Morgunblaðið - 03.09.1998, Síða 32
82 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 33 *
fWnrgiiwMalíil*
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BÆTTUR SKOLI
SKÓLAÁRIÐ ER AÐ hefjast og í tilefni af því tilkynnti
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur nýjungar í starfi grunn-
skóla borgarinnar. Viðbótarkennslustundum sem sam-
svara um tveimur kennarastöðum á hvern skóla hefur ver-
ið úthlutað til þess að fækka nemendum í námshópum.
Tölvukostur skólanna hefur verið aukinn um sem nemur
nærri 400 tölvum. Samkvæmt grunnskólalögum bætast
fimm vikustundir við 1. til 5. bekk, eða ein í hverjum bekk
og eru skólarnir hvattir til að nýta þær einkum til kennslu
í list- og verkmenntun. Tilraunir verða svo gerðar með
svokallaðar næðisstundir í hádeginu í vetur til þess að
mæta lengingu skóladagsins og einsetningu skólanna. Á
þessu hausti er og boðið upp á námskeið fyrir alla foreldra
sex ára barna í borginni um upphaf skólagöngu og uppeld-
ismál.
Allt eru þetta skref í rétta átt og ber að fagna þeim þótt
þróunin mætti vissulega vera hraðari á öllum þessum svið-
um. Sömuleiðis má ekki gleyma því að brotalamirnar eru
fleiri. í fyrri viku var fjallað um kjör kennara í leiðara
Morgunblaðsins sem vafalaust eru ein af meginorsökum
þess að mikill skortur er á menntuðum kennurum í land-
inu. Sömuleiðis hefur verið bent á að ein af frumforsendum
bætts skóla hér á landi sé bætt menntun kennaranna.
Einkum hefur verið bent á að breyta þurfi áherslum í
kennaramenntuninni; meiri þunga þurfi að færa yfir á
menntun kennara í kennslugreinum þeirra en samkvæmt
núgildandi skipulagi kennaranámsins snýst mikill meiri
hluti námsins um svokallaða kennslufræði. Sem dæmi má
nefna að kennari sem hefur stærðfræði að sérgrein hefur
aðeins 12,5 einingar að baki í því fagi en kennaranámið í
heild er 90 einingar.
Forvinnuhópur vegna endurskoðunar aðalnámsskráa á
grunn- og framhaldsskólastigi á námssviði erlendra tungu-
mála hefur lagt til að fagmenntun tungumálakennara verði
stórefld, að þeir hafi að baki a.m.k. 45 eininga nám á há-
skólastigi í viðkomandi tungumáli. Gera verður ráð fyrir
því að þessar tillögur verði teknar til greina.
BETRI MIÐBÆR
ASÝND miðborgar Reykjavíkur hefur smám saman ver-
ið að batna á undanförnum árum og taka á sig heild-
stæðari og fallegri mynd.
Ekkert eitt skiptir þar mestu máli heldur sú þróun er
orðið hefur á fjölmörgum svæðum um nokkurra ára skeið.
Framkvæmdir við Miðbakka hafa tengt höfnina við Kvos-
ina á skemmtilegan hátt. Ingólfstorg myndar vin í hjarta
borgarinnar. Helsta verslunargata Reykjavíkur, Lauga-
vegurinn, er að taka á sig breytta og betri mynd. Nýjar og
glæsilegar byggingar á borð við Dómhúsið við Aimarhól og
ráðhúsið við Tjörnina setja skemmtilegan svip á miðbæinn.
Við þetta bætist að fjölmörg hús í miðborginni í eigu ein-
staklinga og fyrirtækja hafa verið gerð upp á smekklegan
og fallegan hátt. Má þar til að mynda nefna þá breytingu
er orðið hefur á Grjótaþorpinu síðastliðinn áratug.
Pað er hverri borg mikilvægt að eiga fallegan miðbæ.
Hann er andlit hverrar borgar og kjarni þeirrar ímyndar
er íbúar jafnt sem gestir hafa af borginni. Eftir því sem
miðborg Reykjavíkur þróast og breytist verða einstakar
byggingar er skera sig úr meira áberandi. Pað ber því að
fagna þeirri ákvörðun Reykjavíkurborgar að festa kaup á
Nýja bíós húsinu með það að markmiði að það verði rifið
og ný bygging rísi á lóðinni þess í stað.
