Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 19

Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 19 __________VERIÐ________ Rekstrartap eða and- staða við sameiningu ERLENT Reuters KOO Chen-fu (t.v.), formaður taívanskrar stofhunar, sem fer með tengsl Taívans og Kína, ræðir við Wang Daohan, formann sams kon- ar stofnunar í Kína, á hóteli í Shanghai. Taívönsk sendinefnd ræðir við ráðamenn í Kína Tímamótavið- ræður en mikið ber enn í milli Shanghai. Reuters. STARFSFÓLK Búlandstinds á Djúpavogi lagði í gær niður vinnu til hádegis í fiskvinnslustöðvum fyrirtækisins á Djúpavogi og Breiðdalsvík til að mótmæla upp- sögn framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, Jóhanns Þórs Halldórssonar. Jafnframt fór starfsfólkið heim til hans til að sýna stuðning sinn við hann og kveðja. Stjórn fyrirtækis- ins sagði honum upp störfum síð- astliðinn mánudag. Þess var ekki óskað að hann ynni út uppsagnar- frest, heldur hefur einn stjórnar- manna fyrirtækisins verið ráðinn framkvæmdastjóri til bráðabirgða meðan leitað er nýs framkvæmda- stjóra. Samkvæmt niðurstöðu stjómar Búlandstinds er ástæða uppsagnar framkvæmdastjórans taprekstur á fyrirtækinu, en fram- kvæmdastjóri telur það tylliá- stæðu. Hann segir ástæðuna and- stöðu sína við fyrirætlanir um sameiningu við Njörð hf. í Sand- gerði á síðasta ári, en ekkert varð af henni. Afkoma fyrirtækisins á nýliðnu rekstrarári var slök, tekjur og gjöld rúmur milljarður króna hvor liður fyrir sig, en að teknu tilliti til fjármunatekna og fjármagnsgjalda reyndist tap fyrirtækisins vera um 184 milljónir króna. Sijórnin taldi tapið koma á óvart Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins taldi stjórnin þessar upplýsingar mikið áfall og að þær kæmu á óvart. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða og auk þess að segja framkvæmdastjóranum upp, þyrfti að athuga hvort rétt væri að seija fiskimjölsverksmiðju fyrir- tækisins, kanna mögu- lega sölu á öðru skipi fyrirtækisins, Sunnut- indi, og leggja aukna áherzlu á bolfiskvinnslu í landi. I fundargerð stjórnarfundarins frá því á mánu- dag, segir á þá leið, að stjórn fé- lagsins telji sig ekki geta unnið með framkvæmdastjóranum að nauðsynlegri endurskipulagningu félagsins til að ná fram bættum rekstri. Ljóst sé að einhugur verði að ríkja meðal stjórnenda og stjórnar fyrirtækisins. Því sé stjórnin sammála um að rétt sé að skipta um framkvæmdastjóra. Óviðunandi rekstrarafkoma I fundargerðinni segir ennfrem- ur á þá leið að stjórnin telji að framkvæmdastjórinn hafi unnið af trúmennsku að uppbyggingu fé- lagsins frá 1992, er hann var ráð- inn. Arangur hafi hins vegar látið á sér standa og rekstrarafkoma fé- lagsins sé óviðunandi. I kjölfar þess var framkvæmdastjórinn, Jó- hann Þór Halldórsson, sviptur prókúruumboði og stjórnarmönn- unum Einari Kristni Jónssyni og Ólafi Ragnarssyni veitt það í stað- inn og fer Ólafur með daglega stjórn fyrú-tækisins þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Rekstrarstaðan kynnt stjórninni reglulega Jóhann Þór Halldórsson lagði fram bókun á fundinum eftir að uppsögn hans hafði verið ákveðin. Þar segir hann að stjórninni hafi verið fylilega ljóst hver rekstrar- staða félagsins hafi verið, enda hafi hún verið kynnt stjórninni reglulega; eftir þrjá mánuði og 6 mánuði. Að loknu 7 mánaða upp- gjöri hafi stjómin síðan sett á laggirnar nefnd til að fara yfir framtíðarhorfur félagsins. Þegar nefndin hafi skilað af sér hafi 9 mánaða uppgjör legið fyrir og þá Ágreiningur um ástæðu uppsagnar framkvæmda- stjóra Búlandstinds verið ljóst að hallinn væri um 100 milljónir króna. Stjórninni hafi því verið fullkunnugt um stöðuna á hverjum tíma og niðurstaðan gæti því ekki hafa komið henni á óvart. Eigið fé aukið og kvótaeign tvöfölduð Jóhann Þór bendir ennfremur á, að hagnaður hafi verið af rekstrin- um í þrjú ár af þeim 6 sem hann hafi stýrt fyrirtækinu, að kvóta- eign þess hafi tvöfaldazt og eigið fé aukizt um 260 milljónir á ári þetta tímabil. Jóhann Þór segir