Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ * Ferðabrot frá Israel V Naglasúpa á krossgötum „Yndisleg rís hún / gleði alls landsins,“ segir í sálminum um Jerúsalem. Ekki eiga þau orð allskostar við, þegar Freysteinn ---------------------—~7-r-- Jóhannsson heimsækir hana í Israelsferð sinni; borgin sjálf stendur fyrir sínu, en ---------------------------- gleðinni spilla blóðug átök Israelsmanna HORFT til gömlu borgarinnar af Ólífufjallinu. og Palestínumanna. AÐ ER erfítt að lýsa þeirri tilfinningu, sem tekur mann, þegar Jerúsalemborg blasir við af Olífufjallinu. Það er eins og eitthvað, sem hefur blundað hið innra með manni, brjótist út. En sölumenn nútímans eru fljót- ir að svipta sögunni burt. Þeir eru mættir með asna, ef einhverjir skyldu vilja láta ljósmynda sig á baki hans með Jerúsalem í baksýn. Þeir eru ýtnir. Og þeir eru fimir og fíngralangir. Jerúsalem er heilög borg þrennra trúarbragða; gyðingdóms, kristni og múhameðstrúar. Hún er í stórum dráttum þrískipt; austur- hlutinn, þar sem Arabar búa, vest- urhlutinn, þar sem Gyðingar búa og svo gamla borgin innan múr- anna. Borgin á að heita ein, en er skipt í anda. Utan múranna sækja Gyðingar nú inn í austurhlutann og það veldur átökum og blóðsúthell- ingum, einnig að morgni þess dags, sem við komum til Jerúsalem. En við höldum inn í gömlu borg- ina og göngum leið Gyðingsins. Okkur rekur fljótlega að grátmúr- num, þar sem konur og karlar biðj- ast fyrir, snerta múrinn og bera fram óskir sínar af slíkum innileika að það er óhugsandi annað en þau verði bænheyrð. Það verð ég líka í fyllingu tímans. Síðan liggur leiðin eftir Gyðingahverfinu, þar sem sjá má söguna niður um brunna í göt- unni. Og kemur þá á Via Dolorosa og eftir þeirri leið, sem Kristur fór með krossinn, unz við nemum stað- ar í Kirkju heilögu grafarinnar. Þótt kaupmennskan, ysinn og þysinn séu þessarar stundar, finn ég einhverja angan, sem ég tel mér trú um að sagan beri mér um tæp tvö þúsund ár. Það er þó engan veginn auðvelt, þegar leiðsögu- menn verða að gera hlé á máli sínu meðan herþota flýgur hjá og far- símamir klingja á hverju homi. En í kirkjunni, sem reist hef- ur verið yfir Golgata og gröf Krists, er auðveldara að vera einn með sjálfum sér. Andrúm þessarar stundar er í farangri sér- hvers kristins manns og það er hans að láta það liggja eða leyfa því að leika um sig. Israelsmenn ráða nú Jerúsalem og þar hafa þeir byggt hús, sem sérstæður arkitektúr setur svip á. Má þar nefna þinghúsið, ráðhús, dómhús, háskóia, safn í minningu sex milljón Gyðinga, sem útrýmt var í stríðinu, ísraelska safnið, þar sem m.a. Dauðahafshandritin em geymd í Skríni bókarinnar. Þessi handrit fundust í krakkum í hellum í Qumran við Dauðahafið 1947 og dregur byggingin dám af krukkun- um; er að mestu neðanjarðar, en upp úr stendur dómur, sem er í laginu eins og lokið var á krukkun- um í Qumran. En hvað sem mannskepnan amrar úti, getum við gleymt okkur inni í Tónlistarmiðstöðinni í Jer- úsalem, þar sem Jerúsalemkvar- tettinn („The Jerusalem Quartet") leikur okkur ljúfa tóna. Þessi tón- listarmiðstöð var stofnuð 1972 að frumkvæði fiðlusnillingsins Isaac Stem og með tilstyrk Teddy