Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Björn Gíslason
MÓTSHALDARAR telja að allt að 15 þúsund gestir hafí sótt hátiðina Halló Akureyri í ár, en mikið Ijölmenni safnaðist saman í miðbænum.
Aætlað að 15
þúsund hafi sótt
Halló Akureyri
ÞAU voru viðbúin síðdegisskúr á sunnudegi.
Erill hjá lögreglu
ÞAÐ var margt við að vera
I Kjarnaskógi.
stæðinu við Þórunnarstræti þótt
formlega væri það lokað. Arni
Steinar vissi einnig til þess að
fólk hefði tjaldað í Vaglaskógi
og víðar en sótt þá dagskrá sem
boðið var upp á í bænum.
Fólk dreift
um allan bæ
Öll gistiheimili og hótel voru
full og samkvæmt skoðanakönn-
un sem gerð var á nokkrum
vinnustöðum var áætlað að um
2.000 manns hefðu gist í heima-
húsum í bænum. Þá eru ótaldar
orlofsíbúðir þar sem víða var
þétt skipað.
„Eg tel ekki óvarlegt að áætla
að allt að 15 þúsund gestir hafi
verið í bænum en mikill fjöldi
heimamanna og fbúa héraðsins
tóku einnig þátt í dagskránni.
Það létti mjög á álaginu á mið-
bænum hve möguleikar til af-
þreyingar voru dreifðir um allan
bæ,“ sagði Árni Steinar og
nefndi að engar skemmdir hefðu
verið unnar í miðbæ.
Hann sagði menn sífellt læra
meira og í kjölfar þessarar há-
tíðar yrði því í auknum mæli
beint til íþróttafélaga að taka
þátt, t.d. hestamanna að bjóða
upp á reiðtúra og siglingaklúbbs
að bjóða siglingar. „Þróunin er
sú að hátíðin tekur æ meira mið
af þörfum allrar fjölskyldunnar
og við munum halda þeirri
stefnu áfram,“ sagði Árni Stein-
ar.
Mikill erill var hjá lögreglu
alla helgina en engin stórmál
komu þó upp. Ölvun var mikil
um kvöld og fram á nætur, tölu-
vert var um minniháttar óhöpp
og ryskingar og komur á slysa-
deild FSA voru mun fleiri en um
venjulega helgi.
Olafur Ásgeirsson, aðstoðar-
yfírlögregluþjónn á Akureyri,
sagði að í heild hefði hátiðin
gengið vel, en vissulega hefði
mikið verið um unglingadrykkju
eins og virtist tíðkast um þessa
helgi og væri það nú sem áður
ljótur blettur.
Alls voru 37 ökumenn teknir
fyrir of hraðan akstur um helg-
ina, þar af varð ungur ökumað-
ur að sjá eftir skírteini sínu eftir
að lögregla mældi bíl hans á 150
kílómetra hraða við framúrakst-
ur í Öxnadal. Þá voru 18 teknir
vegna gruns um ölvun við akst-
ur og 27 gistu fangageymslu
lögreglu um helgina. Fíkniefna-
mál komu upp um helgina, alls
15 talsins, en allir sem hlut áttu
að máli voru með smávægilegt
magn í fórum sinum, ætlað til
eigin nota. Smáræði af landa var
gert upptækt en miklu magni
áfengis í höndum ungs fólks
hellt niður eða gert upptækt.
Þeir Árni Steinar og Ólafur
voru sammála um að lítið hefði
verið um eftirlitslausa unglinga
undir 16 ára aldri á ferðinni og
virtist áróður í þá átt vera að
skila sér.
Morgunblaðið/K. Haraldur Gunnlaugsson
Skíðadeild Leifturs í Ólafsfírði
Unglingar æfðu í
Burstabrekkudal
HÓPUR á vegum Skíðadeildar
Leifturs í Ólafsfirði var við æfingar
innst í Burstabrekkudal í svonefndu
Drangaskarði síðastliðinn sunnudag,
2. ágúst.
Burstabrekkudalur er einn af af-
dölum Ólafsfjarðar, sá næst ysti í
austanverðum firðinum og liggur þar
raflína um Drangaskarð til Dalvíkur.
Um dalinn liggur slóð fynr sérút-
búna jeppa alveg fram að skarðinu
oger þarna vinsæl gönguleið.
