Morgunblaðið - 15.10.1998, Page 10

Morgunblaðið - 15.10.1998, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þingsályktunartillaga þingflokks óháðra um dreifða gagnagrunna Ríkissljórnin láti fara fram vandaða úttekt ÞINGFLOKKUR óháðra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um dreifða gagnagrunna á heilbrigðis- sviði og persónuvernd, þar sem seg- ir að í stað þess að stefna að mið- lægum gagnagrunni á heilbrigðis- sviði verði ríkisstjórninni falið að láta fara fram vandaða úttekt á dreifðum gagnagrunnum með það að markmiði að nýta megi þá betur en nú sé gert í þágu rannsókna og bættrar heilbrigðisþjónustu að teknu tilliti til réttinda sjúklinga og ákvæða um persónuvernd. Jafn- framt verði kannað hvemig tengja megi saman dreifða gagnagrunna til að auðvelda afmarkaðar og vel skilgreindar rannsóknir og hvernig um þurfi að búa til að tryggja per- sónuvernd. Hjörleifur Guttormsson, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði á blaðamannafundi af þessu tilefni að tillagan væri lögð fram með vissum hætti sem andsvar við tillögu ríkisstjómarinnar um mið- lægan gagnagrunn og fæli það í sér að ekki yrði farið í uppbyggingu miðlægra gagnagrunna á heilbrigð- issviði heldur ætti að miða við vörslu gagna í dreifðum grunnum á vegum þeirra sem héldu utan um slíka gagnagranna, hvort sem það væra opinberir aðilar eða félög eins og Krabbameinsfélagið og Hjarta- vemd. Gera ætti vandaða úttekt á þessum málum og kanna hvort og þá hvemig hugsanlegt væri að tengja saman dreifða granna til þess að geta framkvæmt rannsókn- ir, en með því skilyrði að tryggt væri að persónuvernd yrði í heiðri höfð í þeim efnum. Hjörleifur sagði að gert væri ráð ALÞINGI fyrir að skýrslu yrði skilað til næsta þings sem fæli í sér niðurstöður og tillögur eftir atvikum um lagabreyt- ingar ef þær teldust nauðsynlegar. Þegar þar væri komið yrðu ýmis at- riði sem vörðuðu málið ljósari og þar vísaði hann sérstaklega til boð- aðs frumvarps um endurskoðuð tölvulög, þ.e. um skráningu og vernd persónuupplýsinga, en nauð- synlegt væri að hafa hliðsjón af þeim við afgreiðslu máls af þessum toga á Alþingi. Sama gilti um frum- varp um meðferð og vörslu lífsýna, sem einnig væri á Ieiðinni og yrði væntanlega til umræðu á þessu þingi. „Þessir þættir þurfa að liggja fyrir áður en farið er að taka stórar ákvarðanir af hálfu Alþingis,“ sagði Hjörleifur. Upplýsingar varðveittar þar sem þær verða til I þingsályktunartillögunni segh1 að við úttektina verði meðal annars gert ráð fyrir að upplýsingar úr sjúkraskrám verði varðveittar þar sem þær verða til og ekki verði sett- ur upp miðlægur gagnabanki. Að leitað verði upplýsts samþykkis sjúklings vegna skráningar upplýs- inga í dreifða gagnagi’unna vegna rannsókna og í hvívetna gætt ákvæða um persónuvemd. Að sér- staklega verði athuguð réttarstaða þeirra sem sviptir hafi verið sjálf- ræði eða séu vegna veikinda ófærir um að svara til um skráningu, sem og heimildir til skráningar upplýs- inga um þá sem eru látnir. Að tryggður verði réttur ófullveðja barna að afturkalla, er viðkomandi verður fullveðja, heimildir sem for- eldrar kunna að hafa veitt til skrán- ingar upplýsinga um viðkomandi. Að athugað verði hvernig koma megi í veg fyrir að upplýsingar úr gagnagrannum séu misnotaðar af hálfu tryggingafélaga og atvinnu- rekenda. Að ákvæði alþjóðasamn- inga og samþykkta á þessu sviði, sem Island sé aðili að, séu virt í hví- vetna sem og mannréttindaákvæði. Að mörkuð verði stefna um hvort og þá hvernig veita eigi aðgang að dreifðum og hugsanlega samtengd- um gagnagrunnum til rannsókna og gjaldtöku í því sambandi, auk þess sem kannaðir verði kostir þess að nýta þessar upplýsingar til að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjón- ustu. Að tekið verði, eftir því sem við á, tillit til stefnumörkunar um söfnun, vörslu og meðferð h'fsýna úr mönnum, sem og laga um réttindi sjúklinga. Einnig að komið verði á skipulegri fræðslu til almennings um erfðatækni og eðli og starf- rækslu gagnagrunna á heilbrigðis- sviði og loks að tekið verði eftir því sem við á mið af „Stefnumótun í upplýsingamálum innan heilbrigðis- kerfisins" sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafi gefið út á árinu 1997. