Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 13
Ummæli Ross Andersons um gagnagrunnsfrumvarpið
Gagnrýni sögð á
misskilningi byggð
Morgunblaðið/Þorkell
Hvalfj ar ðargöngin
Akvörðun um gjald-
skrárlækkun tekin í vor
GUÐMUNDUR Sigurðsson læknir
sem átti sæti í þeim hóp sem endur-
skoðaði frumvarp til laga um gagna-
grunn á heilbrigðissviði, segir að
gagnrýni Ross Andersons, ráðgjafa
breska læknafélagsins í málefnum
sem varða upplýsingakerfí á heil-
brigðissviði, á gagnagrunnsfrum-
varpið, sé á misskilningi byggð.
Guðmundur sagðist hafa mætt á
fund á vegum Læknafélagsins á
mánudagsmorgun og þá hefði hon-
um strax orðið ljóst að Anderson
hefði ekki réttar upplýsingar um
frumvarpið. Það hefði meðal annars
komið fram í því að hann virtist ekki
gera sér grein fyrir eftirlitshlut-
verki Tölvunefndar og ekki að það
hefðu orðið breytingar í þeim efnum
frá því frumvai-psdrögin voru kynnt
31. júlí í sumar. Inn í frumvarpið
hefði verið bætt að Tölvunefnd ætti
ekki bara að hafa umsjón með
hvernig gögnin færu inn í grunninn
heldur einnig með öryggi gagna í
grunninum.
„Eins virtist hann ekki gera sér
grein fyrir að það væru í lögunum
ákvæði sem takmörkuðu aðgang að
upplýsingum um einstaklinga og að
það mætti ekki við samtengingu eða
úrrinnslu persónugreina einstak-
linga, þ.e.a.s. samtenging og úr-
vinnsla gagna mætti ekki verða til
þess að einstaklingar yrðu persónu-
greinanalegir," sagði Guðmundur.
Hann sagði að á fundinum hefði
hann spurt formann Læknafélags-
ins hvort Anderson hefði ekki séð
nýjustu drög frumvarpsins og hann
hefði svarað því til að hann hefði
verið með drögin frá 31. júlí, sem
hefðu verið til þýdd á ensku.
Guðmundur sagði aðspurður að
hann fengi ekki annað séð en að í
nýjum frumvarpsdrögum væri að
verulegu leyti búið að koma til móts
rið þá gagnrýni sem Anderson hefði
sett fram. Þá væri þetta spurning
um nálgun að málinu líka. í 1. gr.
frumvarpsins segði að þetta væra
lög um gagnagrunn með ópersónu-
greinanlegum heilsufarsupplýsing-
um. I skilgreiningum kæmi síðan
fram hvað ópersónugreinanlegur
þýddi og tekin væri upp Evrópu-
sambandstilskipunin í þeim efnum
sem væntanlega tæki gildi hér. Þar
með væri kominn mælikvarði á hvað
væru ópersónugreinanleg gögn.
„Síðan held ég að sé alveg ljóst að ef
þetta skilyrði er ekki uppfyllt, að
gögnin séu ópersónugreinanleg, þá
er ekki hægt að veita leyfi fyrir
gi'unninum," sagði Guðmundur.
Hann sagði að það þyrfti hins
vegar ekki að ákveðast nú, heldur
þyfti væntanlegur rekstrarleyfís-
hafi að gera grein íyrir þessum at-
riðum þegar hann legði fram áætl-
anir sínar og umsókn. Sá aðili sem
væri þá til svara væri Tölvunefnd
eða þessi nýja persónuvemd og í
öðra lagi væri bráðabirgðaákvæði í
frumvarpinu sem segði að það ætti
að fara fram óháð sérfræðileg ör-
yggisúttekt. „Þannig að ég skil ekki
hvað maðurinn er að tala um. Ég
verð að segja það bara alveg eins og
er,“ sagði Guðmundur að lokum.
Átti Anderson að tjá fyrirfram
ákveðna skoðun?
