Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.10.1998, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón Helgason fyrsti forseti kirkju þings úr röðum leikmanna Málin mörg og miklar annir Morgunblaðið/RAX JÓN Helgason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, var kjörinn fyrsti forseti kirkjuþings úr hópi leikmanna. Tillaga sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Geldinganes verði tekið undir íbúða- byggð TILLAGA um að landnotkun verði breytt á Geldinganesi og það tekið undir íbúða- byggð verður lögð fram á fundi borgarstjórnar í kvöld. Jafnframt er lagt til að borg- arstjórn samþykki að fram fari ítarleg athugun á fram- tíðarþörfum Reykjavíkur- hafnar fyrir athafnasvæði og staðsetningu nýs hafnar- svæðis. I greinargerð með tillög- unni, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram, segir m.a. að Geldinga- nes sé eitt besta svæðið sem Reykvíkingar eigi kost á fyrir framtíðarþróun íbúðarbyggð- ar. Samþykkt aðalskipulag Reykjavíkur 1990-2010, sem sjálfstæðismenn höfðu for- ystu um og fullt samkomulag var úm í borgarstjóm, gerði ráð fyrir að nesið yrði að mestu tekið undir íbúðar- byggð. Bent er á að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri hafi verið meðal þeirra sem áttu sæti í dómnefnd um íbúðarbyggð á nesinu og að nefndin hafi verið sammála um tillögur höfunda að skipu- lagi nessins. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokks leggja áherslu á að áfram verði haldið þeirri stefnu að íbúðabyggð rísi meðfram ströndinni á svæð- um sem til þess henta. Með sameiningu Reykjavíkur og Kjalameshrepps hafi opnast nýir möguleikar varðandi hafnaraðstöðu eins og m.a. hafi komið fram í tillögu for- manns hafnarstjórnar, Árna Þórs Sigurðssonar, og ann- arra fulltrúa R-lista en til- lagan hafi verið samþykkt í borgarráði í mars sl. „FUNDARSTJÓRN er í eðli sínu svipuð og ég finn hér sama vanda og var oft uppi á Alþingi að málin eru mörg og miklar annir á þingfull- trúum,“ sagði Jón Helgason, fyrrum alþingismaður og ráðherra, en hann var kjör- inn forseti kirkjuþings á dögunum, sá fyrsti úr röðum leikmanna eftir að nýtt kirkjuþing var kjörið. „Núna stendur líka sér- staklega á þegar kirkjuþing þarf að samþykkja starfs- reglur um svo marga þætti í starfi kirkjunnar á grund- velli nýju laganna. Þessar reglur þurfa að liggja fyrir um áramótin og því þarf að samþykkja þær nú,“ segir Jón Helgason ennfremur. Eins og áður hefur komið fram eru þar m.a. reglur um val á presti, um skiptingu starfa presta í prestaköllum þar sem fleiri en einn prest- ur starfa, um þingsköp kirkjuþings, um sérþjónustu- presta, djákna og um leik- mannastefnu. „Margar fjalla um efni sem hefur verið í lögum og falla úr gildi um næstu ára- mót og því er brýnt að af- greiða þær, til dæmis um val á presti og starfshætti sóknarnefnda. Við stefnum að sjálfsögðu að því að Jjúka setningu allra þessara reglna,“ segir Jón en kveð- ur þó hugsanlegt að eitt- hvað verði látið bíða næsta kirkjuþings ef síðari um- ræða um málin verður mik- il. Ráðgert er að kirkjuþing ljúki störfum næsta mið- vikudag. Öll mál er koma til um- ræðu á kirkjuþingi fara í nánari umræðu í þremur fastanefndum og eru allir kirkjuþingsfulltrúar að for- seta undanskildum í nefnd- um. Jón vonaðist til að fyrstu málin kæmu úr nefnd á morgun þannig að hefja mætti síðari umræðu. Þá er eitt verkefna kirkju- þings að kjósa nýtt kirkju- ráð. Taldi Jón að kjör þess færi vart fram fyrr en eftir helgina en núverandi kirkjuráð er að skila af sér skýrslum og situr þar til því er lokið. Jón Helgason er að lokum spurður hvort forseti kirkjuþings hafi ákveðin verkefni með höndum milli kirkjuþinga. „Það er í sjálfu sér ómótað en í drögum að starfsréglum er gert ráð fyrir að forseti annist