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Segir sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins KRISTINN H. Gunn- arsson alþingismaður tilkynnti úrsögn sína úr þingflokki Alþýðu- bandalagsins í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Kom fram í máli hans að hann treysti sér ekki til þess að styðja sameiginlegt framboð Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Kvennalista vegna ákveðinna viðhorfa sem fram kæmu í mál- efnaskrá flokkanna. Sagði hann m.a. að þar væri að finna ýmis góð fyrirheit en alla efna- hagslega undirstöðu vantaði í stefn- una og ef henni yrði hrint í fram- kvæmd leiddi hún til óstöðugleika og verðbólgu. „Ég tel eðlilegast að stíga úr röð- um þeirrar fylkingar og tala fyrir mínum sjónarmiðum á eigin for- sendum, enda hef ég fullan hug á því að leggja störf mín og áherslur í dóm kjósenda í næstu Alþingiskosn- ingum,“ sagði hann. Kristinn tók þó ekki fram í hvers nafni hann myndi bjóða sig fram. Fjórir famir úr þingfiokki Alþýðubandalags Kristinn er fjórði þingmaðurinn sem segir sig úr þingflokki Alþýðu- bandalagsins frá því ákvörðun var tekin á aukalandsfundi Alþýðu- bandalagsins í sumar um sameigin- legt framboð með Al- þýðuflokki og Kvenna- lista. Hinir þrír, Hjör- leifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfús- son og Ogmundur Jón- asson, hafa stofnað saman þingflokk óháðra, ásamt Kristínu Ástgeirsdóttur, en að- spurður segir Kristinn í samtali við Morgun- blaðið að hann verði ut- an þingflokka „fyrst um sinn“ eins og hann orðaði það. Margrét Frímanns- dóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, not- aði tækifærið í gær eftir að Kristinn hafði tilkynnt um úrsögn sína úr þingflokknum til þess að þakka þeim þingmönnum sem hefðu starf- að með Alþýðubandalaginu og óháð- um á þessu kjörtímabili og reyndar lengur og hefðu „kosið að eyða starfskröftum sínum annars stað- ar“. Jafnframt þakkaði hún Kristni H. Gunnarssyni fyrir vel unnin störf og óskaði þeim öllum alls hins besta í framtíðinni. Viðhorf til byggðamála alvarlegast Kristinn sagði við upphaf þing- fundar í gær að hann hefði ekki vilj- að lýsa yfir stuðningi við sameigin- legt framboð fyrr en málefnalegur grundvöllur framboðsins lægi fyrir. „Nú liggur sá grandvöllur fyrir í öll- um meginatriðum eftir að málefna- skrá var kynnt á dögunum og því hægt að taka afstöðu til málsins á þeim forsendum.“ Kristinn gagn- rýndi síðan ýmis atriði í málefna- skránni og sagði m.a. að alvarlegast væri viðhorfið til byggðamála. „Ár- lega flytjast um 2.000 manns suður af landsbyggðinni með tilheyrandi þjóðfélagslegum kostnaði og erfið- leikum fjölda manna. í stað skiln- ings og stuðnings á þessu vanda- sama og erfiða úrlausnarefni er meginbaráttumál sameiginlega framboðsins að efna til sérstakrar skattlagningar um milljarða króna árlega á aðalatvinnuveg lands- byggðarinnar, sjávarútveginn. Þennan skatt munu sjómenn og aðrir launamenn í atvinnugreininni að lokum greiða með lægri launum sínum. Þessi viðhorf styð ég ekki og hef gert kröfu um að þeim verði breytt. Ljóst er nú að ekki verður orðið við þeim kröfum.“ Kristinn sagði ennfremur að í að- draganda næstu alþingiskosninga myndu þingflokkar þeirra flokka sem stæðu að sameiginlegu framboði af augljósum ástæðum leitast við að samræma afstöðu sína og að þeir þingmenn sem hygðu á endurkjör yrðu að miða málflutning sinn við það. „I sumum málum svo sem varð- andi veiðileyfagjald í sjávarútvegi mun ég óhjákvæmilega lenda í and- stöðu við þá sem fylgja sameiginlegu framboði. Ég tel ekki rétt að efna til slíkra árekstra og trufla málflutning samfylkingarinnar innan frá.