Húsið er á mjög áberandi stað í miðborginni en fellur
illa að öðrum byggingum á svæðinu og vart hægt að segja
að það hafi- verið borgarprýði. Það sem helst gaf húsinu
gildi, hinar upprunalegu innréttingar Nýja bíós, er fyrir
löngu búið að eyðileggja. Með því að selja byggingaréttinn
áfram með ákveðnum skilyrðum um starfsemi er verður í
húsinu og hvernig hús skuli reist á lóðinni gefst þarna
tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á þróun miðbæjarins.
Vissulega má enn margt til betri vegar færa í miðborg-
inni. Framkvæmdirnar við Laugaveginn draga til dæmis
athyglina að þeim húsum er lítt hefur verið gert fyrir um
langt skeið. Pá hefur enn engin lausn fundist á þeim vanda
er myndast í miðbænum um helgar þrátt fyrir miklar um-
ræður á síðustu árum. Hverju skrefi í rétta átt ber hins
vegar að fagna.
Ný rannsókn á áhrifum óáfengra drykkja á áfengismagn í blóði
Léttöl getur
framkall-
að ölvunar-
einkenni
Etanólþéttni í blóði 4 kvenna eftir að hafa
1 klst. 2 klst.
BLÓÐSÝNI tekið.
Drykkir, sem innihalda
minna en 2,25% vínanda
teljast samkvæmt skil-
greiningu óáfengir. Ný
rannsókn sýnir hins veg-
ar að neysla léttöls, sem
telst til óáfengra
drykkja, getur leitt til
þess að áfengismagn í
blóði mælist allt að 3%o.
Þorkell Jóhannesson
læknir greinir hér frá
niðurstöðum rannsóknar
sinnar.
S
GILDANDI lögum (sbr. 2. gr.
laga nr. 75/1998) er kveðið svo
á, að áfengi skuli teljast þeir
drykkir, er hafa að geyma
meira en 2,25% etanól (alkóhól, „vín-
andi“) að rúmmáli (v/v), en það jafn-
gildir 2,25 ml af hreinu etanóli í 100
ml af drykkjarhæfum vökva. Drykk-
ir, sem innihalda minna etanól en
þessu nemur, teljast því ekki áfengi.
Meðal þessara drykkja er margs
konar óáfengt (,,létt“) öl, léttöl eða
pilsner, íslenskt og erlent, sem hér er
á markaði í fjölda verslana, og inni-
heldur að jafnaði nærri 2,2% (v/v) et-
anól, en einnig maltöl, sem inniheldur
minna magn etanóls (sjá töflu 1).
Öll skynsemi mælir með því, að
neysla óáfengra drykkja, jafnvel í
verulegu magni, eigi ekki að geta leitt
til þess, að menn verði sekir fundnir
um atferli, sem er afleiðing neyslu
áfengra drykkja. Eg á hér sérstak-
lega við neyslu óáfengra drykkja í
þeim mæli, að hlutaðeigandi verði
staðinn að því að aka ölvaður bíl (eða
öðru vélknúnu ökutæki). í þessu sam-
bandi vaknar því sú spurning, hvort
neysla óáfengs öls geti yfirleitt leitt
til svo mikils magns etanóls í blóði, að
ölvun teljist og saknæmt væri?
Etanólstyrkur í nokkrum
tegnndum af óáfengum
pilsner og maltöli
Tegund Etanólstyrkur
Pripps.....................2,1% v/v
Hagkaups léttbjór..........2,2% v/v
Viking pilsner1............2,1% v/v
Egils pilsner..............2,3% v/v
Thule pilsner..............2,1% v/v
Hagkaups malt..............1,1% v/v
Egils maltöl...............1,2% v/v
Viking maltöl..............0,9% v/v
1 Etanólstyrkur í Viking pilsner, sem
tilraunarþolar drukku, mældist 2,4% v/v,
en það telst væntanlega innan vikmarka
(10%).
