Morgunblaðið - 15.10.1998, Page 1
234. TBL. 86. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Styr um
Paavo
Lipponen
Helsinki. Reuters.
MIKILL styr stendur nú um Paavo
Lipponen, forsætisráðherra Finn-
lands, vegna meints hlutverks hans í
ársgömlu pólitísku hneykslismáli
sem blossað hefur upp á ný.
Dagblöð og stjórnmálamenn segja
að Lipponen standi nú frammi fyrir
erfiðustu kreppunni frá því hann tók
við forsæti í flmm flokka samsteypu-
stjórninni sem verið hefur við völd í
nærri fjögur ár, þar sem grunsemdir
hafi nú styrkzt um að hann hafi sagt
þinginu ósatt um þátt sinn í um-
ræddu hneykslismáli.
„Ef forsætisráðherrann verður
uppvís að lygum verður hann að
víkja,“ segir í forystugrein vinstra-
blaðsins Kansan Uutiset. Stjóm-
málaskýrendum þykir ólíklegt að
stjórnin falli vegna málsins, en teija
sennilegt að fárið skaði möguleika
Lipponens og Jafnaðarmannaflokks
hans á að halda völdum eftir þing-
kosningamar í marz nk.
Snýst um stjórnvaldsákvörðun
Hneykslismálið má rekja aftur til
stjórnvaldsákvörðunar á síðasta ári
um að felld skyldi niður há sekt, sem
dómstóll hafði gert fyrirrennara
Lipponens í formannsstóli Jafnaðar-
mannaflokksins, Ulf Sundquist, að
greiða vegna fjársvika sem hann var
gerður ábyrgur fyrir sem banka-
stjóri banka nokkurs í Helsinki. Nið-
urfellingin var í sjálfu sér ekki ólög-
leg, en þótti siðlaus.
Málið er nú aftur komið í hámæli
vegna þess að lekið hefur út að Arja
Alho, sem sagði af sér sem skatta-
málaráðherra vegna málsins, hefði
sagt í óbirtu viðtali við sjónvarps-
fréttamann að forsætisráðherrann
hefði sjálfur tekið ákvörðunina um
niðurfellingu sektarinnar. Þingnefnd
hafði hins vegar í síðasta mánuði
tekið þau orð Lipponens trúanleg að
hann hefði ekki sjálfur komið nálægt
ákvörðuninni.
Bandaríkjamenn segja merki um að Serbar hlíti skilmálum öryggisráðs SÞ
i
Algallaðir til varnar
haustrigningunni
Reuters
STARFSMENN Hagenbeck-
dýragarðsins í Hamborg leiða
hinn 25 ára gamla fíl Thuru
og þriggja ára afkvæmi henn-
ar, Thoran, í sérsniðnum
regnklæðum, sem vonir eru
bundnar við að auka muni að-
sókn að dýragarðinum í hrá-
slagalegu haustveðri hafnar-
borgarinnar.
Herlið NATO verður
áfram í
Brussel, Vín, London, París, Prístína, Stokkhólmi. Reuters.
BANDARÍKJAMENN sögðu í gær ýmislegt
gefa til kynna að Serbar hlíti skilmálum öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og séu farnir að
draga herlið sitt til baka úr Kosovo-héraði. Sagði
James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins, að hópar albanskra flóttamanna
væru þegar lagðir af stað heim á leið.
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins (NATO)
lögðu hins vegar áherslu á að herir NATO yrðu
áfram í viðbragðsstöðu en Serbar hafa frest fram
á föstudag til að hlíta skilmálum SÞ samkvæmt
samkomulagi sem náðist milli Richards Hol-
brookes, samningamanns Bandaríkjanna, og
Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu.
ítrekaði talsmaður NATO í Brussel að ekki
væri enn útséð með loftárásir NATO. „Jú, vissu-
lega liggur fyrir eins konar samningur. En eins
og stendur er einungis um að ræða orð á blaði,
rétt eins og Holbrooke hefur sjálfur bent á. Ser-
bar eiga enn eftir að láta verkin tala.“
Frelsisher Kosovo hafnar
hugmyndum Serba
Talsmenn Frelsishers Kosovo (KLA) kváðust í
gær hafna hugmyndum Serba þess efnis að
haldnar verði kosningar í héraðinu innan níu
mánaða. Sagði Bardhyl Mahmuti, talsmaður
KLA, að herinn væri reyndar ekki andsnúinn
kosningum sem slíkum en það væri Kosovo-Al-
bana að ákveða hvenær og hvemig þær færu
fram. Tan/ug-fréttastofan í Júgóslavíu hafði áður
Reuters
BRETAR fordæmdu í gær útgáfubann
serbneskra sljórnvalda á tveimur óháðum
dagblöðum í Belgrad. Eigandi og ritstjóri
Dnevni Telegraf heldur hér á lofti
tölublaðinu sem olli því að serbnesk sljórn-
völd bönnuðu útgáfu þess en þar var greint
frá líklegum afleiðingum loftárása NATO.
greint frá því að tillaga Milans Milutinovics, for-
seta Serbíu, væri sú að haldnar yrðu kosningar í
Kosovo innan níu mánaða til þings og sveitar-
stjórna.
