Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 24
► s 24 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ t I Réttarþróunin hér á landi sem og annars staðar í Evrópu undanfarin ár hefur öll verió í þá átt aö efla frjálsa samkeppni á sem flestum sviöum og afnema sérleyfi. Veiting sérleyfis til eins fyrirtækis til geröar miölægs gagnagrunns á heilbrigöissviöi þarfnast því aö mati Páls Þórhallssonar sérstakr- ar réttlætingar núoröiö enda þótt sambærileg ráöstöfun heföi þótt sjálfsagöur hlutur fyrr á tíö. í i ♦ Sérleyfi og sam keppnisréttur ÞÓTT mikið sé rætt um sérleyfí í tengslum við frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði þá kemur það hugtak hvergi fyrir í frumvarpstextanum. I raun myndi sá sem læsi frumvarpið eitt og sér alls ekki gera sér jp-ein fyrir að slíkt væri á ferðinni. I greinargerð með ftmmvarpinu kemur hins vegar fram að í því sé gert ráð fyrir að heil- brigðisráðherra yrði „heimilt að veita rekstrarleyfi til 12 ára í senn til gerðar eins miðlægs gagna- grunns, með ópersónugreinanlegum heilsufarsupplýsingum, í þeim til- gangi að auka þekkingu til þess að bæta heilsu og efla heilbrigðisþjón- ustu.“ Eins og fram kemur í 2. grein fí-umvarpsins takmarkar sérleyfíð ekki gerð eða notkun gagnasafna á einstökum sviðum. Sérleyfíð er í því fólgið að fá að safna öllum heilbrigð- isupplýsingum um íslensku þjóðina í einn gagnagrunn. Hvar mörkin liggja í þessu efni er ekki gott að segja en þó er ótvírætt að öll þau gagnasöfn sem nú eru til í landinu má áfram starfrækja þrátt fyrir frumvarpið sem og gagnasöfn er varða einstaka sjúkdóma eða sjúk- dómaflokka. Rök meö sérleyfi Rökin með því að veita sérleyfi eru sögð þau að enginn muni fást til að gera slíkan grunn nema slíkt leyfí verði veitt, síst af öllu ríkið sjálft þar sem heilbrigðiskerfið hafi verið í fjársvelti. Mikill kostnaður sé sam- fara því að útbúa grunninn og óvissa sé um hagnýtingarmöguleika. Aðili sem fyrstur hefji vinnu við gerð gagnagrunns geti ekki með full- nægjandi hætti gætt hagsmuna sinna nema hann fái sérleyfi. Þá sé erfítt að margir séu samtímis að vinna úr gögnum sama aðila. Ein veigamestu rökin eru samt kannski þau að þótt frjáls samkeppni eigi við á flestum viðskiptasviðum þá sé erfitt að sjá að það sé eitthvert vit í að gera fleiri en einn miðlægan gagnagrunn. Til dæmis sé nógu erfítt að kyngja þeim vandamálum sem rísa vegna persónuverndar í einum miðlægum gagnagrunni þótt ekki sé farið að tala um tvo slíka eða fleiri. Þetta er líkt og ef ákveðið væri að fela einkafyrirtæki rekstur fangelsa landsins eða dómstólanna (!), það gengur illa upp að hafa mörg fangelsiskerfi eða mörg dómskerfi. Kostnaðaráætlun A móti má auðvitað benda á að það sé engin knýjandi þjóðfélagsleg nauðsyn að hafa einn miðlægan gagnagrunn leiði hann óhjákvæm- lega til einokunar og takmarkana á samkeppni. Þá væri nær að vera með slíkan grunn innan vébanda ríkisstofnunar sem hefði engra við- skiptahagsmuna að gæta eða ganga út frá frelsi til gerðar gagnagrunna á þessu sviði, sem væru þá óhjá- kvæmilega hver um sig smærri í sniðum. Einnig hefur því verið teflt fram, sérstaklega í fyrstu, að engar upplýsingar lægju fyrir um kostnað við gerð þessa grunns. Nýjustu gerð frumvarpsins fylgdi kostnaðaráætl- un gerð af Stefáni Ingólfssyni verk- fræðingi sem hljóðaði upp á 10,5 - 19,3 milljarða króna. Þannig voru þær tölur sem íslensk erfðagreining hafði nefnt upp á 12 milljarða stað- festar. Það vekur samt athygli þegar töl- urnar eru skoðaðar að langmestur kostnaðurinn er fólginn í að slá inn þær sjúkraskrár sem til eru í land- inu en eru ekki á tölvutæku formi, eða 16,2 milljarðar króna ef öll gögn eru skráð inn hjá sjúkrahúsum, heilsugæslu, sérfræðingum, slysa- deildum sem og gögn er liggja fyrir um látna, vinna sem metin er í 2.700 mannárum! Það er náttúrulega framkvæmd sem fæstum hefði dott- ið í hug að leggja út í nema Islenskri eifðagi'einingu. Ef hugmyndir henn- ar hefðu ekki komið til sögunnar hefði væntanlega verið látið duga að bæta tölvukost heilbrigðiskerfisins smám saman uns allar nýjar skrár væru unnar með samræmdum hætti inn í tölvu í stað þess að dusta rykið af öllum gömlum skrám. Það á auð- vitað líka eftir að koma í Ijós hvort rekstrarleyfishafinn, ef frumvarpið verður samþykkt, leggur í þessa vinnu alla, þar sem miklum mun ódýrara