Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 12

Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sigurður Þ. Ragnarsson fréttamaður um greinargerð sína til útvarpsstjóra Frumkvæðið að greinargerð- inni kom frá yfirmönnum RUV rrétustjért EFNl; Stutt grriR*rjjerð ve*n* vlftttb »M> iÞpweln Ptóroa «*n blrtist • i| > ’-j ■' ; $ r ■ Jgiiz * 'its' i< Aö Jrfmií bdóai hcfq{ gftiffararMt *<>vM vin«V»i Ég uodirrHaður tdk viötý vift í^ufxtóti Páisson J 5. »i»l *i y« &..s&wtevt*r Itöföu l»Wtt ‘ali I WnttmM* ráðoneyti* og Sjúkrfthóí Hcykj*vik«f um l«kw.v«ia Vjð ntórgúiw'ffíýrtu tew*»iu«uit. /aaída rne/ilÝ h'Jin&s. Þcg*r vtðUiíð vftf tckíð var i möfgum IjðSmiðíum (j&Uað um orð borgarstjórft um «ð lögregiitn f Rcykjavac vaeri «kki mcgilega Jýnifcg við fikmefoacftúfit i borgtrvm og aö Iwgarstjófi iidöi ósksó vfttr íundi owð lögrcgiujtjóra og ráðherra vegtw þcssa. Þar scm ég v«r rtwð æðita yfirmaoft tógregfumala í p vifitaií. tvUaðí óg tatkitafóð (iikt og trðttaiiKan gcra oft) og spurðt hatu^un J>e«a gagnrýni borgarstjdra ' á lögregiuoa í Reyfcjavík. Pcwftvbgtr v«gt« hvarfj Cknicfita og-|MlWttUrt4n«r-Ytötorcg$ réðhcrr* vtfrá&UTiTetVKtn g^gnrýTh'.'Táhogftverð^ft'á frétuieau.tiðiaamðí . Rótt er ftð netha þftssi gagiwýfti tary*t*$ór» a tfúrfiftgtágunw köm i lýoijhu|jéttar á STf)Ð 2 jun Ré« er ftó neftta Jxtssi gagiwým borgat*tjóf» mxitrijðgreígunitar kdðt í fyólfiiflféttar á STrtÐ 2 tun mifcla flfcidfifnasoiu við grumwfcóia borgarúmfir, £égkem uppfr ;oht i«iij|við v t,’«m {jennan tiag V ijejgi it JðttatAúi 1 SIGURÐUR Þ. Ragnarsson fréttamaður segir að Helgi H. Jónsson fréttastjóri hafi beitt þrýstingi við gerð greinargerðar til útvarps- stjóra um viðtal við Þorstein Pálsson. Sigurður sýnir meðfylgjandi uppkast máli sínu til stuðnings og segir að yfirstrikanirnar og athuga- semdirnar séu Helga. Sigurður undrast m.a. það að Helgi skyldi hafa strokað út nafn borgarsljóra á nokkrum st.öðum í greinargerðinni. SIGURÐUR Þ. Ragn- arsson fréttamaður seg- ir það alrangt að hann hafi átt frumkvæði að því að senda greinar- gerð um það sem hann kallar „óeðlileg sam- skipti" sín og Helga H. Jónssonar, fréttastjóra Sjónvarpsins, til Mark- úsar Arnar Antonsson- ar útvarpsstjóra. Beiðni um slíka greinargerð hafi komið frá yfir- mönnum Ríkisútvarps- ins (RÚV) eftir að þriðji aðili hafi sagt þeim frá upphlaupi milli sín og Helga í vor vegna frétt- ar sem fjallaði m.a. um hin svoköll- uðu vörsluskattsmál Hrannars B. Arnarssonar. I umræddri greinargerð Sigurð- arv sem hann skilaði til yfirmanna RUV um miðjan ágúst sl., skýrir Sigurður m.a. frá „óeðlilegum af- skiptum" Helga af þremur fréttum sem tengdust R-listanum árið fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og segir auk þess frá því að Helgi hafi beitt hann „óbærilegum þrýstingi" til þess að hliðra til sannleika í eldri skýrslu til útvarpsstjóra um frétt sem varðaði ummæli Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra í vor. Sigurður segir að hann hafi sagt starfi sínu lausu og hætt á frétta- stofu Sjónvarps þegar hann hafi skilað greinargerðinni í ágúst sl. vegna þess að hann hafi ekki treyst sér til þess að starfa áfram með fréttastjóra miðað við þá reynslu sem hann hefði haft af honum. „Fjölmiðlar hafa gefið í skyn að hér sé um eitthvert pólitískt mál að ræða. Ég spyr hvort það hafi eitt- hvað með pólitík að gera að segja upp lifibrauði sínu,“ segir Sigurður. Aðspurður segist Sigurður hins vegar vera einn af umsækjendum um fasta stöðu fréttamanns á Sjón- varpinu, en sú umsókn sé með þeim fyrirvara að á umræddu máli verði tekið með einum eða