Hákon Guðbjartsson, yfírmaður
upplýsingatæknideildar I slenskrar
erfðagreiningar, sagðist einnig hafa
verið á fundinum með Læknafélag-
inu og Anderson þar sem honum
hefði verið kynnt hugmyndafræðin
á bak við þær aðferðir sem notaðar
yrðu til þess að tryggja persónu-
verndina. Hann sagði að sér fyndist
frekar óheiðarlega að verki staðið
og svo virtist sem Anderson hefði
átt að koma hingað til þess að tjá
íyrirfram ákveðna skoðun hjá
Læknafélaginu. Hann kæmi til
dæmis fram með staðhæfingar um
að Islensk erfðagreining hefði ekki
unnið sína heimavinnu, án þess að
hafa í rauninni nokkur gögn til þess
að rökstyðja þá fullyrðingu, né hefði
hann sýnt nokkurn áhuga á að fá
gögn í þessum efnum í hendurnar.
Þessu tengdist líka að hann hefði í
rauninni kannski ekki fyllilega
kynnt sér hugmyndina á bak rið
frumvarpið. Þar væri skýrt kveðið á
um að nákvæmari útfærsluatriði
skyldu lögð fram í reglugerð fyrir
gagnagrunninn.
Hákon sagði að til dæmis hefði
ekkert nýtt komið fram um áhættu-
mat varðandi gerð slíks gagna-
grunns sem rætt væri um og þau
misnotkunardæmi sem Anderson
hefði rætt um á fundinum og einnig
í Morgunblaðinu á þriðjudag væru
nákvæmlega sömu dæmi og
margoft hefði verið talað um frá því
farið hefði verið af stað með þessa
umræðu á vormánuðum eða jafnvel
fyrr. Þær aðferðir sem ÍE hefði
kynnt væru aðferðir sem gætu fyr-
irbyggt þá misnotkun sem Ander-
son hefði talað um.
Hákon sagði að gagnrýni Ander-
sons og annarra hér innanlands
byggðist á misskilningi þeirra á
skilgreiningu Evrópusambandsins á
ópersónugreinanlegum gögnum, að
hans mati. Anderson væri að velta
því fyrir sér hvort gögnin væra
fræðilega persónutengjanleg í stað
þess að líta á hvort til væru raun-
hæfar leiðir til þess að persónu-
greina einstaklinga.
„Það sem er kannski verst er það
að hann leggur okkur orð í munn
þegar hann segir að við höfum rið-
urkennt að gögnin væru persónu-
greinanleg. Það er alrangt. Við við-
urkenndum aldrei neitt slíkt og
hann byggir þetta í rauninni á þess-
ari fyrrgreindu mistúlkun sinni á
persónugreinanleika, því rið höfum
jú viðurkennt að gögnin séu fræði-
lega persónugreinanleg, en það er
bara ekld sami hluturinn," sagði
Hákon einnig.
STEFÁN Reynir Kristinsson,
framkvæmdastjóri Spalar ehf.,
segir að ákvörðun verði tekin í
vor um það hvort gjald fyrir um-
ferð um Hvalfjarðargöngin
verði lækkað. Hann segir að lán-
veitendur fyrirtækisins verði að
samþykkja slíkar breytingar.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær hefur umferð um
göngin verið meiri en gert var
ráð fyrir.
„Þessar tölur sem menn hafa
séð [um umferðina] segja sára-
lítið ennþá,“ segir Stefán. Hann
segir að umferðin hafí minnkað
mikið með haustinu, en vill þó
ekki láta uppi hvort hún sé svip-
uð og gert hafí verið ráð fyrir
miðað við árstíma, enda sé enn
verið að skoða tölurnar. Hann
segir að einnig sé of snemmt að
segja hvort eða hversu mikið
greiðslutími lána vegna gerðar
ganganna muni styttast.
Á myndinni eru fulltrúar
Fossvirkis lif. og Spalar ehf.,
sem hittust á þriðjudag við suð-
urenda ganganna og skáluðu í
kampavíni þegar verktakinn
skilaði Speli formlega Iyklavöld-
um yfír göngunum. F.v. eru
Lennart Truedsson, framleiðslu-
stjóri Fossvirkis, Baldur Jó-
hannesson, eftirlitsverkfræðing-
ur Spalar, Jenný Einarsdóttir,
skrifstofumaður hjá Fossvirki,
Jóhann Kröyer, yfírverkfræð-
ingur hjá Fossvirki, Gísli Gísla-
son, formaður stjórnar Spalar
ehf., Guðlaugur Hjörleifsson,
verkefnisstjóri Spalar, Loftur
Árnason úr verkefnisstjórn
Fossvirkis, Páll Sigurjónsson,
forstjóri Fossvirkis, Stefán
Reynir Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Spalar ehf., og
Gylfi Þórðarson, stjórnarfor-
maður eignarhaldsfélagsins
Spalar hf.
