Morgunblaðið - 05.08.1998, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Uthafsrækjuveiðar á
Flæmingjagrunni
Kvótinn
hálfnaður
ISLENSK skip, sem stundað hafa
rækjuveiðar á Flæmingjagrunni
þetta árið, hafa samkvæmt upplýs-
ingum frá Fiskistofu landað samtals
rúmlega þrjú þúsund tonnum og
hafa veiðarnar nú gengið betur en í
fyrra þegar á heildina er litið. Fimm
íslensk skip eru enn við veiðar á
Flæmingjagrunni. Það eru Blikd
EA, Pétur Jónsson RE, Svalbarði
SI, Eyborg EA og Húsvíkingur ÞH.
Alls fengu 30 skip úthlutað kvóta á
Flæmingjagrunni þetta árið, en
heildarkvóti Islendinga á svæðinu
nemur nú 6.800 tonnum, sem er
sama magn og í fyrra.
■ Búið að veiða/B2
Morgunblaðið/Jim Smart
KRANABÓMAN féll niður á húsið og braut það og skekkti.
Litlu munaði að manntjón yrði í Njarðvík í gær
Kranabóman féll
í ffegnum húsið
LITLU munaði að manntjón yrði í
Njarðvík í gær þegar kranabóma féll
á þak húss sem var í byggingu. Þrír
menn voru á þakinu og náðu þeir að
forða sér undan bómunni á hlaupum.
Húsið er talið ónýtt, en kraninn
braut það niður að hluta og skekkti
þann hluta sem stendur uppi.
„Við vorum uppi á þakinu að taka
á móti jáminu. Mér fannst það koma
nokkuð hratt niður og áttaði mig
fijótlega á að eitthvað var að. Ég
kallaði til félaga minna og forðaði
mér á hlaupum,“ sagði Rúnar Agn-
arsson smiður sem var uppi á þakinu
þegar kraninn sporðreistist og féll á
þakið.
Þrír smiðir voru uppi á þakinu og
tveir niðri á jörðinni. Ekki voru allir
með augun á krananum þegar hann
tók að hallast, en allir náðu samt að
forða sér. Einn smiður féll við þegar
hann hljóp undan bómunni. Það
mátti því ekki miklu muna að slys
yrðu á fólki.
Vindhviða átti hugsanlega
þátt í óhappinu
Óhappið átti sér stað um kl. 14.30.
Verið var að hífa búnt af bárujámi
upp á þak hússins. Nokkuð hvasst
var í veðri og telur Sigurður Axels-
son kranamaður að það hafi átt þátt í
óhappinu. Hann segir að járnið hafi
ennfremur verið nokkuð þungt og
greinilega of þungt fyrir kranann.
Orsökina megi því rekja til vanmats
á aðstæðum.
Byggingin, sem stendur við Bola-
fót í Njarðvík, er byggð úr límtrés-
sperrum. Búið var að klæða þakið
með timbri og ætluðu smiðir að
byrja á að negla bámjárnið á það
þegar óhappið varð. Kraninn féll of-
an á fremsta hluta hússins og stöðv-
aðist ekki fyrr en bóman snerti
grunn byggingarinnar. Kraninn
braut tvær límtrésspemur, en auk
þess skekkti hann allt húsið. Veggur,
sem nýlega hafði verið steyptur og
er á milli nýbyggingarinnar og húss
sem stendur við hana, brotnaði og
skekktist.
Rúnar sagðist ekki sjá fram á ann-
að en að rífa þyrfti húsið til granna
og byrja upp á nýtt. Húsið væri mjög
skakkt og ekki væri hægt að laga
það öðruvísi en að rífa það. Það
þyrfti einnig að brjóta niður steypta
vegginn sem skekktist við fall
bómunnar. Rúnar sagðist ekki hafa
skýringu á því hvers vegna kraninn
sporðreistist. Bárujárnsbúntið hefði
VERIÐ var að lyfta bárujárns-
búnti þegar óhappið varð.
tæplega verið meira en tvö tonn og
kraninn hefði átt að ráða við það.
Smári Helgason, einn eigenda
hússins, sagði að þetta væri veralegt
tjón, en tryggingafélag kranans
myndi bæta það. Fyrirhugað hefði
verið að hefja starfsemi í húsinu í
september, en bið yrði á því. Aform-
að var að í húsinu yrði bílaryðvörn,
bónstöð og bílasala.
Seðlum
„rigndi“ á
Holta-
vörðuheiði
FJÖLSKYLDA á leið suður
Holtavörðuheiði sl. mánu-
dag varð fyrir óvenjulegri
reynslu þegar peningaseðl-
um tók að „rigna“ yfír bíl
hennar. A Holtavörðuheið-
inni tók fram úr þeim hvít-
ur bíll af langbaksgerð og í
sama mund kom skæða-
drífa af seðlum yfír bfl íjöl-
skyldunnar. Varð ökumað-
urinn að beita rúðuþurrk-
unum til að sjá út um fram-
rúðuna. Fjölskyldan stöðv-
aði bflinn og sá þá að
„rignt“ hafði yfir bflinn 5
þúsund kr. seðlum, 1.000
kr. seðlum, 500 kr. seðlum,
sterlingspundum og ávísun-
um. Alls voru þarna á milli
300 og 400 þúsund kr. í
peningum og ávísunum.
