Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ Morgunblaðið/Júlíus BANDARIKJAMAÐURINN Gary Wescott og svissnesk kona hans, Monika, við sérsmíðaða bifreið sína sem er í senn heimili og fararskjóti á ferðalögum þeirra um heiminn. Island í bandarískri sjónvarpsmyndaröð um ævintýraferðir / Islenskir fjallvegir í aðalhlutverki HEIMILDARMYND um óbyggðaferð á íslandi verður sú fyrsta í bandarískri heimildar- myndaröð sem nefnist „Passport to Adventure". Tökulið frá kvik- myndafyrirtækinu Global Villa- ge Communications kemur hing- að til lands í dag og munu tökur standa yfir næstu tíu daga. Undanfamar tvær vikur hafa hjónin Monika og Gary Wescott dvalið hér á landi við efnisöflun en myndin mun fjalla um kynni þeirra af íslenskum Qallvegum, fólki, menningu og veðráttu. Wescott-hjónin em blaðamenn frá Kaliforníu sem í tvo áratugi hafa ferðast um víða veröld og unnið heimildarefni fyrir tímarit og sjónvarp um ferðir sínar. Þau fara um á sérsmíðuðum Ford F- 350 fjórhjóladrifnum húsbíl sem þau kalla Turtle IV og njóta styrkja frá ýmsum þekktum fyr- irtækjum á sviði bflaiðnaðar. Heimildarmyndin um Islands- ferðina verður að mestu tekin upp í kringum Mýrdalsjökul og víðar á Suðurlandi en hjónin hafa ekið vítt og breitt um mið- hálendið síðan þau komu hingað með Norrænu um miðjan ágúst. „Við stundum alls ekki akstur utan vega heldur reynum við að takast á við afskekkta og erfíða vegi til þess að svara væntingum Iesenda okkar og áhorfenda," útskýra hjónin sem aldrei ferð- ast án GPS-staðsetningarbúnað- ar og gæta að sögn ávallt ýtr- ustu varkárni. íslandsmyndin ræður framhaldinu Wescott-hjónin framleiða myndir um eigin ferðir undir nafninu Tortuga Film Product- ions en fá til liðs við sig tökufólk frá Global Village Commun- ications sem sérhæfír sig í gerð Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Ásmundur Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 15. sept. Y0GA#> STUDIO ★ Opnir jógatímar ★ Pólunarmeðferð Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. heimildarmynda. „Við höfum í hyggju að gera röð mynda undir heitinu „Passport to Adventure“ og verður heimildarmyndin um ísland sú fyrsta,“ segja Monika og Gary. „Viðbrögð áhorfenda við henni munu ráða miklu um framhaldið, til dæmis hvort eða hvernig breyta þurfi áherslum við gerð næstu mynda.“ íslandsmyndin verður sýnd á bandarísku sjónvarpsstöðinni ESPN og Wescott-hjónin eru þegar farin að undirbúa mynd númer tvö. „Hún mun heita Silkivegurinn en við ætlum okk- ur að feta í fótspor Marco Polo frá Ítalíu til Kína í fylgd kvik- myndagerðarfólks. Við reynum að standa við titil myndaraðar- innar, að veita áhorfendum inn- sýn í ævintýraheim,“ segja Mon- ika og Gary Wescott brosandi og grúfa sig áhugasöm yfir íslands- kortið sitt. Ný sund- laug en vatnið vantar Stykkishólmi. Morgunblaðið. BÚIÐ er að setja upp nýja sund- laug í Stykkishólmi og er hún við hliðina á íþróttamiðstöðinni. Laug- in er keypt frá Ítalíu og komu menn frá framleiðanda til að setja hana upp. Það verk gekk fljótt og vel og lítur hún glæsilega út. Hólmarar líta eftirvæntingar- augum til laugarinnar. En vanda- málið er að heita vatnið sem á að nota í laugina er ekki komið í bæ- inn. Vatnið kemur frá borholu í Hofsstaðalandi í Helgafellssveit. Nú er unnið að því að leggja að- veitulögnina til bæjarins og eins er verið að hefja byggingu varma- skiptistöðvar í Stykkishólmi. Varmaskiptistöðin verður við íþróttavöllinn og verður þak henn- ar notað sem áhorfendastúka fyrir íþróttavöllinn. Það verður því bið fram á næsta ár á að bæjarbúar geti synt í nýju lauginni. Vefjagigtarnámskeið hjá Gigtarfélaginu Um 90% vefja- gigtar sj úklinga eru konur Sigrún Baldursdóttir IGTARFÉLAG ís- lands heldur kvöld- námskeið um vefja- gigt fyrsta, annan og þriðja þriðjudag í september. Námskeiðið er frá kl. 20-22 á kvöldin og mun Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálf- ari fjalla um vefjagigt og leiðir til bættrar heilsu. Fyrsta kvöldið er gert ráð fyrir að maki, aðstandandi eða vinur sæki námskeiðið með viðkomandi einstak- lingi. Annað kvöldið verður fjallað um mataræði og næringu og leiðir til sjálfs- hjálpar og síðasta kvöldið verður meðal annars talað um vítamín, bætiefni, sjálfshjálp og slökun. Gigt- arfélagið hefur haldið nám- skeið af þessu tagi undan- farin ár og hafa þau öll verið fjöl- sótt að sögn aðstandenda. Skrán- ing fer fram á