Yfírlýsing stjórnar
Læknafélags Islands
SAMANBURÐUR Á GJALDSKRÁ LEIKSKÓLA
(eftir hækkun í Reykjavík)
kr.ámánuði Fulltgjald Forgangsgjald Námsmannagjald
4 klst. 6 klst. 8.klst 4 klst. 6 klst. 8.klst Annað foreldri í námi 4 klst. 6 klst. 8.klst Báðir foreldrar í námi 4 klst. 6 klst. 8.klst
Reykjavík 8.400 15.200 19.400 7.000 8.600 10.000 7.200 10.100 14.700 7.000 8.600 10.000
Garðabær 8.300 14.200 18.900 4.730 9.300 11.900 8.300 14.200 18.900 4.730 9.337 11.900
Hafnarfjörður 7.920 13.420 18.040 8.470 11.440 7.920 13.420 18.040 8.470 11.440
Kópavogur 8.400 14.200 19.000 4.440 8.260 10.360 8.400 14.200 19.000 8.400 14.200 19.000
Mosfellsbær 7.750 13.250 17.700 8.600 11.500 7.750 13.250 17.700 8.600 11.500
Seltjarnarnes* 8.820 14.540 18.500 5.292 8.724 11.100 8.820 14.540 18.500 8.820 14.540 18.500
Akureyri 8.970 15.030 20.040 6.990 8.496 10.267 7.338 11.989 14.021 6.990 8.496 10.267
Meðaltal 8.290 14.217 18.797 5.790 8.621 10.936 7.818 12.860 17.266 6.780 9.617 13.230
* Á Seltjarnarnesi er ekki boðið upp á 4 og 6 klst. vistun. i töflunni er verðið
miðað við 4,5 og 6,5 klst. og er því ekki tekið með í meðaltaisútreikningi.
yyyy
Samanburður á gjaldskrá leikskóla í stærstu sveitarfélögum
Enginn afsláttur fyrir
börn námsmanna í Kópavogi
ÞEGAR bornar eru saman gjald-
skrár leikskóla í Reykjavík, Garða-
bæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mos-
fellsbæ, Seltjarnarnesi og á Akur-
eyri eftir að hækkun á gjaldskrá
Dagvistar barna hefur verið sam-
þykkt, kemur meðal annars í ljós
að fullt gjald er hæst á Akureyri
fyrir fjögurra stunda gæslu og átta
stunda gæslu en í Reykjavík fyrir
sex stunda gæslu. Þá vekur athygli
að enginn afsláttur er veittur í
Kópavogi vegna barna náms-
manna.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu er fullt gjald fyrir fjögurra
stunda vist hæst á Akureyri eða
8.970 krónur en lægst í Mosfellsbæ
eða 7.750 krónur á mánuði.
Reykjavík er efst þegar um sex
stunda vist er að ræða með 15.200
krónur en í Mosfellsbæ, þar sem
gjaldið er lægst, er það 13.250
krónur. Á Akureyri er gjald fyrir
átta stundir hæst eða 20.040 ki-ón-
ur en lægst í Mosfellsbæ, 17.700
krónur.
í forgangshóp, sem t.d. einstæðir
foreldrar teljast til, er hæsta gjaldið
í Reykjavík eða 7.000 krónur fyrir
fjórar stundir en lægst í Kópavogi
4.440 krónur. Fyrir sex stundir er
hæsta gjaldið í Garðabæ eða 9.300
krónur en lægst í Hafnarfirði, 8.470
krónur. Fyrir átta klukkustundir er
gjaldið hæst í Garðabæ eða 11.900
krónur en lægst í Reykjavík 10.000
krónur.