öðrum hætti. Hvernig á því verði tekið sé á hinn bóginn í höndum útvarpsstjóra. Þá segir hann aðspurður að hann harmi það ekki að níu fréttamenn á fréttastofu Sjónvarps hafi í sumar skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Helga þess efnis að unnið hefði verið að fréttaflutningi fýrir síðustu kosningar á sama hátt og áður, vegna þess að menn verði að tala út frá eigin reynslu. „Og hafi þeir ekki orðið fyrir sömu reynslu og ég, þá er það gott,“ segh' hann meðal annars, en bendir á að sumir af þeim sem hafi skrifað undir yfirlýs- inguna hafi ekki verið við störf á fréttastofunni fyr- ir fjónim árum. Tekur ekki þátt í þessu Sigurður rekur nokkur dæmi um það sem hon- um finnst vera óeðlileg framkoma fréttastjóra Sjónvarps og segir að upphafið að því megi í raun rekja til þess þegar honum hafi verið falið að fjalla um mál sem tengdist fjármálaóreiðu Hrannars B. Arnarssonar og Helga Hjörvar um miðjan maí sl. Sigurður segir, að sama dag og hann hafi fengið málið til umfjöllunar, reyndar að hans eig- in frumkvæði, hafi hann komist að því að Hrannar ætti hugsanlega yfir höfði sér refsingu vegna vörslu- skattsmálsins og að lögmenn gætu bent á dómafordæmi því til stað- festingar. Þegar hann hins vegar hafi sagt frá þessari niðurstöðu á fréttamannafundi hafi Helgi brugð- ist illa við. „Eftir hádegi byrja ég hins vegar á því að vinna í málinu, en þá kemur Helgi með grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sama dag og biður mig um að fara í það mál. Eg spyr þá hvort ég eigi að hætta í hinu málinu, en hann svarar því ekki og segir mér að fara í þetta mál, sem ég og gerði,“ segir Sigurð- ur. „Ég tók viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu, um það sem kemur fram í greininni, en þar segir m.a. að sjálf- stæðismenn séu þrjótarnir í vörslu- skattsmálinu. Ég spyi' Ingibjörgu um þetta og hún segist hafa rök- studdan grun um það að málið sé frá sjálfstæðismönnum komið.“ Sigurður kveðst síðan hafa tekið viðtal við Ama Sigfússon, oddvita sjálfstæðismanna, sem haíi vísað ásökunum Ingibjargar á bug og talið að hún væri í raun og veru far- in að leita að boðbera hinna válegu tíðinda. „Síðan spurði Arni hvort Jóhanna Sigurðardóttir væri þá líka þrjóturinn í Landsbankamálinu." Eftir viðtölin segist Sigurður hafa skýrt Helga stuttlega frá því sem Ingibjörg og Árni hefðu sagt. „Þá segir Helgi eitthvað á þá leið, og að því er vitni, að hann [Ami] ætti ekk- ert að fá að segja þetta. Og þegar hann segir þetta við mig, springur sprengjan. Ég hendi í hann gögnun- um og segi honum bara að hirða þetta og að ég sé hættur, því ég taki ekki þátt í svona vinnubrögðum. Helga bregður hins vegar við þetta og dregur allt í land og segir mér bara að hafa þetta eins og ég telji nauðsynlegt," segir Sigurður, en bendir jafnframt á að aldrei hafi orðið úr hinni fréttinni um hugsan- legan refsiþátt Hrannars B. Arn- arssonar. Beittur þrýstingi Sigurður segist hafa ætlað að þegja yfir þessu upphlaupi, en að einhver á fréttastofunni hafi sagt fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins, Bjarna Guðmundssyni, frá því, sem síðan hafi haft samband við sig. Sigurður kveðst þá hafa óskað eftir fundi með framkvæmdastjóra og útvarps- stjóra og skýrt þeim frá málavöxt- um, sem síðan hafi leitt til þess að útvarpsstjóri hafi óskað eftir grein- argerð um samskipti hans og Helga. Sú greinargerð var lögð fram í ágúst sl. Sigurður segir að í þeirri gi'einar- gerð reki hann einnig eldra mál, þar sem Þorsteinn Pálsson hafi komið við sögu. Upphaf þess megi rekja til ummæla Ingibjargar Sólrúnar sl. vetur um