Morgunblaðið - 03.09.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.09.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 23 Hrina dauðsfalla á Mont Blanc Fjallgöngn- mönnum bönnuð uppganga London. The Daily Telegraph. ÞRÝST er nú á héraðsyfirvöld í franska Alpahéraðinu Haute Savoie að banna fjallgöngumönnum að reyna að klífa Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu, eftir að fímmtán manns hafa farizt þar á síðasta hálfa mánuði. Viðsjárverður jökulís á fjallinu er talinn hafa valdið þess- um dauðaslysum. Þrátt fyrir að lögregla hafl gefið út áskorun til fjallgöngufólks að láta vera að reyna uppgöngu á fjallið unz aðstæður batna, freista þess um 150 manns á dag að komast á tind- inn. A sunnudaginn hrapaði ungur Pólverji til bana við Mont Maudit- tind, á einni fjölfórnustu leiðinni upp á Mont Blanc, aðeins örfáum sólarhringum eftir að áskorun lög- reglunnar var birt. Fjórir Frakkar og ellefu manns frá Þýzkalandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Ítalíu og Póllandi hafa hrapað til dauða á fjallinu á síðustu dögum. Að sögn lögreglunnar hefur há- loftarigning með heiðríkju á milli gert efstu hlíðar fjallsins að flug- hálu svelli. ♦ ♦♦ Denktash vill ríkjasamband RAUF Denktash, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, skoraði á mánudag á Kýp- ur-Grikki að samþykkja tillögu um stofnun tveggja sambandsríkja á eynni til þess að hægt yrði að leggja niður deilur þar. Samkvæmt tillögu Denktash myndu Grikkland og Tyrkland sjá um öryggisgæslu á eynni, en deilur hafa staðið þar síð- an 1974. Grísk stjómvöld sögðu að ef farið yrði að tillögu Denktash myndu deilurnar á Kýpur einungis harðna. í raun væri Denktash að leggja til að skipting eyjarinnar yrði samþykkt opinberlega. Þá væri til- lagan ekki í samræmi við samþykkt Sameinuðu þjóðanna um Kýpur. £UMENIA\ EUMENIA Euronova þvottavél • 3 kg af þvotti • vinduhraði 600 snún./min. eða 800 snún./mín. • mál 67 x 46 x 45 cm Verð frá kr. 59.900 stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 5691500 www.ht.is Umboð8menn um land allt ERLENT Niðurstaða rannsóknar brezkra kjarnorkusérfræðinga • • Oryggismál í Dounreay harka lega gagnrýnd BREZKA kjarnorkuendurvinnslu- stöðin í Dounreay nyrst á Skotlandi á við „mörg ólæknandi öryggisvandamál" að etja, að sögn sérfræðinga brezkra stjórnvalda. Eftir þriggja mánaða rannsókn hafa sérfræðingar heilbrigðisyfir- valda og skozku umhverfisverndar- stofnunarinnar lagt fram skýrslu, þar sem ekki er talið að stórkostleg hætta sé yfirvofandi, en harða gagnrýni er að finna í garð þeirra sem sjá um rekstur endurvinnslu- stöðvarinnar, kjarnorkumálastofn- unar Bretlands (UKAEA). Segir meðal annars í skýrslunni, að hlut- ar stöðvarinnar hafi verið reknir „án skýrrar vitneskju um hvað gæti farið úrskeiðis". í skýrslunni eru bornar fram 143 ráðleggingar um úrbætur, og UKAEA er hvött til að leggja „verulegan tíma og fé“ í að bæta öryggi stöðvarinnar. Donald Dew- ar, Skotlandsmálaráðherra í brezku stjóminni, brást við þess- um niðurstöðum með því að krefj- ast þess að tafarlaust yrði gripið til aðgerða til að auka öryggið í Doun- reay. Þetta er gagnrýnasta skýrslan sem gerð hefur verið um Dounr- eay-stöðina frá því hún hóf starf- semi fyrir fjórum áratugum. Þar er sagt meðal annars, að stöðin sé of háð verktökum, að hún hafi enga heildarlausn á því hvað gera skuli við kjarnorkuúrgang og að rekendum hennar hafi mistekizt að ná fullnægjandi árangri í að draga úr starfseminni. Fyrr á þessu ári ákváðu brezk stjórnvöld að endurvinnslu kjarnorkuúr- gangs skyldi hætt í stöðinni. Rannsóknin á öryggismálum hennar hófst í júnímánuði, eftir að skurðgrafa rauf rafmagnsleiðslu, sem olli því að endurvinnslubún- aður stöðvarinnar var rafmagns- laus í 16 tíma. 3 Erikur kr. 999,- Hentar úti og inni Margir þekkja Erikuna sem blómstrandi stofulyng. Hún hentar ekki síður í kirkjugarðinum eða í úti- kerin. Þargeturhún haldið blómlitnum langt fram á vetur. Drekatré kr. 399,- Schefflera (stór) kr. 799,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.