Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Suðurflug hefur afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli Morgunblaðið/RAX FRÖNSKU flugmennirnir og tæknimennirnir við slökkviliðsvélina við afgreiðslu Suðurflugs í gær. Með þeim er Tyrfingur Þorsteinsson frá Suðurflugi. Fyrstu tvær vélarn- ar afgreiddar í gær Útförin á vegum rík- isstjórnar- innar FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið, að höfðu samráði við Ólaf Ragnar Grímsson for- seta Islands, að útför Guðrún- ar Katrínar Þorbergsdóttur, eiginkonu hans, fari fram á vegum ríkisstjórnarinnar. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær útfórin verður gerð eða hvaðan. Samúðarskeyti til forsetans Forsetanum barst í gær fjöldi samúðarskeyta, m.a. frá forseta Finnlands, Martti Ahtisaari, og konu hans, Eevu. Finnsku forsetahjónin lýsa djúpri samúð vegna frá- falls Guðiúnar Katrínar Þor- bergsdóttur og segjast eiga margar kærar minningar um hana. Myndlyklum safnað ÞEIR sem eru með myndlykil frá Islenska útvarpsfélaginu og hafa ekki greitt áskrift síðastliðna þrjá mánuði geta átt von á heimsókn frá starfsmönnum félagsins í kvöld. 150 starfsmenn, þ.á m. for- stjóri, öll yfírstjóm, fréttamenn, tæknimenn og fleira starfsfólk, ætla að gera átak til að innheimta myndlykla sem liggja ónýttir á um sex þúsund heimilum. Hilmar Sig- urðsson markaðsstjóri segir að þetta sé gert þar sem um 800 manns séu nú á biðlista eftir myndlykli. íslenska útvarpsfélagið fékk síð- ast afhenta myndlykla frá fram- leiðanda í ágúst sl. og kláraðist sú sending í september. Hilmar segir að viðtökur við nýrri Bíórás félags- ins hafí verið framar öllum vonum og af þeim sökum hafi orðið til biðlisti eftir myndlyklum. SUÐURFLUG í Keflavík hóf í gær afgreiðslu á flugvélum á Keflavíkur- flugvelli en félagið hefur fengið leyfi til að þjóna flugvélum með allt að 27 tonna flugtaksþyngd sem hafa við- komu á flugvellinum. Fyrstu tvær vélamar voru afgreiddar í gær, ann- ars vegar kanadísk vél á heimleið og hins vegar bandarísk vél sem verið er að selja til Þýskalands. Báðar vél- amar áttu að halda áfram ferð sinni ídag. Arið 2000 verður Suðurflugi heimilað að afgreiða vélar sem eru allt að 90 tonnum að þyngd og ári síðar verður öll afgreiðsla flugvéla í Keflavík gefín frjáls, en Flugleiðir hafa notið einkaréttar á sumum sviðum flugafgreiðslunnar. Flug- vélar upp í 27 tonn að þyngd eru svipaðar Fokker-vélunum, sem hafa rúmlega 22 tonna flugtaks- þyngd, en vélar kringum 90 tonn eru þotur á borð við B 737 gerðirn- ar. Kristbjörn Albertsson, fram- kvæmdastjóri Suðurflugs, segir fé- lagið geta annast afgreiðslu elds- neytis, útvegun nauðsynlegra papp- íra varðandi flugleiðir og veður og yfírleitt alla fyrirgreiðslu fyrir áhöfn og farþega. Hann segir utanríkis- ráðuneytið hafa veitt félaginu leyfí til afgreiðslu fyrir skömmu en í gær voru fyrstu tvær vélamar afgreidd- ar. Önnur þeirra var Canadair, all- stór tveggja hreyfla skrúfuvél, sem hafði hér viðkomu á leið sinni til Kanada eftir verkefni við slökkvi- störf í Portúgal. Hin vélin var tveggja hreyfla 10 manna vél af Beechcraft-gerð sem Þjóðverjar keyptu í Bandaríkjunum og eru á leiðinni með til Frankfurt. Flugkennsla og leiguflug Kristbjörn segir Suðurflug hafa kynnt þjónustu sína undanfarið með því að senda upplýsingar á nokkra tugi stöðva úti um heim en hann sagði það hafa staðið kynningu fyrir þrifum að félagið væri ekki enn kom- ið í handbækur um flug yfír Norður- Atlantshaf, slíkt tæki nokkum tíma. Hann segir ætlunina að ná fótfestu við þjónustu ferjuflugvéla og einka- véla enda hafi Suðurflug byggt upp húsnæði og aðra aðstöðu fyrir nokkrar milljónir króna. Suðurflug annast flugkennslu og leiguflug og leigir út aðstöðu í flug- skýli sínu. Segir Kristbjöm ráðgert að stækka flugskýlið til að unnt sé að bjóða fleirum aðstöðu, m.a. til við- halds og því sé hugmyndin að athuga ráðningu flugvirkja á næstunni. Smíði nýs I varðskips fer fram hér á landi i RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á 1 fundi sínum í gær að láta smíði nýs - varðskips fara fram hér á landi. I fjárlagafmmvarpi