Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ákvæði um aðgang að sjúkraskrám í lög í fyrra Sett inn fyrir tilstilli forsætisráðherra Sjúkrahús Reykjavíkur Sjúkra- skýrslur á einn stað SJÚKRASKÝRSLUM af Landa- kotsspítala og Borgarspítala hefur verið safnað saman á einn stað í kjölfar sameiningar spítalanna í Sjúkrahús Reykjavíkur. Skýrslumar eru geymdar í leigu- húsnæði utan sjúkrahúsanna. I hús- næðinu er daglega starfsfólk sem vinnur við flokkun gagna og sér um að sækja gögn sem óskað er eftir, einnig er öryggiskerfi í húsinu, að sögn Jóhannesar Pálmasonar, for- stjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur. „Það er gríðarlega mikið verk að sameina þetta en þarna eru gamlar og nýjar skýrslur spítalanna. Tekn- ar eru frá skýrslur látinna og þær eru í sérgeymslum. Pappírar, sem era í notkun hverju sinni, eru svo inni á spítölunum. Húsnæðið er gott og hentar vel til geymslu," segir Jó- hannes. ÁKVÆÐI um að sjúkraskrár skuli geymdar á tryggum stað og þess gætt að einungis þeir starfsmenn er nauðsynlega þurfa hafí aðgang að þeim komst fyrst í lög í fyrra. Ákvæðið, sem er í 2. málsgrein 15. greinar laga um réttindi sjúk- linga, var ekki í frumvarpi því sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir Al- þingi fyrir rúmu ári heldur komst það inn í frumvarpið í meðförum Alþingis fyrir framkvæði forsætis- ráðuneytisins. Ákvæðið er svohljóðandi: „Sjúkraskrár skulu geymdar á tryggum stað og þess gætt að einungis þeir starfsmenn er nauðsynlega þurfa hafi aðgang að þeim.“ Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Kristján Andra Stef- ánsson, deildarstjóra í forsætis- ráðuneytinu. „Þetta ákvæði var ekki í frum- varpinu en kom inn með tillögum heilbrigðis- og trygginganefndar og var í umsögn sem ég lét nefndinni í té fyrir hönd forsætisráðherra. Þannig að ég býst við að það megi líta svo á að ákvæðið sé teldð upp að undirlagi forsætisráðherra," sagði Kristján Andri. Var áður í reglugerð Hann sagði að þar til á síðasta ári hefði ekkert ákvæði verið um þetta í lögum. „Það var ákvæði um þetta í reglugerð en það hafði sérstaka þýðingu að taka þetta upp í lögin vegna þess að þau áttu að gilda líka um sjálfstætt starfandi heilbrigðis- stofnanir sem reglugerðin hefði ekki getað náð til,“ sagði Kristján Andri. Kristján Andri sagði að ráðuneyt- ið hefði haft afskipti af málinu til að samræma framvarpið þeirri lög- gjafarstefnu sem mótuð hefði verið með stjórnsýslulögum og upplýs- ingalögum. Sjúkraskrár hefðu t.d. verið undanþegnar upplýsingalög- um og sett ákvæði um meðferð þeirra í sjómsýslulögum. Því hefði ekki verið minni ástæða til þess að setja ákvæði um öragga vörslu þeirra og bann við óviðkomandi að- gangi að þeim innan sjúkrastofn- ana. Bjarni aftur til landsins HUGSANLEGT er að Bjami Tryggvason geimfai’i komi í stutta ferð til íslands síðar í haust. „Ég naut mjög ferðarinnar til fósturjarðarinnar í sumar og fjöl- skyldan mun lengi minnast hennar og góðrar móttöku hvarvetna með hlýhug,“ sagði Bjami í samtali við Morgunblaðið. „Eg á heimboð frá Rótarý um að koma til íslands seinna í haust. En vegna þeirrar þjálfunar sem ég er að hefja hjá NÁSA vegna annarrar geimferðar er hugsanlegt að fresta verði því þar til síðar í vetur eða fram á næsta vor. Það skýrist von- andi bráðlega," sagði Bjami. ------------------- Enn í lífshættu PILTURINN sem brenndist alvar- lega þegar kviknaði í sumarbústað í Bleiksárdal í Eskifirði á fóstudag, var enn í lífshættu þegar Morgunblaðið ræddi við lækni á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir hádegi í gær. Að sögn læknisins er pilturinn mjög mik- ið brenndúr og í öndunarvél. Morgunblaðið/Jón Svavarson FRANK Schröder, Thor-Johan Tarranger og Tomas M. Myrberget ásamt Bjarna J. Bogasyni við nýja öndunarsýnatækið. Qrsakir 23 umferðarslysa í Húnavatnssýslu Yfir 20% öku- manna sofnuðu undir stýri Meðalumferð 200-400 bílar um vetur en 1.400-1.600 bílar að sumarlagi LÍTILL svefn, þreyta, ofneysla áfengis eða lyfja, einhæfur vegur, hiti og langar vegalengdir vora meðal orsaka þess að fimm bíl- stjórar sofnuðu undir stýri og lentu í slysum. í einu tilviki var um banaslys að ræða en í hinum slös- uðust viðkomandi mismunandi mikið. Haraldur Tómasson læknir kannaði orsakir umferðarslysa í Húnavatnssýslu árið 1990 en hann var þá heilsugæslulæknir á Hvammstanga. Kynnti hann þessa athugun