Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 11 Meðferðin hefur batnað Halldór Runólfsson yfirdýralæknir telur að nauðsynlegt sé að hafa eftirlit með þeim sem nýta dýr en ástandið í þessum efnum hafi batn- að á síðari árum. STJÓRNVÖLD hafa eftirlit með því að fylgt sé settum reglum um meðferð alifugla, loðdýra og annarra málleysingja sem við nýtum. Umsjón með þessum málum hefur Halldór Runólfsson yf- irdýralæknir. Hann telur að meðferð á dýrum hafi batnað verulega á Is- landi á síðari árum og flestir bændur og framleiðendur leggi sig fram um að fara ekki illa með dýrin. „Reglur um meðferð loðdýra og alifugla eru mjög svipaðar hér og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Halldór. „Um loðdýrarækt gildir reglugerð nr. 444 frá 1982. Þar er mikið fjallað um varnir gegn sjúk- dómum, sett skilyrði um sóttkví vegna innflutnings, almennar sjúk- dómavarnir, einnig stofnun, gerð og rekstur loðdýrabúa. Áhersla er lögð á að búrin séu traust og girðing tryggi að dýrin sleppi ekki út. Ákvæði er um skilyrði sem eig- endur verði að full- nægja varðandi velferð dýranna og þar koma dýraverndarsjónarmið inn. Fóðrun skuli vera í góðu lagi og óhreinindi fjarlægð reglulega úr hreiðurkassa, gólfin hrein og þurr og gang- ar steyptir. Saur og annan úrgang bera að fjarlægja strax og eig- andi verður að tryggja að rottur, mýs, flugur og fuglar séu ekki í húsunum. Ekki ákvæði um stærð loðdýrabúra Ekki eru ákvæði um stærð búra eða fjölda dýra í búri en nú munu loðdýrabændur miða við norrænar reglur. Ef þessi lög verða endur- skoðuð reikna ég með að settar yrðu reglur um stærð búra. Það er gert í reglugerð frá 1991 um loðkanínu- rækt og yfirleitt farið mun nákvæm- ar í hlutina í þeim reglum. Um alifugla gildir reglugerð frá 1995, hún fjallar um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum. Þar er ná- kvæmlega tínt til ýmislegt um stærð og rými fyrir fuglana. Skil- greind er loftræstiþörf, lágmarksá- kvæði eru um ljósstyrk og ljóstíma. I viðauka er fjallað um búrastærð og fjölda varphæna í búri, einnig hvert rýmið skuli vera fyrir hænu- unga á gólfi og sláturkjúklinga. Önnur reglugerð, frá 1991, greinir nákvæmlega frá skilyrðum um að- búnað í svínabúum.“ Halldór segist aðspurður telja að meðferð á alifuglum og loðdýrum hafi batnað mikið á seinni árum eftir að sérstakir dýralæknar fengu það hlutverk að hafa eftirlit með sjúk- dómavömum alifugla, loðdýra og svína á búunum í samstarfi við hér- aðsdýralækna. Héraðsdýralæknir kannar ástandið á hverju búi í um- dæminu minnst einu sinni á ári en reglur um eftirlit með útungunar- stöðvum, sem eru tvær á landinu, eru settar af dýralækni alifuglasjúk- dóma og hefur hann samráð við yfir- dýralækni. „Ég tel að ekki sé mikið um brot á reglum um þetta dýrahald, kærur hafa ekki verið bomar fram. Fram- leiðendur laga einfaldlega það sem fundið er að, þannig gengur þetta yf- irleitt fyrir sig.“ Hann er spurður hvort íslending- ar fari vel eða illa með dýr, hvort sem það eru alidýr, gæludýr eða dýr sem notuð eru við vísindatil- raunir. „Þetta hefur lagast mikið. Ég nefni meðferð á sláturdýrum. Bænd- ur, flutningsmenn og starfsmenn í sláturhúsunum em orðnir mjög sam- taka um að taka tillit til dýranna og líðanar þein-a. Fólk er meðvitað um að aflífun sé gerð með réttum hætti. Það er óhugsandi að hér yrði nokkurn tíma leyft að dýrin séu skorin á háls eins og leyft hefur verið í sumum Evrópulöndum þegar hefð- ir gyðinga og múslima eiga í hlut. St- arfsmenn myndu aldrei sætta sig við slíkt hérlendis jafnvel þótt einhverjir í stjórnsýslunni myndu vilja leyfa þetta. Blóðtaka úr merum Þú spurðir um blóðtöku úr merum til hormónaframleiðslu. Ég hef unnið sjálfur við þetta og al- mennt er mjög vel að henni staðið. Það er rétt að teknir em fimm lítr- ar af blóði úr dýrinu en það er mjög sjaldgæft að hryssan þoli ekki blóðtökuna. Ef ég man rétt þá voru þetta ein eða tvær merar sem drápust á hverju sumri af völdum blóðtökunnar sem em hverfandi lítil afföll þar sem um var að ræða hundrað eða jafn- vel þúsundir dýra sam- anlagt sem nýtt voru til þessara hluta. Þessi nýting er sam- bærileg við að nýta kýr til mjólkurframleiðslu, við tökum frá þeim kálfana og hirðum mjólkina. Þetta hefur viðgengist lengi og enginn mótmælir mjólkurbúskapn- um. En auðvitað ber að nota réttar að- ferðir og við höfum krafist þess að það sé alltaf dýralæknir sem framkvæmir blóðtökuna.