Magn etanóls í blóði og ölvun
Hugtakið ölvun er ekki alveg auð-
skýrt og á því er engin einhlít skil-
greining. Algengast er að leggja þann
skilning í ölvun, að um sé að ræða
neyslu áfengis að því marki, að svo-
kallaðra ölvunareinkenna verði vart,
en það er ósamræmi í hreyfingum,
sem einkum lýsir sér í trufluðum
hreyfingum í útlimum (slaga o.fl.),
augum (seinni hreyfingum og stund-
um rykkjum), tungu (þvoglumæli),
kyngingai-vöðvum (svelgjast á) með
eða án annarra einkenna um áfengis-
vímu, svo sem truflunum á skynjun
(ekki síst sjón) og dómgreind eða
missi hamla („skandalísera") ásamt
enn öðrum einkennum.
Algengast er að meta vímuhrif et-
anóls út frá þéttni þess í blóði. Þéttn-
in er á Norðurlöndum gefin til kynna
sem %o eða pro mille, sem hér á landi
er látið jafngilda g/1000 ml af blóði
(l%e = 1 g etanóls í 1000 ml). Grófari
og óáreiðanlegri aðferð er að mæla
þéttni etanóls í útöndunarlofti og
færa til jafns við ákvörðun í blóði. Þá
má fá veigamiklar upplýsingar um
ölvun með því að ákvarða etanól í
þvagi og einkum ef þéttni þess er
samtímis ákvörðuð í blóðinu.
Vitað er, að etanólmagn eitt sér í
blóði er ekki ákvarðandi fyrir það,
hvort menn teljist ölvaðir eða ekki.
Hér kemur til líffræðilegur breyti-
leiki sem í flestu öðru og það, hvort
menn eru þreyttir eða ekki þreyttir,
syfjaðir eða vel vakandi o.s.frv, þegar
áfengis er neytt. Þá má ekki gleyma
því, að umtalsverður fjöldi manna
hefur myndað meira eða minna þol
gegn flestum verkunum etanóls.
Neysla áfengis er á hinn bóginn
svo mikil og hætta á ölvun við akstur
með eftirfylgjandi tjóni, slysum, lim-
lestingum og dauðsföllum er enn
fremur svo mikil, að menn hafa víða
um heim sett í lög mörk um ölvun við
akstur, eins konar öryggismörk, án
tillits til þess, hvort hlutaðeigandi
einstaklingur sé í raun ölvaður við
þessi mörk eða ekki. Hér á landi eru
þessi mörk 0,5%o og í sumum löndum
(Danmörku, Frakklandi), þar sem
mörkin voru hærri, hafa þau nú verið
lækkuð í 0,5%o. í Svíþjóð hafa mörkin
verið færð í 0,2%o (með víðum frávik-
um þó) og svipuð mörk hafa víðar
komið til álita, m.a. hér á landi.
Tiltölulega grófar klínískar rann-
sóknir á fjölda manna víða um lönd
benda til þess, að við l%c etanól-
þéttni í blóði séu um 50% allra manna
ölvaðir og 80-90% við l,5%o þéttni.
Við 0,5%o mörkin er mat manna
breytilegra. Ætla má þó, að við þá
þéttni gætu 10-20% manna verið ölv-
aðir. Hvað um ölvun við minni þéttni í
blóði? Án efa myndu einhverjir telj-
ast ölvaðir við klíníska rannsókn við
0,4%o þéttni í blóði. Meira máli skipt-
ir þó, að skipuleg próf á aksturshæfni
atvinnubflstjóra á tilraunabrautum
benda eindregið til þess, að hæfni
manna til aksturs geti verið mark-
tækt skert, enda þótt etanólþéttni í
blóðinu sé vel undir 0,5%o.
Vitað er, að etanól dregur mark-
tækt úr sjónskerpu, sjónskynjun og
dregur jafnframt úr hreyfingum
augnanna. Með þar til gerðum mæli-
tækjum hefur mátt sýna fram á, að
við 0,2-0,3%c etanólþéttni er merkj-
anleg truflun í starfsemi augnanna,
enda þótt ekki liggi beinlínis fyrir,
hvort það komi að sök við akstur.
Af öllu þessu samanlögðu telst því
rétt vera, að skynsamlegt gæti verið
að lækka núverandi sektarmörk úr
0,5%e í 0,3%o eða 0,2%o eða ef til vill í
0%c. En hve mikið má með sanngirni
lækka mörkin þannig, að það valdi
ekki mönnum vanda vegna neyslu óá-
fengra drykkja?