í Drangaskarði er snjór allt árið
og mjög góðar aðstæður til skíðaiðk-
unar. Nú í ár er óvenju mikill snjór
þarna vegna veðurfarsins sem ríkt
hefur í sumar. Það voru elstu ung-
lingarnir, sem æfa alpagreinar, sem
fóru í æfingaferðina, en voru reynd-
ar heldui' færri en búist var við
vegna ferðalaga um verslunar-
mannahelgina. Með í hópnum voru
einnig Björgvin Hjörieifsson, nýráð-
inn þjálfari, Jón Halldórsson í
Sportvík og K. Haraldur Gunnlaugs-
son formaður alpagreinanefndar
skíðadeildai- Leifturs, en unglingarn-
ir sem fóru voru þeir Bragi Sigurður
Óskarsson, Gunnlaugur Ingi Har-
aldsson og Kristján Uni Óskarsson.
Farið fljótlega aftur
Búið var að koma snjósleða fram-
eftir nokkrum dögum fyrir æfing-
arnar og var hann notaður til að
draga skíðamennina upp brekkuna.
Lögð var braut og var æfingin í litlu
frábrugðin venjulegri vetraræfingu.
Björgunarsveitin Tindur ferjaði
þátttakendur fram í botn, en þeir
gengu í bæinn að aflokinni æfíngu.
Er þetta eflaust í fyrsta sinn í sög-
unni sem alpagreinaæfing er haldin í
Ólafsfirði í ágúst og er áætlað að
fara fljótlega með stærri hóp, hugs-
anlega strax um næstu helgi.
Kerta-
fleyting
við Minja-
safnið
RÚM hálf öld er liðin frá því
að atómsprengjunni var varp-
að á Hírósíma. Sprengjan
skildi eftir sig dauða, örkuml
og sviðna jörð. Reglulega er
fólk minnt á að heimurinn býr
ríkulega af kjamorkuvopnum
og er þess skemmst að minn-
ast er Frakkland var með til-
raunasprengingar og nýverið
sýndu Indland og Pakistan
mátt sinn á sviði kjamavopna.
Nauðsynlegt er að halda
merki friðar á lofti og minna
börnin á að hann er ekki sjálf-
gefinn segir í frétt frá aðstand-
endum kertafleytingar sem
verður á tjörninni fyrir framan
Minjasafnið á Akureyri í kvöld,
5. ágúst kl. 23, en þar verður
hörmunganna við Hírósmíma
minnst. Kerti verða seld á
staðnum.
Gallerí SÓL
Grímsey. Morgunblaðið.
GALLERI var opnað í Grímsey
nú fyrir skömmu og hlaut það
nafnið Gallerí SÓL. Það er í
húsnæði sem verbúðafólk bjó í
áður. Nokkrar húsmæður í
Grímsey stóðu fyrir því að gall-
eríið var opnað og buðu þær
gestum og gangandi upp á kaffi
og meðlæti þegar þær opnuðu.
Aksjón
Miðvikudagur 5. ágúst
21.00^Sumarlandið Þátt-
ur fyrir ferðafólk á Akureyri
og Ákureyringa í ferðahug.
ÁÆTLAÐ er að allt að 15 þús-
und gestir hafí sótt hátíðina
Halló Akureyri um verslunar-
mannahelgina að sögn Árna
Steinars Jóhannssonar, um-
hverfísstjóra Akureyrarbæjar,
en með mikilli þátttöku heima-
manna og héraðsbúa megi gera
ráð fýrir að allt að 25 þúsund
hafí með einum eða öðrum hætti
tekið þátt í hátíðinni.
Fjöldi fólks var á tjaldstæðum
sem boðið var upp á, en milli
2.500 til 3.000 manns voru á
tjaldstæði sem Skátafélagið
Klakkur var með í Kjarnaskógi
og svipaður fjöldi unglinga var á
tjaldsvæði KA á félagssvæði
þess. Þá er gert ráð fyrir að 800
til 1.000 manns hafí verið í tjöld-
um á félagssvæði Þórs og um
600 á tjaldstæðinu Húsabrekku
handan Akureyrar. Nokkur
hundruð manns voru í tjöldum á
Hrafnagili og einnig gisti tölu-
verður fjöldi fólks á aðalljald-
Skemmtileg
verslun
F'il/
.
TOTO
Hafnarstræti 98, Akureyri
sími 461 4022
I
t
í
t
t
l
»
f