að lögreglan í Reykjavík væri ekki nægilega sýnileg við fíkni- efnaeftirlit í borginni. Sigurður seg- ist hafa spurt Þorstein álits á þess- um ummælum Ingibjargar, á sama tíma og hann hafi verið að taka við- tal við hann út af öðru máli og kvaðst Þorsteinn fagna áhuga borg- arstjóra á málefnum lögreglunnar. Þetta hafi gerst tíu dögum fyrir kosningarnar í vor. Helgi hafi hins vegar ekki tekið í mál að birta þessi umrnæli Þorsteins. Sigurður segist hafa fallist á það, en síðar hafi komið fyrirspurn til Helga frá útvarpsstjóra, um það hvað hafi orðið um viðtalið. Sigurð- ur segist hafa verið fenginn til að skrifa stutta greinargerð um það mál, en Helgi hafi beitt hann þiýst- ingi til að segja ekki frá því sanna í málinu. Helgi hafi sagt að greinar- gerðin ætti að vera honum í hag ella gæti hann allt eins staðið upp úr stól fréttastjóra. „Ég, lausráðinn fréttamaður, í hvaða stöðu var ég kominn?“ spyr Sigurður. „Yfirmað- ur minn stendur fyrir framan mig og spyr hvort ég ætli að bera ábyrgð á því að hann hrökklist frá störfum. Ég sagði við hann að þrýstingur hans væri óbærilegur en ákvað hins vegar að láta ekki brjóta á samskiptum okkar Helga í þessu máli,“ segir Sigurður og bætir við að greinargerðin hafi því verið eins nálægt sannleikanum og hægt hafi verið. SIGURÐUR Þ. Ragnarsson. Fólk Doktor í heimspeki • STEFÁN Snævarr varði doktors- ritgerð í heimspeki við Björgvinjarhá- skóla í Noregi 21. ágúst síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið „Minerva and the Muses. The Place of Reason in Aesthetic Judgement“. Höf- undur reynir að hrekja þá skoðun að dómar manna um gæði lista- verka séu öldung- is smekkbundnir. Slíka dóma má rökstyðja misvel og þeir eru aukin- Stefán Snævarr he]dur hrekjan. legir. Astæðan er sú að kenningar um listir og fagurfræði hafa þýðingu fyrir dóma um gæði listaverka en kenning- ar þessar svífa tæpast í lausu lofti. Til dæmis ætti að vera hægt að skera úr um hvort list sé eðli sínu samkvæmt eftirlíking á veruleikanum eður ei. Sé list eftirlíking og „hermikenningin" sönn þá má hrekja dóm á borð við „afstraktmálverk Nínu Tryggvadótt- ur eru snjöll listaverk". Samkvæmt „hermikenningunni" eru afstraktmál- verk ekki listaverk og dómurinn því út í hött. Sé hermikenningin röng er dómurinn tækur, þó hann geti verið gallaður af öðrum ástæðum. Allir dómar um listaverk hafa fræðilegar forsendur þó dæmendur geri sér ekki alltaf grein fyrir því. Sérhver dómur hefur óbeint svar við spurningunni „hvað er list?“ og „hvað er listdómur?“ að forsendu. Við getum ekki sagst fella listdóm nema rökstyðja megi að dómurinn sé listdómur. Én listdómar hafa líka aðrar hluttækari (konkretari) víddir. Þeir eru einnig hluti af listrænni virkni þar sem hlutstæð þekking og þjálfun skiptir miklu. Vandséð er hvernig menn geti dæmt óperusöng af einhverju viti ef þeir hafa ekki nógu næmt tónaeyra til að nema hvort tiltekinn söngvari hafi komist upp á háa séið. Ennfremur verða menn að hafa vald á óperuhugtakinu og lágmarksþekkingu á sögu óper- unnar. Þriðji þáttur listdóma er svo huglæga víddin þar sem smekkurinn ríkir einn, handan alls rökstuðnings. Enginn rökstuðningur getur fengið menn til að heillast af óperum eða hatast við Hallbjörn kántrí. Allt um það hefur listmat skynsamlegan þátt ef trúa má doktorsritgerð Stefáns. Stefán Snævarr er fæddur í Reykjavík arið 1953. Hann er sonur hjónanna Ármanns Snævarr, fyrr- verandi hæstaréttardómara, og Val- borgar Sigurðardóttur, fyrrverandi skólastjóra Fósturskólans. Stefán hefur starfað í Noregi um langt ára- bil og er nýráðinn dósent í heimspeki við Svæðisháskólann í Lillehammer. Auk þess hafa komið sjö ljóðabækur frá hans hendi. Islandsbanki gerir grein fyrir risnukostnaði síðustu 5 ára Kostnaður við gesta- móttöku 74,5 milljónir KOSTNAÐUR íslandsbanka við gestamóttöku á árunum 1993-1997 nam samtals 74,5 milljónum króna eða 14,9 milljónum að meðaltali á ári. Inni í þessum tölum er kostnað- ur við gestamóttöku allra útibúa bankans, en hann er 42% upphæð- arinnar. Kostnaður við veiðiferðir bankans á þessum 5 árum nam sam- tals 9,5 miiljónum. