Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ætlað er til markaðsrannsókna er- lendis. Reksturinn Heildarvelta Útflutningsráðs var í fyrra 225 milljónir króna og þar af var markaðsgjaldið 111 milljónir. „Það er nokkuð löng saga að segja frá því hvernig Út- flutningsráð hefur verið fjármagn- að gegnum árin, en áður fyrr greiddi útgerðin, fiskvinnslan og iðnaðurinn svokallað útflutnings- ráðsgjald," segir Jón. „Það var tengt söluskattinum og síðar að- stöðugjaldinu. Þegar aðstöðugjald- ið var lagt niður var farið að leita leiða og ákveðið að kirkjugarðs- gjald, sem öll fyrirtæki landsins greiddu, yrði beint til okkar og það nefnt markaðsgjald. Álögur á iðn- fyrirtæki og sjávarútveginn lækk- uðu en voru óbreyttar á aðra at- vinnugreinar. Skattbyrðin hefur því ekki hækkað vegna þessa gjalds.“ - Afhverju eiga öll fyrirtæki að greiða fyrir þessa þjónustu án til- lits til þess hvort þau nota hana eða ekki? „Öll fyrirtæki í landinu eiga eitthvað undir því að gjaldeyris sé aflað. Hlutverk Útflutningsráðs er að aðstoða íslensk fyrirtæki við gjaldeyrisöflun og erlenda mark- aðsöflun. Við teljum því eðlilegt að allir leggi sitt af mörkum. Við notum auðvitað peninga sem mælikvarða á þjónustuna, en margt er þannig að ekki er hægt að senda reikning á neinn einstak- an. Dæmi um slíkt eru ferðir er- lendra sendinefnda innanlands, hin almenna upplýsingagjöf og fleira. Við höfum líka heyrt aðrar radd- ir sem segja að Útflutningsráð ætti að vera á fjárlögum sem hluti af þjónustu hins opinbera. Við bend- um hins vegar á að sé Útflutnings- ráð fjármagnað af atvinnulífinu geti það gert ákveðnar kröfur til þjónustunnar og sýnt ráðinu þannig aðhald,“ segir Jón. Páll tekur fram að öll umræða um Útflutningsráð og í hvað pen- ingarnir fai-a sé holl. „Kæmi fjár- magnið beint af fjárlögum þá sæju menn ekki í hvað peningarnir fara. Eins og málum er nú háttað sjá menn á skattseðlinum hvað þeir greiða til þessa verkefnis." Við þetta bætir Jón að álíka upphæð fari til Bændaskólans að Hólum, Ferðamálaráðs, Flutningasjóðs sements, en engin opinber umræða skapist um það vegna þess að það sé inni í fjárlögum og því ekki eins sýnilegt. Skipan nýrrar stjórnar til skoðunar - Hvað segið þið um þá gagn- rýni forsvarsmanna Samtaka verslunarinnar að óeðlilegt sé að þeir eigi ekki sæti í stjórninni þar sem félagsmenn þeirra greiða mest til ráðsins? „Það er rétt, að við endurskoð- unina sem fram fer núna þarf að ræða hvemig stjómin eigi að vera byggð upp. Hvort þar eigi að sitja fulltrúar notenda þjónustunnar eða þeirra sem greiða gjaldið. Nú tek- ur hún mið af gömlu lögunum og samkvæmt þeim skipa samtök at- vinnurekenda stjórnina. Fulltrúi verslunarinnar kemur frá Verslun- arráði." - Ein gagmýni Samtaka versl- unarinnar snýst um að Útflutn- ingsráð sé of dýrt í rekstri. Er það réttmæt gagnrýni? „Nei, það teljum við ekki vera. Langt frá því,“ segja þeir báðir og Jón bætir við: „Það getur verið snúið að sanna eða afsanna það. Þó má nefna að Coopers & Ly- brand gerðu könnun í vor meðal tæplega 300 fyrirtækja sem kaupa af okkur þjónustu. Meðal spurninga var hvort þau gætu mælt með þjónustunni við önnur fyrirtæki. Svör bárust frá 75% fyrirtækja, af þeim sögðu 95,8% já. I athugasemdum tóku tveir fram að þjónustan væri of dýr og einn að gjaldtakan þyrfti að vera í samræmi við framlag þess. Fleiri tóku fram að þjónustan væri hag- kvæm og sparaði tíma. ÝTA RÓL UNNI AFSTAÐ vinna markaðsrannsóknir og Út- flutningsráð leggur til markaðs- ráðgjafa. í ár er verkefnið stutt af ýmsum aðilum, meðal annars Ný- sköpunarsjóði atvinnulífsins og Is- landsbanka. Eftir átta mánaða kennslu liggur fyrirtækið með markaðsáætlun, sem það vinnur eftir. Sem dæmi get ég nefnt Össur hf. Þegar það fór í gegnum þessa fræðslu var það aðeins lítið verkstæði með sárafáa starfsmenn og ekkert markaðs- starf. Það hafði hins vegar góða vöru og snjallan tæknimann. Nú er það orðið stórfyrirtæki. Ég get nefnt fleiri dæmi eins og Jám- blendifélagið, Jöklaferðir, Hótel Esju, Odda á Patreksfirði, svo nokkuð sé nefnt.