Lagði seðlaveskið
á bflþakið
Skýringin á þessari
óvanalegu ofankomu var sú
að eigandi hvíta langbaks-
ins hafði keypt bensín á
Brú í Hrútafirði en lagt
seðlaveski sitt ofan á þak
bflsins þar sem það síðan
gleymdist. Það var svo ekki
fyrr en á Holtavörðuheið-
inni sem innihald veskisins
þyrlaðist úr því.
Fjölskyldan týndi seðl-
ana saman og hafði sam-
band við lögreglu. Lög-
reglu tókst að hafa uppi á
eigandanum í þann mund
sem hann ætlaði að fara að
huga að veskinu þar sem
hann áði í söluturninum
Hyrnunni í Borgarfirði.
Maðurinn er með fyrirtæki
í rekstri og seðlarnir góðu
voru uppgjörið.
Kári Stefánsson átelur ónefnda gagnrýnendur frumvarps um gagnagrunna
Segir viðskiptahagsniuni
í raun hafa ráðið ferðinni
Þrjár konur
taka vígslu
ÞRJÁR konur verða vígðar til prests
í Dómkirkjunni næstkomandi sunnu-
dag. Nýlega voru átta prestsembætti
auglýst laus til umsóknar og hefur
verið veitt í sjö embætti og eru kon-
ur í fjórum þeirra.
Þær sem taka vígslu á sunnudag
eru Bára Friðriksdóttir, sem vígist
til Vestmannaeyja, Guðbjörg Jó-
hannesdóttir, sem vígist til Sauðái'-
króks og Lára Oddsdóttir, sem vígist
til Valþjófsstaðar. Að sögn hr. Karls
Sigurbjörnssonar biskups er fátítt að
þrjár konur taki vígslu við sömu at-
höfn.
---------------
Dekk sprakk
í lendingu
DEKK á einni af þotum Atlanta-
flugfélagsins sprakk í lendingu á
Berlínarflugvelli sl. sunnudag. Engin
hætta skapaðist við óhappið, en tals-
verðar tafir urðu á flugi vélarinnar.
Þotan, sem var á leið frá Múnchen til
Islands með millilendingu í Berlín,
átti að fara frá Berlín aðfaranótt
sunnudags, en komst ekki af stað
fyrr en á hádegi daginn eftir.
KÁRI Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, er þeirrar
skoðunar að mun meiri samstaða sé
um endurskoðað frumvarp um
gagnagranna á heilbrigðissviði, sem
heilbrigðisráðherra kynnti í lok síð-
ustu viku, en upphaflega frumvarpið
sem lagt var fram á Alþingi á síðast-
liðnu vori. Hann telur að það muni
eiga tiltölulega greiða leið gegnum
þingið í haust.
Kári telur ennfremur að við end-
urskoðunina hafi verið komið til
móts við flest af því sem telja megi
málefnalega gagnrýni. Hann leggur
á það áherslu að einkaréttur sé al-
ger forsenda þess að hægt verði að
markaðssetja gagnagrunninn er-
lendis.
Kári telur að hin mikla umræða
sem verið hefur um framvarpið allt
frá því að það var kynnt fyrr á þessu
ári hafi verið mjög holl en hann
gagnrýnir að meðal þeirra sem
leiddu andófið gegn því hafi verið
einstaklingar sem hafi verið að
vernda sína eigin viðskiptahags-
muni. „Það er í sjálfu sér ekkert
nema gott um það að segja, því
menn eiga að vernda sína hagsmuni.
En þegar menn þykjast vera að
gera eitthvað annað, eins og til
dæmis að vinna að háleitum mark-
miðum svo sem að vernda persónu-
upplýsingar og svo framvegis, um
leið og þeir eru raunverulega að
vernda sína viðskiptahagsmuni, eru
þeir að gera hluti sem gjarnan leiða
til þess að þeir tapa trausti. Það
truflar líka umræðuna og gerir erf-
iðara að átta sig á hvaðan hún kem-
ur,“ segir Kári.
Segir frumvarpið
Iítið breytt
Guðmundur Björnsson, formaður
Læknafélags Islands, segir það sína
skoðun að framvarpið sé í stórum
dráttum lítið breytt frá því það var
lagt fram á Alþingi í vor. Þó megi
finna ýmis ný atriði sem séu jákvæð
en Guðmundur hefur miklar efa-
semdir um ákvæði um einkarétt til
að annast gerð og starfrækslu
grunnsins og telur ekki ljóst hvort
persónuleynd sé nægilega tryggð.
Tómas Zoéga, yfirlæknir geð-
deildar Landspítalans og formaður
siðfræðiráðs Læknafélags Islands,
kvaðst hafa ýmislegt við framvarps-
drögin að athuga. Hann gagnrýnir
m.a. ákvæði framvarpsins um einka-
rétt á starfrækslu gagnagrunnsins
og segir það leiða til einokunar og
vera vísasta veginn til stöðnunar.
Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmað-
ur jafnaðarmanna, sagði að hið nýja
framvarp væri til bóta og þessi end-
urskoðun frumvarpsins sýndi hvað
það væri mikilvægt að keyra ekki
svona stór mál eins og þetta í gegn-
um þingið á stuttum tíma, eins og til
hefði staðið í vor, heldur gefa sér
góðan tíma til að fara yfir þau.
Lára Margrét Ragnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði að þótt margt í vinnu nefndar-
innar við frumvarpið horfði til betri
vegar væri langur vegur frá því að
niðurstaðan væri fullnægjandi og
mörgum spurningum væri enn
ósvarað í þessum efnum.
■ Mun eiga/12-13