Mahmuti ítrekaði þá afstöðu KLA að herinn
hafnaði öllum samningum sem ekki færðu
Kosovo fullt sjálfstæði. Wolfgang Petritsch,
sendimaður Evrópusambandsins í Kosovo,
hvatti Kosovo-Albana hins vegar fyrr í gær til
að taka samkomulagi Richards Holbrookes,
samningamanns Bandaríkjanna, og Slobodans
Milosevics, forseta Júgóslavíu, með opnum
huga. Féllu ummæli hans að loknum fundi með
Ibrahim Rugova, leiðtoga hófsamra Kosovo-Al-
bana.
OSE leggur á ráðin um eftirlit
Líklegt er talið að bandaríski hershöfðinginn
Jacques Klein, sem gegnt hefur stöðu sérlegs
sendimanns í Bosníu, muni fara fyrir tvö þúsund
manna eftirlitsnefnd ÖSE sem ætlað er að leggja
dóm á hvort Serbar draga raunverulega herlið
sitt frá Kosovo. Mun sendinefndin að mestu sam-
anstanda af diplómötum, lögfræðingum og óein-
kennisklæddum fulltrúum NATO-herjanna. Hafa
Rússar boðist til að taka þátt í eftirlitinu, en þeir
voru afar mótfallnir loftárásum á Serba, og sagði
Richard Holbrooke ekki útilokað að rússneskar
flugvélar myndu taka þátt í eftirliti úr lofti. Fagn-
aði Borís Jeltsín, forseti Rússlands, í gær samn-
ingum í Kosovo.
Netanyahu og Arafat hefja viðræður
Bjartsýnir á að
árangur náist
Jerúsalem. Washington.
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, og Yasser Arafat,
leiðtogi Palestínumanna, sögðust í
gær vera bjartsýnir á að árangur
næðist á fundi þeirra sem hefst í
Washington í dag.
Ráðgert er að leiðtogarnir ræði
við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í
Hvita húsinu í dag og að viðræðun-
um verði síðan haldið áfram í ráð-
stefnumiðstöð á Wye-plantekrunni
nálægt bandarísku höfuðborginni á
morgun undir stjórn Madeleine AI-
bright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna. Bandaríkjamenn vona að
á sunnudag verði hægt að ganga frá
samkomulagi um frekari brottflutn-
ing ísraelski-a hermanna frá Vestur-
bakkanum.
Arafat kvaðst vongóður um að við-
ræðumar bæru tilætlaðan árangur
„vegna þeirrar orku sem Bill Clinton
forseti hefur lagt í friðarumleitanim-
ar“. „Eg tel að nú geflst tækifæri til
að semja, ekki aðeins íyrir Palest-
ínumenn og Israela, heldur öll Mið-
austurlönd," sagði hann.
Netanyahu bjartsýnni
Netanyahu tók í sama streng þótt
hann hefði lýst því yfir daginn áður
að hann teldi „enga möguleika á
þessu stigi“ á því að samkomulag
næðist. „Við teljum að viðræðurnar
geti borið árangur,“ sagði hann í
gær. „Israelar eru tilbúnir að leggja
sitt af mörkum ef Palestínumenn
gera það ... einkum á sviði öryggis-
mála og annarra óútkljáðra mála.“
Rándýrt
sumarleyfi
London. Reuters.
ÞEGAR Liz Seymour sneri
heim til Bretlands, eftir vel
heppnað sumarieyfi, var henni
fullkunnugt um að hún hafði far-
ið ögn yfir á tékkheftinu. Henni
til mikiflar skelfingar beið henn-
ar hins vegar aðeins stærri
skuld en hún hafði gert ráð fyrir.
Fann hún við heimkomuna bréf
frá TSB-bankanum þar sem
krafist var greiðslu á skuld upp
á rúmlega fjórtán þúsund millj-
ai'ða ísl. kr. sem samsvarar
þriðjungi skulda breska ríkisins.
Atti Seymour jafnframt að
greiða tæplega 300 milljarða ísl.
kr. í vexti í mánuði hverjum uns
hún hefði greitt skuld sína að
fullu. Að sögn talsmanns TSB
munu mistök hafa átt sér stað
hjá bankanum og hefur Seymo-
ur þegar verið beðin afsökunar.
viðbragðsstöðu