“ Eitt leiðir af öðru Jón bætir við að reynslan af þessu verkefni hér á landi hafi verið talin það góð, að Norræna ráðherranefndin veitti fé til þess að Útflutningsráð gæti innleitt það í Eystrasaltslöndunum. Verk- efninu er lokið í Eistlandi og Lett- landi og undirbúningur er hafinn fyrir Litháen. „Þá hafa Malasíu- menn komið hingað til að kynna sér reynslu okkar. Haukur Björnsson sem er í forsvari fyrir þessa þjónustu hefur verið ráð- gjafi þeirra þar í landi. I framhaldi af Malasíu hafa einnig þróast frek- ari verkefni, svo sem sala á bátum fyrir Þróunarsjóð og fleira sem er í bígerð." Svipuð verkefni hafa verið í upp- lýsingageiranum undanfarin tvö ár, að sögn Jóns, þar sem fyrirtæki sem ekki eru skráð á Verðbréfa- þingi kynna sig fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Unnið er að slíku verkefni í sjö mánuði, sem síðan lýkur með ráðstefnu. Sem dæmi um árangur af þessu starfi má nefna að tveir sænskir áhættu- fjárfestar og Eignarhaldsfélagið Álþýðubankinn lögðu fyrir skömmu fé í nýtt fyrirtæki Marg- miðlunar hf., Betware Ltd., sem VIÐSKIPn AIVINNUIÍF Á SUIMIMUDEGI ►Jón Ásbergsson fæddist 31.5. 1950 á Ísafírði. Hann Iauk stúdentsprófi frá MR 1969 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1974. Hann var framkvæmdastjóri Sútunarverksmiðjunnar Loðskinns hf. á Sauðárkróki 1974-1985 og framkvæmdastjóri Hagkaups 1985-1993 en þá tók hann við framkvæmdastjórn hjá Útflutningsráði fslands. ►Páll Sigurjónsson fæddist 5.8.1931 í Vestmannaeyjum. Hann varð stúdent frá MR 1952 og lauk verkfræðiprófi frá Danmarks Tekniske Hojskole 1959. Hann hefur unnið hjá verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen, flughernum í Keflavík og hjá Phil & Son, fyrst við jarðgangagerð í Færeyjum 1961-63 og síðan í Kaupmannahöfn. 1968-1970 vann hann við Búrfellsvirkjun. 1970 stofnaði hann ásamt fleirum ístak hf. og hefur verið framkvæmdastjóri þar síðan. Páll var formaður Vinnuveitendasambandsins 1978-1985 og stjórnarformaður Útflutningsráðs íslands frá 1993. Morgunblaðið/Þorkell FIMMTÁN starfsmenn vinna hjá títflutningsráði hér á landi og fimm erlendis. Jón Ásbergsson segir að mörg þeirra fyrirtælqa sem þeir aðstoða séu eins og barn í rölu, sem þurfi að láta ýta sér af stað. Síðan getur það rólað lengi. Útflutningsráð keypti afnotarétt af hugmyndafræðinni frá Irum ár- ið 1989. „Fræðslan er byggð þannig upp að þekkingin verður eftir í fyrirtækinu. Framkvæmda- stjóri eða annar ábyrgðarmaður fær fræðslu í tvo daga í mánuði; nemendur viðskiptadeildar HI Eftir Hildi Friðriksdóttur HINN fasti tekjustofn Útflutningsráðs ís- lands, markaðsgjaldið, sem er 0,015% af veltu allra fyrirtækja í landinu, fellur niður frá^ og með árinu 1999 hafí lög um Útflutningsráð ekki verið endurskoðuð. Vegna þessa hefur komið til tals, einkum meðal for- ystumanna Samtaka verslunarinn- ar, hvort ekki beri að leggja ráðið niður og setja starfsemi þess í hendur einkaaðila og/eða þeirra viðskiptafulltrúa sem starfa í auknum mæli í sendiráðum er- lendis. Fyrr á þessu ári var skipuð fímm manna nefnd til að endurskoða lög- in og kveðst Jón Ásbergsson fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs ekki i vafa um að það náist fyrir áramót- in, þannig að tekjustofninn haldist. En áður en farið er út í fjárhags- legu hlið skrifstofunnar er ekki úr vegi að heyra fyrst hver helstu verkefni ráðsins hafa verið á und- anfómum árum. Hver eru verkefnin? Starfsmenn ráðsins eru 15 hér á landi og fimm eru starfandi erlend- is. Að sögn Jóns er þjónustan margvísleg, en fjárfrekustu og tímafrekustu verkefnin eru vöru- sýningar og starf markaðsráðgjaf- anna erlendis. „Verkefni okkar felst einnig í að svara fyrirspum- um erlendis frá um vömr, fyrir- tæki og þjónustu og við gefum út töluvert fræðsluefni í formi blaða og bæklinga. Við emm aðilar að Euro Info upplýsingakerfi sem rekið er af Evrópusambandinu sem greiðir þjónustuna að nokkra leyti. Síðan emm við með tvo markaðs- stjóra „til leigu“, þ.e.a.s. þeir vinna um hálft ár hjá mismunandi fyrir- tækjum við skipulagningu mark- aðsmála.“ Eitt af því sem Jón segir að góður árangur hafi náðst í er fræðsluverkefnið Útflutnings- aukning og hagvöxtur, sem 60 fyr- irtæki hafa nú þegar tekið þátt í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.