Morgunblaðið - 03.09.1998, Síða 42
* 42 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þóra R. Stefáns-
dóttir fæddist í
Ólafsvík 29. desem-
ber 1909. Hún lést á
Landakotsspítala
26. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Kristjánsdóttir,
f. 6.6. 1889, d. 6.5.
1962, og Stefán Ein-
ar Einarsson, f.
24.9. 1888, drukkn-
aði 8.3. 1913. Hún
ólst upp fyrstu fjög-
ur árin hjá móður-
systur sinni Sól-
veigu Kristjánsdóttur en eftir
fráfall Stefáns föður hennar hjá
ömmu sinni Sæunni Jónatans-
dóttur í Ólafsvík og föðurbróð-
ur sínum Sveini Einarssyni og
síðar Þórheiði Einarsdóttur eig-
inkonu Sveins eftir að hann
stofnaði eigið heimili. - Þóra
eignaðist einn hálfbróður sam-
mæðra Björgólf Sig-
urðsson, f. 31. 8.
1915, d. 22.3. 1972.
Hún ólst upp með
frænd- og fóstur-
systkinum sínum,
börnum Sveins og
Þórheiðar, en þau
voru 11 og komust öll
til fullorðinsára.
Eiginmaður Þóru
var Guðmundur
Thorberg Kristjáns-
son, f. 18.10. 1903, d.
8.5. 1988. Foreldrar
hans voru Kristján
Pálsson, f. 25. 8.1880,
d. 21.10. 1962, og Danfríður
Brynjólfsdóttir, f. 24.6. 1883, d.
17.8. 1958. Þóra og Guðmundur
eignuðust fímm börn: 1) Drengur
óskírður, f. 16.8. 1929, d. í nóvem-
ber 1929. 2) Esther, f. 12.7. 1933,
d. 31.5. 1935. 3) Esther Stefanía,
f. 1.11. 1939, maki Sigurður Jens-
son. Börn þeirra: a) Ríkharður, b)
ÞORA R.
S TEFÁNSDÓTTIR
Kveðja frá börnunum.
Um stræti rölti ég
og hugsa um horfm veg,
á kinnar mínar heit falla tár.
Allt sem áður var eru nú minningar
því aldrei aftur koma þau ár.
'Ég hugar kveðju sendi mamma mín
þig man ég alla stund
og guð ég bið um að gæta þín
uns geng ég á þinn fund.
Hjarta sárt ég kenni saknaðar
er hugsa ég ffl þín
af því ég man er ég lítill var
hver kyssti tárin mín.
(Gylfí Ægisson.)
Esther, Sævar og Sólveig.
Þegar ég sest niður til að festa
nokkur kveðjuorð á blað um þessa
ágætu frænku mína, þá er mér líkt
farið og nóbelsskáldinu okkar þeg-
ar hann hugðist setja saman minn-
ingarorð um látna velgerðarkonu
sína. Hann minntist þess ekki,
þrátt fyrir áratuga náin og góð
kynni af þessari mikilhæfu konu og
eiginmanni hennar, að hann hefði
nokkurn tíma spurt hana hver hún
væri, eins og hann orðaði það, og
hvaðan hún væri komin. Skáldið gaf
*> sjálfum sér þau svör, að trúlega
væri skýringin sú, að slík vitneskja
hefði í raun aldrei skipti máli þegar
þessi kona átti í hlut. Persónuleiki
hennar væri slíkur, að stoðir á borð
við langar ættartölur og ættgöfgi
hefðu þar litlu sem engu breytt í
augum skáldsins. Hún hefði sjálf í
framferði sínu öllu haft allt það til
að bera sem gerði kynnin af henni
Ijúf og eftirminnileg, þótt ekkert
kæmi annað til.
Líkt er farið með þá öldnu heið-
urskonu, Þóru Stefánsdóttur,
frænku mína og uppeldissystur,
sem í dag er kvödd hinstu kveðju.