“ Líðan og streitumerki Reglugerð um meðferð á tilrauna- dýrum er til en bíður staðfestingar umhverfisráðherra, er þar gert ráð fyrir að sérstök tilraunadýranefnd veiti leyfi til notkunar á dýrum við vísindatilraunir. Sem stendur er það á valdi yfirdýralæknis. Að einhverju marki er hægt að kanna líðan dýra, t.d. í búranum, með því að athuga hvort þau sýni streitumerki en það getur verið flók- ið mál, segir Halldór. „Menn segjast geta að vissu marki notað afurða- semi dýranna sem viðmiðun um líð- an. Ef hún minnkar bendir það til þess að aðbúnaður sé ekki fullnægj- andi. Séu of mörg hænsn í búri hlýt- ur það að koma niður á varpinu. Þetta eru aðferðir bændanna til að meta þessi mál og við megum ekki taka þær sem endanlegt svar en þær hafa ákveðið vægi. Fleira kemur auðvitað til og það er alltaf full ástæða til að fylgjast með því sem menn era að gera. Um gæludýi-in er það m.a. að segja að rekinn hefur verið áróður fyrir því að ekki sé verið að fjölga villiköttum með því að láta heimilisk- ettina fjölga sér að vild, fólk er beðið um að láta gera þá ófrjóa eða gefa þeim pillu. Flestir kattaeigendur vita þetta og nota þessar aðferðir. Hundaræktun hefur aukist mikið og veldur áhyggjum því að þá er fólk oft með mikinn fjölda hunda hjá sér. Nýlega var sett reglugerð með stoð í dýraverndunarlögum þar sem kveðið er á um dýrahald í atvinnuskyni, þá vora menn ekki með hefðbundinn landbúnað í huga heldur hunda, ketti og jafnvel ræktun á hestum. Nú þurfa menn starfsleyfi til þessara hluta og verða að hlíta eftirliti. Við fylgjumst líka með því að ekki sé far- ið illa með dýr sem notuð era við kvikmyndatöku." Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. ANDLEG UPPLYFTING MARGT er gert til að reyna að losa um streituna hjá búrhænum og draga úr þörf þeirra fyrir að treysta stöðu sína með því að gogga í grannana, að sögn The Sunday Times. Vísindamenn við Roslin-stofnunina í Skotlandi hafa komist að því að það hefur ákaflega róandi áhrif á hænumar að geta virt fyrir sér fiska í búri. Gerðar vora tilraunir með hænumar og þeim leyft að horfa á ýmsar tegundir af svonefndum skjásvæfum, myndum sem birtast á tölvuskjám eftir að liðið hefur nokkur stund án þess að unnið hafi verið á skjánum. Búrhænurnar vora látnar horfa á ýmsar gerðir af skjásvæfum í tíu mínútur daglega. Þær vora mjög áhugasamar og ljóst að „skemmtunin“ var kærkomin tilbreyting; fiskamir nutu mestra vinsælda. Að nokkram vikum liðnum var niðurstaðan sú að árásarhvöt fuglanna hafði minnkað og þeir gerðu minna af því en áður að gogga hver í annan. Ætlunin mun vera að gera umfangsmeiri kannanir og þá með því að varpa stærri myndum á vegg í búi með mörg þúsund hænum til að fá því slegið föstu að tilraunin beri árangur. Samtaka nú! UM 40 þúsund fuglar eru í Nes- búi á Vatnsleysuströnd en það er næst-stærsta eggjabú á landinu og þar vinna að staðaldri 12-14 manns. Stærst er búið á Vallá. Nesbú rekur ennfremur aðra af tveim útungarstöðvum fyrir hænsn á Islandi en einu sinni á ári eru flutt hingað norsk egg til að tryggja að stofninn úrkynjist ekki. Eru þau flutt til Hvanneyr- ar þar sem þeim er ungað út og fuglarnir geymdir í sóttkví í nokkrar vikur. Myndin er úr bæklingi um Nesbú, varphæn- urnar eru allar svonefndir Hvítir ítalir og fá að lifa í ár, þá er þeim að jafnaði slátrað. Eggja- framleiðendur sem rætt var við reyndust ófúsir að hleypa blaða- ljósmyndara inn í bú sín, báru því við að glamparnir frá flassinu myndu hrella varphænurnar um of. Erum við í tísku núna? FORVITNIR minkar í Dalsbúi í Helgadal í Mosfellsbæ. Um 10.000 dýr eru í búinu, þar af 1.500 eldis- læður. Eigandinn, Ásgeir Péturs- son, blandar sjálfur fóðrið sem einkum er fiskur, fugla- og svína- kjöt og er það allt soðið til öryggis. Fjórir til fimm starfsmenn eru á búinu. Á haustin er slátrað og not- að til þess gas, minkur þolir svo vel raflost