Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 1
234. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Styr um Paavo Lipponen Helsinki. Reuters. MIKILL styr stendur nú um Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finn- lands, vegna meints hlutverks hans í ársgömlu pólitísku hneykslismáli sem blossað hefur upp á ný. Dagblöð og stjórnmálamenn segja að Lipponen standi nú frammi fyrir erfiðustu kreppunni frá því hann tók við forsæti í flmm flokka samsteypu- stjórninni sem verið hefur við völd í nærri fjögur ár, þar sem grunsemdir hafi nú styrkzt um að hann hafi sagt þinginu ósatt um þátt sinn í um- ræddu hneykslismáli. „Ef forsætisráðherrann verður uppvís að lygum verður hann að víkja,“ segir í forystugrein vinstra- blaðsins Kansan Uutiset. Stjóm- málaskýrendum þykir ólíklegt að stjórnin falli vegna málsins, en teija sennilegt að fárið skaði möguleika Lipponens og Jafnaðarmannaflokks hans á að halda völdum eftir þing- kosningamar í marz nk. Snýst um stjórnvaldsákvörðun Hneykslismálið má rekja aftur til stjórnvaldsákvörðunar á síðasta ári um að felld skyldi niður há sekt, sem dómstóll hafði gert fyrirrennara Lipponens í formannsstóli Jafnaðar- mannaflokksins, Ulf Sundquist, að greiða vegna fjársvika sem hann var gerður ábyrgur fyrir sem banka- stjóri banka nokkurs í Helsinki. Nið- urfellingin var í sjálfu sér ekki ólög- leg, en þótti siðlaus. Málið er nú aftur komið í hámæli vegna þess að lekið hefur út að Arja Alho, sem sagði af sér sem skatta- málaráðherra vegna málsins, hefði sagt í óbirtu viðtali við sjónvarps- fréttamann að forsætisráðherrann hefði sjálfur tekið ákvörðunina um niðurfellingu sektarinnar. Þingnefnd hafði hins vegar í síðasta mánuði tekið þau orð Lipponens trúanleg að hann hefði ekki sjálfur komið nálægt ákvörðuninni. Bandaríkjamenn segja merki um að Serbar hlíti skilmálum öryggisráðs SÞ i Algallaðir til varnar haustrigningunni Reuters STARFSMENN Hagenbeck- dýragarðsins í Hamborg leiða hinn 25 ára gamla fíl Thuru og þriggja ára afkvæmi henn- ar, Thoran, í sérsniðnum regnklæðum, sem vonir eru bundnar við að auka muni að- sókn að dýragarðinum í hrá- slagalegu haustveðri hafnar- borgarinnar. Herlið NATO verður áfram í Brussel, Vín, London, París, Prístína, Stokkhólmi. Reuters. BANDARÍKJAMENN sögðu í gær ýmislegt gefa til kynna að Serbar hlíti skilmálum öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og séu farnir að draga herlið sitt til baka úr Kosovo-héraði. Sagði James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, að hópar albanskra flóttamanna væru þegar lagðir af stað heim á leið. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins (NATO) lögðu hins vegar áherslu á að herir NATO yrðu áfram í viðbragðsstöðu en Serbar hafa frest fram á föstudag til að hlíta skilmálum SÞ samkvæmt samkomulagi sem náðist milli Richards Hol- brookes, samningamanns Bandaríkjanna, og Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu. ítrekaði talsmaður NATO í Brussel að ekki væri enn útséð með loftárásir NATO. „Jú, vissu- lega liggur fyrir eins konar samningur. En eins og stendur er einungis um að ræða orð á blaði, rétt eins og Holbrooke hefur sjálfur bent á. Ser- bar eiga enn eftir að láta verkin tala.