um afgreiðslu mála sem fara frá þinginu og fylgi þeim eftir milli þinga, þannig að hann ber nokkra ábyrgð á samþykktum þess,“ segir forsetinn og jafnframt að þetta muni mótast smám saman en gert er einnig ráð fyrir að forseti hafi heimild til að kalla saman aukaþing. Tillaga sr. Halldórs Gunn- arssonar á kirkjuþingi Kirkjan eign- ist eigin út- varpsrás KIRKJAN þarf að eignast eigin útvarpsrás og í framhaldi af því sjónvarpsrás, að mati séra Halldórs Gunnarssonar í Holti en hann hefur lagt fram tillögu þessa efnis á kirkju- þingi. Verður hún tekin til fyrstu umræðu í dag og fer síðan til meðferðar í nefnd. Sr. Halldór Gunnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að í framhaldi af stefnu- ræðu biskups við setningu kirkjuþings, sem hefði verið stefnumarkandi um sókn kirkj- unnar þegar aldamót væru framundan, þá þyrfti kirkjan að hefja sterkt boðunarstarf á sem breiðustum grundvelli. „I huga mínum verður kirkjan að vera með eigin útvarpsrás og vonandi þar á eftir sjónvarpsrás og til- lagan er um það að kirkjuráð leiti eftir því við Ríkisútvarpið að fá rás til afnota sem kirkjan sér um rekstur á,“ sagði sr. Halldór. Séra Halldór segist sjá fyrir sér að hefja megi rekstur slíkrar rásar með útsendingu hluta úr degi en lengja dagskrá smám sam- an. Hann segir af nógu að taka, mun meira en margir geri sér grein fyrir. Útvarpa megi frá fundum og samkomum, guðsþjón- ustum, umræðum um guðfræðileg málefni við Háskólann, tónleikum, og ekki síst minningarathöfnum og jarðarförum. „A þær var mikið hlustað og við greinum það oft, sóknarprestarnir, að það er kannski aldrei sterkari bæn og stund til predikunar en einmitt í jarðarförum," sagði sr. Halldór Gunnarsson að lokum. --------------- Færri úrsagnir úr Þjóðkirkjunni FYRSTU níu mánuði ársins sögðu 576 manns sig úr íslensku þjóðkirkjunni og er það 96 úrsögnum færra en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu firá Hagstofunni. Samtals voru gerðar 1.017 breytingar á trúfélagaskráningu á tímabilinu. í þjóð- kirkjuna skráðu sig 140 manns, en af þeim sem sögðu sig úr henni létu 117 skrá sig í Óháða söfnuðinn en 156 kusu að vera utan trúfélaga. Nýskráningar umfram brott- skráningar voru flestar í Kaþólsku kirkj- una, eða 135 talsins. Nýtt trúfélag, Boðunarkirkjan, var viður- kennt til skráningar af dómsmálaráðuneyt- inu 27. maí sl. og fram til loka september höfðu 36 einstaklingar skráð sig í það. Framlög til hagrannsókna úr Iðnlánasjóði frá 1990-1996 Allt féð rann til samtaka iðnaðarins Tilnefndu einnig í stjórn sjóðsins FRAMLÖG úr Iðnlánasjóði til hag- rannsókna í þágu iðnaðarins og að- gerða sem stuðla að þjóðhagslega hagkvæmari iðnþróun í landinu runnu á árunum 1990-1996 ein- göngu til Samtaka iðnaðarins og forvera þess, þ.e. Félags íslenskra iðnrekenda og Landssambands iðn- aðarmanna en þessi samtök til- nefndu jafnframt menn til setu í sjórn Iðnlánasjóðs. Alls var um að ræða um það bil 77 milljóna króna framlög á fyrr- greindu árabili. Frá 1990-1993 voru Félagi íslenskra iðnrekenda og Landssambandi iðnaðarmanna veittir samtals 38,7 milljóna króna styrkir, árið 1994 fékk Landssam- band iðnaðarmanna 16 milljónir en árin 1995 og 1996 fengu Samtök iðnaðarins samtals 22,5 milljóna króna framlög. Einar S. Hálfdánarson, héraðs- dómslögmaður og löggiltur endur- skoðandi, sem fékk gögn um þessi framlög afhent, að gengnum hæsta- réttardómi á grundvelli upplýsinga- laga, segist líta svo á að þessi ráð- stöfun styrkjanna hafí ekki verið í samræmi við ákvæði 5. greinar laga um Iðnlánasjóð. Þar segir að verja skuli 10% af árlegu Iðnlánasjóðsgjaldi til að greiða fyrir hagrannsóknum í þágu iðnaðarins og aðgerðum sem stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri iðnþró- un í landinu. Stjórn sjóðsins ráðstafi