Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Framkvæmdastiórar sjúkrahúsa á landsbyggðinni gagnrýna gerð aðlögunarsamninga
Markmið um gegn-
sæja samninga snú-
ast í andhverfu sína
FRAMKVÆMDASTJÓRAR
sjúkrahúsa á landsbyggðinni gagn-
rýna harðlega hvernig staðið hefur
verið að gerð aðlögunarsamninga.
Þeir segja að sú tilraun að flytja
samningana út í stofnanirnar hafí
gjörsamlega mistekist. Markmiðið
hafí verið að gera samninga gegn-
sæja en samningar sem gerðir voru
við hjúkrunarfræðinga í Reykjavík
hafí stefnt í þveröfuga átt. Betra
hefði verið ef gengið hefði verið frá
öllum þáttum kjarasamninganna á
einu borði.
Viðræður standa núna yfir um
gerð aðlögunarsamninga við hjúkr-
unarfræðinga á flestum sjúkrahús-
um á landsbyggðinni. Nokkur
sjúkrahús höfðu gengið frá slíkum
samningum áður en hjúkrunarfræð-
ingar í Reykjavík sögðu upp til að
knýja í gegn aðlögunarsamninga.
Meðal þessara sjúkrahúsa eru
sjúkrahúsin á Húsavík, Siglufírði,
Sauðárkróki og Akranesi. Hjúkrun-
arfræðingar á þessum spítölum eru
óánægðir með sinn hlut enda sömdu
þeir um minni hækkanir en samið
var um í Reykjavík.
Sum sjúkrahús þurfa
að gera nýja samninga
Sigurður Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sjúkrahúss Akraness, sagðist
gera ráð fyrir að taka yrði samning
við hjúkrunarfræðinga á Akranesi
til endurskoðunar með hliðsjón af
samningunum sem gerðir voru á
sjúkrahúsunum í Reykjavík. Samn-
ingurinn á Akranesi gerði beinlínis
ráð fyrir því. Hann sagði að erfitt
væri að fá upplýsingar um hvað
hefði verið samið um í Reykjavík og
greinilegt væri að þar væri ekki allt
uppi á borðinu.
Gengið var frá aðlögunarsamn-
ingi við hjúkrunarfræðinga á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir
nokkrum vikum og sagði Halldór
Jónsson framkvæmdastjóri að
samið hefði einfaldlega verið um
það sama og samið var um í Reykja-
vík. Næsta verkefni væri að ljúka
samningum við aðrar heilbrigðis-
stéttir.
Á ísafírði hefur verið fundað um
aðlögunarsamning við hjúkrunar-
fræðinga annan hvem dag að und-
anfórnu, að sögn Guðjóns Brjáns-
sonar, framkvæmdastjóra Sjúkra-
húss Isafjarðar. Hann sagðist ekki
geta svarað því hvaða stefnu við-
ræðumar tækju, en í sínum huga
væri ljóst að sjúkrahúsin á lands-
byggðinni yrðu að semja um sömu
hækkanir og samið var um í
Reykjavík. Hjúkranarfræðingarnir
hefðu sett fram kröfur um að fá
ekki minna en félagar þeirra í
Reykjavík og stjórnendur sjúkra-
húsanna væru í veikri stöðu. Þeir
væru í samkeppni um starfsfólk, en
jafnframt hefðu þeir ekkert fjár-
magn til að semja um hæmi laun.
Þeir væru í engri stöðu til að taka
þetta verkefni að sér.
Skúffusamningar í Reykjavík
„Það sem veldur okkur erfiðleik-
um er að við vitum lítið um það sem
samið var um í Reykjavík. Við erum
komnir ansi langt frá markmiðum
þessa nýja launakerfis sem fjár-
málaráðuneytið samdi um. Það var
talað um að allt ætti að vera gegn-
sætt og kjör ættu að liggja á borð-
inu. Nú er komnir fram þeir örg-
ustu skúffusamningar sem um get-
ur. Og þetta er gert fyrir atbeina
opinberra aðila í Reykjavík,“ sagði
Guðjón.
Guðjón sagðist vilja gera samn-
inga sem væru um hækkun á
grunnkaupi þannig að kjörin lægju
á borðinu eins og verið hefði. Það
yrði erfitt að framfylgja slíkri
stefnu ef ísfírðingar ættu að gera
eins samninga og sjúkrahúsin í
Reykjavík hefðu gert.
Kristinn Ivarsson, framkvæmda-
stjóri Sjúkrahúss Neskaupstaðar,
tók undir með Guðjóni og sagðist
ekki eiga von á öðra en að þær
hækkanir sem samið var um í
Reykjavík yrðu látnar ganga yfir
sjúkrahúsin á landsbyggðinni.
Hann sagði að samningar við hjúkr-
unarfræðinga á Neskaupstað væru
skýrir. Það væri greitt 25% staðar-
uppbót ofan á grunnkaup og greidd-
ur væri flutningsstyrkur. Sam-
kvæmt sínum heimildum væru
hjúkrunarfræðingar í Reykjavík
einnig yfirborgaðir, en þær greiðsl-
ur væra ekki jafn skýrar.
