Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM BÍÓIN I BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Borg englanna'ÁrA- Venjuleg ástarsaga og sérstök frá- sögn af englura blandast ekki vel saman. Sex dagar, sjö nætur -trk'h Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Full tuggið en ekki leiðin- legt. Armageddon kk Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, flnum brellum og miklum hetjum. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Borg englannakk Venjuleg ástarsaga og sérstök frá- sögn af englum blandast ekld vel saman. Armageddon kk Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og miklum hetjum. Switchback k Afleitlega illa skrifuð og leikin frumraun vaxandi handritshöfundar sem leikstjóri. Áhorfandinn veit leyndarmálið að bragði; hver er fjöldamorðinginn. Vel tekin. Sex dagar, sjö nætur kk’A Ford og Heche mynda prýðilegt par í gamanhasarmynd a la Romancing the Stone. Full tuggið en ekki leiðin- legt. The Man Who Knew to Little k Bill Murray er sá eini með viti í með- vitaðri klisjusúpu sem gengur ekki upp. Anastasia kkrk Disneyveldið er ekki lengur eitt um hituna í gerð úrvalsteiknimynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hefur verið. Frábærar teikningar, persónur og saga, sem fer frjálslega með sögnina af keis- aradótturinni og byltingu öreig- anna. Mr. Magoo k Ófyndin mynd, 20 ánim of seint á ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo. Litla hafmeyjan kirk Falleg og fyndin kvikmynd þar sem töfrar ævintýrsins blómstra að fullu. HÁSKÓLABÍÓ Blúsbræður 2000 kk Heldur óspennandi framhald af góðri kultmynd. Rökkur kkVz Paul Newman er alltaf sami töffar- inn, þó kominn sé um sjötugt og fer létt með að bera uppi dökka einkapæjara-film noir-mynd sem líður fyrir það eitt að handritið er míglekt og ein klisja frá fyrstu til síðustu mínútu. Með leikhóp (Hackman, Sarandon, Garner, Newman), sem einn og sér lyftir myndinni yfir meðallagið. Auk þess er leikstjórn Bentons í sama gæða- flokki. Kvikt hold kkk Almodóvar heimfærir góða, breska sakamálasögu uppá blóðhita landa sinna, gráglettinn og bersögull að vanda. Skortir meira tauleysi til að jafna sín bestu verk. Magnaður leik- ur. Grease kkk Það er engin spuming, myndin er al- gjört „ring a ding a ding“. Þúsund ekrur kV.z Alls ekki nógu vel gerð mynd eftir góðri bók. Skrikkjótt og lélegur leik- ur hjá annars góðum leikurum. KRINGLUBÍÓ Mercury Rising kkVz Spennumynd um hundeltan, ein- hverfan dreng sem telst hættulegur þjóðaröryggi, og alríkislögguna sem tekur hann undir sinn verndar- væng. Hefst með látum, heldur dampinum lengst af, en lyppast nið- ur í lokin. Armageddon kk Afskaplega amerísk stórmynd með húmor, fínum brellum og mikium hetjum. Úr öskunni f eldinn k'h Slöpp gamanmynd um ríkisbubba sem taka að búa með Amish-fólki. LAUGARÁSBÍÓ Mercury Rising kk'h Spennumynd um hundeltan, ein- hverfan dreng sem telst hættulegur þjóðaröryggi, og alríkislögguna sem tekur hann undir sinn verndarvæng. Hefst með látum, heldur dampinum lengst af, en lyppast niður í lokin. Deep Risingkk Risakolkrabbi ræðst á skemmti- ferðaskipð sem verið er að ræna í því augnablikmu. B-mynd út í gegn. Týnd i geimnum kk Byggð á slöppum sjónvarpsþáttum en tekst að skemmta manni framundir hlé. Þá rennur allt útí geiminn... REGNBOGINN Senselesskk Wayans geiflar sig og gi-ettir prýði- lega í heldur ónýstarlegri gaman- mynd sem stundum er hægt að hlægja að. Mimic kk Grámuskuleg hrollvekja, andfúl og kámug en heldur sinni línu. The Object of My Affection kk'h Ljúf og falleg mynd um ást og vin- áttu. Ekki væmin og dýpri en búast mátti við. Titanic kkk'h Mynd sem á eftir að verða sígild sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu og virðingar iyrir umfjöllunarefninu. Falleg ástarsaga og ótrúlega vel unnin endurgerð eins hrikalegasta sjóslyss veraldarsögunnar. Anastasia kkk Disney er ekki lengur eitt um hituna í gerð úrvalsteiknimynda. Anastasia jafnast á við það besta sem gert hef- ur verið. Frábærar teikningar, per- sónur og saga, sem fer frjálslega með sögnina af keisaradótturinni og byltingu öreiganna. STJÖRNUBÍÓ The Big Hit kkk Húmorinn er einstakur í þessari spennumynd uppfullri af nýjum hasarbrellum og frumlegri sýn á glæpaheiminn. Mark Wahlberg er frábær í aðalhlutverkinu. Það gerist ekki betra kkk'h Besta tilboð í borginni. MYNDBÖND Hvorki fugl né fiskur Sérvöruverslunin (The Deli) (■amanmynd k'h Framleiðendur: Sylvia Camier og John Dorrian. Leikstjóri: John Andrew Gallagher. Handritshöfund- ar: John Dorrian og John Andrew Gallagher. Kvikmyndataka: Bob Lechterman. Tónlist: Ernie Mannix. Aðalhlutverk: Mike Starr, Matthew Keeslar, Heather Matarazzo og Ice- T. (90 mín.) Bandarísk. Stjörnul)íó, júlí 1998. Myndin er öllum leyfð. Kvikmyndin Sérvöruverslunin lýsir daglegu lífi aðstandenda og viðskipt- vina ítalskrar sérvöruverslunar í New York. Megin- þráðurinn í mynd- inni eru hrakfarir eigandans sem haldinn er óbilandi fj árhættuástríðu. Hann sóar inn- IBIBIIIE komu verslunar- innar að mestu í veðmál og kemur sér í sífellt meiri vandræði eftir því sem á líður. Að lokum skuldar hann öllum sem hægt er að skulda, þar á meðal mafíóskum veðmöngurum, heildsölum og ráð- ríkri móður sinni. Hann setur af stað áætlun til að redda málum og nýtur þar aðstoðar starfsmanna sinna tveggja, kvennagullsins Andys og einfeldningsins Pinkys. Þessi kvikmynd ætlar sér að vera svo miklu meira en hún er. Hún sver sig í ætt við myndir á borð við „Smoke“ og „Clerks" sem taka til umfjöllunar lífið í stórborginni. Hand- rit þessara kvikmynda byggjast að mestu á hversdagslegum samtölum og atvikum sem spunnin eru utan um lauslega atburðarás. Hún er borin uppi af safni persóna sem tengjast í gegnum sviðsetninguna, þ.e. verslun- ina. Þessi kvikmynd nær engu flugi því hana skortir frumleikann, innsæið og dýptina sem undirbyggir hvers- dagslýsingu fýrmefndra kvikmynda. Fléttunni má líkja við loftbólu sem svífur um og springur tilþrifah'tið í lokin. Engum þarf svosum að leiðast yfir þessari mynd, því hún á nokkra góða spretti, en hún líður átakalaust hjá og skilur ekkert eftir sig. Heiða Jóhannsdóttir Ekki fcsra husgögn. Fákafeni 9 sími 5682866
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.