Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 39 «.
AÐSENDAR GREINAR
FORMAÐUR Ör-
nefnanefndar, hefur í
grein hér í blaðinu
komið á framfæri túlk-
un sinni á nýjum sveit-
arstjórnarlögum sem
Alþingi samþykkti í
vor. Telur formaðurinn
að sveitarfélög séu alls
ekki frjáls að því að
velja sér nafn og bendir
í því sambandi á
ákvæði 4. gr. laganna
þar sem íram komi
heimild fyrir Örnefna-
nefnd til þess að hafna
nöfnum nýrra sveitar-
félaga sem ekki stand-
ist tiltekin meginsjón-
armið. Af greininni má einnig ráða
að Ömefnanefnd hafí nánast frjáls-
ar hendur þegar kemur að því að
velja slík meginsjónarmið, en
nefndin hefur meðal annars gefið
sér:
• Að ný heiti sveitarfélaga skuli
mynduð með hliðsjón af einhvers
konar kerfi.
• Að kerfið skuli vera það, að ný
heiti sveitarfélags skuli samsett úr
tveimur þáttum, fyrri lið sem sér-
kenni landsvæðið sem sveitarfélagið
nær yfir, en síðari lið sem lýsi eigin-
leikum byggðar í sveitarfélaginu og
beri með sér um hvers konar stjórn-
sýslueiningu sé að ræða.
• Að við nafngift sveitarfélags
skuli forðast að nýtt heiti raski
merkingu rótgróinna heita sem
tengjast svæðum eða byggðalögum
innan sveitarfélags. Það var á
grundvelli þessara meginsjónar-
miða sem Órnefnanefnd hafnaði
fyrir skemmstu nýjum nafngiftum
11 sveitarfélaga. Af því tilefni hefur
því verið velt upp hvort neikvæð
umsögn nefndarinnar standi í vegi
fyrir því, að nafn sem meirihluti
íbúa sveitarfélags hefur þegar valið
í almennri atkvæðagi-eiðslu fái
formlega staðfestingu lögum sam-
kvæmt.
Að mínu mati er fráleitt að um-
sögn Ömefnanefndar hafi nokkur
slík áhrif. Fyrir því eru eftirfarandi
rök:
1. Meginsjónarmið nefndarinnar
eiga sér ekki nægilega
stoð í lögum.
Það er alþekkt
gmndvallarregla í
stjómsýslurétti, að
sjónarmið sem opin-
berir aðilar nota við
ákvarðanatöku sína,
skuli vera í fullu sam-
ræmi við bókstaf og
anda þeirra laga og
reglna sem starfað er
eftir.
Það ákvæði sveitar-
stjómarlaganna sem
Örnefnanefnd leiðir
meginsjónarmið sín út
frá segir að nafn sveit-
arfélags skuli „sam-
íýmast íslenski-i málfræði og mál-
venju“. I þessu telur nefndin að
felist svigrúm til að búa til upp á sitt
eindæmi kerfi stjórnsýsluheita og
fyrirskipa að nöfn skuli innihalda lið
sem lýsi eiginleikum byggðar og því
um hvers konar „stjórnsýsluein-
ingu“ sé að ræða.
Þetta er hins vegar á misskilningi
byggt.
I fyrsta lagi má það augijóst vera
af allri forsögu umrædds lagaá-
Rík ástæða er til, segir
Tryggvi Þórhallsson,
að Ornefnanefnd
endurskoði
„meginsjónarmið“ sín.
kvæðis að það var vilji löggjafans
við setningu nýju laganna í vor að
rýmka verulega ákvæði um nafn-
giftir sveitarféiaga, frá því sem áður
var þegar áskilið var að sveitarfélög
nefndust hreppar, bæir eða kaup-
staðir. Var þetta gert með sérstöku
tilliti til þróunar varðandi samein-
ingu sveitarfélaga en í umræðu um
þau mál hefur margoft komið fram
af hálfu sveitarstjómarmanna og
annarra að ákvæði eldri laganna
hafi verið of þröng að þessu leyti.
Með lagabreytingunni var Alþingi
því að taka skýlausa afstöðu til þess
að eldri sjónarmið um nafngiftir
sveitai'félaga heyrðu sögunni til.
Það er fyrst í nefndaráliti félags-
málanefndar, að Örnefnanefnd er
nefnd í sambandi við nafngiftir
sveitarfélaga og þá þannig að rétt
sé að nefndin sé höfð „með í ráð-
um“. í umræddu nefndaráliti kom
annars ótvírætt fram, að ætlunin
með nýjum ákvæðum um nafngiftir
væri að fella burt allan greinarmun
á sveitarfélögum eftir fjölda íbúa.
Það er því óskiljanlegt að nefndin
skuli svo taka upp í starfi sínu ein-
strengingslegar viðmiðanir sem
einkum byggjast á fjölda íbúa í
sveitarfélaginu.
í öðru lagi er rétt að benda á, að
öll ákvæði sveitarstjórnarlaga verð-
ur að sjálfsögðu að skýra í fullu
samræmi við meginreglu 1. gr.
