Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ Varaforseti skurðlæknadeildar Yale segir menntun ungra íslenskra lækna á við það sem best gerist Eiga erindi í bandaríska háskóla Morgunblaðið/Ámi Sæberg DANA Andersen segir islenskum skurðlæknum sniðinn þrengri stakkur hvað varðar pen- ingamál en bandarískum starfsbræðrum þeirra, en þær hömlur hafi hins vegar leitt til ýmissa athyglisverðra lausna á vandamálum samfara meðhöndlun sjúklinga. Varaforseti skurðlæknadeildar Yale-háskóla hefur kynnt sér íslensk sjúkrahús og hvernig ungir læknar hérlendis eru í stakk búnir til að mæta ýtrustu kröfum bandarískra háskóla. I samtali við Sindra Freysson kveðst hann þeirrar skoðunar að hvetja eigi íslenska unglækna til að reyna fyrir sér í virtum bandarískum háskólum. Hann vilji leggja sitt af mörkum til að greiða þeim leið þangað. Fleira er líkt með íslenska heilbrigð- iskerfinu og því bandaríska en það sem skilur þau að,“ segir Dana Andersen varaforseti læknadeildar hins gamalgróna og virta Yale-há- skóla í Bandaríkjunum. Andersen var hér á landi fyrir skömmu í boði Landspítala, í því skyni að kynna sér handlækningasvið sjúkrahússins og athuga hvemig menntun aðstoðarlækna fer fram. Andersen tók þátt í um tugi skurðaðgerða meðan á heimsókn hans stóð og hélt þrjá fyrir- lestra. Hann fjallaði annars vegar um skaddan- ir á gallgöngum þegar verið er að fjariægja gallblöðru úr sjúldingum og nýjar hugmyndir um briskirtilsbólgu, og hins vegar um fram- halds- og sérfræðimenntun aðstoðarlækna í Bandaríkjunum. Danskar rætur Andersen er af dönskum ættum eins og nafn hans gefur til kynna. Föðurafi hans var skip- stjóri á kaupskipum og sigldi um heimsins höf að loknu námi í Danmörku, en eftir fyrri heimsstyrjöld taldi hann atvinnuhorfur slæmar í Evrópu og vænlegra væri að leita fyrir sér í Bandaríkjunum. Hann settist að ásamt fjöl- skyldu sinni í New York og brátt gerðist það að börnin týndu tungumálinu, þannig að þegar Dana fæddist var enskan allsráðandi í fjöl- skyldunni. Fjölskyldan hefur fómað fleiru í Bandaríkjunum því faðir Dana barðist undir merkjum þeirra í síðari heimsstyrjöld og missti fót í þeim hildarleik. Andersen kveðst hafa byrjað að leita upp- runa sína fyrir um tveimur áratugum og fundið meðal annars skyldmenni í Árósum sem hann hafi heimsótt fyrir nokkrum árum síðan. „Ég fann rætur mínar og hélt mjög rækilega upp á það með ættingjum mínum þar,“ segir hann kíminn og bætir við að það eina sem hann geti sagt á dönsku sé „pas pá“ Hann nam lyflæknisfræði og skurðlækning- ar í Duke-háskóla undir leiðsögn Sabiston, pró- fessors í skurðlækningum, en hann var einna þekktasti sérfræðingur á sínu sviði og samdi og ritstýrði fjölda kennslubóka. Þar á meðal var hann yfiiritstjóri bókar sem hefur fyrir margt löngu orðið virtasta kennslubók sinnar tegundar í skurðlækningum og skyldulesning verðandi skurðlækna. Hann var jafnframt yfir- ritstjóri útbreiddasta tímarits sem ætlað er skurðlæknum og „ól upp“ einvalalið lækna sem margir hverjir eru í fararbroddi skurðlækn- inga í Bandaríkjunum og víðar í heiminum. Sa- biston var yfir skurðlækningadeild Duke-há- skóla um þrjátíu ára skeið, sem er nánast eins- dæmi. „Sabiston er fyrir löngu orðin að goðsögn og var gríðarlega áhrifamikill á sínu sviði, eins og ferill hans ber með sér, ásamt því að leggja óhemju mikið af mörkum til fræðilegs hluta skurðlækninga. Hann var einnig mjög strang- ur og kröfuharður sem forseti deildarinnar og yfirmaður þeirrar menntunar sem þar fór fram. Honum til tekna verður að teljast að hann annaðist menntun fleiri yfirlækna, deild- arforseta og forystumanna á sviði akademískra skurðlækninga í samtímanum en nokkur annar skurðlæknir í Bandaríkjunum. Sabiston var hins vegar mjög umdeildur og ekki öllum að skapi. Ég er að öllu leyti frá- brugðinn honum hvað skapgerð varðar, en lynti þó ágætlega við hann, enda bar ég mikla virðingu fyrir þeim háu gæðakröfum sem hann setti og ekki síður að hann heimtaði að allir skurðlæknar undir hans stjórn störfuðu að rannsóknum um tveggja ára skeið.