Magn etanóls í blóði eftir
drykkju óáfengs öls og
lækkun sektarmarka
Árið 1990 lögðu fimm ágætir þing-
menn með Árna Gunnarsson í broddi
fylkingar (auk hans Ragnhildur
Helgadóttir, Geir Gunnarsson, Krist-
ín Einarsdóttir og Jón Kristjánsson,
sem nú situr einn fimmmenninganna
á þingi) fram frumvarp til laga um
breytingu á umferðarlögum (113. lög-
gjafarþing. - 78. mál). Efnislega var
breytingartillagan þessi: „Ef vín-
andamagn í blóði ökumanns nemur
0,25%c eða meira telst hann ekki geta
stjórnað ökutæki örugglega.“ Átti
breyting þessi að taka gildi 1. júlí
1991. Frumvarpinu var vísað til
nefndar og dagaði svo uppi.
Greinargerð með frumvarpinu var
að flestu leyti ágætlega unnin og var
flutningsmönnum til sóma. Árni
Gunnarsson ræddi við mig efni
frumvarpsins og mun honum þá hafa
þótt ég vera ærið þungur í drætti og
óþarflega efagjarn. Það, sem því olli,
var eftirfarandi málsgrein í greinar-
gerð með frumvarpinu: „Sú lækkun
á vínandamagni í blóði, sem hér er
lögð til, kemur ekki í veg fyrir að al-
menningur geti notað lyf með vín-
anda í eða drukkið léttan pilsner." -
1 stuttu máli sagt sagði ég Árna, að
vafningalaust mætti lækka sektar-
mörk í 0,4%c. Ef lengi-a yrði farið,
væri hins vegar nauðsynlegt að gera
tilraun til þess að sanna, hvort þessi
staðhæfing væri rétt. Átti ég þar
sérstaklega við léttan pilsner. Hagð-
ist ég mundi beita mér fyrir slíkri
tilraun, þegar tóm gæfist. Það tóm
gafst svo í vor.
Tilraun með drykkju
óáfengs öls
Tilgangurinn með tilrauninni var
að sýna, hve mikið etanól gæti orðið í
blóði manna, sem fastandi di’ykkju
0,5 1 af óáfengu öli á 15 mín. líkt og til
þess að svala þorsta í miklum hita um
sumar. Vissulega má segja, að ýmsir
einstaklingar myndu sjaldan eða
aldrei drekka svo mikið öl á svo
+
skömmum tíma, en meginmálið er, að
þeir geta gert það vafningalítið, ef
um er beðið, - og það var svo í þessari
tilraun. Þess skal hér getið, að etanól
frásogast eða berst inn í blóðbraut
mun betur (og hraðar) frá tómum
maga en maga með mat í.
Tilraunaþolar voru 12, átta konur
og fjórir karlar. Voru ellefu úr föstu
starfsliði Rannsóknastofunnar, og
læknanemi, sem fórnaði dýrmætum
tíma sínum í rannsóknarnámi í til-
raunina. Tilraunin fór fram að
morgni og höfðu tilraunaþolar þá ver-
ið fastandi frá miðnætti næst á und-
an. Drakk þá hver 0,5 1 (eina dós) af
Viking pilsner, sem hafður var 6á
heitur (venjulegur „ölhiti"). Tilrauna-
þolar voru á aldrinum 24-63 ára og
vógu 47-100 kg. Etanól var ákvarðað í
blóði áður en drykkja hófst (tími 0),
um leið og henni lauk (tími 15) og síð-
an þrisvar sinnum á 10 mínútna
fresti, þá tvisvar sinnum á 15 mín-
útna fresti og loks þrisvar sinnum á
20 mínútna fresti. Alls voru því tekin
10 blóðsýni. Var síðasta sýnið (tími
135) tekið 135 mínútum eftir að
drykkja hófst eða 120 mínútum (2
klst.) eftir að henni lauk.
Þéttni etanóls í blóði var ákvörðuð
með gasgreiningu á súlu með háþró-
aðri tækni, sem tryggir, að einungis
sé um etanól að ræða og engin efni
önnur trufli ákvörðunina. Vikmörk
einstakra mælinga frá miðtölugildi
eru mest nærri æ 10%.