væri að horfa einungis fram í tímann. Það er ekki að sjá að neitt í frumvarpinu skikki hann til þess enda ríkinu lítill akkur í því að gaml- ar sjúkraskrár fari inn í tölvu. Það verður því að taka þessum tölum með vissum fyrh’vara og reyna að greina þann kostnað sem óhjá- kvæmilega hefði lagst á ríkið þegar metin er nauðsyn sérleyfis. Samræmt sjúklinga- upplýsingakerfi Það sem ríkið fær ótvírætt út úr veitingu sérleyfisins er að þróað verður samræmt sjúklingaupþlýs- ingakerfi ríkinu að kostnaðarlausu og betri aðgangur að tölfræðilegum upplýsingum fæst. I skýrslu Stefáns Ingólfssonar kemur fram að nývirði sjúklingaupplýsingakerfis fyrir hið opinbera sé um 2 milljarðar króna. Þar við bætast 180 milljónir króna vegna kostnaðar við tölvuvæðingu sjálfstæðra sérfræðinga og annarra. Samtals áætlar hann að um 4.100 vinnslustöðvar verði að ræða. í þessu mati er reyndar ekki tekið tillit til þess eins og Stefán bendir sjálfur á að þegar hefur verið keypt nýtt sjúkraskrárkerfi fyrir 580 vinnslustöðvar á heilsugæslu- stöðvum og hugsanlega nýtast tölvukerfi sem þegar eru í notkun á sjúkrastofnunum, hugbúnaður og vélbúnaður. Stofnkostnað gagna- gi-unnskerfis metur hann á 1.270 milljónir króna. Hvað betri aðgang að tölfræðileg- um upplýsingum snerth’ þá er að ýmsu að hyggja. Frumvaipið gerir ráð fyrir að fólk geti valið að standa utan grunnsins. I júlíútgáfu frum- varpsins var þó mælt fyrir um að upplýsingar sem nauðsynlegar væru til tölfræðilegrar úrvinnslu af hálfu hins opinbera færu í grunninn. Þetta hefur nú verið tekið út. Það getur gert það að verkum að gildi grunnsins að þessu leyti minnki. Eins þyrfti að skoða að hve miklu leyti nafnlaus grunnur getur komið í stað opinberra skrá á þessu sviði. Lögvernd gagnagrunna Athyglisverð er í þessu sambandi ábending Samkeppnisstofnunar um að tilskipun Evrópubandalagsins 96/9EB um lögverndun gagna- grunna, sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn og mun verða lög- leidd hér á landi á næstunni muni veita fullnægjandi vemd fyrir þann sem gerir gagnagrunninn. Hann þurfi ekki aðra réttarvernd eins og í formi sérleyfis. Sú tilskipun krefst þess að EES-ríki veiti gagnagnmn- um tvenns konar vernd, í fyrsta lagi höfundarréttarvernd grunna sem vegna vals, eða niðurröðunar efnis teljast vera hugverk höfundar (3. gr.) og í öðru lagi svokallaðan sinnar tegundar (sui generis) rétt: „Þegar unnt er að sýna fram á að lagt hafi verið út í umtalsverða fjárfestingu til að afla, sannprófa eða setja fram efni gagnagrunns ... skuli aðildarrík- in tryggja höfundi gagnagrunnsins rétt til að koma í veg fyrir útdrátt og eða endurnýtingu á öllum eða umtalsverðum hluta hans (7. gr).“ Ekki hefur farið fram nein ræki- leg athugun á samspili þessarar til- skipunar og gagnagrunnsfrum- nægilega tryggt að allur réttur rekstrarleyfishafa til grunnsins falli niður að sérleyfistíma liðnum, þ.e. hvort eftirfarandi ákvæði frum- varpsins er fullnægjandi: „Rekstrar- leyfishafi skal tryggja að þegar leyf- istíma lýkur fái heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, eða sá sem ráðherra felur starfrækslu gagnagrunnsins, ótímabundin afnot af öllum hugbúnaði og réttindum, sem nauðsynleg eru til viðhalds og starfrækslu gagnagrunnsins. (1. mgr. 10. gr.)“ Markmið samkeppnislaga Samkeppnisstofnun hefur gert at- hugasemdir við veitingu sérleyfisins út frá almennum um markmið samkeppnislaga. Þau birtast í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 þar sem segir að efla beri samkeppni í viðskiptum með því meðal annars að vinna gegn skað- legri fákeppni og samkeppnishöml- um og auðvelda aðgang nýrra keppi- nauta að markaðnum. Þessi mark- mið hafa náttúrulega ekki stjórnar- skrárvægi og geta því ekki bundið hendur löggjafans þótt það sé auð- vitað æskilegt pólitískt séð að þau markmið séu í heiðri höfð, sbr. heimild 19. gr. samkeppnislaga til handa Samkeppnisráði og Sam- keppnisstofnun að benda ráðherra á það telji þessar stofnanir að ákvæði laga eða stjórnvaldsfyrirmæla stríði gegn markmiði varpsins, til dæmis hvort það sé sjónarmiðum fióZrb óú * c i*ö í*é ú óöó "iTú o-kSIj ó ó ó ÓtÉ ó úó ocö JJJ, ÁÁ. í/j á ú-rO tTji' ji é é ó jTij~ú Q ó ú ú ú á 'ó ý 6"a*6 i i ii;. é » áT* XX<> iéiO 'm~ó oöo öo * g?j ú ó~i*~i □ 1 í ö ié é'ó úú ó m 5S ú'íio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.