skrifstofu félagsins sem einnig veitir nánari upplýs- ingar. - Hvað er vefjagigt? „Vefjagigt er heiti yfir langvar- andi sjúkdóm sem einkennist af útbreiddum verkjum í stoðkerfi ásamt fjölda annarra líkamlegra og andlegra einkenna. Til líkam- legra einkenna teljast verkir í vöðvum, stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir. Að auki getur fólk haft einkenni frá hinum ýmsu líffærakerfum, svo sem ristli, þvagblöðru og taugakerfi. Það getur líka fundið fyrir augn- þurrki, munnþurrki, dauðum fingrum, pirringi í fótum og við- kvæmni fyrir kulda, svo eitthvað sé nefnt. Andleg einkenni geta verið kvíði, depurð, skortur á ein- beitingu og minnisleysi.“ - Hvað með vöðvabólgu? Hvernig tengist hún þessu? „Vöðvabólga er allt annað. Fólk getur haft vöðvabólgu eina og sér en hún getur líka verið hluti af vefjagigtinni. Þeir sem þjást af vefjagigt finna hins vegar fyrir verkjum í öllu stoðkerfinu." - Hverja hrjáir vefjagigt? „Ekki hefur verið fundin ein or- sök fyrir sjúkdómnum en margar kenningar eru uppi, bæði um líf- fræðilegar og lífeðlisfræðilegar or- sakir. Vitað er að vefjagigt liggur í ættum þvi fólk virðist erfa ákveð- inn veikleika. Það sem síðan kem- ur sjúkdómnum af stað er ein- hvers konar sársauki, hvort sem er andlegur eða líkamlegur. Nefna má sem dæmi fólk sem hefur lent í miklum andlegum sársauka, til dæmis vegna ofbeldis, sifjaspella eða alkóhólisma. Einnig geta or- sakimar verið af öðrum toga, svo sem hálsáverkar, grindargliðnun á meðgöngu eða annar langvarandi sársauki. Þá sér maður dæmi um fólk sem hefur hreinlega yfirkeyrt sig þannig að greinilegt er að margir álagsþættir geta hrint þessu sjúk- dómsferli af stað.“ - Leggst vefjagigt bæði á karla og konur? „Yfir 90% þeirra sem þjást af vefjagigt eru konur og algengasti aldurinn er 20-40 ára. Fólk getur hins vegar fengið vefjagigt á öllum aldri og þeir yngstu sem ég hef fengið til mín eru 8-9 ára börn með byrjun- areinkenni á borð við mjög mikla spennu, þreytu og svefntruflanir. Eitt aðaleinkenni vefjagigtar er hins vegar yfirþyrmandi þreyta.“ - Þannig að ekki er hætta á að fólk rugli saman vöðvabólgu og vefjagigt? ► Sigrún Baldursdóttir fæddist í Reykjavík árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Hamrahlíð árið 1982 og BS-prófí í sjúkraþjálfun frá Há- skóla Islands árið 1988. Að því loknu starfaði hún á gigtardeild Landspítalans í eitt ár en hóf síðan sjúkraþjálfun hjá Mætti árið 1990. Hún hefur líka sinnt hópþjálfun og fræðslu hjá Gigt- arfélagi íslands siðastliðin ár og er sem stendur í meistaranámi við St. Augustin-háskóla í Flórída í Bandaríkjunum. Sig- rún er gift Gunnbirni Marinós- syni deildarstjóra tölvudeildar Reykjavíkurhafnar og eiga þau tvö börn. „Nei, þetta fólk kemst varla framúr á morgnana og er þreytt allan daginn. Þarna á milli er langur vegur. Margir hafa hins vegar byrjunareinkenni á borð við vöðvabólgu og streitu. Þeir fá síð- an verki, byrja að sofa illa og lenda svo í þessum vítahring." - Hvað kennir þú fólki á nám- skeiði Gigtarfélagsins? „Fyrst og fremst fræði ég það um sjúkdóminn, um það að það sé haldið sjúkdómi en ekki hugsýki af einhverju tagi því einkenni vefjagigtar eru öll mjög huglæg. Fyrsta daginn nota ég líka til þess að fræða aðstandendur þar sem sjúkdómurinn er illskiljan- legur, bæði fyrir þá sem eru í námunda við viðkomandi einstak- ling og vinnuveitendur. Um leið fræði ég fólk um það hvað það geti gert til þess að bæta líðan sína. Sjúkdómurinn er langvinnur en þegar fólk vaknar til vitundar um hann heldur það oft að hann muni hverfa ef það gerir viðeig- andi ráðstafanir. Vefjagigtin er hins vegar komin til þess að vera. Ef viðkomandi fer eftir öllum leiðbeiningum liggur hún oft í dvala en gerir hins vegar vart við sig um leið komi eitthvað upp á hjá viðkomandi ein- staklingi.“ - Hvers konar leið- beiningar fær fólk á námskeiðinu? „Ég reyni að kenna fólki að lifa með sjúk- dómnum og þar sem hann ræðst á líkamann í heild sinni verður að taka á mörgum þáttum í meðferð- inni. Eitt dæmi er að bæta svefn- venjur því svefntruflanir og svefn- leysi eru einn aðalþátturinn í því að viðhalda sjúkdómnum. Grund- völlur betri líðanar er auðvitað fræðsla og þá er lykilatriði að fólk haldi áfram að lesa sér til og fara eftir ráðleggingum. Líka eftir að námskeiðinu lýkur.“ Eitt aðalein- kennið er yfir- þyrmandi þreyta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.