að raun- veruleg ástæða uppsagnarinnar sé andstaða hans við fyrirætlanir um sameiningu við Njörð hf. í Sand- gerði á síðasta ári. Sér hafi fyrir löngu verið kunnugt um þá ætlun stjórnarinnar að segja sér upp í maí á síðasta ári, en þá hafi ekkert verið í afkomu félagsins, sem gefi tilefni til svo harkalegrar aðgerðar sem uppsagnar og áskilur hann sér allan rétt til aðgerða vegna þess. í samtali við Morgunblaðið bendir Jóhann á að margir utanað- komandi þættir hafi reynzt erfiðir í rekstrinum. Hann segir að hætt hafi verið við dýpkun á höfninni í vetur eins og lofað hafi verið. Þess í stað hafi verið ákveðið að byggja höfn við bræðsluna, en ekkert hafi enn orðið úr þeim fram- kvæmdum. Fyrir vikið hafi ekki verið hægt að taka á móti síld og loðnu úr stærri skipum. Síðan hafi síldarvertíðin verið léleg og verkföll sett töluvert strik í reikninginn. Kostnaðarsamt umstang Loks segir Jóhann að allt þetta umstang vegna fyrirætlana um sameiningu við Njörð hf. hafi kost- að milljónir króna, til dæmis vegna ráðlegginga. Þá hafi þetta mál ti'uflað reksturinn mikið. Tveimur dögum fyrir upphaf síðasta rekstr- arárs hafi sameining Njarðar og Búlandstinds verið auglýst og hún hafi tekið gildi í marz á sama ári, þrátt fyrir að hún væri ekki raun- veruleg. Þetta hafi truflað allar rekstraráætlanir verulega. Lýsir ábyrgð á hendur stjómarmönnum „Ég lýsi ábyrgð á hendur stjóm- armönnum, Gunnari Birgissyni, Ragnari Bogasyni, Einar Kristni Jónssyni og Olafi Ragnarssyni, fyrir að framlengja þessa deilu í ágústmánuði í fyrra eftir að stærsti hluthafinn hafði hafnað sameiningunni. Hlutabréfasjóður- inn íshaf skilaði endanlegu áliti sínu í ágústmánuði og hafnaði þessari sameiningu. Þá var ljóst að ekki var hægt að koma henni í gegn. Samt sem áður héldu menn þessu áfram. Deilan var framlengd fram í október. Þetta voru afdrifa- rík mistök sem þá voru gerð og nú er verið að koma á mig að hluta til sökinni af því. Þessi framlenging deilunnar er það alvarlegasta í öllu þessu máli, því hún raskaði öllum rekstraráætlunum," segir Jóhann Þór Halldórsson. Jóhann vildi einnig koma á framfæri þökkum til starfsfólks Búlandstinds og ýmissa annarra fyrir veittan stuðning í þessu máli. Slök afkoma ástæðan Einar Kristinn Jónsson, formað- ur stjórnar Búlandstinds, vísar þvi á bug að annað en slök rekstraraf- koma sé ástæða uppsagnarinnar. „Þetta er ákveðið á stjórnarfundi, þar sem fyrir liggur bráðabirgða- uppgjör, sem sýnir verulegt tap á rekstrinum eða 184 milijónir króna af reglulewgri starfsemi. þetta er mun meira en áætlanir sögðu til um í upphafí árs og þetta eru mun meiri frávik frá fyrri milliuppgjör- um á árinu. Tapið er einfaldlega miklu meira en nokkurn óraði fyr- ir. Þegar þessi staða er komin upp var það sameiginleg niðurstaða stjórnarinnar að það yrði að skipta um framkvæmdastjóra hjá félag- inu. Það er alveg rangt að þessi upp- sögn tengist að einhverju leyti andstöðu framkvæamdastjórans við fyrirætlanii' um sameiningu við Njörð hf. í fyrra. Þá var að vísu ágreiningur uppi, en það er ár síð- an og það mál var til lykta leitt. Að því loknu varð niðurstaðan sú að rétt væri að spila eins vel og hægt væri úr þeim spilum, sem á hendi voru. Framkvæmdastjóranum yrði þá gefið tækifæri til að vinna úr þeim ens og kostur væri. Hann lagði þá fram resktraráætlanir, sem byggðu á þeim veruleika og gerðu þær ráð fyrir hagnaði af rekstrinum. Við erum að leita að manni í stað fráfarandi framkvæmdastjóra. Það hefur verið haft eftir honum og ég vil mótmæla því, að verið sé að rýma til fyrir einhverjum tiltekn- um mönnum. Það er alfarið rangt. Við munum leita að manni, sem hefur reynslu og þekkingu á sjáv- arútvegi og munum reyna að finna lausn á því næstu vikurnar,“ segir Einar Kristinn Jónsson. TAIVANSKUR sendimaður, Koo Chen-fu, fór til Shanghai í gær til að hefja viðræður við ráðamenn í Kína og er þetta í fyrsta sinn í tæpa hálfa öld sem fulltrúi Taívana ræðir við æðstu embættismenn kínversku kommúnistastjórnarinnar. Viðræð- urnar hófust með