“ Kristinn H. Gunnarsson Morgunblaðið/Golli ÞINGFLOKKUR óháðra boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þingsályktunartillaga um dreifða gagnagrunna á heilbrigðissviði var kynnt. Talin frá vinstri Kristín Ástgeirsdóttir, Hjörleifur Guttormsson og Árni Steinar Jóhannsson. Alþingi Stutt Leggur fram sjö fyrirspurnir um gagnagrunn INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra ítrek- aði á Alþingi í gær að frumvarp til laga um gagnagrunna á heil- brigðissviði bryti ekki í bága við alþjóðasamþykktir. Hún sagði ennfremur að við undirbúning frumvarpsins hefði verið leitað til mjög margra sérfræðinga bæði innlendra og erlendra og hafnaði þeim staðhæfingum að heilbrigðisráðuneytið hefði ekki tekið tillit til álits vísindasiðanefndar. Nokkrar umræður fóra fram um gagnagrannsframvarp heil- brigðisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær í kjölfar sjö fyrirspurna Hjörleifs Guttormssonar, þingflokki óháðra, sem hann beindi til þriggja ráðherra. Hjörleifur spurði m.a. að því hvaða upplýsingar ættu að fara inn í miðlægan gagnagrann og benti á að ekkert kæmi fram um það í sjálfu framvarpinu. Meðal annars spurði hann að því hvort upplýsingar frá apótekum og Trygginga- stofnun ríkisins ættu að fara inn í gagnagranninn. Heilbrigðisráð- herra svaraði því til að að ekki væri gert ráð fyrir því í frumvarp- inu að upplýsingar frá Tryggingastofnun og lyfjaverslunum færa inn í gagnagrunninn. Frekari umræður fara fram um gagnagrunnsfrumvarpið á Al- þingi í dag, en þá er gert ráð fyrir því að ráðherra mæli fyrir framvarpinu. Kom fram í máli hennar í gær að hún ætti von á því að þær umræður stæðu fram á föstudag. Hrefnuveiðar ekki leyfðar á næsta ári ÞORSTEINN Pálsson sjávarátvegsráðherra sagði á Alþingi í gær að hann hefði ekki í hyggju að flylja þingsályktunartillögu um að Ieyfa veiðar á hrefnu eða hvölum í atvinnuskyni. Þetta sagði hann í svari við fyrispurn Svanhildar Jónasdóttur, þingflokki jafnaðar- manna, um það hvort hann hygðist leggja það til að hrefnuveiðar verði hafnar á Islandi þegar á næsta ári. Ráðherra minnti hins vegar á að Hafrannsóknastofnun liefði óskað eftir því að hefja rannsóknir á efnahagsleguin áhrifum þess að veiða ekki og nýta ekki hvalastofnana, einkum hrefnu og áhrif þess á aðrar fisktegundir. „Til þess að framkvæma slíkar vísinda- legar rannsóknir þarf veiðar í vísindaskyni og hefur Hafrann- sóknastofnun gert grein fyrir því. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu hvort rétt sé að taka þetta mái upp á nýjan leik og óhjákvæinilegt er að svara Hafrannsóknastofnun sem hefur óskað eftir leyfi til slíkra rannsókna," sagði ráðherra m.a. Svanfríður var ekki ánægð með þetta svar ráðherra og sagði m.a. að það væri meiri sómi að því að stjórnvöld kæmu hreint fram og segðu þeim sem væru áhugamenn um hvalveiðar hreint út að ekki stæði til að hefja hvalveiðar að nýju. Það ættu sljórn- völd frekar að gera en að láta fólk halda að stefnan væri allt önn- ur en hún væri í reynd. Fyrsti sameiginlegi fundur samfylkingarsinna ÞINGMENN í Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista héldu í gær sameiginlegan fund um gagnagrannsmálið með sér- fræðingum á sviði heilbrigðismála og var frumvarp ríkisstjórnar- innar um miðlægan gagnagrunn þar til umræðu. Var þetta fyrsti sameiginlegi fundur þingmanna flokkanna, sem standa að sam- fylkingu jafnaðarmanna, f vetur. Á fundinn var boðið þeim Kára Stefánssyni lækni, Gunnari Thoroddsen lögfræðingi, sem er sérfræðingur í friðhelgi einkalífs og tölvulögfiæði, Ástríði Stefánsdóttur lækni, Reyni Arngn'mssyni, sér- fræðingi í erfðalæknisfræði, Gísla Einarssyni endurhæfingarlækni og Guðmundi Sigurðssyni heimilislækni til að reifa sjónarmið sín varðandi framvarpið sem tekið verður til umræðu í þinginu í dag. Alþíngi Oagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis liefst kl. 10.30 í dag. Að lokinni atkvæða- greiðslu verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Mat á umhverfisáhrifum af stækkun Járnblendiverksmiðjunn- ar. Beiðni um skýrslu. 2. Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1997. 3. Skýrsla umboðsmanns Alþingis 1996. 4. Gagnagrannur á heilbrigðissviði. 1. umr. 5. Dreifðir gagnagrannar á heilbrigðissviði og persónuvemd. Fyrri umr. 6. Miðlæg úrvinnsla heilbrigðisupplýsinga. 1. umr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.