Með henni er genginn eftirminni-
legur persónuleiki sem ein sér var
slík að jafna mátti, að okkar mati
sem til hennar þekktu, við hina
látnu heiðurskonu, sem skáldið tók
sig til við að skifa um minningar-
grein samkvæmt framansögðu.
Þóra Rannveig Stefánsdóttir, en
svo hét hún fullu nafni, var fædd í
Ólafsvík þann 29. desember 1909 og
var því á 89. aldursári er hún féll
frá þann 26. ágúst sl. Að henni
stóðu sterkir stofnar í báðar ættir,
sem aðrir mér kunnugri munu trú-
lega rekja.
Meðal minna íyrstu
bernskuminninga er umtal og síðan
bein kynni af þessari frænku minni,
Tótu Stefáns, sem svo var kölluð,
sem átti heima í þeirri fjarlægu og
framandi borg, Reykjavík. Eg var
snemma upplýstur um að við vær-
um bræðrabörn, og faðir hennar,
Stefán Einar Einarsson, hefði
drukknað árið 1913, þegar Tóta var
á fjórða ári. Með Stefáni fórust
einnig faðir hans og afí okkar, Ein-
ar Guðmundsson, og fleiri vaskir
sjómenn úr Ólafsvík. Tóta var þá
tekin í fóstur af foreldrum mínum
og ólst þar upp í stórum og vaxandi
barnahóp þar til hún fór ung að ár-
um að heiman og tók að bjarga sér
sjálf, svo sem títt var um dugmikil
ungmenni á þeim árum.
Hún giftist Guðmundi Thorberg
Kristjánssyni, lengst af starfs-
manni Landssmiðjunnar hér í borg,
ættuðum úr Eyjahreppi á Snæfells-
nesi. Þau settu saman heimili í
Reykjavík og eignuðust fimm börn.
Af þeim eru þrjú á lífi, Esther,
Sævar og Sólveig, allt dugandi og
traust fólk svo sem þau eiga kyn til.
Tóta og Guðmundur misstu tvö
elstu börn sín, dreng og stúlku, á
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, tengdasonur og bróðir,
GUNNLAUGUR CARL NIELSEN
vélfræðingur,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstu-
daginn 4. september kl. 13.30.
Bjórk Eiríksdóttir Nielsen,
Linda Björk Nielsen, Einar Carl Nielsen,
Ingi Björn Nielsen, Heimir Freyr Heimisson,
Gunnlaug Þ. Gunnlaugsdóttir,
Einar L. Nielsen,
Margrét Hjartar,
Emil Kristófersson,
Ingunn Halldóra Nielsen,
Vilborg Nielsen,
Kristín Nielsen,
Guðni Páll Nielsen,
Einar Leif Nielsen,
Rannveig Klara Matthíasdóttir,
Bjarni J. Jóhannesson.
Svanhildur Jóhannesdóttir,
Lilja Ölvisdóttir,
Einar A. Símonarson,
Óskar Kristjánsson,
Oddur Sveinsson,
Vilhjálmur Þ. Vilhjáimsson,
Sveinbjörg Gunnarsdóttir.
Þóra, sonur hennar Arnar
Freyr Jakobsson, c) Erla. 4)
Sævar Thorberg Guðniundsson,
f. 10.1. 1945, maki I Sólveig G.
Jóhannsdóttir (skildu). Þeirra
börn: a) Guðmundur Thorberg,
b) Birna Agústa. Maki II Sús-
anna Magnúsdóttir. 5) Sólveig,
f. 26; jan. 1954, maki Kristján
G. Ólafsson. Börn þeirra: a)
Guðmundur Thorberg, b)
Björg, c) Aldís. Þóra fluttist á
unglingsárum til Reykjavikur
og hóf þar ýmis þjónustustörf
og störf í fiskvinnslu. Eftir að
hún og eiginmaður hennar
reistu eigið hús á Suðurlands-
braut 71 í byijun 6. áratugarins
vann hún m.a. að veiðarfæra-
gerð á heimili sínu en lengst af
vann hún við ræstingar hjá
Landssima Islands. Siðustu 20
árin bjó hún í eigin íbúð að Suð-
urhólum 16 í Reykjavík, fyrst
með eiginmanni sinum en eftir
fráfall hans bjó hún ein og ann-
aðist sitt heimilishald þar til
hún fór á sjúkrahús fyrr á þessu
ári.