Niðurstöðutölur sýndu, að í öllum
tilvikum nema einu var þéttni etanóls
mælanleg í blóðinu í lok drykkju (tími
15). Þéttnin óx síðan hratt og náði há-
marki 15-30 mínútum síðar. Há-
marksþéttni var á bilinu 0,09%c-
0,28%c. I öllum tilvikum nema fjórum
(þrír karlar og ein kona) var etanól
enn mælanlegt (0,02-0,08%e) 100 mín-
útum eftir að drykkju lauk (tími 115).
Allir tilraunaþolar töldu sig finna
„snögga breytingu" stutta stund um
það bil á sama tíma og þéttni etanóls
var í hámarki (tímar 25-45).
Fjórar konur skáru sig úr. Há-
marksþéttni etanóls í blóði þeirra var
á bilinu 0,2%o-0,3%o, ef tekið er tillit
til vikmarka (sjá mynd). Tvær þess-
ara kvenna eru léttar (47-52 kg), en
tvær þeirra geta ekki talist léttar (72
kg). Er því ljóst, að líkamsþyngd er
ekki eingöngu ráðandi um hver er
þéttni etanóls í blóði við staðlaðar til-
raunaaðstæður. Raunar eru öll rök til
þess að ætla, að konur frásogi hlut-
fallslega meira etanól frá maga en
jafnþungir karlar. Ræður því, að
minna magn enzýms eða hvata er í
magaslímhúð kvenna en karla, er
brýtur etanól í óvirk eða lítt virk
efnasambönd. Karlamir í hópnum á
sama þyngdarsviði og konurnar voru
einungis tveir svo að allur saman-
burður haltrar vegna þess. Á hinn
bóginn vekur athygli, að í blóði „bolt-
anna“ í hópnum, tveggja 100 kg
þungra karla, skyldi greiðlega mæl-
ast etanól (0,09%o-0,ll%o) og þeir
einnig finna „snögga breytingu" sem
aðrir í hópnum.
Gera verður grein fyrir þessari til-
raun í erlendu fræðiriti svo sem vera
ber, enda þótt það verði undir öðru
formerki en hér er gert. Tilrauninni
stjórnaði Kristín Magnúsdóttir,
deildarstjóri alkóhóldeildar.
Niðurstaða tilraunarinnar
og ályktanir
Ýmsar athuganir benda til þess,
að núgildandi sektarmörk (0,5%c)
kunni að vera of há og tryggilegra
væri að hafa þau lægri. Tilraunin
ber samt með sér, að eigi sé ráðlegt
að lækka sektarmörk um ölvun við
akstur niður fyrir 0,3%c etanólþéttni
í blóði að óbreyttum aðstæðum. Með
því yrði engu að síður góðum áform-
um Árna Gunnarssonar og meðflutn-
ingsmanna hans hrundið í fram-
kvæmd.
Eigi hins vegar að lækka sektar-
mörkin í 0,2%o eða minna, verður að
vara við því að neyta óáfengs
pilsners/öls eða jafnvel maltöls í tóm-
an maga umfram eitthvert lágmark,
áður en menn setjast undir stýri á
vélknúnu ökutæki. Að öðrum kosti
yrði að breyta skilgi’einingu á áfeng-
um drykkjum sem áður ræðir. Raun-
ar er ekki fyllilega ljóst, hvað liggur
til grundvallar gildandi lagafyi’irmæl-
um að þessu lútandi.
Morgunblaðið/Jim Smart
NEMENDUM verður ekki fjölgað á námskeiðum þrátt fyrir stærra
kennslurými, því ætlunin er að veita meiri þjónustu með erfiðari
námskeiðum.
SÉRSTAKUR þurrkunarklefi
fyrir búninga er meðal nýjunga í
nýju Sæbjörginni þar sem slöng-
ur eru þræddar inn í gallana og
dæla hlýju lofti um þá.
Nýja Sæbjörgin stór-
bætir nemendaaðstöðu
SÉRSMÍÐAÐ „völundarhús" hefur verið innréttað til æfinga í reykköf-
un. Líkt er eftir innviðum fiskiskips svo sjómenn fái þjálfun í að þreifa
sig áfram vaðandi reyk í gegnum káetur, eldhús, vélarsal og fleira.
NÝJA Sæbjörgin er 1.700 tonn og er nýtt stafnanna á milli. Kennararn-
ir hafa nú fengið aðstöðu fyrir vinnu sína utan kennslustunda, með sér-
útbúnum vinnuherbergjum.