sáttatón en taí- vanskir og kínverskir embættis- menn sögðu að mikið bæri enn í milli og viðræðumar yrðu erfiðar. Koo er formaður hálfopinberrar stofnunar, SEF, sem fer með tengsl Taívans og Kína, og ræddi í gær við Wang Daohan, formann sams konar stofnunar í Kína. Koo fer fyrir nefnd helstu lagasérfræðinga Taí- vans og ferðin á að standa í sex daga. Ráðgert er að hann ræði m.a. við Jiang Zemin, forseta Kína og leiðtoga kínverska kommúnista- flokksins, og verður það í fyrsta sinn sem háttsettur sendimaður frá Taívan ræðir við leiðtoga kín- verskra kommúnista. Koo og Wang fóðmuðust og slógu á létta strengi áður en fundur þeirra hófst í gær. Koo, sem hefur lengi verið atkvæðamikill í stjómar- flokknum á Taívan, sagði að Taívan- ar settu engin skilyrði fyrir frekari samningaviðræðum við Kínverja. Talsmaður taívönsku sendinefnd- arinnar viðurkenndi þó að ólíklegt Stöðluð jólatré Osló. Reuters. NÝJAR reglur um stöðlun jólatrjáa hafa nú tekið gildi í Noregi. Er stöðluninni einkum beint gegn innflutningi jólatrjáa frá Danmörku. Samkvæmt hinum nýju regl- um ber að flokka jólatré í Nor- egi í þrjá staðlaða flokka. Ein- göngu beinvaxin tré sem hafa einn topp, jafnar greinar og lit og em ræktuð án skordýraeit- ærs og áburðargjafar komast í fyrsta flokk. „Við viljum flokka trén okk- ar til að tryggja gæði þeirra fyrir neytendur og örva út- flutning," sagði Finn Hjalmar Anderen, talsmaður Staðlaráðs Noregs. Arlega seljast um 1,5 millj- ónir jólatrjáa í Noregi, en um þriðjungur þeirra er fluttur inn frá Danmörku. Trén vaxa hraðar á dönskum bújörðum og ódýrara er að fella þau þar en í fjallahéruðum Noregs. væri að viðræðumar bæm mikinn árangur. „Það er ekki nógu mikið gagnkvæmt traust," sagði hann. Kínverskir embættismenn tóku í sama streng og sögðu að mörg póli- tísk deilumál væm enn óleyst. Markar timamót í samskiptum Kína og Taívans Fréttaskýrendur sögðu þó að sú staðreynd, að viðræðumar ættu sér stað, sætti veralegum tíðindum. „Ég held ekki að þeir nái neinu skriflegu samkomulagi," sagði er- lendur stjómarerindreki í Peking. „En sú staðreynd að þeir em famir að ræðast við aftur er mikilvæg." Kínverskir sérfræðingar tóku í sama streng. „Jafnvel þótt árangur- inn verði lítill marka viðræðumar tímamót í samskiptum Tævans og Kína,“ sagði Zhou Yilin, sagnfræði- prófessor við Fudan-háskóla í Shanghai. Koo og Wang komu síðast saman í Singapore árið 1993 til að freista þess að hefja viðræður milli Taívana og Kínverja, sem hafa eldað grátt silfur frá því kommúnistar komust til valda í Kína árið 1949. Kínverjar aflýstu hins vegar frekari viðræðum vegna einkaheimsóknar forseta Taí- vans til Bandaríkjanna árið 1995 og sökuðu Taívana um að reyna að afla alþjóðlegs stuðnings við sjálfstæði Taívans. Taívanar sögðu ekkert hæft í þeirri ásökun. Kínverjar líta á Taívan sem upp- reisnarhérað í Kína og hafa ekki útilokað valdbeitingu til að sameina það Kína. Taívanar hafa sett það skilyrði fyrir sameiningu að kín- verska stjómin taki upp fjölflokka- lýðræði. \ ogsunnudaga s 14.-00 - 16M TM - HÚSGÖGN StSumúla 30 -Slmi 568 6822 Fiskurinn að deyja út í Svarta hafinu FISKIFRÆÐINGAR segja marga fiskistofha í Svarta hafinu vera í útrýmingarhættu að því er fram kom í máli þeirra á alþjóð- legri ráðstefnu í Vama í Búlgar- íu nýverið. Sérfræðingar teija jafnvel nauðsynlegt að banna fiskveiðar í ábataskyni með öllu. Tyi'kir nýta um 90% síldarteg- unda sem veiddar era í Svarta hafinu til fiskimjölsframleiðslu, en fiskifræðingar segja stofnana ekki ná að endumýja sig við nú- verandi aðstæður. Umræður um samninga um takmörkun fiskveiða í Svarta hafi hafa staðið í u.þ.b. áratug á milli ríkjanna sem að því liggja, en samkomulag hefur enn ekki verið undirritað. Sem dæmi um hversu slæmt ástandið er má nefna að sjáv- arafli Búlgara er nú tíundi hluti þess sem hann var á ní- unda áratuginum, eða minni en 3.000 tonn, og fiskur til eldis er fluttur inn frá Úkraínu. Meira tap en nokkurn óraði fyrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.