Morgunblaðið - 05.08.1998, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ vinstri er Fífa Lísa Óskarsdóttir miðasölustjóri Iðnó, Benedikt
Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir aðalleikarar Ormstungu,
Tristan Gribbin leikkona (Gudridur hin enska), Ingibjörg Þórisdóttir
sýningarstjóri í Skemmtihúsinu, Ragnhildur Rúriksdóttir leikkona
(Guðríður hin islenska). Fyrir framan þau silja Sæmundur Norðfjörð
framkvæmdastjóri Leikfélags Islands og Brynja Benediktsdóttir
framkvæmdastjóri Skemmtihússins.
Leikhúsin við
Tjörnina
Þverflautuspil
á Seyðisfírði
TÓNLEIKAR verða í kvöld í
tónleikaröðinni Bláa kirkjan á
Seyðisfirði og koma þar fram
Kristrún Bjömsdóttir og Bjöm
Davíð Kristjánsson. Þau leika á
þverflautur tónlist eftir Telem-
ann, Mozart, Kuhlau, W.F.
Bach, Cimarosa og Sullivan í
kirkjunni á Seyðisfirði í kvöld
miðvikudagskvöld 5. ágúst kl.
20.30.
Kristrún var m.a. tónlistar-
skólastjóri á Seyðisfirði í sjö ár,
en kennir nú við Skólahljóm-
sveit Kópavogs.
Bjöm Davíð kennir við Tón-
iistarskóla Garðabæjar, Tónlist-
arskólann í Keflavík og Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar.
Aðgangseyrir er 500 kr.
Ókeypis fyrir 6 ára og yngri.
„Frjálsi hljóðneminn“ (Open
Mike) hefst kl. 20.30 og hver
sem er getur þá flutt tónverk,
ljóð eða stutta sögu, með því að
skrá sig í miðasölunni áður en
tónleikarnir hefjast eða með
því að hringja fyrir kl. 19.
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
píanóleikari verður síðan á
næstu tónleikum sem verða
haldnir 12. ágúst.
Tímarit
LEIKFÉLAG íslands ehf. í Iðnó
og Vinnustofur leikara f
Skemmtihúsinu við Laufásveg 22
hafa undirritað samkomulag um
víðtækt samstarf þessara húsa
undir yfirskriftinni: Leikhúsin við
Tjörnina.
Samkomulagið stuðlar að hag-
ræðingu í rekstri, auk þess munu
húsin eiga víðtækt listrænt sam-
starf.
Iðnó tekur að sér miðasölu á
sýningar í Skemmtihúsinu og upp-
lýsingar um sýningar beggja hús-
anna verður að fínna í auglýsing-
um Iðnó f Morgunblaðinu og víðar.
Miðasala Iðnó annast sölu á að-
göngumiðum á „The Saga of Gud-
rídur“. Ormstunga sem gekk fyrir
fullu húsi 1 Skemmtihúsinu verður
sýnd í Iðnó 10. ágúst nk. og er
það upphafið á frekari samnýt-
ingu húsanna á Iistrænum við-
burðum.
Ljóðið tjáir
best mann-
lega reisn
TÉKKNESKA skáldið Miroslav
Holub lést 14. júlí sl. í Prag, 74 ára
að aldri. Holub, sem jafnframt var
ónæmisfræðingur og kunnur vís-
indamaður, vakti athygli fyi-ir bein-
skeytt ljóð sín sem einkenndust af
því hve einfóld þau voru og oft opin-
ská, einkum þegar hann orti um
samtíma sinn. Við lát hans hefur ver-
ið vitnað í það sem hann lét hafa eftir
sér um óræðan skáldskap: „Vegna
þess hve raunveruleikinn er flókinn
tel ég að skýrleiki í ljóðrænni tján-
ingu sé grundvallaratriði.“
I samtali blaðamanns Morgun-
blaðsins við Holub á bókastefiiunni í
Frankfúrt í október 1992 sagði hann
að ljóðið tjáði best mannlega reisn.
Hann hefði oft verið í vanda og liðið
illa undir stjóm kommúnista í
Tékkóslóvakíu, en eftir frelsunina
1989 hefði margt snúist til betri veg-
ar. Áður hefði hann oft verið fjarri
landi sínu, ferðast mikið, en nú væri
hann búsettur í Prag og hefði hugsað
sér að vera þar til æviloka.
Meðal þeirra sem þýtt hafa ljóð
eftir Holub á íslensku eru Matthías
Johannessen og Þorgeir Þorgeir-
son. Holub sagðist vita af þessum
þýðingum og þær hefðu glatt sig.
