það sem eftir var dags en þetta gerðist síðasta dag- inn. Þremur dögum áður hafði bandaríski félagi þeirra fallið tvisvar og brákaði hann rifbein í öðru fallinu. Eftir að hafa náð að klífa rúmlega 700 metra var farið sömu leið til baka en tími þeirra var þá á þrot- um. Þeir bættu þó við festingum á niðurleið vilji þeir klífa leiðina seinna. Til íslands komu þeir í fyrradag og hafði þeim þá seinkað um tæpa viku. Þeir segja ferðina hafa verið mjög lærdómsríka og tekið bæði á líkamlega sem andlega. Þeir eru þó þegar famir að skipuleggja næstu ferð og búast við að fara á sömu slóðir að ári liðnu. Eitt verð! verð áður 83.222, The Art of Entertainment S|ónvörp Ver& Tilboð 54AT25 Sharp 21" 44.333,- 31.900, 70CS0Ó Sharp 28" s.b.l.-nicam 77.666,- 59.900, 72CS05 Sharp 29" s.b.l-nicam 83.222,-' ‘64.900, 70DS15 Sharp 28" lOOHZ-nicam 99.888,- 76,900, LU704Ó Luxor 28" nicam-fast-text 99.888,- 69.900, N08574Nokia 29" lOOHZ-nicam 109.900,- 89.900, Einnig 28" tæki tilbobsverö frá 39.900,- Hliómtæki/stök Verð Tilbob BS2E 14.4 T Hleösluborvél -i- aukarafhlaba Tilboð i 16.900,- VSX-405 Pioneer Heimabío 2X70-4X50w 39.900, VSX-806 Pioneer Heimabío 2X110-5X60w 54.900, PD-106 Pioneer geislaspilari 1 diskur 18.900, PDM-426 Pioneer geislaspilari 6 diska 23.900, MDX2 Sharp Mmi-disk spilari stafræn 34.900, 0 PIONEER SHL The Art of Entertainment Handverkfæri 20% afsláttur TERRA ryksuga 1400w \ Tilboö 12.900,- ■V verð áður 16.737,- Eitt verð! ' verð áður 54.900, Hljómtækjasamstæöu! Verft Tilboð Orbylgjuofn R-211/8OOW Tilbo&12.900,- verð áður 16.737,- k , micro Myndbandstæki Verft Tilboð VCM29 2 hausa-myndvaki-ntsc 33.222,- VCM49 4 hausa-myndvaki-ntsc-lp-sp 37.900,- VCMH67 6 hausa-myndvaki-lp-sp-nicam 44.333,- VCMH69 6 hausa-myndvaki-Ip-sp-nicam-ntsc 49.888, Agúst tilboð á AEG uppþvottavélum verð aðeins 49.900,■ Einnig verulegur afsláttur afýmsum tækjum með allt að -- 15%-20% afslætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.