Útför Þóru fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
fyrsta og öðru ári. Sú reynsla hefm-
að sjálfsögðu reynst þeim erfíð en
þegar fram í sótti orðið þeim
reynslusjóður, sem öðrum var miðl-
að ríkulega af á erfiðum stundum.
Guðmundur var fyrir marga hluta
sakir einstakur mannkostamaður
sem gott var að kynnast og eiga
samskipti við. Þau bjuggu sér hlý-
legt heimili, fyrst að Skarphéðins-
götu, síðan við Suðurlandsbraut og
loks að Suðurhólum 16, Reykjavík,
þar sem allt bar vott um myndar-
skap og reglusemi húsráðenda. Svo
sem að líkum lætur var þar gest-
kvæmt og öllum vel tekið. Guð-
mundur lést á árinu 1988.
Tóta frænka mína var lítið eitt
eldri en elstu systkini mín. Hún var
því löngu farin að heiman þegar ég
fyrst man eftir mér. Eg var eins og
áður greinir ekki hár í loftinu þegar
ég heyrði fyrst talað um þessa upp-
eldissystur mína. Það tengdist þá
gjarnan einhverjum ferðalögum til
Reykjavíkur og möguleikum á að fá
að gista hjá henni eða njóta með
öðrum hætti fyrirgreiðslu þeirra
hjóna. Fljótlega skynjaði ég þá
gagnkvæmu væntumþykju og
traust sem ríkti á milli foreldra
minn og þessarar fósturdóttur
þeirra. Þessa nutum við systkinin í
ríkum mæli þegar fram liðu stund-
ir, ekki hvað síst elsti bróðir okkar,
Einar, sem átti lengst af við van-
heilsu að stríða. Þetta þýddi að
sjálfsögðu mikla gestanauð hjá
þeim Tótu og Guðmundi en alltaf
var viðmótið hið sama þótt vitað
væri að þar væri ekki alltaf mikill
auður í búi.
Foreldrum mínum hefur að sjálf-
sögðu verið þetta ljóst, því mér er
minnisstætt sem stráklingi er ég
sýslaði með sauðfé föður míns, að
Tótu var gjarnan eignuð ein áin og
henni sendar afurðir hennar á
hverju hausti. Einnig var þeim
sendur fiskur og annað fiskmeti
þegar unnt var að koma því við.
Þrátt fyrir slíkar sendingar þóttu
foreldrum mínum Tótu og Guð-
mundi seint goldin hjálpsemin og
trygglyndið í þeirra garð og okkar
systkinanna og seinna barna og
barnabarna okkar. Samskipti Tótu
við böm og bamböm okkar systk-
ina var í raun kapítuli út af fyrir
sig. Þau nutu ástúðar hennar og
rausnai- eins og hennar eigin börn
og bamabörn, enda litu börnin á
hana sem ómissandi og óaðskiljan-
legan hluta alls tilstands sem fylgdi
stórhátíðum og samkomum fjöl-
skyldunnar um langt árabil.
Þrátt fyrir margskonar and-
streymi og erfiðleika eltist Tóta
einstaklega vel. Hún var glæsileg
kona á velli en varð snemma silfur-
hærð sem fór henni vel. Hún var
einstaklega félagslynd og glaðvær
en þó skapfóst. Hún þótti
ómissandi er hin stóra fjölskylda
okkar kom einhvers staðar saman.
Þar var hún hrókur alls fagnaðar
og í raun ómissandi að okkar mati.
Sannaðist þetta fyrir fáum vikum
er ein systra minna átti stórafmæli.