Kollek, þáverandi borgarstjóra Jerúsalem, og Rothschild sjóðsins. Tónlistarmenn koma hvaðanæva til að miðla ísraelskum tónlistar- mönnum og annarra þjóða, og þá einkum þeim yngri, af reynslu sinni. Þarna er haldinn fjöldinn all- ur af ráðstefnum, námskeiðum og tónleikum auk þess sem fullkom- inn upptökusalur gefur kost á upp- tökum bæði til útsendinga í út- varpi og sjónvarpi og til plötuút- gáfu. Meðal þeirra listamanna, sem þarna hafa komið, er Vladimir Ashkenazy. Strengjakvartettinn, sem kennir sig við Jerúsalem, skipa ungir menn, sem nú gegna herskyldu. Þeir þykja með fádæmum góðir og hefur herinn fallizt á að þeir þjóni fóðurlandinu bezt með því að iðka list sína og gleðja aðra með spila- mennsku. Fyrsta geislaplata þeirra er nýkomin út. „Við reynum að ná til hjarta nemandans og fá hann til að leggja það í tónlistina," segir Isaac Stem, þegar hann ræðir við okkur eftir masterclass, þar sem hann leið- beindi ungum strengjaleikuram. Þama er haldin alþjóðleg kammer- tónlistarstefna og hefur Isaac Stern með sér ellefu aðra kennara, „með samtals 250 ára reynslu“, eins og hann orðaði það, en þátttakend- ur era ungir meðlimir 9 kvartetta og tríóa; frá ísrael, Bandaríkjun- um, Sviss, Þýzkalandi, Danmörku, Ástralíu, Frakklandi og Spáni. Við viljum fá nemenduma til að skilja, hversu eðlileg tón- listin er,“ segir Stern. „Við viljum gera þá aftur að bömum, því bömum er allt svo eðlilegt. Það er ekki fyrr en fordómar foreldr- anna koma til sögunnar að bömin breytast. Við þurfum að losa nem- GRÖF Krists í Kirkju heilögu grafarinnar. Lík hans hvfldi á klettinum til hægri, sem nú er klæddur marmara, frá Föstudeginum langa til páskadags. ' SKRÍN bókarinnar er sérstæð bygging hið innra og ytra, en aðeins „krukkulokið" stendur upp úr jörðinni. enduma við handjám hugans og fá þá til að upp- lifa tónlistina og skilja að mannshugur- inn er í raun stórkostleg- asta hljóð- færi sem til er. Og tón- listin - hún snertir sálina. Þess vegna er tónlistin kjörin til að laða saman ólíkt fólk og fá það til að skilja, að mennirnir eiga að halda friðinn - við Guð sinn, sjálfan sig og alla aðra.“ Þessi orð meistarans era gott vegarnesti út í vargöld dagsins. Eg ber þau við banaspjótin í Austur- Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Og nú, þegar ég er kominn heim, ber þau við blossann frá sprengj- unni, sem varð í miðborg Tel Aviv á fimmtudaginn. Ég vil minnast unga fólksins sem kvöldstund í Amirim söng og spil- aði um frið og ást. Ekki gekk hníf- urinn á milli þeirra og era þau þó böm sjö þjóða. Þau minntu mig á hippa gærdagsins og spurðu, hvort íslendingar veiddu hvali; tóku neit- uninni fagnandi. Það er gott. Hvalir eru nauðsynlegir til að andrúmsloft- ið sé í jafnvægi sögðu þau og héldu svo áfram að syngja um frið og ást. Hvort það verða þau eða aðr- ir, sem leggja ísrael til innri frið, veit ég ekki. Kannski sitt lítið af hvoru. En það myndi ekki saka þá Netanyahu og Arafat að eyða kvöldstund með hippunum í Amirim. Má vera að þeir fyndu þann frið, sem þeir tala um, en virðast ekki hafa í hendi - og gætu þá bætt honum út í sína pólitísku naglasúpu. Isaac Stern
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.