Afsláttur til námsmanna þegar
annað foreldrið er í námi er einung-
is veittur í Reykjavík og á Akureyri.
Þegar báðir foreldrar era í námi
veita sveitarfélögin afslátt nema í
Kópavogi. Þar fá námsmenn engan
afslátt.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Lækna-
félagi Islands:
„Stjórn Læknafélags íslands
lýsir undrun sinni á yfirlýsingum
Kára Stefánssonar forstjóra ís-
lenskrar erfðagreiningar vegna
orða dr. Ross Andersons um ör-
yggismál miðlægs gagnagranns á
heilbrigðissviði.
Læknafélag íslands stóð sl.
mánudag fyrir fundi um öryggismál
miðlægs gagnagrunns á heilbrigðis-
sriði með dr. Ross Anderson, sér-
fræðingi um öryggismál læknis-
fræðilegra tölvukerfa. Á fundinum
vora fulltrúar frá Islenskri erfða-
greiningu, ýmsir tölvuséi’fræðingar,
læknar, vísindamenn og aðrir
áhugamenn. Til fundarins var boðað
í anda þeirrar stefnu félagsins að
halda umræðunni efnislegri og mál-
efnalegri og til að dýpka umræðuna
um flókið málefni.
Á fundi þessum kom glögglega
fram að dulkóðaðar upplýsingar í
miðlægum gagnagrunni sam-
kvæmt fyrirliggjandi tillögum
verða persónugreinanlegar, þ.e.a.s.
unnt er að rekja þær til nafn-
greindra einstaklinga. Þetta viður-
kenndu, í viðurvist fjölda tölvusér-
fræðinga, fulltrúar fslenskrar
erfðagreiningar, þeir dr. Kári Stef-
ánsson og Hákon Guðbjartsson,
forstöðumaður tölvusviðs fslenskr-
ar erfðagreiningar og höfundur
flestra kunnra gagna fyiártældsins
um öryggismál hins miðlæga
gagnagrunns.
Kári Stefánsson segir í viðtali
við Morgunblaðið að dr. Ross And-
erson hafi aldrei séð öryggisáætl-
anir íslenskrar erfðagreiningar og
aldrei beðið ura þær. Þar af leið-
andi sé hann ófær um að gagnrýna
þær áætlanir. Þetta er mjög at-
hyglisvert fyrir þá sök að hingað til
hefur fyrirtækið aldrei skýrt frá
því að slík áætlun væri til, sem er
óneitanlega mjög undarleg fram-
koma. Þeir Kári Stefánsson og Há-
kon Guðbjartsson höfðu næg tæki-
færi til að upplýsa um slíka áætlun
og skýra frá henni á fundinum á
mánudaginn, en gerðu það ekki.
Það er veikt haldreipi að vitna nú
til gagna sem engum hefur verið
sagt frá að væru til en gegna samt
lykilhlutverki. Slíkt ber ekki vott
um vönduð vinnubrögð. Öll slík
gögn hefðu átt að vera á borðinu
frá upphafi, þ.e.a.s. áður en hin
mikla vinna við að undirbúa laga-
frumvai-pið hófst.
Kári Stefánsson hefur í mál-
flutningi sínum séð ástæðu til að
draga í efa áreiðanleika Ross And-
ersons og gefið í skyn óvönduð
vinnubrögð hans. í því sambandi er
rétt að benda á að dr. Anderson er
einn virtasti sérfræðingur í Evrópu
um öryggismál á heilbrigðissviði.
Hann er sérstakur ráðgjafi bresku
læknasamtakanna en þau láta sig
slík öryggismál miklu skipta. Að
saka slíkan mann um óvönduð
vinnubrögð ber ekki vott um nauð-
synlegt jafnvægi hugans.
Sú fullyrðing Kái-a Stefánssonar
að ályktanir dr. Ross Andersons
séu dregnar á grandvelli rangra
forsendna er athyglisverð fyrir þá
sök að forsendurnar era málflutn-
ingur fyrrgreindra talsmanna ís-
lenskrar erfðagreiningar á fundin-
um. Séu forsendumar rangar
hljóta upplýsingar þeirra og mál-
flutningur að hafa verið villandi og
ónákvæmur."