fyrir næsta ár em tæpar 19 milljónir áætlaðar í undirbúning að smíði skipsins og miðað við þá fjárveitingu er reikn- að með að smíðin geti hafist í byrj- un árs 2000. Búist er við því að smíði skipsins taki tvö ár og verður skipið samkvæmt því afhent á ár- | inu 2002. Þetta kom fram í máli Þorsteins § Pálssonar dómsmálaráðherra á Al- þingi í gær. Tilefnið var fýrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur, þingflokki jafnaðarmanna, um það hvort ákvarðanir hefðu verið teknar um smíði nýs varðskips. Sagði hún það mikilvægt fyrir skipasmíðaiðnað- inn á Islandi að fá að glíma við verkefni af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Verður samstarfsverkefni skipasmíðastöðvanna Svanfríður og fleiri þingmenn fognuðu ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar og sagði Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, m.a. að skipasmíðaiðnaðinn vantaði til- finnanlega nýsmíði, m.a. til að treysta rekstur sinn. „Hér er hins vegar á ferðinni mjög stórt verk- efni sem verður samstarfsverkefni skipasmíðastöðvanna og ég treysti þeim mjög vel til þess að leysa það farsællega af hendi,“ sagði hann m.a. -------------- Sexfaldur í lottóinu 1. vinn- ingur yfír 23 milljónir SEXFALDUR fyrsti vinningur verður í lottó 5/38 næstkomandi laugardag en vinningurinn gekk ekki út síðastliðinn laugardag. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra íslenskrar get- spár, er þetta í fjórða skiptið frá því íslensk getspá hóf starfsemi sína sem lottóvinningur er sexfald- ur. Síðast gerðist það í júní síðast- liðnum og þá var einn með fimm tölur réttar og fékk hann 25,5 milljónir króna í vinning. Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið að gera mætti ráð fyrir þvi að fyrsti vinningurinn á laugardaginn gæti að minnsta kosti orðið 23 milljónir króna, en það þýðir að heildarsala lottómiða verði fyrir um 45 milljónir króna. Næsta stórverkefni utanríkisráðuneytisins að sögn utanrflrisráðherra Island fái sæti í öryggisráðinu HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í gær að næsta stórverkefni utanríkisráðuneytis- ins væri að sækjast eftir því að ísland fengi sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. „A síðasta fundi utanríkisráðherra Norður- landanna samþykktu hin Norðurlöndin að standa við bakið á íslandi í þeirri viðleitni að ís- land gæti í framtíðinni orðið fulltrúi hinna Norðurlandanna í ráðinu," sagði Halldór á fundi, sem Ólafur Örn Haraldsson þingmaður gekkst fyrir á Hótel Borg í gær. „Það er næsta stórverkefni, sem við munum fara í að undirbúa í utanríkisráðuneytinu - að ísland geti tekið að sér það hlutverk. Við eigum að sækjast eftir ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi og við eigum ekki síst að gera það á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna.“ Fimm fastafulltrúar Halldór sagði að íslendingar hefðu staðið fast að baki ákvæða Sameinuðu þjóðanna og stofn- samnings þeirra. „Við höfum fylgt Sameinuðu þjóðunum að málum mjög lengi og ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ sagði hann og bætti við að íslendingar ættu að leggja rækt við það starf, sem þegar væri unnið í nefndum og stofnunum samtakanna. I öryggisráðinu eiga fimm þjóðir fast sæti, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Kínverjar og Rússar. Að auki eru tíu tímabundin sæti í ráðinu og kýs allsherjarþingið fulltiúa í þau til tveggja ára í senn. Þau skiptast þannig að fimm sæti koma í hlut Afríku og Asíu, tvö i hlut rómönsku Ameríku og þrjú í hlut Evrópu og annarra ríkja. Ætlast er til þess að öryggisráðið sé alltaf virkt þannig að fulltrúi hvers ríkis þarf að vera til taks öllum stundum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York. yiÐSIOPTI AMNNULlF Lífrænt Lamba- kjöt Samningai' í sjónmáli/Cl Peningar I Kaupþing Norðurlands • Mikil aukning * viðskipta/C7 • NÓATÚN í DAG fylgir aug lýsingablað frá Nóatúni um danska daga f verslununum dagana 15.-25. október. Rússar lagðir að velli á Laugardalsvelli / B3 Arnar maður september- mánaðar í 1. deildinni / B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.