„Að mínu mati er þetta hörmu-
legt að þessum samningum skuli
ekki vera lokið á einum stað í stað
þess að vera henda þessu út í stofn-
anir sem era gjörsamlega vanbúnar
til að taka við þessum pakka. Það er
eins og þetta sé gert til að egna
saman stjómendum og starfsfólki á
þessum stofnunum. Bæði stéttarfé-
lögin og fjármálaráðuneytið eru svo
með puttana í þessu áfram og það
hefði því verið eðlilegt að þessir að-
ilar kláruðu málið.“
Kristinn sagði að gerð aðlögunar-
samninganna hefði kostað gífurlega
mikla vinnu. Hjúkrunarfræðingar
hefðu verið að semja um kjör sín í
yfirvinnu og fá aðra til að vinna fyr-
ir sig. Þessi samningavinna ein og
sér kostaði því spítalann talsverða
fjármuni. Síðan ætti eftir að semja
við meinatækna og aðra. Kristinn
sagðist ekki útiloka að niðurstaðan
yrði sú að aðlögunarnefndin kæmist
ekki að niðurstöðu og málið færi í
úrskurðarnefnd.
Að sögn framkvæmdastjóra
sjúkrahúsanna hefur forysta Félags
hjúkranarfræðinga verið hjúkrun-
arfræðingunum í aðlögunarnefnd-
unum til aðstoðar við gerð samning-
anna, en samkvæmt aðalkjarasamn-
ingi félagsins era aðlögunarsamn-
ingarnir gerðir milli þess og sjúkra-
húsanna.
Ungir hægrimenn í Evr-
<5pu heiðra Davíð Oddsson
Davíð
Oddsson
Ljósmyndir/Viltis
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhendir Dönu Migaliovu,
formanni Viltis, peningagjöf frá systursamtökunum Þroskahjálp við at-
höfn á síðasta degi opinberrar heimsóknar sinnar til Litháens í sumar.
Þroskahjálp styrkir
systursamtök í Litháen
EVRÓPUSAMTÖK
ungra hægri manna
(EYC) hafa ákveðið að
heiðra Davíð Oddsson,
forsætisráðherra, í sér-
stökum Frelsiskvöld-
verði í Reykjavík laug-
ardaginn 26. septem-
ber nk.
„Telja samtökin að á
glæstum stjórnmála-
ferli sínum hafi forsæt-
isráðherra sýnt að
hann sé einstakur tals-
maður frelsis og fram-
fara. Jafnframt sé Da-
víð Oddsson einn far-
sælasti stjómmálaleið-
togi á Vesturlöndum á
þessum áratug. Engum ætti að dylj-
ast að þeirri hugmyndafræði sem
hægri menn í Evrópu aðhyllast hafi
New York. Morgnnblaðið.
„VIÐ ERUM mjög spennt yfir því
að fá að hýsa aðalhátíðarhöld þúsund
ára afmælis Leifs Eiríkssonar hér í
Fíladelfíuborg og við hlökkum mikið
til,“ sagði borgarstjóri Fíladelfiu-
borgar, Edward G. Rendell, á blaða-
mannafundi sem haldinn var í ráð-
húsi Fíladelfíuborgar fyrir helgi. Þar
kynnti stjórnamefnd þúsund ára af-
mælis landafunda Leifs Eiríkssonar
fyrirhuguð hátíðarhöld.
Á fundinn vora mættir allir full-
trúar Norðurlanda sem sæti eiga í
nefndinni auk annarra forystumanna
norrænna félagasamtaka. Af Islands
hálfu voru Örn Aðalsteinsson, vara-
formaður stjómar, Öm Alvarsson
nefndarmaður ásamt Sveini Bjöms-
syni sendiráðsritara í Washington
DC. Aðalhátíðarhöldin munu byrja á
næsta ári, 1999, hinn 9. október -
sem er opinber hátíðisdagur Leifs
Eiríkssonar í Bandaríkjunum - og
standa yfir til 9. október 2000. Fíla-
verið framfylgt með
góðum árangri hér á
landi, t.d. með því að
draga úr afskiptum
hins opinbera af at-
vinnulífínu, m.a. með
einkavæðingu, látið af
sértækum pólitískum
aðgerðum og náð tök-
um á ríkisfjármálum.
Undir öryggri forystu
Davíðs Oddssonar hef-
ur Sjálfstæðisflokkur-
inn verið leiðandi afl í
þeim breytingum að
fiygg)3 Islandi sess
meðal auðugustu þjóða
heims,“ segir £ frétt frá
samtökunum.
Þetta er í þriðja sinn sem sam-
tökin halda slíkan frelsiskvöldverð
og í þeim fyrsta, sem haldinn var í
delfía varð fyrir valinu sem aðalmið-
stöð hátíðarhaldanna „vegna þess að
hér liggja rætur norrænar menning-
ar djúpt. Svíar komu hér á öndverðri
17. öld og vora fyrstu evrópsku land-
nemamir í Fíladelfíu og stofnuðu
hér kirkju ásamt fleira. Þetta er
hluti af sögu Ameríku og við í nefnd-
inni teljum að saga víkinganna sé
líka hluti sögu Amei-£ku,“ sagði
stjórnarformaður nefndarinnar,
Norðmaðurinn Per Christiansen.