því í samráði við Samtök iðnaðarins. „Þeir telja að þeir hafi ráðstafað því eftir efninu með því að ráðstafa því til samtakanna sjálfra. Ég held að það verði hver að meta það íyrir sig,“ sagði Einar. Hann sagðist ekki vita til að nokkru sinni hefðu verið auglýstir styrkir af þessu fé. Einar sagðist hafa farið út í málarekstur vegna þessara gagna til að afla þeirra þar sem hann hefði þurft á þeim að halda vegna annars dómsmáls. Ein- ari var dæmdur málskostnaður úr hendi Nýsköpunarsjóðs sem hefur tekið við hlutverki Iðnlánasjóðs en sagði að sú fjárhæð nægði ekki til að standa straum af kostnaði sínum við rekstur málsins. Einar sagði að sér hefði komið á óvart að Iðnlánasjóður hefði lagst svo eindregið gegn því að láta sér í té upplýsingar um styrki sjóðsins tii hagrannsókna. „Þetta voru tvær beiðnir; annars vegar um styrki til hagrannsókna og hins vegar um út- borgaða styrki frá vöruþróunar- og markaðsdeild. Þetta voru tvær sjálfstæðar beiðnir. Ég gat séð ástæðu til að þeir teldu sig vera í vafa með síðargreindu styrkina en af því að það voru sömu menn sem sátu í stjórn sjóðsins og stýrðu þessum félögum sem fengu styrkina voru hæg heimatökin að afla sam- þykkis til að birta upplýsingar um hverjir hefðu fengið þetta,“ sagði hann. Hæstiréttur varð við báðum beiðnum hans og fékk hann öll um- beðin gögn afhent. Allur iðnaðurinn vissi í hvað gjaldið var notað Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, sem átti sæti í stjórn Iðnlánasjóðs, segir að ástæða þess að framlög úr Iðnlána- sjóði til hagi’annsókna í þágu iðnað- arins og aðgerða sem stuðla að þjóðhagslega hagkvæmari iðnþróun í landinu runnu aðeins til heildar- samtaka iðnaðarins hafi verið sú að aldrei hafi verið auglýst eftir styrkj- um eða umsóknum og þvi hafi engar aðrar umsóknir borist. „Hins vegar er þetta bundið í lög- um og allur iðnaðurinn vissi um Iðnlánasjóðsgjaldið og í hvað það var notað," sagði Sveinn. „Þetta sem við sóttum um og fengum var úr ákveðnum hluta gjaldsins. Það var sérstaklega ákveðið með lögum að 10% gjalds- ins skyldi verja til hagrannsókna og vöruþróunarverkefna í samráði við Samtök iðnaðarins. Þannig að það er beinlínis ætlast til þess að þessu sé varið til verkefna í samráði við samtökin,“ sagði Sveinn. Hann áréttaði að þótt 10% gjaldsins hefðu verið tekin frá til þessara verkefna hefði aðeins hluta þeirrar fjárhæðar verið úthlutað. Sveinn var spurður að því hvers vegna stjórn sjóðsins hefði ekki af- hent umbeðnar upplýsingar þegar Einar S. Hálfdánarson óskaði eftir þeim með tilvísun til ákvæða upp- lýsingalaga. Bankaeftirlit lagðist gegn birtingu Hann sagði að stjórn Iðnlána- sjóðs hefði þá leitað eftir áliti frá bankaeftirliti Seðlabankans, sem hefði talið að ekki væri heimilt að veita upplýsingarnar vegna um þagnarskyldu í lögum um sjóðinn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði komist að gagnstæðri niður- stöðu en fallist á að fresta réttará- hrifum þess úrskurðar meðan álita- efnið væri borið undir dómstóla. „Þannig að við litum svo á að stjóm Iðnlánasjóðs ætti ekki annars úrkosti en að leita til dómstóla. Það hefði verið mjög óráðlegt að afhenda upplýsingarnar þvert ofan í bann bankaeftirlitsins," sagði Sveinn. „Ef við hefðum afhent upplýsing- arnar og dómurinn gengið í öfuga átt hefðum við verið í vondum mál- um því það hefði ekki verið aftur tekið. Ég held að allir aðilar, sem að þessu komu, hafi verið sammála um að það yrði að skera úr með þessum hætti,“ sagði hann. A vefsíðu Samtaka iðnaðarins er greinargerð þar sem gerð er grein fyrir því til hvaða verkefna styrkj- um þessum var varið og segja sam- tökin að sú upptalning sýni að fénu hafi verið varið í samræmi við ákvæði laganna um Iðnlánasjóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.