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi íslandsbanka, sem sent er hluthöfum. Þegar umræður um risnu- og ferðakostnað ríkisbank- anna stóðu sem hæst fyn- á þessu ári óskaði Guðmundur Arni Stef- ánsson alþingismaður eftir upplýs- ingum um risnu- og ferðakostnað íslandsbanka. Bankaráð íslands- banka hafnaði beiðninni og taldi óeðlilegt að bankinn yrði dreginn inn í þessa umræðu. Bankaráðið taldi óeðlilegt að hlutafélög í einka- eigu væru krafin um slíkar upplýs- ingar á Alþingi, sem sjálft hefði sett leikreglur sem kvæðu á um að stjórnendur hlutafélaga hefðu upp- lýsingaskyldu gagnvart hluthöfum á hluthafafundi. Kostnaður við veiðiferðir 9,5 milljónir I fréttabréfinu kemur fram að kostnaður við gestamóttöku á árun- um 1993-1997 nam að meðaltali 14,9 milljónum. Hæst fór kostnaðurinn 1995 í tengslum við opnun nýrra höfuðstöðva og var þá 17,6 milljónir en lægstur var hann árið 1996 eða 12,5 milljónir. Kostnaður við veiðiferðir er með- talinn í kostnaði við gestamóttöku. Hann nam að meðaltali á þessum 5 árum 1,9 milljónum. Kostnaður dótturfélaga er meðtalinn. Undan- farin ár hefur einungis erlendum viðskiptavinum Islandsbanka verið boðið í slíkar ferðir. Ferðakostnaður íslandsbanka innanlands nam 22 milljónum á þessum fimm árum eða 4,4 milljónir á ári að meðaltali. Erlendur ferða- kostnaður bankans á þessum árum nam samtals 74,5 milljónum eða 14,9 milljónum á ári að meðaltali. Hlutur bankastjórnar í erlendum ferðakostnaði bankans hefur undan- farin ár verið 23% eða samtals 17 milljónir á þessum árum. Ferðakostnaður Islandsbanka innanlands og erlendis og kostnað- ur við gestamóttöku á þessum fimm árum er samtals 171 milljón. Sömdu um Þorbj arnarfell LANDSSÍMI íslands hf. og Tal hf. hafa, með milligöngu Póst- og fjarskiptastofnunar, náð sam- komulagi um afnot af Þorbjarn- arfelli við Grindavík fyrir fjar- skiptaþjónustu Tals hf. Að sögn Þórólfs Arnasonar, forstjóra Tals hf., felur samningurinn í sér að Tal fær þann aðgang að Þorbjamarfelli sem fyrirtækið sóttist eftir. í fréttatilkynningu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að með samkomulaginu sé lögð áhersla á að sendistöðvar og að- staða Tals hf. á Þorbjarnarfelli, sem gengið verður frá á næst- unni, muni ekki skaða önnur fjarskipti sem eru nú þegar á staðnum eða eru fyrirhuguð í framtíðinni. Báðir aðilar séu sáttir við niðurstöðu málsins. Þórólfur Ái-nason sagði að ágreiningur aðilanna hefði aldrei snúist um peninga, að sínu mati. Tal gi-eiddi gjald fyrir aðganginn og annað hefði aldrei staðið til. „Þetta snerist bara um að- ganginn. Við fáum að vera á toppnum á fjallinu og það er ánægjulegt að okkar mati að þarna virðist komið í ljós að skil- yrði í rekstrarleyfi Landssímans um aðgengi er virkt. Við lýsum ánægju okkar með framgöngu Póst- og fjarskiptastofnunar," sagði Þórólfur. Hann sagði að Tal sæi þetta mál sem vísbend- ingu um það að aðstaða sem byggð hefði verið upp í landinu fyrir almannafé til fjarskipta- þjónustu yrði ekki notuð til að berja niður samkeppni í grein- inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.