Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 22

Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ____________UR VERINU___________ Engin viðskipti á Kvótaþingi íslands Aðeins hafa borist sölu- tilboð í þrjár tegundir EKKI hafa enn farið fram nein við- skipti á Kvótaþingi Islands en það tók til starfa 1. september. A fyrsta viðskiptadegi í fyrradag bárust eng- in tilboð til þingsins. í gær var hins- vegar hæsta kauptilboð á þorski 86 krónur, hæsta kauptilboð á ýsu 15 krónur og skarkola 12 krónur. Engin sölutilboð höfðu hins vegar borist. Tómas Örn Kristinsson, stjómar- formaður Kvótaþings Islands, segh’ ekki koma sér á óvart hve viðskiptin á þinginu fari rólega af stað. Slíkt væri viðbúið í upphafi fiskveiðiárs, auk þess sem menn vildu eflaust kynna sér starfsemi Kvótaþings til hlítar og færu þvi hægt í sakirnar. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru sammála um að fyrstu við- skiptin á Kvótaþingi yrðu erfið því í raun og veru yrðu menn að hlera úti á mörkinni hvert hið eðlilega verð yrði á hverri tegund. Eftir því sem viðskiptin yi’ðu meiri, myndaðist ákveðin verðþrón og eðlilegt mark- aðsverð. Ámi Guðmundsson, sölustjóri Kvótasölunnar ehf., segir starfssvið og áherslur kvótamiðlara óneitan- lega breytast eftir tilkomu Kvóta- þings. Hann gerir ráð íyrir að Kvótasalan ehf. taki að sér umboðs- mennsku íyrir útgerðir á þinginu en verið sé að vinna að því. Hins vegar haldi íyrirtækið áfram að miðla var- anlegum kvóta og jöfnum skiptum. Of þungt í vöfum Ami segir að fyrir sitt leyti lítist sér vel á tilkomu Kvótaþings en telur að reglur þess kunni að vera of stíf- ar. „Við þekkjum hvernig verðið er reiknað út og ég óttast að það geti reynst erfitt á þinginu. Bilið milli sölutilboða og kauptilboða getur oft orðið ansi breitt. Þess vegna getur ýmislegt komið í veg íyrir að eðlilegt og réttlátt viðskiptaverð komi upp á Kvótaþingi. Reynslan sýnir að oft eru menn með aflamark á sölu á mun hærra verði en markaður segir til um hverju sinni. Það er hætt við að margir leggi til dæmis inn sölutilboð á þorski á 95 krónur fyrir kílóið. Það kemur hins vegar til með að mgla útreikninga á eðlilegu viðskiptaverði og þá koma í veg fyrir að viðskipti nái fram að ganga.“ Arni telur því að Kvótaþing gæti reynst þungt í vöfum og þá fari menn að leita annarra leiða til að selja eða kaupa kvóta. Einnig sé mikilvægt að kvótaviðskipti gangi hratt og vel fyr- ir sig á álagstímum, t.d. í lok ágúst. Þá vilji menn hagræða og velti ekki alltaf fyrir sér hvort aflamarkið sé einni krónu dýrara eða ódýrara. „Þeir vilja aðeins safiia eða losa kvóta þar sem það á við. Það þarf að ganga hratt fyrir sig. Þetta gæti orð- ið vandamál á þinginu í lok þessa fiskveiðiárs. Ef Kvótaþing verður jafn stirt og menn óttast þá leita þessi viðskipti í annan farveg. Við vonumst hins vegar til þess að við- skiptin á þinginu sh'pist til þegar á líður. Reyndar verður að segjast eins og er að löggjöfin um Kvótaþing er mjög stíf og gefur stjórnendum þess lítið svigrúm til að breyta nema með lagasetningu. Því þyrfti að breyta því það er engum í hag að hafa þessi við- skipti of stíf. Viðskipti verða að vera þjál,“ segir Ámi. Reuters NELSON Mandela, forseti S-Afríku, var í gær kjörinn forseti Samtaka óháðra ríkja (NAM) sem komu saman til fundar í tólfta skipti. Var Fidel Castro, forseti Kúbu, meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem óskuðu Mandela, og eiginkonu hans Graca Machel, til liamingju með kjörið. Forseti Namibíu hvetur til stuðn- ings við Kabila Kinshasa, Durban. Reuters. LAURENT KABILA, forseti Lýð- veldisins Kongó, mætti til leiðtoga- fundar Samtaka óháðra ríkja (NAM), sem haldinn er í Durban í Suður-Afríku, flestum að óvörum í gær. Forseti Namibíu, Sam Nu- joma, fór þess á leit við fundinn að hann styddi baráttuna gegn upp- reisnarmönnum