Morgunblaðið - 27.08.1998, Side 29

Morgunblaðið - 27.08.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 29 LISTIR Ungt og efnilegt tónlistarfólk Morgunblaðið. Húsavík. ÞRJÁR ungar stúlkur á aldrin- um 16-20 ára, héldu sína fyrstu sjálfstæðu tónleika á Húsavík fyrir skönimu, fyrir fullu húsi og við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Stúlkurnar eru Lára Sóley Jóhannsdóttir og Gunnarsdæturnar Jóhanna og Sigurveig. Lára Sóley leikur á fiðlu og hefur leikið með Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Syst- urnar sáu um söng og leik á pí- anó og gítar. Þess má geta að Jóhanna hlaut þriðju verðlaun í söngvakeppni framhaldsskól- anna á síðastliðnum vetri. Á fyrri hluta tónleikanna voru m.a. verk eftir Chopin, S.L. Weiss og Wieniawski. Einnig frumfluttu þær Sónötu fyrir fiðlu eftir Helga Péturs- son, en þær nutu allar kennslu hans þá hann var kennari við Tónlistarskólann á Húsavík. Var því verki og flutningi sérstaklega fagnað. Einnig frumfluttu þær klassískt verk eftir ungan mann, Svein Rúnar Sigurðsson, sem eflaust á eftir að heyrast meira frá þá tímar líða. Auk þeirra stallsystra kom fram fleira ungt listafólk sem myndaði með þeim litla hljóm- sveit. Það eru þau Kristín Þóra Haraldsdóttir, fiðla, Sveinn Rún- ar Sigurðsson, píanó, Kristinn Haukur Guðnason, bassi, og Magnús Halldórsson, trommur. Berglind Dagný Steinsdóttir las frumort ljóð. Þetta var mjög íjölbreytt efn- isskrá, ljóð, klássísk tónlist og dægurlög, svo allir fengu eitt- hvað við sitt hæfi. Lagaval og flutningur var hinu unga æsku- fólki til sóma og sýndi það að auk skyldunáms í skóla eyðir það tómstundum sínum til frekara náms og flutnings góðra lista, því til sóma og öðru fólki til eftirbreytni. Morgunblaðið/Silli JÓHANNA við pfanóið, Sóley á fiðlu og Sigurveig með gítarinn efndu til sinna fyrstu opinberu tónleika á Húsavík. Hallgr ímskir kj a Marteinn H. Friðriksson leikur á hádegistón- leikum MARTEINN H. Friðriksson dómorganisti í Reykjavikí leikur á orgel Hallgrímskirkju í hádeginu í dag, fimmtudag. Tónleikarnir hefjast klukkan tólf og á efnisskrá eru verk eftir Mendelssohn, Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson. Mar- teinn H. Friðriksson gegnt stöðu dómorganista í Reykjavík frá 1978. Hann hefur kennt við Tónlistarskól- ann í Reykjavík í mörg ár, frumflutt mörg orgelverk hér á landi og hald- ið tónleika víða um Evrópu auk þess sem hann hefur oft leikið í útvarpi. I hádeginu laugardaginn 29. sept- ember leikur Neithard Bethke dómorganisti í Ratzeburg í Þýska- landi í Hallgrímskirkju. I kynningu segir m,a., að hann hafi komið opin- berlega fyrst fram sem orgelleikari 11 ára gamall og síðan verið af- kastamikill á öllum sviðum kirkju- tónlistar, einnig sem tónskáld og stjórnandi. ----------------- Nýjar bækur • Grunnatriði safnastarfs er í þýð- ingu Helga M. Sigurðssonar. Höf- undar bókarinnar eru Timothy Ambrose og Crispin Paine. Bók þessi var fyrst gefín út af Alþjóða safnaráðinu (ICOM) í samstarfi við Routledge-forlagið árið 1993. Þetta er fyrra hefti bókarinnar og fjallar það um þjónustu, sýningar og safn- gripi. I kynningu segir: „Grunnat- riði safnastarfs markaði allmikil þáttaskil í starfa ICOM. En ís- lenska útgáfan er ekki síður merki- leg því að um er að ræða fýrstu bók um safnafræði sem út er gefin hér- lendis, ef undan eru skildir minni bæklingar um sértæk efni.“ Útgefandi er Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Bókin er 187 blaðsíður og kostar kr. 2.800. -------♦-♦-♦---- Sýningum lýkur Listasafn Árnesinga SÝNINGUM Þorbjargar Höskulds- dóttur, Detel Aurand og Luigino Valentin á efri hæð í Listasafns Ár- nesinga lýkur sunnudaginn 30. ágúst. Hildur Hákonardóttir verður í safninu á sunnudaginn kl. 16. og leiðir fólk um sali, talar um mynd- irnar og útskýrir þessi sjónarmið. Á neðri hæð safnsins stendur yfir samsýning sjö listamanna, tengd Dulrænum dögum Sálarrannsókna- félags Suðurlands. Dulrænum dögum lýkur einnig sunnudaginn 30. ágúst. Safnið er opið frá kl. 14 til 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.