“ Rannsóknir mikilvægar Andersen segir afar mikilvægt fyrir skurð- lækna að starfa að rannsóknum og geta not- fært sér kunnáttuna sem þeir afla sér þar til að svara mikilvægum spumingum sem snerta sjúklinga. „Sumir halda því fram að skurð- læknar eigi ekkert erindi inná rannsóknastofu, en það er alrangt, því skurðlæknar hafa stund- um gleggri hugmyndir um hvaða vandamál þarf að leysa en ýmsir aðrir sérfræðingar. Sk- urðlæknar verða jafnframt betri á sínu sviði eftir störf í rannsóknarstofunni, þekking þeirra og reynsla er meiri og einnig hæfnin til að beita gagnrýnni hugsun við að meta og kryfja þær spumingar og lausnir sem aðrir setja fram. Hins vegar er það svo að möguleikarnir á að ná árangri á sviði rannsókna velta ekki aðeins á hæfileikum eða elju hverh einstaklings fyrir sig, heldur einnig því umhverfi sem þeir búa og starfa við. Við njótum þess láns í stofunum á borð við Yale að þar er fjöldinn allur af fólki sem leggur stund á rannsóknir og því er það svo að glími hópur rannsóknarmanna við vandamál sem er ekki á hans valdi að leysa, þarf hann ekki að leita langt eftir aðstoð eða hvatningu. Þar sem færri stunda rannsóknir eru valkostirnir færri, t.d. í Háskóla íslands sem er fremur lítill miðað við flesta banda- ríska háskóla, og því mikilvægara að menn leiti út fyrir landsteinana til að afla sér auk- innar þekkingar og sambanda sem nýtast þeim í framtíðinni, auk þeirrar örvunar sem fólgin er í samneyti við aðra vísindamenn." Þá hélt Andersen til starfa í Heilbrigðis- stofnun Bandaríkjanna (National Institute of Health), þar sem hann lagði stund á rann- sóknir, ásamt því að starfa við Duke um eins árs skeið að námi loknu. Hann var síðan ráð- inn til starfa hjá Fylkisháskólanum í New York (State University of New York) og var þar óslitið næstu tíu árin, þegar hann færði sig um set og tók við stöðu yfirlæknis skurð- lækninga við Chicago University. Eftir fimm ár í því starfi hélt hann síðan til Yale. „Þetta virðast mörg skref á vegferðinni til núverandi stöðu í Yale, en þetta er ekki óvenjulegt í bandaríska kerfinu og öll þessi skref voru í rétta átt,“ segir Andersen. í Yale stýrir hann meðal annars rannsókn- um á sjúkdómum í briskirtlinum, sem miða að því að uppgtöva hvers vegna sjúklingum sem þjást af þessum sjúkdómum er hætt við sér- stakri tegund af sykursýki og jafnframt af hverju lifrin starfar með óeðlilegum hætti í fólki með brissjúkdóma. Þá fara jafnframt fram rannsóknir á því hvers vegna fólki með sjúkdóma í brisi er tífalt hættara en öðrum við að fá krabbamein í brisi. „Við erum heppin því að Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna styrkir þessar rannsóknir með rausnarlegum hætti og við höfum náð miklum árangri til þessa,“ segir Andersen. Þrír aðrir sérfræðingar fást við þessar rannsóknir ásamt Andersen og hafa þeir fimm aðstoðarmenn og hóp tæknimanna sér til fulltingis, ásamt því að náin samvinna er við ýmsar aðrar deildir há- skólans. Þá er Andersen yfir fjögurra manna hópi skurðlækna sem einbeitir sér fyrst og fremst að aðgerðum til að lækna sjúkdóma í meltingarfærum. „Fæstir sjúklinga okkar tengjast starfi okk- ar á rannsóknarstofunni en það hefur þó kom- ið fyrir að við höfum leitað eftir þátttöku sjúk- linga sem gangast undir aðgerðir í rannsókn- um eða til að reyna einhverjar þær niðurstöð- ur sem rannóknirnar hafa leitt til,“ segir hann. „í heildina séð eru aðgerðirnar þó með öllu lausar við tilraunamennsku." Vel undirbúnir