á norræna slysaþinginu í Reykjavík. Þá urðu 23 umferðar- slys í sýslunni og í fimm tilvikum, sem er 21%, sofnuðu ökumenn við stýrið. Þá grunar lögreglu að svefn ökumanna við stýrið sé orsök tveggja annarra slysa. Auk upplýs- inga úr lögregluskýrslum kvaðst Haraldur hafa aflað gagna frá heil- brigðisyfirvöldum og samgöngu- ráðuneytinu. Meðalumferð um Húnavatns- sýslu að vetrarlagi árið 1990 var milli 200 og 400 bflar á dag en yfir sumarið var hún kringum 1.400 bíl- ar og fór upp í um 1.600 bfla. Har- aldur sagði að umrætt sumar hefði verið óvenju gott tíðarfar og mikið um hátíðir og samkundur í byggð- arlaginu. Eins og áður segir voru ýmsar ástæður nefndar sem orsök fyrir því að menn sofnuðu við stýrið. Þeir höfðu yfirleitt ekið í hálfan annan til þrjá klukkutíma. Bíl- stjórar voru á ýmsum aldri, þrír á bilinu 17 til 30 ára, einn á fimm- tugsaldri og annar á sextugsaldri. Slysin urðu einnig á ýmsum tím- um dags og sagði Haraldur því ekki hægt að draga sérstakan lærdóm af því. Úttekt á öndunarsýnatækjum ÞRÍR norskir lögreglumenn eru staddir hér á landi til að gera út- tekt á hinum nýju öndunarsýna- tækjum ríkislögreglustjóraemb- ættisins en þeir annast samskon- ar tæki í Noregi. Að sögn Bjarna J. Bogasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, er slík heimsókn nauðsynleg og gagnleg enda reynsla Norðmanna mikil en tvö ár eru sfðan þeir hófu notkun slíkra mælitækja. Jafnframt því að gera úttekt á tækjunum var forrit þeirra íslenskað en búið er að þjálfa 20 íslenska lögreglu- menn í notkun þess. Öndunarsýnatækin eru fram- leidd í Bandaríkjunum og hafa þau fengið viðurkenningu sænsku „Statens Kriminal Tekniska Laboratorium" sem sér um tæknirannsóknir sakamála þar flandi og talin ein sú full- komnasta á Norðurlöndum. Tvö öndunarsýnatæki eru nú í notkun á íslandi og er annað þeirra hjá lögreglunni í Reykja- vík en hitt í sérbúinni bifreið rík- islögreglustjóra sem farið hefur víða um land í sumar. Gert er ráð fyrir að slíkum tækjum verði fjölgað á næstu misserum. FIMLEIKALIF MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 32 síðna auglýsinga- og afmælis- blað frá Fimleikasambandi íslands BLAÐINU í dag fylgir auglýsing frá DOREMÍ, „Barnabótafrumvarp DOREMÍ, afsláttarkort..." QðQ(o)So(S)Em msmmf Hm.ttm.Un.KyMtn Bamabóta- ArSI.ATTflRK.OBT gjjgsssagr A | ►1-64 I Mannsæmandi líf fyrir dýr ►Hvernig fer um dýr sem ræktuð eru á verksmiðjubúum héríendis, og harðar deilur hafa orðið út af víða erlendis. /10 Fyrrum A-Þjóðverjar ; lakir lýðræðisþegnar ►Uppgangur öfgaflokka í Þýska- landi er eitt af meginmálefnum I kosningabaráttunnar þar. /11 : Hleypt af stokkunum ►í Reykjanesbæ má sjá hvemig sérstakt átak hefur gert fólki kleift ! að gera viðskiptahugmynd að j veruleika. /22 Eiga erindi í bandaríska háskóla ►Varaforseti skurðlæknadeildar Yale segir menntun ungra íslenska lækna sambærilega við það sem best gerist annars staðar. /26 Ýta rólunni af stað ►í Viðskiptum/Atvinnulífi & sunnudegi er rætt við þá Jón Ás- bergsson og Pál Sigurjónsson hjá Útflutningsráði. /30 B_______________________ ►1-16 Áfjörum hvítir faldar brotna ►Valgarð Egilsson er ekki við eina fjölina felldur, vinnur m.a. við erfðarannsóknir, stundar fjall- göngur, skrifar leikrit, Ijóð og sög- ur og teiknar. /1,2-4-5 Þegar maður einu sinni er byrjaður ►Petra Sveinsdótti á Stöðvarfirði á eitt stórfenglegasta steinasafn á landinu. /6 í fátæku landi fortíðar ►Kaþólski presturinn Atli Gunnar Jónsson segir frá reynslu sinni af páskahátíð í smábæ í landi maf- íunnar, Sikiley, fordómum á ís- landi í garð katólskra og hlutverki skriftaföður. /8 FERÐALÖG ► 1-4 Nólsey ►Fuglaparadís í færeyskri hlið Langanes. /2 Aspen ►Þetta er eins og öll Evrópa er haft eftir íslenskum skíðamanni um þetta frægasta skíðasvæði Bandaríkjanna. /3 13 BÍLAR ► 1-4 Bíll ársins I Evrópu ►Alfa Romeo 156 2,5 V6 190 hestafla gæðingur. /2 ! Reynsluakstur ►Aldrifinn Wagon R+ meiri en sýnist. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ Axel-upplýsingakerfi selt í Svíþjóð ►íslenskur hugbúnaður fyrir skóla nær fótfestu /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjömuspá 50 Helgispjall 32 Skák 50 Reykjavíkurbréf 32 Fólkífréttum 54 Minningar 38 Útv./sjónv. 52,62 , Myndasögur 48 Dagbók/veður 63 i Bréftilblaðsins 48 Mannl.str. 12b ídag 50 Dægurtónl. 14b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.