Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 15.10.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 21 ERLENT WTO-deila Bandarfkjanna og ESB um innflutningshöft Bandaríkjastjórn heitir að beita ESB þrýstingi Washington. Reuters. BANDARÍSK stjórnvöld greindu frá því um helgina, að þau myndu þrýsta á um það við Evrópusam- bandið, ESB, að það hlíti ákvörðun- um Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO. Með þessu afstýrði stjórnin í Washington því, að greidd yrðu at- kvæði í fulltrúadeild Bandaríkja- þings um þingsályktunartillögu, þar sem krafist er viðskiptaþvingana af hálfu Bandaríkjanna gegn ESB. I bréfi til forseta fulltrúadeildar- innar segir Erskine Bowles, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, að stjórnin sé staðráðin í að „grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauð- syn krefur,“ til að tryggja að Evr- ópusambandið fari innan setts frests eftir úrskurðum WTO um innflutningshöft á banana og horm- ónakjöt. Eftir að bréfíð barst fulltrúa- deildinni var hætt við atkvæða- greiðslu um þingsályktun, sem hefði lagt viðskiptafulltrúa Bandaríkj- anna hjá ESB þá skyldu á herðar að hefja undirbúning þvingunarað- gerða gegn ESB vegna þessa máls. Fyrr á þessu ári hafði úrskurðar- nefnd WTO komizt að þeirri niður- stöðu, að innflutningshöft ESB á banana frá ríkjum sem ekki eru aðil- ar að Lomé-samkomulaginu svokall- aða (sem fjallar fyrst og fremst um EVRÓPA^ hvemig íyrrverandi nýlendur Evr- ópuríkja í „ACP-hópnum“ fá vissan forgang að Evrópumarkaðnum) og bann ESB við innflutningi nauta- kjöts sem ræktað hefur verið með aðstoð hormónagjafar, bryti í bága við ákvæði GATT-samkomulagsins. En að sögn bandarískra embætt- ismanna hefði ESB enn sem komið er ekki sýnt merki um að ætla að gera það sem gera þarf til að hlíta niðurstöðum þessara úrskurða sáttanefndar WTO. Það sem ESB hefði boðað að það myndi gera í kjölfar úrskurðanna er að mati Bandaríkjamanna aðeins „hálfkák". Talið er að hormónakjötsbann ESB hafi skert tekjur bandarískra nautakjötsframleiðenda um hátt í 700 milljónir króna. Og þótt ekki séu fluttir út bananar frá Banda- ríkjunum hafa innflutningshöft ESB skaðað hagsmuni bandarískra ávaxtafyrirtækja, sem reka starf- semi sína að mestu í Mið-Ameríku. Niðurstaða úrskurðamefndar W^TO í þessum tveimur deilumálum Bandaríkjanna og ESB gekk út á, að ESB skyldi færa aðgerðir sínar „til samræmis við eigin skuldbind- ingar“ í GATT-samningnum. Ósammála um túlkun Fulltrúar ESB og Bandaríkjanna eru hins vegar ekki sammála um túlkun niðurstöðu WTO, a.m.k. ekki hvað varðar hormónakjötsbannið. f því tilviki vísar ESB til alþjóðlegs sáttmála um aðgerðir sem aðildar- ríki WTO mega grípa til í nafni mat- vælaheilbrigðisvemdar. Fulltrúar ESB halda því fram að ákvæði þessa sáttmála heimili bannið við innflutningi kjöts af nautgripum sem ræktaðir hafa verið með vaxt- arhvetjandi efnum. ísland er líka aðili að þessum sáttmála, en auk þess hefur ísland skuldbundið sig til að taka upp ákveðinn hluta þeirra reglna sem gilda á innri markaði Evrópu um varnir gegn dýrasjúkdómum og neytendavernd. Verði það niður- staðan að ESB neyðist til að aflétta innflutningsbanni af hormónakjöti má gera ráð fyrir að íslendingum verði ekki stætt á því að hefta inn- flutning þess hér til lands. Fjármálaráðherrar ESB ræða endur- skoðun fjárlaga sambandsins Brown hafnar afnámi endur- greiðslna Lundúnum. The Daily Telegraph. GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, varðist á mánudaginn kröfum starfsbræðra sinna frá hin- um Evrópusambandslöndunum fjórtán um að þær endurgreiðslur sem Bretar fá sjálfkrafa af fjárlög- um ESB yrðu aflagðar. Þessa sjálfvirku endurgreiðslu á hluta þess fjár, sem Bretar leggja til sameiginlegra sjóða ESB, samdi Margaret Thateher, þáverandi for- sætisráðherra Bretlands, um árið 1984. Á fundi fjármálaráðherranna fimmtán í Lúxemborg á mánudaginn var umræðan um endurskoðun fjár- laga sambandsins tekin efst á dag- ski'á, en stjórnir allra annarra ESB- landa en Bretlands eru sammála um að við þá endurskoðun gangi ekki annað en að endurgreiðslurnar til Breta séu teknar með í reikninginn. Senn líður að því að taka verður ákvörðun um rammafjárlög ESB fyrir árin 2000-2006. Gordon Brown hafði vonazt til að geta beint athyglinni frá endur- greiðslumálinu með því að leggja fram tillögur að áætlun tU að efla hagvöxt í álfunni og til að bregðast við óróleika á fjármálamörkuðum, en honum varð sem sagt ekki kápan úr því klæðinu. Fjármálaráðherrar Spánar, Hollands, Frakklands, Þýzkalands og Lúxemborgar sögðu allir að Bret- um væri ekki stætt á því að neita því einfaldlega að ræða endurgreiðsl- urnar. „Úrelt og óréttlátt“ I síðustu viku voru endui'greiðsl- urnar tU Breta gagnrýndar í skýrslu frá framkvæmdastjórn ESB sem úr- elt þing og óréttlátt; nú væri Bret- land fjárhagslega miklu betur statt en þegar samið var um endurgreiðsl- umai'. Nú eru stjórnvöld í Þýzkalandi, Svíþjóð, Hollandi og Austurríki öll að krefjast endurgreiðslna til sín, þar sem þau legðu öll miklu meira til sameiginlegra sjóða ESB en þau fengju úr þeim. Brown tjáði starfs- bræðrum sínum að brezka stjórnin væri staðráðin í þvi að gefa sinar endurgreiðslur ekki upp á bátinn og myndi stöðva allar tilraunir tU að breyta þeim. Fólk treystir Renault Mégane. Hann er öruggasti bíllinn á markaðnum í sínum flokki. Hann hlaut hæstu einkunn, fjórar stjörnur, í öryggisprófunum hjá NACP. Veldu öryggi - veldu Renault Mégane. RENAULT HÆSTA EINKUNN í ÖRYGGISPROFUNUM HJÁ NACP Samevrópskt verkefni fjölda fýrirtækja og stofnana um árekstraprófanir bifreióa á Evrópumarkaói. Ármúli 13 • Sfmi 575 1200 • Söludeild 575 1220 www.fia.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.