Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 23

Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 23 Hrina dauðsfalla á Mont Blanc Fjallgöngn- mönnum bönnuð uppganga London. The Daily Telegraph. ÞRÝST er nú á héraðsyfirvöld í franska Alpahéraðinu Haute Savoie að banna fjallgöngumönnum að reyna að klífa Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu, eftir að fímmtán manns hafa farizt þar á síðasta hálfa mánuði. Viðsjárverður jökulís á fjallinu er talinn hafa valdið þess- um dauðaslysum. Þrátt fyrir að lögregla hafl gefið út áskorun til fjallgöngufólks að láta vera að reyna uppgöngu á fjallið unz aðstæður batna, freista þess um 150 manns á dag að komast á tind- inn. A sunnudaginn hrapaði ungur Pólverji til bana við Mont Maudit- tind, á einni fjölfórnustu leiðinni upp á Mont Blanc, aðeins örfáum sólarhringum eftir að áskorun lög- reglunnar var birt. Fjórir Frakkar og ellefu manns frá Þýzkalandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Ítalíu og Póllandi hafa hrapað til dauða á fjallinu á síðustu dögum. Að sögn lögreglunnar hefur há- loftarigning með heiðríkju á milli gert efstu hlíðar fjallsins að flug- hálu svelli. ♦ ♦♦ Denktash vill ríkjasamband RAUF Denktash, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, skoraði á mánudag á Kýp- ur-Grikki að samþykkja tillögu um stofnun tveggja sambandsríkja á eynni til þess að hægt yrði að leggja niður deilur þar. Samkvæmt tillögu Denktash myndu Grikkland og Tyrkland sjá um öryggisgæslu á eynni, en deilur hafa staðið þar síð- an 1974. Grísk stjómvöld sögðu að ef farið yrði að tillögu Denktash myndu deilurnar á Kýpur einungis harðna. í raun væri Denktash að leggja til að skipting eyjarinnar yrði samþykkt opinberlega. Þá væri til- lagan ekki í samræmi við samþykkt Sameinuðu þjóðanna um Kýpur. £UMENIA\ EUMENIA Euronova þvottavél • 3 kg af þvotti • vinduhraði 600 snún./min. eða 800 snún./mín. • mál 67 x 46 x 45 cm Verð frá kr. 59.900 stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 5691500 www.ht.is Umboð8menn um land allt ERLENT Niðurstaða rannsóknar brezkra kjarnorkusérfræðinga • • Oryggismál í Dounreay harka lega gagnrýnd BREZKA kjarnorkuendurvinnslu- stöðin í Dounreay nyrst á Skotlandi á við „mörg ólæknandi öryggisvandamál" að etja, að sögn sérfræðinga brezkra stjórnvalda. Eftir þriggja mánaða rannsókn hafa sérfræðingar heilbrigðisyfir- valda og skozku umhverfisverndar- stofnunarinnar lagt fram skýrslu, þar sem ekki er talið að stórkostleg hætta sé yfirvofandi, en harða gagnrýni er að finna í garð þeirra sem sjá um rekstur endurvinnslu- stöðvarinnar, kjarnorkumálastofn- unar Bretlands (UKAEA). Segir meðal annars í skýrslunni, að hlut- ar stöðvarinnar hafi verið reknir „án skýrrar vitneskju um hvað gæti farið úrskeiðis". í skýrslunni eru bornar fram 143 ráðleggingar um úrbætur, og UKAEA er hvött til að leggja „verulegan tíma og fé“ í að bæta öryggi stöðvarinnar. Donald Dew- ar, Skotlandsmálaráðherra í brezku stjóminni, brást við þess- um niðurstöðum með því að krefj- ast þess að tafarlaust yrði gripið til aðgerða til að auka öryggið í Doun- reay. Þetta er gagnrýnasta skýrslan sem gerð hefur verið um Dounr- eay-stöðina frá því hún hóf starf- semi fyrir fjórum áratugum. Þar er sagt meðal annars, að stöðin sé of háð verktökum, að hún hafi enga heildarlausn á því hvað gera skuli við kjarnorkuúrgang og að rekendum hennar hafi mistekizt að ná fullnægjandi árangri í að draga úr starfseminni. Fyrr á þessu ári ákváðu brezk stjórnvöld að endurvinnslu kjarnorkuúr- gangs skyldi hætt í stöðinni. Rannsóknin á öryggismálum hennar hófst í júnímánuði, eftir að skurðgrafa rauf rafmagnsleiðslu, sem olli því að endurvinnslubún- aður stöðvarinnar var rafmagns- laus í 16 tíma. 3 Erikur kr. 999,- Hentar úti og inni Margir þekkja Erikuna sem blómstrandi stofulyng. Hún hentar ekki síður í kirkjugarðinum eða í úti- kerin. Þargeturhún haldið blómlitnum langt fram á vetur. Drekatré kr. 399,- Schefflera (stór) kr. 799,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.