Akraborginni hefur
verið breytt í skólaskip
og heitir skipið nú Sæ-
björg. Hilmar Snorra-
son, skólastjóri Slysa-
varnaskóla sjómanna,
sýndi Morgunblaðinu
skipið, sem leysir
af hólmi gömlu
Sæbjörgina.
LYSAVARNASKÓLI sjó-
manna var stofnaður árið
1985 og á hans vegum eru ár-
lega haldin yfir 50 námskeið.
Lög um Slysavarnaskólann voru
fyrst sett árið 1994 og í dag er kveð-
ið á um að enginn fái lögski’áningu á
skip nema að hafa sótt námskeið hjá
Slysavarnaskólanum. Nýliðum er þó
veittur hálfs árs frestur, eftir að þeir
hefja sjómennsku, til að sækja nám-
skeið.
Gamla Sæbjörgin var 600 tonna
skip, en nýja Sæbjörgin er 1.700
tonn og segir Hilmar að aðstaðan
hafi stórbatnað með nýja skipinu.
„Við erum ekki eingöngu búin að
koma upp kennsluaðstöðu fyrir nem-
endur heldur einnig búningaaðstöðu
og æfingasvæði,“ segir hann.
„Stærra æfingasvæði gefur okkur
færi á að vera með erfiðari námskeið
og skila kennslunni betur til nem-
enda. Við höfum t.d. möguleika á því
að koma fyrir uppblásnum björgun-
arbátum og alls konar búnaði inni í
kennslustofunni þar sem vD þurft-
um áður að vera úti á þilfari. Á þessu
skipi eru einnig lífbátar sem gert er
ráð fyrir að kaupskipasjómönnum sé
kennt á samkvæmt alþjóðakröfum.
Áður þurftum við að fara um borð í
önnur skip.til að kenna á þá. Að auki
eignuðumst við lífbát af nýjustu gerð
eftir að Víkartindur fórst og vonandi
komum við honum fyrir á þessu
skipi.“
Mikil þörf á öryggisfræðslu
Þótt kennslustofan sé mun stærri
en í gömlu Sæbjörginni mun nem-
endum ekki verða fjölgað á nám-
skeiðum frá því sem áður var. Há-
marksfjöldi er á bilinu 26 til 28 þótt
alþjóðareglugerðir mæli með sextán
manna hópum í mesta lagi. „Ástæð-
an fyrir því hversu langt við förum
fram úr þessum reglum er einfald-
lega sú mikla þörf sem er fyrir ör-
yggisfræðslu. Það eru allnokkrir
sjómenn sem eiga eftir að fara á
námskeið og hafa frest fram í apríl
á næsta ári. Við þurfum að koma
þessari grunnmenntun til sjómanna
og síðan þegar kemur að endur-
menntuninni getum við farið að
SLÍÐRIN fyrir reykköfunartæk-
in auðvelda til muna allan að-
gang að þeini og eru eitt dæmi
um bætta aðstöðu nemenda.
fækka í hópum hjá okkur.“
Markmið kennslunnar í Slysa-
vai’naskóla sjómanna felst að stórum
hluta í því að hjálpa sjómönnum að
byggja upp öryggi um borð í skipum^.
sínum, því eins og Hilmar bendir á,
eru það fyrst og fremst sjómenn
sjálfir sem geta fækkað slysum á sjó
sama hvað öllum reglugerðum líður
um öryggismál. „Við bendum þeim
líka á hættur og hvernig þeir geti
stuðlað að því að koma í veg fyrir
slys. Við kennum þeim einnig að
nota þann björgunarbúnað sem er
um borð í skipum og sýnum þeim
hvernig eigi að halda björgunaræf-
ingar í skipum. Það vekur upp ör-
yggisvitund um borð og hana þurfa
menn að hafa í hávegum á ögur- •
stundum því annars eru óhöppin á
næsta leiti,“ segir Hilmar. Hann
segir að á þeim átta árum sem hann
hafi starfað við skólann hafi hann
orðið var við mikla breytingu á hug-
arfari íslenskra sjómanna til örygg-
ismála og segir að þannig hafi stórt
skref verið stigið í þá átt að fækka
slysum.