að það er ekki talið nógu traust til aflffunar. Tísku- sveiflur valda því að afkoman í loðdýrabúskap er mjög misjöfn en verð á minkaskinnum er nú allhátt á heimsmörkuðum. Skinnin frá Dalsbúi eru nær öll seld til út- landa. Loftslag og aðrar aðstæður gera Island mjög heppilegt til loð- dýraeldis. Valið er ekki annaðhvort - eða Jón A. Kalmansson heimspekingur segír að tvenns konar gildi, hagkvæmni og vel- ferð dýra, rekist á þegar rætt sé um meðferð á dýrum. AFSTAÐA íslendinga til dýra hefur einkennst mjög af harðri lífsbaráttunni, meðferðin var oft slæm og má nefna orðatiltækið „að beita á Guð og gaddinn". Dýrin vora nýtt, það var þeirra hlutverk, hund- urinn og hesturinn gátu þó stundum komist ofar í virðingarstiganum, orð- ið vinir mannanna. En söngfuglarnir nutu alltaf sérstöðu. Hér á landi hafa menn aldrei veitt lóu sér til matar, að því er best er vitað - og margir halda meira upp á gæludýrin sín en nána ættingja. „Sú afstaða að það sé sjálfsagt að nýta dýr til afurðaframleiðslu á sér sterkar rætur hér og ekki neitt óvenjulegt við það,“ segir Jón Á. Kalmansson, heimspekingur hjá Sið- fræðistofnun Háskóla íslands. „Hins vegar hefur þeirri afstöðu verið að vaxa fylgi á Vesturlöndum að til séu ákveðin takmörk fyrir því hvernig við getum komið fram við dýr. Við eigum að virða þau. Átt er við að ekki megi kvelja dýr og ekki fara illa með þau að þarf- lausu. Þetta á við um ræktun, aflífun, tilraunir vísindamanna og þess hátt- ar.“ Jón segir að tvenns konar gildi rekist á þegar rætt sé t.d. um varp- hænur í búrum og hænur sem vappa um í stærra húsnæði, annars vegar hagkvæmnin og hins vegar þau gildi sem fólk tengi við velferð dýra. Mestu skipti að reynt sé að finna málamiðlun. Ýmiss konar val „Við þurfum ekki að stilla dæminu þannig upp að valið sé annað- hvort - eða. Með mála- miðlun þyrftum við hugsanlega að fóma einhverri hagkvæmni gegn því að velferð dýranna aukin. Ég get vel séð fyrir mér að neytendum hér gefist ýmiss konar val, egg sem framleidd era með ýms- um aðferðum og verðið yrði þá einnig mismunandi. Þetta era mál sem við verðum alltaf að velta fyrir okkur og megum ekki taka niðurstöðuna sem gefna. Mönnum finnst oft að afstaða ann- arra í þessum málum sé fáránleg en ég held að við verðum að vera svolít- ið opin fyrir því að staða okkar gagn- vart dýranum og náttúranni allri er að breytast. Það er ekki víst að við getum haldið áfram í gömlu hug- myndirnar um nýtingu dýra.“ Flestir drepa flugur án þess að velta fyrir sér velferð þeirra en fæst- ir geta slátrað hundi án þess að finna til. Jón segist ekki telja að hægt sé að greina vandlega á milli dýra eftir því hvort þau era „æðri eða lægri“ ekki frekar en hægt sé að greina milli mannvera og fósturs. Aðeins sé Jón Á. Kalmansson heimspekingur. yrði um stigsmun að ræða, ekki eðlismun. „Við tölum um að dýr hafi mismunandi flókin taugakerfi og notum slík- ar viðmiðanir, veltum því fyrir okkur hve auðveld- lega þau finni fyrir sárs- auka. En það er mjög erfitt að draga skýra línu í þessum efnum.“ Aliminkur er aflífaður með gasi og Ijóst að það tekur fljótt af, sársauk- inn er nánast enginn. Ef fiskur er veiddur á færi eða línu engist hann enda varla þægilegt að vera með járnkrók í skoltinum. Verður þetta einhvern tíma fordæmt sem hálfgerð villimennska? „Ég veit það ekki en það er mikið rökrætt um aðferðir við að drepa dýr. Sumar aðferðir era taldar sárs- aukafullar, aðrar síður. Það er gott að slík umræða fari fram og það get- ur verið að í framtíðinni verði niður- staðan sú að einhverjar aðferðir sem við beitum nú séu ekki nógu góðar.“ Jón bendir á að maðurinn sé að verða æ óháðari náttúranni, nái sí- fellt meiri tökum á henni. Þessi stað- reynd breyti afstöðu okkar til dýra en óljóst hvort niðurstaðan verði sú að einhvem tíma verði bannað að drepa dýr. „Það gæti hugsanlega gerst. Ég man eftir vísindamanni sem kom hingað fyrir nokkrum árum og talaði um að stutt væri í að menn gætu far- ið að rækta kjötvef í tilraunakössum. Honum fannst ákveðin framför í því að við þyrftum þá ekki að standa í allri þessari slátrun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.