í Kongó, en Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna (SÞ) notaði tækifærið og bað stjórnir landanna, sem hafa blandað sér í átökin í Kongó um að ræða deiluna sérstaklega á fundin- um í Durban. Uppreisnarmenn hafa enn stór landsvæði í Austur-Kongó á sínu valdi og segjast nú sækja í átt að borginni Lubumbashi syðst í Kongó. NAM var stofnað árið 1961 af Jos- ip Tító, einræðisherra í Júgóslavíu, og var hugsað sem bandalag ríkja sem stóðu utan Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) og Varsjárbanda- lagsins á tímum kalda stríðsins. Leiðtogar 60 landa eru saman komnir nú til tveggja daga fundar og þeirra á meðal eru forsetar Zimbabve, Angóla og Namibíu, sem allir hafa lagt Kabila lið í átökunum við uppreisnarmenn í Kongó. Þar eru einnig leiðtogar Uganda og Rú- anda, sem Kabila sakar um stuðning við uppreisnina. Friðarumleitanir Nelsons Mand- ela, forseta Suður-Afríku, hafa ekki borið árangur til þessa en Kofi Ann- an reynir nú að fá deilendur til þess að semja um friðsamlega lausn átakanna í Kongó. Uppreisnarmenn 1 Kongó saka stjórnarhermenn um fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Þeir segjast hafa fundið lík a.m.k. 100 manna í gröfum nærri Kisangani. Fregnir þessa efnis eru óstaðfestar. Irakar hóta nýjum aðgerðum Bagdad. Reuters. IRAKAR hótuðu í gær að grípa til nýrra, óskilgreindra aðgerða ef ör- yggisráðið tæki til greina tillögu Bandaríkjamanna og Breta um að ráðið hætti reglulegri endurskoðun á viðskiptaþvingunum sem settar hafa verið á Irak. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Iraks, sagði að íi’öskum stjórn- völdum væri nokk sama þótt öryggis- ráðið hætti endurskoðuninni og Irak- ar myndu ekki hverfa frá þeirri ákvörðun sinni, er æðsta stjóm landsins tók 5. ágúst sl., að hætta samstarfi við vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna. I tilkynningu til fréttamanna sagði Bakteríur í trilljónavís á jörðinni Lundúnum. The Daily Telegraph. FIMM milljón trilljón trilljónir baktería finnast á jörðinni. „Það er fimm með 30 núllum fyrir aftan,“ segir William Whitman, prófessor í örverufræði við Háskólann í Georg- íu í Bandaríkjunum, í tilraun til þess að skýra fjöldann fyrir al- menningi. Hópur vísindamanna undir for- ustu Whitmans hefur orðið fyrstur til að slá tölu á fjölda allra baktería á jarðríki. „Vegna þess hversu fjöl- breyttar og mikilvægar bakteríur eru lífinu á jörðinni, fannst okkur þess virði að gera okkur grein fyrir fjölda þeirra,“ sagði Whitman og bætti því við að mannkynið væri óneitanlega fámennt í samanburði. Aziz að ef öryggisráðið léti undan „þrýstingi frá Bandaríkjamönnum“ og samþykkti nýja ályktun myndu Irakar ekki geta setið aðgerðarlausir heldur myndu „taka nýjar ákvarðan- ir“. Hann tilgreindi ekki nánar hverj- ar þær ákvarðanir kynnu að verða. Bandaríkjamenn og Bretar leggja til að öryggisráðið hætti að taka efnahagsþvinganirnar til reglulegrar endurskoðunar uns Irakar taki aftur upp samstarf við vopnaeftirlitsmenn SÞ. „Haldi einhver að Irak hverfi frá þeirri ákvörðun, sem tekin var 5. ágúst, vegna slíks þrýstings eða hót- ana þá er það misskilningur," sagði Aziz. Mannkynið nálgast sex milljarða MANNKYNINU fjölgar stöðugt og mun samkvæmt út- reikningum sérfræðinga Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) verða um mitt næsta ár yfir sex milljarð- ar. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu mannfjöldastofnun- ar SÞ, UNFPA. Fjöldi jarðarbúa vex um u.þ.b. 80 milljónir á dag. Þessi "’fjölgunarhraði mun, samkvæmt skýrslu UNFPA, haldast óbreyttur í um áratug til viðbót- ar. Hvort mannkynið vaxi í átta, tíu eða jafnvel tólf milljarða er að sögn stofnunarinnar háð því til hvaða bragða ráðamenn heimsins taka á komandi ái-um. Núna eru jarðarbúar um 5,9 milljarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.