Dr. Örn Aðalsteinsson hóf mál sitt
á því að minna á að Leifur Eiríksson
var fæddur á íslandi. Hann talaði
líka um starf íslensku landafunda-
nefndarinnar og benti sömuleiðis á
að íslendingar era einir Norður-
landabúa sem fulltrúa eiga í þúsund
ára nefnd Hvíta hússins.
Umfangsmikil hátíðarhöld
Örn sagði í samtali við Morgun-
blaðið að umfang hátíðahaldanna
Lundúnum, var Margaret Thatcher
heiðrað fyiár framgöngu sína í
heimsstjórnmálum en í fyrra var
fundurinn haldinn í Gdansk í Pól-
landi þar sem samtökin heiðruðu
Lech Walesa, fyrrverandi forseta
landsins, fyrir framlag hans í frels-
isbaráttu Pólverja á síðasta áratug.
I tengslum við Frelsiskvöldverð-
inn verður haldin ráðstefna fóstu-
daginn 25. september, sem ber yfir-
skriftina „Markaðslausnir í um-
hverfismálum". Ráðgert er að ræða
hvort hægt sé að leita hagfræði-
legra lausna við umhverfisvanda-
málum eins og „Hnatthitun", meng-
un sjávar og fleira.
Formaður Evrópusamtaka ungra
hægri manna er Claus Bunk Peder-
sen frá Danmörku en Sigmundur
Sigurgeirsson, formaður SUS, er
varaformaður samtakanna.
væri gífurlegt. Kynning, skipulagn-
ing, fjármögnun, framkvæmd sem
nær yfir sjö lönd og tvær heimsálfur,
segir sína sögu. Þúsund ára afmælis-
nefnd Leifs Eiríkssonar vinnur sem
regnhlífasamtök undir slagorðinu
„Leifur kom fyrst“.
I Norður-Ameríku eru um 35 millj-
ónir manna sem rekja upprana sinn
til Norðurlanda og þar af 14 miljjónir
manna sem telja allar ættir sínar
þangað. Nefndin hvetur stór samfé-
lög og smá til að minnast Leifs Ei-
ríkssonar, siglingar hans til Ameríku
og til að vekja athygli á „öllu því sem
viðkemur víkingum". Nefndin hvetur
líka til þess að Norðurlöndin noti þús-
und ára afmæli Leifs Eiríkssonar til
að koma menningu sinni og viðskipt-
um á íramfæri í Norður-Ameríku.
Meðal verkefna nefndarinnar sem
þegar era í höfn er vefsíða á alnetinu.
Fyrir þá sem áhuga hafa á síðunni er
hana að finna á www.leif2000.org.
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp
ákváðu nýverið að gefa Viltis,
systursamtökum sínum í Litháen,
allrausnarlega peningagjöf, sem
íslenzku forsetahjónin, Olafur
Ragnar Grímsson og Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir, afhentu
er þau voru í opinberri heimsókn
í Vilnius fyrr í sumar.
Peninga þessa, 600.000 kr.,
fengu samtökin nýlega vegna
uppgjörs af starfí norrænu sam-
takanna um málefni þroska-
heftra (NFPU) en þau samtök
voru lögð niður á síðasta ári.
Þróunaraðstoð fslendinga hef-
ur að sögn Friðriks Sigurðsson-
ar, framkvæmdastjóra Þroska-
hjálpar, verið afskaplega tak-
mörkuð og fannst samtökunum
að þrátt fyrir stöðugan fjárskort
til að Ieysa brýn verkefni heima
fyrir væri eðlilegt að þeir pen-
ingar sem samtökunum bærust
vegna erlends samstarfs kæmu
þeim sem væru meira þurfandi
að notum.
Þroskahjálp óskaði eftir því
við forseta Islands að hann færði
Viltis þessa peningagjöf í opin-
berri heimsókn sinni til Litháens
og varð hann við þeirri bón.
Voru peningarnir afhentir við at-
höfn á dagheimili fyrir fötluð
börn í Vilnius 15. júní sl.
Dana Migaliova, formaður
Viltis, tók á móti gjöfinni. Hún
vildi koma þeim skiiaboðum til
ÍSLENZKU forsetahjónin, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson og Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir, heilsa
upp á fótluð börn á dagheimili í
Vilnius, þar sem afhendingarat-
höfnin fór fram.
íslendinga, að gjöfin og sérstak-
lega sá heiður sem samtökunum
var sýndur með heimsókn for-
setahjónanna hefði vakið mikla
athygli og umtal í Litháen. Sagði
hún þakkarhug Litháa í garð vel-
unnara Viltis á íslandi einlægan
og að hún byndi miklar vonir við
frekara samstarf við þá. Að sögn
Friðriks Sigurðssonar er til um-
ræðu að Islendingar aðstoði við
sérmenntun fólks sem annast
umönnun fatlaðra í Litháen.
Aðalhátíðahöld vegna landafundaafmælis í Ffladelfíu
Borgin valin vegna nor-
rænna menningartengsla