íslendingar Tveir ungir Islendingar stunda nú fram- haldsnám í læknisfræði í Yale, annars vegar Guðrún Aspelund sem leggur stund á rann- sóknarnám í starfshópi undir stjórn Ander- sens, og hins vegar Arnar Geirsson sem nem- ur þar skurðlækningar. Upphaf þessarar sam- vinnu við Yale var hins vegar nám Margrétar Oddsdóttur en hún er nú sérfræðingur á Landsspítalanum. Andersen segir að reynslan af þessum ungmennum hafi leitt í ljós að þau hafi verið vel undirbúin undir frekara nám og hann telji það vera hvatningu til að veita fleiri Islendingum inngöngu, auk þess sem hann muni hvetja aðra forvígismenn skurðlækna- deilda í bandarískum háskólum til að gera slíkt hið sama. „Hér eru greinilega gerðar miklar kröfur til menntunar og getu lækna- nema og þeir standast fyllilega samanburð við læknanema sem koma frá öðrum evrópskum háskólum. Þeir eiga fullt erindi inn í banda- ríska háskóla," segir hann. Andersen kveðst ekki halda að bandarískir háskólar séu tregir til að hleypa útlendingum inn í skólana sem viðbúið er að haldi heim aft- ur að loknu námi sínum, í stað þess að banda- rískt samfélag njóti góðs af þekkingu þeirra og rannsóknum. „Flestir bandarískir háskólar líta svo á að þeim beri ákveðin skylda til að þjálfa sérfræð- inga sem gagnist ekki aðeins bandarísku sam- félagi, heldur einnig sérfræðinga sem verða í fararbroddi um heim allan, hvort sem um er að ræða í rannsóknum, aðgerðum eða á fræði- lega sviðinu. Það er því ekki eins og háskól- arnir telji sig hafa brugðist markmiðum sínum þótt fólkið sem þar fær sérfræðimenntun snúi aftur heim, heldur telja þeir í flestum tilvikum tíma sínum, aðstöðu og fé vel varið.“ Andersen segir að hann hafi komist að því meðan á dvölinni hérlendis stóð að fleira sé sameiginlegt með hugmyndum og aðferðum ís- lendinga og Bandaríkjamanna á sviði skurð- lækninga en það sem sldlur þá að. „Við höfum setið fundi og ráðstefnur með íslenskum lækn- um sem hafa sýnt fram á að áhugi þeirra beinist að sömu vandamálum og við glímum við og margar þær aðferðir sem þeir hafa gripið til við lausn þessara vandamála, eru þær hinar sömu og við höfiun gripið til. Okkur finnst því að við séum hluti sömu fjölskyldunnar. Slík samkennd hefur um langa hríð verið til staðar hjá banda- rískum háskólum en málin hafa þróast í þá veru að stækka fjölskylduna enn frekar. Við vitum af fyrri reynslu að kennslan í skurðlækningum hérlendis er með ágætum og höfum því mikinn áhuga á að leita leiða til að auka samvinnuna frekar er orðið er. í fyrra- haust funduðum við um þetta efni í New Ha- ven í Connecticut og ræddum þær ýmsa möguleika á frekari samvinnu, meðal annars að auka rannsóknarþjálfur fyrir unga íslenska aðstoðarlækna. Eitt helsta markmið heim- sóknar minnar er raunar að auðvelda ungum íslenskum læknum að sækja framhaldsmennt- un sína til Bandaríkjanna. Þetta er ekki síst mikilvægt þar sem nú er það svo að aðallega þrír valkostir standa íslenskum aðstoðarlækn- um til boða varðandi framhaldsmenntun, þ.e. að fara til hinna Norðurlandanna, fara til Bretlands eða fara til Bandaríkjanna, og ég hef það á tilfinningunni að fólki fmnist erfiðast að reyna við Bandaríkin. Nú þegar er íslensk stúlka í slíku námi í rannsóknarstofunum í Yale og við viljum kanna hvort við getum komið á nokkurs konar nema- skiptum, þar sem íslenskir aðstoðarlæknir og bandarískir starfsbræður þeirra gætu haft vistaskipti, ef svo má segja, um nokkurra vikna skeið, og þannig kynnt sér hvað fer fram á hvorri stofnun um sig. Við erum enn að ræða nánari útfærslu slíks fyrirkomulags, ásamt því að fara yfir þá kosti sem bjóðast varðandi gagn- kvæma aðstoð, þ.e. hvaða aðstoð annar hvor að- ilinn geti boðið fram sem nýtist hinum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.