Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.08.1998, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ungmenni ailra ianda: FÓLK í FRÉTTUM Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 2 svæði kr. 21.500 3 svæði kr. 24.800 Öll svæði kr. 28.100 askrifstofa tstúdenta ffmi: 561 5656 WWWis.is/stadtravel ...og ferðin er 120 hvfk CIDOPHILUS PLÚS rH»l.}v-T!,>hv!kt fviit ■ meltiritjrtrfarin Góður ferðafélagi. Fyrir meltingarfærin. fg,L I___Iheilsuhúsið Skólavöröustfg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Rerðist! .. „ ^ _ Morgunblaðið/Júlíus SYLVÍA Ölafsdóttir, formaður Píló, var 10 ára þegar hún kynntist kaþólskri trú og er að fara í sína þriðju pílagrímsferð til Evrópu. Interrail kortið er fyrir þá sem vilja ferðast frjálsir og óháðir um Evrópu. v_j*—■—> Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaöur. Bíll Paxton Mark Wahlberg Julianna Marguiies 1 't'íii!-:: - 'A weil told taie of love, trust and deception/ 5541817 Kópavogur SNÆLAND 552 8333 Laugavegur 565 4460 566 8043 Hafnaríjörður par sem nýjustu myndirnar fást Moslellsbær „ Skemmtiklúbbur með trúarlegu ívafi“ Sylvía Ólafsdóttir er formaður kaþólska unglingafélagsins Píló, sem á dögunum hélt í pílagrímsferð til átta Evrópulanda. Rakel Þorbergsdóttir hitti Sylvíu, sem var að fara í sína þriðju ferð á vegum félagsins. KIRKJUSÓKN og trúmál eru ekki algengt umræðuefni flestra unglinga ef undan- skilin er fermingin og veisluhöld tengd henni. Unglingahreyfingar innan kirkjunnar eru þó starfandi og er kaþólska unglingafélagið Píló eitt þeiiTa. Að sögn Sylvíu Ólafs- dóttur, formanns Píló, er félags- skapurinn nokkurs konar skemmti- klúbbur með trúarlegu ívafi og eru flestir meðlimir klúbbsins kaþólskir en þó ekki allir. Sylvía verður 18 ára á árinu og er nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún segist fara til kirkju fyrir hádegi á hverjum sunnudegi og ráðlagði áhugasömum blaðamanni að fara einnig á þeim tíma því sú athöfn væri athyglis- verðust, með tilheyrandi reykelsum og latínu. Hún er að fara í sína þriðju ferð til Evrópu á vegum Píló en helmingur ferðarinnar er fjár- magnaður með söfnun. „Við vorum með bás niðri í bæ á 17. júní og seldum meðal annars gasblöðrur. Við söfnum líka dósum, höldum bingó og gerum ýmislegt fleira til að safna fyrir ferðinni. Þannig náum við að greiða niður helminginn fyrir alla sem fara en þetta er þriggja vikna ferð og yngstu pílagrímsfaramir að þessu sinni eru 14 ára. Við fljúgum til Lúx- emborgar þaðan sem við keyrum til Parísar og höldum meðal annars www.mbl.is messu í Rue du Bac. Allir staðimir sem við fórum til hafa einhverja trú- arlega merkingu en ferðin er ekki síður menningarleg því margir sögufrægir staðir eru heimsóttir." Fór í fyrstu ferðina 11 ára -Ertu fædd til kaþólskrar trú- ar? „Nei, þegar ég var 10 ára flutti ég í nágrenni við Landakotskirkju og þá kviknaði áhugi minn á kaþ- ólskri trú. Ég fermdist til kaþ- ólskrar trúar og foreldrar mínir gengu í kaþólska söfnuðinn einu ári á eftir mér.“ -Hafðir þú einhver áhiif á ákvörðun þeirra? „Ég veit það ekki. Áhugi okkar kviknaði á svipuðum tíma og ég fór fyrst bara til að kveikja á kerti en svo þróaðist þetta.“ -Hvenær fórstu í fyrstu Píló- ferðina til útlanda? „Ég var 11 ára og þá flugum við til Lúxemborgar og keyrðum það- an til Rómar. Þetta er fyrsta ferð flestra til útlanda án foreldra og það er mjög spennandi. Það fara að sjálfsögðu fullorðnir umsjónar- menn með sem bera ábyrgð á hópnum. Ég fór svo í aðra ferð þegar ég var 14 ára en venjulega er farið annað hvert ár í pílagrímsferð af þessu tagi.“ - Voru ferðirnar sams konar? „Nei, þær voru mjög ólíkar. í fyiTÍ ferðinni voram við sautján og ferðuðumst víða en í seinni ferðinni vorum við 27 sem flugum til Barcelona og gengum pílagríms- göngu sem var 200 kílómetra löng. Það var mjög gaman.“ -Hvað er skemmtilegast við pílagrímsferðirnar? „Það er fyrst og fremst skemmtilegt að geta ferðast með öðrum unglingum og að geta skoð- að staði sem kenndir eru við fræga dýrlinga. Við höldum kvöldvökur, förum í skoðunarferðir og það er jafnvel kíkt í búðir ef tími gefst til.“ - Haldið þið mikið hópinn? „Já, við hittumst alltaf einu sinni í viku yfir veturinn en félagsstai-fið dettur að mestu niður á sumrin." - Hvert er þitt starf sem formað- ur Píló? „Ég sá til dæmis um að undirbúa ferðina sem við erum að fara í núna í samvinnu við séra Jakob Rolland sem er ábyrðarmaður. Skipuleggja hvaða staðir eru heimsóttir og setja upp dagskrá. Það eru frekar fáir kaþólskrar ti-úar á íslandi og ung- lingastarfíð þjappar hópnum saman og okkur er meðal annars kennt að biðja." - Hefurðu fundið fyrir spé- hræðslu skólafélaganna gagnvart trúnni? „Ég fann fyrir því þegar ég var yngri en núna ber fólk meiri virð- ingu fyrir því. Ég var svo sem ekk- ert að flagga því að ég væri kaþ- ólsk og geri það ekki núna en ég skammast mín ekki fyrir trúna.“ - Heldurðu að fólk setji saman- semmerki á milli kaþólska safnað- arins og séi-trúarsöfnuða? „Nei, það held ég ekki. Fólk veit ótrúlega mikið um kaþólska trú því hún er svo útbreidd erlendis." -Eru einhver boð og bönn í Píló? „Við erum ekki að banna fólki að reykja eða drekka en við gerum ýmis konar verkefni í fræðsluskyni sem til dæmis tengjast alkóhólisma og annari vímuefnanotkun. En við erum ekki að stjóma fólki.“ - Þú ert þá heldur ekki í trúboði eða hvað? „Nei, alls ekki. Ég er enginn trú- boði,“ segir Sylvía hlæjandi og hraðaði sér í burtu enda langt og strangt ferðalag framundan með tilheyrandi rútuferðum og tjald- gistingu víðs vegar um Evrópu. MAMMA Allt sem þig vantar ÞUMALÍNAs. 55i 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.