Þar var Tóta mætt þótt sárþjáð
væri og naut fagnaðarins, glæsileg
að vanda.
Tóta var ekki síður aufúsugestur
þegar sorgin barði að dyram hjá
einhverjum úr fjölskyldunni. Þar
var hún fyrst manna mætt til að
hugga og hughreysta. Sorgin var
partur tilverunnar að hennar mati.
Viðhorf hennar voru þau, að enginn
gæti með réttmætum hætti vænst
þess að geta sneitt hjá sorgum og
mótlæti í lífinu. Mestu máli skipti
að takast á við mótlætið með réttu
hugarfari og læra um leið að meta
hið góða sem lífið hefði upp á að
bjóða. Undraðist ég oft sálarstyrk
hennar og atorku á slíkum stund-
um. Var þá ekki vílað fyrir sér að
leggja í erfið ferðalög þegar svo bar
undir. Fjölskylda okkar og án efa
margir aðrir eiga henni margt að
þakka í þessum efnum sem öðrum.
Tóta átti því láni að fagna að vera
hraust til sálar og líkama fram und-
ir það síðasta. Hún gerði sér far um
að njóta lífsins eftir því sem kostur
var á. Hún naut þess að fara á
mannamót eftir því sem við var
komið. Hún var söngelsk og hafði
mikið yndi af því að fara á söng-
skemmtanir og leiksýningar. A síð-
ari árum átti hún einnig þess kost
að ferðast nokkuð erlendis. Naut
hún þar liðsinnis og félagsskapar
dætra sinna og tengdasona. Sam-
ferðamenn hennar undruðust dugn-
að hennar, hálaldraðrar, í þessum
ferðum. Að eigin sögn naut hún
hverrar stundar í þessum ferðum
og þær urðu henni þegar frá leið
sjóður góðra minninga sem hún
naut að segja frá.
Eftir var tekið hversu Tóta var
alltaf vel til höfð bæði heima og
heiman. Aldrei lét hún það henda
sig að láta sjá sig á mannamótum
eða meðal fólks öðruvísi en upp á
búin og með nýlagt eða lagað hið
gráa fallega hár sitt. Hún var já-
kvæð til alls umhverfis síns og naut
lífsins meðan hún hafði þrek til, en
gerði sér ljóst að hveiju stefndi
undir það síðasta og bjó sig undir
það af æðruleysi. Það var í sam-
ræmi við reisn hennar og skapgerð.
Þegar þessi elskulega frænka
okkar og fóstursystir er nú kvödd
hinstu kveðju fylgja henni frá okk-
ur systkinunum og fjölskyldum
okkar hugheilar kveðjur og þakk-
læti fyrir samfylgdiná sem aldrei
bar skugga á. Vissulega er nú skarð
fyrir skildi þegar hún er öll.
Nokkurn tíma mun það taka að
venjast því að Tóta sé ekki meðal
okkar þegar fjölskyldan kemur
saman. Hennar verður að sjálf-
sögðu saknað á slíkum gleðistund-
um og sama gegnir þegar sorgin
ber að dyrum hjá einhverju okkar.
A móti kemur, að minningin um
þessa mikilhæfu og góðu konu mun
ávallt fylgja okkur og vekja hjá
okkur hlýjar tilfinningar og góðar
minningar.
Fyrir hönd systkina minna og
fjölskyldna þeirra flyt ég börnum
hennar og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Jónatan Sveinsson.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma og langamma.
Okkur langaði að minnast þín
með nokkrum orðum. Ég held að
við séum ekki búin að átta okkur á
því ennþá að þú sért virkilega farin
frá okkur. Það er eins og við getum
farið upp í Suðurhóla og þú sért þar
með opinn faðminn til að taka á
móti okkur. En nú bíður afi með
litlu börnin ykkar tvö til að taka á
móti þér.