Hann hefði á sínum tíma þýtt ís-
lenskt ljóð úr ensku og hefði það
birst í tímariti, en nú væri hann bú-
inn að gleyma nafni skáldsins. Hann
kvaðst stoltur af þýðingunni því að
hún hefði tekist vel að margra dómi.
Þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins hitti Holub í Frankfurt var hann í
forsvari fyrir dómnefnd bókmennta-
verðlauna Evrópuráðsins, en hann
var í senn eitt af virtustu skáldum
álfunnar, rómaður vísindamaður og
tók virkan þátt í evrópsku og alþjóð-
legu samstarfi.
• ÁRSRIT Söguíélags ísfírð-
inga., 38. árgangur.
I ritinu að þessu sinni eru fjórar
megingreinar: „Ágrip af sögu Tón-
listarskóla ísafjarðar“ eftir Björn
Teitsson, skólameistara, „Togara-
félagið hf. Valur“ eftir Éinar H.
Eiríksson, „Altarishríkin úr Ögur-
kirkju“eftir Guðfínnu M. Hreið-
arsdóttur, sagnfræðing, og „Vest-
fírzkir slysadagar“ eftir Eyjólf
Jónsson, en það eru viðaukar við
rit hans með sama nafni sem kom
út 1997. Á forsíðu Ársritsins er
mynd af Ragnari H. Ragnar,
skólastjóra Tónlistarskóla ísa-
fjarðar, eftir Baltasar Samper list-
málara.
I kynningu segir: „Grein Bjöms
Teitssonar er meginefni þessa ár-
gangs. Hún fjallar um merkan
þátt í sögu tónlistarlífs á íslandi,
Tónlistarfélag Isafjarðar og Tón-
listarskólann þar sem stofnaður
var 1948, og ekki síst um þátt
Ragnars H. Ragnar í uppbygg-
ingu hans. I grein Einars H. Ei-
ríkssonar eru dregnar fram ýms-
ar nýjar upplýsingar um sögu
hlutafélagsins Vals, sem stofnað
var árið 1938 og gerði út togarann
Skutul sem áður hét Hávarður Is-
firðingur. I grein Guðfinnu M.
Hreiðarsdóttur er svo nýju ljósi
varpað á uppruna merkrar altar-
isbríkur úr Ógurkirkju, sem nú er
í Þjóðminjasafni."
Ritstjórar Ársríts Sögufélags ís-
fírðinga eru Jón P. Þór sagnfræð-
ingur og Veturliði Óskarsson mál-
fræðingur. Ritið má panta hjá
Eyjólfí Jónssyni, Isafírði.
Tölvuskóli Reykjavíkur býður ítarlegt nám í skrifstofutækni fyrir alla þá sem hafa hug á
að ná góðum tökum á fjölbreyttri starfsemi á nútíma skrifstofu. Ásamt markvissu
tölvunámi er einnig lögð rík áhersla á alhliða kennslu í skrifstofugreinum eins og
bókhaldi og verslunarreikningi. Að námi loknu eru nemendur færir um flest
skrifstofustörf.
Námið er 345 stundir að lengd og eru þar með taldar 45 stundir í þremur valgreinum. Auk
þess fylgir tveggja vikna starfsþjálfun í fyrirtæki. Námiö og starfsþjálfunin tekur um
16 vikur. Mikil áhersla er lögð á að hafa vönduð íslensk námsgögn í öllum greinum.
165 stundir
100 stundir
35 stundir
íslenska og verslunarbréf
Almenn tölvufræði
Verslunarreikningur
Tjáning, hópvinna, framsögn,
útlit, þjónusta viðskiptavina,
vinnustellingar, útlit, framkoma,
símsvörunatvinnuumsóknir.
Ritvinnsla
Word
Almenn
bókhaldsverkefni,
víxlar og skuldabréf
Töflureiknir
Excel
Launabókhald
Lög og reglugerðir
Tölvufjarskipti
Internetið
Virðisaukaskattur
Tölvubókhald
15 stundir
Glærugerð
PowerPoint
Raunhæf verkefni,
fylgiskjöl og
afstemmingar
Vélritun
15 stundir
Viðskiptaenska isstundir
Tollskýrslugerð isstundir
Internet vefsíðugerð 15 stundir
Gagnagrunnur isstundir
Tölvubókhald
Bókhald sem
stjórntæki
■41
Viðskiptagreinar Tölvugreinar
Annað
F.NTEf
Valgreinar
'.i® Tölvuskóli
nsám Reyl<javíl<ur
Borgartúni 28, sími 561 6699
www.tolvuskoli.is
tolvuskoli @ tolvuskoli.is