“ Frelsisher Kosovo hafnar hugmyndum Serba Talsmenn Frelsishers Kosovo (KLA) kváðust í gær hafna hugmyndum Serba þess efnis að haldnar verði kosningar í héraðinu innan níu mánaða. Sagði Bardhyl Mahmuti, talsmaður KLA, að herinn væri reyndar ekki andsnúinn kosningum sem slíkum en það væri Kosovo-Al- bana að ákveða hvenær og hvemig þær færu fram. Tan/ug-fréttastofan í Júgóslavíu hafði áður Reuters BRETAR fordæmdu í gær útgáfubann serbneskra sljórnvalda á tveimur óháðum dagblöðum í Belgrad. Eigandi og ritstjóri Dnevni Telegraf heldur hér á lofti tölublaðinu sem olli því að serbnesk sljórn- völd bönnuðu útgáfu þess en þar var greint frá líklegum afleiðingum loftárása NATO. greint frá því að tillaga Milans Milutinovics, for- seta Serbíu, væri sú að haldnar yrðu kosningar í Kosovo innan níu mánaða til þings og sveitar- stjórna. Mahmuti ítrekaði þá afstöðu KLA að herinn hafnaði öllum samningum sem ekki færðu Kosovo fullt sjálfstæði. Wolfgang Petritsch, sendimaður Evrópusambandsins í Kosovo, hvatti Kosovo-Albana hins vegar fyrr í gær til að taka samkomulagi Richards Holbrookes, samningamanns Bandaríkjanna, og Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, með opnum huga. Féllu ummæli hans að loknum fundi með Ibrahim Rugova, leiðtoga hófsamra Kosovo-Al- bana. OSE leggur á ráðin um eftirlit Líklegt er talið að bandaríski hershöfðinginn Jacques Klein, sem gegnt hefur stöðu sérlegs sendimanns í Bosníu, muni fara fyrir tvö þúsund manna eftirlitsnefnd ÖSE sem ætlað er að leggja dóm á hvort Serbar draga raunverulega herlið sitt frá Kosovo. Mun sendinefndin að mestu sam- anstanda af diplómötum, lögfræðingum og óein- kennisklæddum fulltrúum NATO-herjanna. Hafa Rússar boðist til að taka þátt í eftirlitinu, en þeir voru afar mótfallnir loftárásum á Serba, og sagði Richard Holbrooke ekki útilokað að rússneskar flugvélar myndu taka þátt í eftirliti úr lofti. Fagn- aði Borís Jeltsín, forseti Rússlands, í gær samn- ingum í Kosovo. Netanyahu og Arafat hefja viðræður Bjartsýnir á að árangur náist Jerúsalem. Washington. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sögðust í gær vera bjartsýnir á að árangur næðist á fundi þeirra sem hefst í Washington í dag. Ráðgert er að leiðtogarnir ræði við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Hvita húsinu í dag og að viðræðun- um verði síðan haldið áfram í ráð- stefnumiðstöð á Wye-plantekrunni nálægt bandarísku höfuðborginni á morgun undir stjórn Madeleine AI- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Bandaríkjamenn vona að á sunnudag verði hægt að ganga frá samkomulagi um frekari brottflutn- ing ísraelski-a hermanna frá Vestur- bakkanum. Arafat kvaðst vongóður um að við- ræðumar bæru tilætlaðan árangur „vegna þeirrar orku sem Bill Clinton forseti hefur lagt í friðarumleitanim- ar“. „Eg tel að nú geflst tækifæri til að semja, ekki aðeins íyrir Palest- ínumenn og Israela, heldur öll Mið- austurlönd," sagði hann. Netanyahu bjartsýnni Netanyahu tók í sama streng þótt hann hefði lýst því yfir daginn áður að hann teldi „enga möguleika á þessu stigi“ á því að samkomulag næðist. „Við teljum að viðræðurnar geti borið árangur,“ sagði hann í gær. „Israelar eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum ef Palestínumenn gera það ... einkum á sviði öryggis- mála og annarra óútkljáðra mála.“ Rándýrt sumarleyfi London. Reuters. ÞEGAR Liz Seymour sneri heim til Bretlands, eftir vel heppnað sumarieyfi, var henni fullkunnugt um að hún hafði far- ið ögn yfir á tékkheftinu. Henni til mikiflar skelfingar beið henn- ar hins vegar aðeins stærri skuld en hún hafði gert ráð fyrir. Fann hún við heimkomuna bréf frá TSB-bankanum þar sem krafist var greiðslu á skuld upp á rúmlega fjórtán þúsund millj- ai'ða ísl. kr. sem samsvarar þriðjungi skulda breska ríkisins. Atti Seymour jafnframt að greiða tæplega 300 milljarða ísl. kr. í vexti í mánuði hverjum uns hún hefði greitt skuld sína að fullu. Að sögn talsmanns TSB munu mistök hafa átt sér stað hjá bankanum og hefur Seymo- ur þegar verið beðin afsökunar. viðbragðsstöðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.