Við munum aldrei gleyma öllu
því sem þú gerðir fyrir okkur, þú
varst okkur alltaf miklu meira en
bara amma, þú varst okkar besti
vinur. Stundanna verður sárt sakn-
að þegar við sátum saman og þú
sagðir okkur sögur frá þínum upp-
vaxtaránim, það er ótrúleg breyt-
ing sem þú hefur séð í gegnum ár-
in.
Þú kenndir okkur alltaf að vera
þakklát fyrir það sem við áttum. Og
það sem við erum þakklát fyrir í
dag eru allar góðu minningarnar
sem við eigum um þig og þær mun-
um við varðveita eins og okkar
bestu gersemar því það dýr-
mætasta sem við eigum eru minn-
ingar því þær getur enginn tekið
frá okkur.
Elsku besta amma og langamma.
Takk fyrir allt og allt.
Guð geymi og verndi þig, þangað
til við hittumst öll á ný.
Erla, Ríkharður, Þóra og Arnar
Freyr, langömmubarn.
Hjartkæra amma, far í friði,
foðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir
alvaldshendi falin ver,
inn í landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Höf.ók.)
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku amma min.
Minning þín er ljós sem mun lýsa
minn veg. Ég mun aldrei gleyma
þér. Takk fyrir allt. Guð geymi þig,
þangað til ég sé þig næst.
Þín,
Erla.
Tóta Stefáns eins og við systkin-
in kölluðum frænku okkar setti svo
sannarlega svip á bernsku okkar. I
fyrstu minningunum eftir að við
fluttum til Reykjavíkur sjáum við
hana fyrir okkur miðaldra, með silf-
urgráa hárið, í pelsinum, sem var
ekki algeng sjón í þá daga, og þá
kom fyrir að hún kveikti í stórum
vindli. Það var engin sem við um-
gengumst neitt lík henni. Þegar
Tóta kom í heimsókn, var hún æv-
inlega upp á búin með fallega lagt
hár og yfir henni var einhver blær
sem við fundum hvergi annars stað-
ar. Hún sagði svo krassandi sögur
að við börnin þorðum ekki að blikka
augum af ótta við að missa af ein-
hverju. Hún sagði alveg einstak-
lega skemmtilega frá, hafði djarf-
legan frásagnarmáta og talaði við
okkur krakkana eins og fullorðna.
Símtölin við hana gátu tekið vel á
annan tíma, en þá voru menn líka
orðnir mjög vel upplýstir um það
sem helst hefði borið til tíðinda.
Hátt ber í bernskuminningum sá
siður er tíðkaðist til fjölda ára á
gamlaárskvöldum að Tóta og eigin-
maður hennar Guðmundur héldu
fóstursystkinum hennar og fjöl-
skyldum þeirra glæsilega veislu þar
sem borðin svignuðu undan kræs-
ingunum. Hann studdi hana í
hverju því sem hún tók sér fyrir
hendur og er ekki víst að allir eign-
menn hefðu farið að með þeim
hætti sem Guðmundur gerði. Hann
lést fyrir röskum áratug. Það var
líka hún Tóta sem gaf okkur krökk-
unum jólagjafir sem slógu allar aðr-
ar út að mikilfengleik, bæði í glæsi-
leika og því að þær voru yfirleitt
keyptar erlendis. Naut hún þar
siglinga sonar síns og vina í þessum
útréttingum. Þetta var áður en ut-
anlandsferðir urðu almennar og gat
hún því boðið upp á ýmislegt sem
almennt var ekki á borðum. Sjálf
átti hún síðar eftir að ferðast mikið
erlendis með Esther dóttur sinni og
naut þeiira ferða út í ystu æsar.
Félagslyndi hennar gerði það að
verkum að hún eignaðist marga
kunningja á þessum ferðalögum.
Það var hún Tóta sem bjó í hús-
inu, við hliðina á Landssímastöð-
inni, sem okkur krökkunum fannst
eins og höll að innan, því það var
allt svo glæsilegt innan dyra. Það
var ekki fyrr en við urðum fullorðin