þeirra sem kveður á um sjálfstjórn-
arrétt sveitarfélaga. Tilburðir Ör-
nefnanefndar til að hafa „áhrif á
nafnavalið" (eins og formaðurinn
orðar það frekar óheppilega í grein
sinni) verða vitaskuld að virða
þennan sjálfstjómarrétt. Sú niður-
staða nefndarinnar er því í meira
lagi óeðlileg að hafna öllum kostum
sem íbúar sveitarfélags hafa þegar
kosið um.
í þriðja lagi verður að árétta, að
sé það yfírhöfuð til umræðu að búa
til „kerfi stjórnsýsluheita" á sveitar-
stjórnarstiginu hlýtur það að verða
verkefni annars vegar sveitarfélag-
anna og samtaka þeirra og hins
vegar félagsmálaráðuneytisins sem
fagráðuneytis sveitarstjórnarmála.
Ekki er að sjá að Örnefnanefnd hafi
leitað eftir afstöðu þessara aðila áð-
ur en hún útbjó umsagnir sínar.
2. Sveitarfélag er meira en „stjórn-
sýslueining".
Örnefnanefnd leggur mikla
áherslu á það í umfjöllun sinni, að
nafn sveitarfélags sé einungis
stjórnsýsluheiti sem auðkenni til-
tekna „stjórnsýslueiningu". Hér
byggir nefndin enn á atriði sem
ekki verður séð að eigi stoð í lögum.
I fyrsta lagi kemur gi-einilega fram
í 3. gr. sveitarstjómarlaga að sveit-
arfélag hafi ákveðin staðarmörk. Af
því leiðir klárlega að heiti sveitai-fé-
lags skírskotar til tiltekins land-
svæðis. Þá verður ekki séð að það
horfi til vandræða þótt íbúar sveit-
arfélags velji að nota tiltekið ör-
nefni sem nafn á sveitarfélaginu því
í fæstum tilvikum ætti að orka tví-
mælis hvort verið er að tala um
sveitarfélagið í heild eða einungis
örnefnið.
I öðru lagi er löng og órofin mál-
venja fyrir því að auðkenna sérstak-
lega flesta þætti í stjómsýslu sveit-
arfélaganna með sérstökum heitum
sem mörg hver eru lögbundin, sbr.
til dæmis í 2. mgr. 11. gr. sveitar-
stjórnarlaga þar sem sagt er að
sveitarstjórn í Reykjavík (en ekki
Reykjavíkurborg) nefnist borgar-
stjóm. Ruglingur milli hinna eigin-
legu stjórnsýsluheita annars vegar
og landsvæða og örnefna hins vegar
ætti því að vera útilokaður.
I þriðja lagi verður að gera at-
hugasemd við að Ömefnanefnd
gangi í starfi sínu út frá hugtakinu
„stjórnsýslueining". Það hugtak er
hvergi skilgreint í lögum og getur
ekki verið grandvöllur undir
ákvarðanir eins og þær sem nefndin
hefur nú tekið.
3. Örnefnanefnd er ráðgefandi að-
ili en tekur ekki ákvarðanir um
nafngiftir.
Á Alþingi í vor varð nokkur um-
ræða um það, hvert væri valdsvið
Örnefnanefndar, en svo sem áður
segir var það fyrst þegar leið á með-
ferð frumvarpsins, að ákveðið var
að nefndin kæmi að málum varð-
andi nafngiftir sveitarfélaga.
Greinilega kom hins vegar fram í
máli fomanns félagsmálanefndar,
sem hafði orð fyrir breytingatillög-
um á frumvarpinu, að ekki væri
gert ráð fyrir að nefndin hefði
„beint vald til þess að fyrirskipa
sveitarfélögum í þessum efnum
heldur sé nefndin íyrst og fremst
umsagnaraðili um tillögur til nafn-
giftar sveitarfélaga“. Þessi afstaða
löggjafans er fullu í samræmi við al-
mennar reglur stjórnsýsluréttarins,
sem kveða á um, að umsagnir sem
aflað er, séu ekki bindandi heldur
einvörðungu til hliðsjónar fyrir
þann sem umsögnina fær.
4. Niðurstaða.
Samkvæmt þessu verður ekki
séð, að íyrirliggjandi umsagnir Ör-
nefnanefndar eigi að hafa, eða geti
haft, nokkur áhrif á þann feril sem
nafngiftir hinna 11 nýju sveitarfé-
laga hefur verið í og ljúka mun með
staðfestingu félagsmálaráðuneytis-
ins á heitum þeirra. Hins vegar er
rík ástæða fyrir nefndina að endur-
skoða tafarlaust „meginsjónarmið"
sín og tryggja að umsagnir verði
framvegis í samræmi við lög.
Höfundur er lögfræðingur og að-
stoðarmaður bæjarstjóra Horna-
fjarðar.
Hvaða áhrif hefur
••
umsögn Ornefnanefndar?
Tryggvi
Þórhallsson
Herragaröurinn býður viðskiptavini sína velkomna í heimsókn
í verslunina í Kringlunni sem er nú í nýjum og glæsilegum búningi.
Boðið verður upp á veitingar frá fimmtudegi til laugardags.
Komdu og skoðaðu!
www.mbl.is
-4.