Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 9

Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 9 FRÉTTIR FÓLK Varði dokt- orsritgerð •SVEINN Kári Valdimarsson varði doktorsritgerð sína við há- skólann í Glasgow (University of Glasgow), 2. mars s.l. Titill ritgerðar- innar er „Effect of temperature and light on overwintering behaviour of juvenile Atlantic salmon" eða áhrif hita og ljóss á vetraratferli laxaseiða. Leiðbein- andi Sveins var dr. Neil Metcalfe. Sveinn Kári lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands haustið 1987pg BS prófi í líffræði frá Háskóla íslands vorið 1992. Líf- fræðinámið stundaði hann m.a. við Bændaskólann á Hólum undir leið- sögn dr. Skúla Skúlasonar. Hann hóf nám við háskólann í Glasgow árið 1994 og starfar nú við rann- sóknir á fæðuatferii fiska hjá Aqua- smart International, en það fyrir- tæki framleiðir fóðrara fyrir fisk- eldi. Sveinn Kári er kvæntur Valerie Helene Maier, sem nú stundar doktorsnám í lífefnafræði og eru þau búsett í Glasgow. Foreldrar Sveins eru Valdimar Þorsteinsson og Guðrún Sveinsdóttir. -------------- Framsóknar- flokkurinn Ekkert próf- kjör á Vest- fjörðum KJÖRDÆMISSAMB ANDSÞIN G Framsóknarflokksins á Vestfjörð- um sem fram fór á sunnudaginn ákvað að láta ekki fara fram próf- kjör á vegum flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Kosin hefur verið sjö manna uppstillingarnefnd og er Ki-istinn Jón Jónsson formað- ur hennar. Miðað er við nefndin verði búin að ljúka störfum um ára- mót. Guðni Geir Jóhannesson, formað- ur Kjördæmissambandsins, segir að almenn samstaða hafi verið á þing- inu um þessa niðurstöðu. ------♦-♦-♦--- Lýst eftir bifreið LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eft- ir Mitsubishi Galant fólksbifreiðinni JL-009 - grábrúnni að lit sem var stolið frá Skemmuvegi 42, Kópa- vogi, dagana 11.-12. þessa mánaðar. Þeir sem verða bifreiðarinnar varir eru beðnir um að hafa sam- band við lögreglu. i I i www.mbl.is fílYTT, IIIYTT! Amerískur náttfatnaður Stakir kjólar, sloppar, og sloppasett, stutt og síð. Margir litir og gerðir. í___I lym pría. Kringlunni 8-12, sími 553 3600 30% ánægð með komu Keikós til landsins Stuðningur við hvalveiðar eykst STUÐNINGUR við að íslendingar hefji aftur hvalveiðar er meiri nú en í upphafi síðasta árs. Þetta kem- ur fram í skoðankönnun Gallup. Tæplega helmingur telur að koma háhyrningsins Keikós valdi því að erfiðara verði að hefja hvalveiðar við Islandsstrendur og svipað hlut- fall telur að koma háhymingsins breyti engu um möguleika Islend- inga á að hefja hvalveiðar að nýju. Rúmlega 30% svarenda eru ánægð með að Keikó er kominn til landsins, rösklega helmingur seg- ist hvorki ánægður né óánægður, en rösklega 19% eru óánægð. Fólk á aldrinum 18-34 ára er ánægðast með komu Keikós, rúmlega 37% þeirra eru ánægð, en á bilinu 25-27% fólks á aldrinum 35-75 ára. 80^8% eru fylgjandi hvalveiðum við Island, en rösklega 10% eru þeim andvíg. Fleiri eru hlynntir hvalveiðum núna en þegar spurt var í febrúar á síðasta ári. Þá voru tæplega 75% hlynnt hvalveiðum. Hlutfallið núna er það hæsta síðan Gallup hóf að spyrja Um hvalveiðar í júní 1993. Rúmlega 84% kai-la eru hlynntir hvalveiðum, en rösklega 77% kvenna. 85% íbúa á landsbyggðinni lýstu yfir stuðningi við hvalveiðar, en hlutfallið á höfuðborgarsvæðinu var 77%. Könnunin var gerð 28. septem- ber til 11. október. Úrtakið var 1.152 menn af öllu landinu á aldrin- um 18-75 ára. Svarhlutfall var 72%. Svartar úlpur, vatnsheldar með hettu á kr. 8.700. Stretchbuxur fyrir lágvaxnar konur, st. 38-50. Opiö frá 11-18, laugard. 11-16. Eiðistorgi 13, 2. hæð yfir torginu, sími 552 3970. Úlpurnar komnar Skólavörðustíg 4a, sími 551 3069 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 10-14 20% afsláttur Apótek Norðurbæjar Miðvangi 41, Hafnarfirði, sími 565 2530 Kynnum WQBLÖ tísku- línuna 98-99 15. október kl. 14-18 Utsala í 3 daga Allar vörur meö 20% afslætti í dag, á morgun og á laugardag. AÐUR 11.500 AÐUR 10.800 AÐUR 10.800 AÐUR 2.600 AÐUR 6.500 Utsalan ^ stendur aöeins Veittur er 20% \ afsláttur af | ‘ öllum vörum. OPIÐTIL16 A LAUGARDAGINN. Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sfmi 551-5814 hanskar_ OROBLU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.